Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.09.1980, Blaðsíða 16
Oðru vísi stelnlelr I Djúplnu Á morgun opnar Sjöfn Haraldsdóttir sýningu á veggmyndum úr steinleir i Djúpinu. Slikar myndir eru ekki oft til sýnis hér i Reykjavik, svo til að forvitnast kom ég við hjá Sjöfn i Eldstó, þar sem hún hefur vinnuaðstöðu. Þá var Sjöfn að leggja allra siðustu hönd á sýn- ingargripina. Hún sagði sýninguna i Djúpinu mundu skiptast i þrjá hluta, ófigurativar vegg- myndir og svo tvær figurativar syrpur, önnur úr nútimanum og hin er af sjómönnum.” „Ég kalla þessar myndir fri- merkin min,” segir Sjöfn hlæj- andi — „mér finnst þær svo litl- ar, draumurinn er aö gera risa- stjórar myndir sem þekja heil- an vegg.” Hún segist hafa lokið við Myndlista og handiðaskólann 1973, haldið áfram i skólanum i frjálsri myndlist i eitt ár og kennt siðan þar til hún hélt til Kaupmannahafnar haustið 1977. bar fór hún i Listaháskólann. ,,Ég fór i Veggmyndadeildina og ég veit ekki til þess að nokkur annar hafi farið i þá deild héð- an. Þó hefur Robert Jacobsen, professor, sagt mér að þær Gerður Helgadóttir og Nina Tryggva. hafi verið þar ein- hvern stuttan tima. 1 þessari deild er hægt að vinna úr hverju þvi efni sem hugurinn kýs, leir, plasti, málm, gleri, mosaik og steypu. —Nú, i Höfn var ég aðeins þetta eina ár, hef siðan verið hér heima, kennt og verið i kera- mikdeild Myndlista- og handiðaskólans. En nú er ég að fara aftur til Hafnar i haust og hef mikinn áhuga á að klára námið i Veggmyndadeildinni, en það tekur ein fjögur ár. —Hér heima hef ég ekki haft aðstöðu til að vinna úr öðru efni en steinleir, en þó ég sé að sýna þessi verk núna, vil ég alls ekki segja að ég sé keramiker mörg önnur efni freista min miklu meir. Ég fylgist með Sjöfn þar sem hún er að raða saman andlits- hlutum sjómannanna sinna, „þeir eru svona eins og ég þyk- ist hafa seð þá i Stykkishólmi á Sjöfn leggur sfðustu hönd á einn sýningargripanna. unglingsárunum, en eflaust eru þeir dálitið rómantiskir.” Það er greinilega mikið þolin- mæðisverk að vinna úr þessum efnivið, leirinn þarf fyrst að fletja út og vinna myndverkið i plötuna eftir skyssu, siðan er leirinn hrábrenndur, glerjaður eða málaður, siðan brenndur aftur. Og siðast að raða hlutun- um saman og lima. „Stærð stykkjanna fer alveg eftir aðstöðunni, og vegna þess hve ofninn hér er litill fyrir minar hugmyndir verð ég að binda mig við ákveðna stærð.” Að baki hverrar myndar og hverrar flisar, stórrar eða smárrar, liggur margra vikna, ef ekki mánaða, vinna. „Og svo kannski springur leirinn I ofnin- um, eða liturinn verður annar en maður hafði hugsað sér. Þá er bara að byrja aftur upp á nýtt.” Sýningin i Djúpinu verður fyrsta sýning Sjafnar. Þótt hún kalli myndirnar sinar frimerki, eru þær stórar og viðamiklar og allt öðru visi en þau verk, sem við höfum áður séð á keramik- sýningum hérlendis. Sýningin verður opin frá kl. 10.-23.30 daglega og stendur til 24. september. Ms HVER HEFUR ÁHUGA Á BECKETT? Oddur Björnsson leikhússtjóri hélt nýlega balaðamannafund til að segja frá velheppnaðri leikför Leikfélags Akureyrar til Irlands með Beðið eftir Godot i ágúst s.l. Eins og kunnugt mun úr fréttum, var Leikfélaginu þá boðið að taka þátt i Beckett- hátið: þeirri fyrstu, sem haldin er. Uppfærsla Leikfélags Akur- eyrar á Beðiö eftir Godot vakti mikla aðdáun á hátiðinni og fékk góða dóma þeirra gagn- rýnenda, sem um sýninguna fjölluðu. Bandariski gangnrýn- andinn Katherine Williams lét þess m .a. getið að sýningin hefði veriðein besta Beckett-sýningin sem hún hefði séð um langt ára- bil. A Beckett hátiðinni, sem haldin var i Bantry, skammt frá Cork — en það var i háskólan- um þar sem hugmyndin að há- tiðinni varð til — voru sýnd fleiri leikrit Becketts, haldnir um- ræöufundir uin verk hans og les- ið upp. Leikfélag Akureyrar var eitt. erlendra gestahátiö- arinnar. Það viröist kaldhæðnisleg staðreynd, að þessi leikför félagsins hafi verið farin I þann mund sem Leikfélag Akureyrar hættir starfsemi sinni, eins og nú er allt útlit fyrir. Eins og Oddur Björnsson sagði á fyrr- nefndum blaöamannafundi, var sýningin á Beðið eftir Godot „listrænn hápunktur” á starf- semi hans sem leikhússtjóra fyrir norðan. Þeir, sem sau leik- ritið hér syðra á Listahátið i vor, munu vera honum sam- sinnis hvað varðar listgildi sýn- ingarinnar. En i framhaldi af fyrrgreindum orðum Odds, spunnust um það umræður á fundinum, hvers vegna Leikfél- agið heföi lagt I að sýna þetta leikritBecketts, um það hefði jú veriö vitað fyrirfra, að aðsókn yrði ekki góð, (Leikritið var sýnt fimm sinnum á Akureyri). og að e .t.v hefði leikhúsinu verið nær, að færa upp leikrit sem meiri gróðavon væri af. Sú um- ræða varð ekki til lykta leidd, enda viðameiri en svo að það væri hugsanlegt þarna En þvi HÝJAR SVHINGAR Að Kjarvalsstöðum: Vilhjálmur Bergsson opnar sýn- ingu á laugardag, á morgun, I vestursal Kjarvalsstaða. í FíM-salnum: Orn Ingi kemur frá Akureyri með myndir sinar. Sýningin opnuð á laugardag. í Djúpinu: Sjöfn Haraldsdóttir opnar kera- miksýningu á laugardag. er hennar getið hér, að vert er að halda slikum spurningum vakandi, eins fáraánlegar og þær kunna að virðast, nú þegar framtið Leikfélags Akureyrar er I óvissu. Það kann að vera mögulegt að reka leikhús á miðasölu eingöngu og þá með þvi að sýna annarskonar leik- verk en Beðið eftir Goodot, þ.e.a.s. kassastykki eingöngu. Hitt hlytur þó að vera allt annað mál, hvort slikt leikhús héldi reisn sinni sem menningarfyrir- bæri mjög lengi. Akureyringar, og raunar við öll, hljótum að hafa þetta i huga, þegar rætt er um hvort styðja eigi leikstarfs- semi á Akureyri — eða annars staðar, með opinberum styrkj- um eða ekki. Ms Pólskur pfanóleikarl I helmsökn - Helflur bæði tónleíka og námsketð Pólski pianóleikarinn Nelly Ben-Or heldur tónleika á vegum Tónlistarskólans I Reykjavik á morgun, kl. 14.30 í Austurbæjar- biói. HUn leikur Sónötu eftir Haydn, Kreisleriana eftir Schu- mann Mazurka eftir Szyaman- owsky og Chopin og 3. Sónötu Chopins i h-moll. Nelly Ben-Or er fædd i Varsjá og þar hélt hún sina fyrstu tón- leika aðeins 13 ára gömul. Stjórn Póllands veitti henni þá sérstakan Chopin-námsstyrk og pianó að auki. Hún lagði frekari stund á pianóleik i Israel, þar sem hún m.a. hlaut fyrstu verð- laun i Mozart keppninni. Þá naut hún leiðsagnar I London og Parls, m.a. hjá Franz Reizen- stein og Vlado Perlemeuter. Hún er nú búsett I London og er prófessor við Guildhall School of Music, auk þess sem hún ferðast viða til tónleika- og námskeiöahalds. Námskeið Hér mun Nelly Ben-Or halda námskeið á vegum Félags tón- listarkennara i Tónlistarskólan- um I Reykjavik dagana 15.og 16. september og einnig verða einkatimar fram eftir vikunni. Neliy Ben-Or, pianóleikari. Húnmun þá kynna hina svoköll- uðu Alexander-tækni og verður það I fyrsta skiptið sem sú tækni er kennd hér. Alexander-tæknin er aðferð, sem beitt er til að öðl- ast meiri skilning á þvi hvernig iikaminn starfar i heild. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.