Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 22
vtsnt Miövikudagur 17. september 1980 seglr GuOmundur Einarsson. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins vegna ummæia Landvaramanna um flulningamál ,,Eg hef aö sjálfsögöu margt við málflutning Landvara- manna aö athuga’’ — sagöi Guömundur Einarsson, for- stjöri Skipaútgeröar rikisins f samtali viö Visi er hann var spurður álits á ummæium Landvaramanna vegna þróunar I fiutningamálum. Eins og fram hefur komið I Visi sendu vöru- bifreiöaeigendur bréf til for- sætisráöherra þar sem þeir krefjast aögeröa i þessum mál- um en þeir telja m.a. aö meö undirboðum á flutningum sé Skipaútgeröin aö drepa niður skipulagsbundna flutninga á landi og sé þetta gert i skjóli þess aö rlkið borgi tapið. Þá er i bréfi Landvaramanna getiö um fyrirhuguð skipakaup á vegum útgeröarinnar sem aö dómi Landvaramanna eru byggö á hæpnum forsendum. Guömundur Einarsson var spuröur dt i þessi atriði: „Ónákvæmlega farið með staðreyndir og töl- ur” „Þaö er fariö afar ónákvæm- lega meö staöreyndir og tölur i þessum yfirlýsingum Land- varamanna. Ég vil fyrst benda á, aö þar sem talaö er um, að rikið greiði um 20 þúsund krón- ur með hverju tonni sem Skipa- útgeröin flytur, aö þaö eru stór- kostlegar ýkjur. Ef við tökum rekstur fyrstu sex mánuöi árs- ins þá kemur i ljós aö þessi tala er 15.100 krónur. A þessu tima- bili höfum við flutt 42.015 tonn en fluttum allt árið i fyrra 59.270. 1 þessu sambandi vil ég einnig benda á, aö það er m jög villandi að tala um aö rikiö greiöi meö þessum flutningum. Hallinn hjá okkur er greiddur af rikissjóöi og þessi tala kemur út sem meðaltal á halla af hverju tonni sem viö flytjum. Við erum meö mjög mismunandi flutnings- gjöld. Flutningstaxtinn er miklu lægri á þungavöru, sem bflarnir hafa aldrei verið I samkeppni við okkur um, eins og t.d. flutningar á áburöi og sementi. Hins vegar eru hæstu taxtarnir okkar á þeim vörum sem viö er- um I mestri samkeppni viö bil- ana um. Annaösem kemur þarna fram varöandi þaö aö ekki. komi króna upp i flutningskostnaö vegna skipanna er alveg út I hött, og þar er mikill mis- skilningur á ferðinni. Þaö er tekið þarna dæmi af vöru- flutningum fyrir Kaupfélag Héraðsbúa. Talan sem þar er nefnd vegna útskipunar og upp- skipunar er ekki svona há og þaö vill svo til aö afgreiðsla Kaupfélags Héraösbúa er á Reyðarfiröi þannig aö þeir sjá um aksturinn. Auk þess sér Kaupfélagið sjálft um uppskip- un á Reyöarfiröi.” ,,(Jrelt aðstaða og skipakostur” „Við höfum ákveöna gjald- skrá og förum eftir henni i öllum aðalatriðum. Hins vegar höfum við orðiö fyrir þvi sama og þeir, að viö höíum ekki fengiö aö fylgja veröbólgunni i okkar gjaldskrá, og þarer ekki okkur um að kenna heldur verölagsá- kvöröunum. Ég vil einnig taka þaö fram, af þvi verið er aö tala um undir- boö i þessu sambandi, að hug- takið undirboö er venjulega skiliö þannig að veriö sé að bjóöa undir eölilegan fram- leiöslukostnaö. Tilkostnaöur hjá okkur er óeölilegur. Við búum viö mjög úrelta aöstöðu hérna i Reykjavik og úreltan skipaksot og tilkostnaöurinn i rekstrinum er þvi óeölilega hár miðað viö afköst. Þetta hefur verið að batna mjög mikiö nú siðustu misserin en þaö verður ekki gott fyrr en sú fjárfestingaráætlun sem viö höfum lagt fyrir rikis- stjórnina verður framkvæmd.” „Ný og hagkvæmari skip” „Þessi áætlunfelur i sér ný og margfalt hagkvæmari skip og betri aöstööu til vöruafgreiðslu hér i Reykjavik og þar aö auki fullkomnari tækjabúnaö. Sem dæmi um óhagkvæmnina sem nú er get ég nefnt aö i okkar skipum i dag eru 15 manna á- hafnirog þessiskip eru rúmlega 800tonnaö buröargetu, að með- talinni oliu og vistum. Þau skip sem viö vonumst til aö fá, og eru fullhönnuö af okkar hálfu, eru reiknuð meö niu manna áhöfn og burðargeta þeirra er um 1215 tonn. Fyrir utan þaö eru þau miklu fullkomnari upp á afköst viö lestun og losun og einnig hvaö varðar sjóbúnað þannig að vinna viö þau verður öll miklu minni. Veitthefurverið heimild til að senda útboösgögn til þriggja innlendra skipasmiöastööva og þar aö auki til samtaka þessa iðnaðar og þessi fyrirtæki eru væntanlega að vinna aö tilboði. Hins vegar hefur ekki verið veitt heimild til aö auglýsa að útboð standi yfir. Ég vil taka þaö fram vegna þess sem þeir Landvaramenn segja um, aö skipin veröi mjög lik leiguskipinu Coaster Emmy, aö það er ekki rétt. Þau byggja að sumu leyti á sömu tækni en eru aö ööru leyti mjög ólik og mun fullkomnari.” „Skipin koma til með að standa undir sér” „Það er hins vegar rétt hjá þeim, aö tapiö á Coaster Emmy var um 140 milljónir á siöasta ári og þaö stafar af þvi sem ég var að tala um áöan — aö viö höfum ár eftir ár dregist aftur Texti: Sveinn Guöjónsson. úr i verölagsþróuninni sem hefur gengiö hraöar á okkar út- gjaldahliö en tekjuhliö. Þarna veröur ákveöiö misgengi á verölagsþróun og þess vegna skilar aukin rekstrarhag- kvæmni sér ekki i minnkandi halla. Viö höfum hins vegar gert rekstraráætlun fyrir þessi skip og fyrir fyrirtækið i heild miðaðvið að framkvæmdar séu þær endurnýjunaráætlanir sem viö höfum lagt til og út úr þeirri áætlun kemur, að þegar þessi skip eru fullnýtt, en sú þróun tekur aö visu nokkur ár, að þá nægja flutningstekjurnar til að greiöa allan reksturskostnað og afskriftir og vexti. Skipin koma þannig til með að standa undir sér og útgerðin i heild mun þá einnig standa undir sér. Þetta er að visu miö- aö viö nokkurn veginn áfalla- lausan rekstur. Samt sem áöur tel ég aö það sé þörf á nokkurri hækkun á flutningsgjöldunum til aö mæta ákveönum óvissu- þáttum i þessum rekstri.” „Við teljum ekki að um undirboð sé að ræða” Viö þetta vil ég svo bæta, að i fyrsta lagi teljum viö ekki aö hér sé um undirboö sé að ræða þvi að þegar þessi rekstraráætl- un er gerö miöað við fulla hag- ræöingu I rekstrinum, þá nægja þau flugningsgjöld sem við er- um með til að bera reksturinn. Hins vegar er rétt aö undir- strika aö viö höfum ekki fengið að hækka taxtana eins og við höfum beðið um. Þetta hefur lika komiö viö vörubilana og þeir hafa ekki fengiö aö hækka eins og þeir hafa beöið um og það er þvi einnig hallarekstur hjá þeim. Ég vil einnig benda á varð- andi það sem Landvaramenn segja um fjárfestingu sina i bilaflota sem sé teflt i voða með okkar áætlun, aö þaö er ekki langt siöan að þeir voru að kvarta undan þvi aö allur bfla- floti þeirra væri orðinn úreltur og þyrfti nauösynlega endurnýj- unar við og þvi væri nauðsyn- legt aö stofna sérstakan sjóö i landinu til aö auövelda þeim endurnýjun á flutningabilunum. Mér finnst þetta ekki vera i samræmi hvað viö annaö.” Hér sést hvernig hin nýju skip, sem fyrirhugaö er aö smiöa, Hta út á pappirunum. „Rekstur landvara- manna meira niður- greiddur” „Á undanförnum tveimur áratugum hafa verið gerðar margar athuganir á vegum opinberra aðila um samgöngu- mál og hafa þær allar leitt i ljós aö nauösynlegt sé aö færa flutn- inga af vegum yfir á sjó. Vegna mikillar þjóðhagslegrar hag- kvæmni við það. Þessar áætlanir komu aldrei til framkvæmda allt fram á miðjan þennan áratug en það er einmitt þetta sem verið er að gera núna m.a. með okkar áætlunum. Landvaramenn tala um að okkar rekstur sé niðurgreiddur af rikissjóöi. Þeirra rekstur er mun meira greiddur niöur af rikissjóði en okkarrekstur. 1 þvi sambandi vilég benda áskýrslu danska verkfræöifyrirtækisins Kampsax sem gerö var að til- stuölan Alþjóöabankans áriö 1969 en þar var um aö ræða heildarúttekt á samgöngu- málum okkar íslendinga. 1 þessari skýrsiu kemur fram tilkostnaður Vegagerðarinnar vegna flutningabilanna annars vegar og hins vegar skattiagn- ing á þá. Og ef maður athugar þessar áætlanir kemur i ijós að þaö þyrfti aö þrefalda skattlagn- ingu á flutningabilunum til aö þeir stæöu undir útgjöldum rikisins vegna aksturs þeirra. Þetta þýöir , aö flutningataxtar þeirra eru óbeint niðurgreiddir af rikissjóði sem svarar 33%. Siöari athuganir á sliti á vegum vegna flutningabila hafa svo leitt i ljós, aö Kamsax vanmat þetta þannig aö þarna er um stærra hlutfall að ræða. Ég vil svo aö lokum benda á eitt atriði enn. Fyrir nokkrum árum var flutt tillaga á Alþingi um veröjöfnun á öllum flutn- ingum i landinu. Þetta hefði væntanlega leitt til mikillar aukningar á flutningum. Viö at- hugun miliiþinganefndar sem var skipuö i máliö snerist mönnum hugur og menn töldu aö þarna yrði sett upp nýtt sjóöakerfi á vegum rikisins sem gæti orðið hættulegt. Hinsvegar komust menn að þeirri niðurstööu, aö hægt væri að ná næstum þvi hinu sama meö þvi aö stórbæta þjónustu i strandferöum. Þessi nefnd geröi þaö þviað tillögu sinni aö Skipa- útgerö rikisins yrði stórelfd og þjónusta viö landsmenn þannig bætt, og þannig náö a.m.k. að einhverju leyti þeim tiigangi sem veröjöfnuninni var ætlaö meö þvi aö draga úr kostnaöi viö flutninga út á land. 1 fram- haldi af þessum tillögum koma siðan þær aðgerðir sem við erum aö framkvæma i dag.” — sagði Guömundur Einarsson forstjóri Skipaútgeröar rikisins. —Sv.G. Skip Skipaútgeröar rikisins viö bryggju I Reykjavikurhöfn. Aö sögn Guömundar Einarssonar munu þessi skip veröa leyst af hólmi af nýrri og fullkomnari skipum ef fjárfestingaráætlunin nær fram aö ganga. Hagkvæmt að færa flutn :xm inga af vegum yfir a sjð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.