Vísir - 11.09.1980, Page 24

Vísir - 11.09.1980, Page 24
vtsm Fimmtudagur 11. september 1980 síminnerðóóll Loki segir „Annar fór I stjórnina. en hinn sagði af sér,” segir i frétt i Þjóðviljanum um „fyrri eftirlitsmenn með rekstri Flugieiða”. Nú bíöa menn bara eftir þvi að Baldur Óskarsson fylgi i spor forvera sins og taki við stjórnartaum- unum f fyrirtækinu! Veörið hér og har Klukkan 6 i morgun: Akureyri alskýjað 7, Bergen léttskýjað 8, Helsinki létt- skýjaö 13, Kaupmannahöfn léttskýjaö 12, Osló alskýjað 7, Reykjavik skýjað 5, Stokk- hólmur skýjað 13, Þórshöfn alskýjað 7. í gær klukkan 18. Aþena heiðskirt 23, Bergcn skýjað 16, Chicago heiðskirt 22, Feneyjar hálfskýjað 19, Frankfurt rigning 16, Nuuk léttskýjað 8, London skýjað 17, Luxemburg rigning 13, Las Palmas alskýjað 24, Maliorka skýjað 22, New York léttskýjað 27, Paris rigning 18, Róm léttskýjaö 22, Maiaga léttskýjað 22, Vin skýjað 13. Gef kost á mér - segir Kjartan Gunnarsson ,,Ég mun gefa kost á mér 1 embætti framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins,” sagði Kjartan Gunnarsson I samtali við Vfsi i morgun. „Það er ljóst, að það mun verða gerð tiiiaga um mig á fundinum, en á þessari stundu liggur ekki fyrir opinber- iega að tillaga verði gerð um ein- hvern annan.” Kjartan var formaður Heim- dallar fyrir nokkrum árum og var þá kosinn I það embætti með miklum meirihluta. Nú á hann sæti i miðstjórn flokksins. Aðspurður sagðist Kjartan ekkert vilja segja um yfirlýsingu Jóns Magnússonar formanns SUS, iDagblaðinu i gær, þar sem sá siðarnefndi mótmælir þeirri fyrirætlan Geirs Hallgrimssonar að ráða Kjartan, sem er lögfræð- ingur að mennt, i áðurnefnt starf. —KÞ. „Ensin streita er miiti okkar Balflurs” - segir Birgir Guðjónsson ,,Þótt það sé mjög mikilvægt I stöðunni að átta sig á þessari skýrslu þá held ég að stefnumót- un i viðræðunum við Luxem- borgara standi ekki og falli með álitsgerð okkar Baldurs, sem við höfum ekki lokið við” sagöi Birgir Guðjónsson deildarst jóri og annar eftirlitsmanna með Flug- leiðum I samtali við VIsi i morg- un. Birgir og hinn eftirlitsmaður- inn, Baldur óskarsson, áttu i gær fund með þeim Siguröi Helgasyni forstjóra Flugleiða og Erni ó. Johnson stjórnarformanni. Birgir sagði að þeir hefðu spurt þar ýmissa spurninga varðandi skýrslu Flugleiða. 1 gær var einn- ig haldinn stuttur fundur ráðherr- anna Gunnars Thoroddsen, Stein- grims Hermannssonar og Svav- ars Gestssonar með þeim Flug- leiðamönnum. Visir spuröi Birgi Guöjónsson, hvort þeir Baldur mundu leggja fram sameiginlega álitsgerð um fjárhagsstöðu Flugleiöa. „Það er engin streita á milli okkar Baldurs, þótt okkur greini kannski á varðandi það, hvað segja má við fjölmiðla,” svaraði Birgir. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það nákvæmlega.hve- nær þeir legðu fram álit sitt. —SG Veðurspá Yfir suðaustur strönd Græn- lands er 1000 mb lægð og önnur um 1004 mb djúp á sunnan- verðu Grænlandshafi, báðar þokastsuðaustur. Hiti breytist litiö. Suðurland og Breiðafjörður: Suðaustan gola, viða skýjað og sumstaðar dálitlar skúrir. Vestfirðir: Suðvestan og vestan gola, sumstaðar skúrir einkum sunnan til. Strandir og Norðurland eystra og vestra: Suðvestan gola, dá- litlar skúrir. Austurland að Glettingi og Austfiröir: Hægviðri og skýj- að. Suðausturland: Hægviðri, viðast léttskýjað vestan til, en skýjað austan til. Busavigsla eöa „jambering” var I Menntaskólanum viö Hamrahliö I gær. Busarnir áttu aö sýna bööl unum (eldri nemendunum) tilhlýöilega viröingu meö þvi aö beygja sig I duftiö I orösins fyllstu merk- ingu, alltaötiu sinnum. Fór sú athöfn fram I öskjuhliöinni, en þangaö voru busarnir teymdir af böölun- um. Aöur höföu busarnir veriö niöurlægöir á flestan hátt, svo sem meö háösglósum, skyrslettum og barsmiöum. Sjá nánar á blaösiöu átta. -ATA/VIsismynd: KAE. Milljónatjðn í eldsvoða á Arskðgsstrðnd Jýfarlnn úl pegar sprenglngin varö" sagðl Þorsteinn Marlnósson. annar elgandl verkslæðlsins sem brann „Ég var nýfarinn út af verkstæðinu, þegar sprengingin varð, þannig að það má segja, að ég hafi verið heppinn, ef hægt er að tala um heppni i þessu sambandi”, sagði Þorsteinn Marinósson, annar eigandi bifreiðaverkstæðisins við Hliðar- land á Árskógsströnd i Eyjafirði, sem brann til kaldra kola i gær. „Ég var að logsjóða undir bilnum rétt áður en eldurinn kom upp og sennilega hefur neisti komist i bensinleiðslu með þeim afleiðingum, að log- suðutækin sprungu. Við Hjalti hlupum þarna strax að og reyndum að beita slökkvitækj- um, en eldurinn var strax það magnaður, að við réðum ekkert við þetta”, sagði Þorsteinn enn- fremur. Þorsteinn sagði, að hann og Hjalti Sigfússon, sem rekur bilasprautun i hinum enda húss- ins, hefðu þá strax farið þangað og náð út tveimur bilum, sem þar voru inni, en auk þess hefði þeim tekist að bjarga dýrum stillingatækjum, sem þar voru. Allt annað brann og eftir standa nú aðeins brunnir veggirnir. Þorsteinn sagði, að hér væri um að ræða milljóna tjón, en auk hússins og tækjanna hefðu þrir bilar gjöreyðilagst i brunanum og fjórir, sem stóðu fyrir utan verkstæðið, skemmdust mikið. Slökkviliðið frá Dalvik kom á vettvang fljótlega eftir að eldur- inn kom upp, en fékk ekki við neitt ráðið, svo magnaður var eldurinn strax i byrjun. (Sjá mynd á forsiðu) — Sv.G. Samgönguráðherra um umsókn Cargolux: EKKI BORIST HINGAÐ EFTIR RETTUM LEIÐUM Gelum ekkl neltað cargolux um leyfi ef sllðrnvðld I Luxemborg óska eftlr pvi „Þessi umsókn Cargolux hefur ekki borist hingað eftir réttum leiðum, og þvi er ekki hægt að taka afstöðu til hennar sem slikrar”, sagði Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, þegar blaðamaður Visis spurði hann i morgun álits á umsókn Cargolux um að fá að hefja fragtflutninga milli Luxemborgar og Bandarikjanna með viðkomu á íslandi. „Samkvæmt loftferöasamningi okkar viö Luxemborg og önnur lönd eru reglurnar þær, að rikis- stjórn viðkomandi lands þarf að tilnefna það flugfélag, sem nota má þann rétt sem Cargolux fer nú fram á. Sú tilnefning kæmi svo i gegnum utanrikisráðuneytið til okkar I samgönguráðuneytinu. Staðreyndin er sú, að ef stjórn- völd I Luxemborg myndu tilnefna Cargolux til þessara hluta, þá er ekkert sem við gætum gert til að koma i veg fyrir að félagið tæki upp þetta flug. Loftferðasamn- ingurinn gerir ráð fyrir fullri heimild stjórnvalda til slíkra til- nefninga og það yrði nánast formsatriöi hjá okkur að afgreiða máliö”, sagði Steingrimur. Það kom einnig fram hjá honum að enginn munur væri á farþega- og vöruflutningum i þessu tilliti. -P.M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.