Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 17.09.1980, Blaðsíða 23
MiOvikudagur 17. september 1980 23 Umsjtín: Axel Ammendrup Sjónvarp kiukkan 21:25: mHJÓL” - Nýr bandariskur framhaldsmyndaflokkur Umsjónarmaöur þáttarins „Milli himins og jarðar”, Ari Trausti Guömundsson. Hljúðvarp Kl. 22:35: uppruni alheimsins „Þessi þáttur fjallar um Vetrarbrautina okkar, ég mun lýsa uppbyggingu hennar, stærö og ööru i þeim dúr”, sagöi Ari Trausti Guömundsson, sem sér um þáttinn „Milli himins og jaröar”, sem veröur á dagskrá hljóövarpsins klukkan 22:35 i kvöld. „Siöan lýsi ég öörum vetrar- brautum, eöa öllu heldur flokkum vetrarbrauta, þvi menn þekkja fleiri þúsundir vetrarbrauta sem skiptast i ýmsa flokka. Ég get þess meöal annars, aö vel hugsanlegt sé aö þetta séu vetrar- brautir á mismunandi þrtíunar- stigi. Hluti af þættinum fer i aö rekja hugmyndir manna um upp- runa og þróun alheimsins. Aö lokum veröur svo viötal viö Grétar ívarsson, sem er for- maöur eina áhugamannafélags stjörnuskoöunarmanna á landinu „Stjörnuskoöunarfélags Sel- tjarnarness”. Þátturinn I kvöld er fimmti þátturinn af sex, en siðan er hugsanlegt að sjöundi þátturinn veröi geröur, þar sem Ari Trausti svarar spurningum hlustenda um efni þáttanna. Sagðist Ari hafa oröið var viö mikinn áhuga hlustenda og hefðu margir haft samband viö sig og spurt út i efniö. „Ég held aö hljóövarpiö ætti aö gera meira af þvf að flytja svona efni, sem er aögengilegra fyrir fólk en hrein lesin erindi”, sagöi Ari Trausti Guömundsson. Fyrsti þátturinn i framhalds- myndaflokknum „Hjól” verður sýndur i sjtínvarpinu í kvöld klukkan 21:25. Alls eru þættirnir sex, niutiu minútur i hvert. skipti. Myndaflokkurinn er gerður eft- ir metsölubók Arhurs Hailey, „Wheels”, sem fjallar um einn áhrifamesta mann i bandariska bifreiðaiönaöinum, Adam Trent- on, og fjölskyldu hans. „Hjól” er I svipuöum dúr og aðrir bandariskir myndaflokkar, sem sjónvarpið hefur sýnt, svo sem „Gæfa eða gjörvileiki”, sem naut mikilla vinsælda. Fjallaö er um samskipti, framkomu og metnaö manna i bilaiönaöinum, allt frá þeim sem starfa viö færi- böndin til þeirra, sem hafa völdin i sinum höndum. Aöalhlutverkin leika Rock Hudson og Lee Remick. Þýöandi er Jón 0. Edwald. útvarp Miðvikudagur 17. september 11.00 Morguntónleikar. Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Fantasiu i C- dúr fyi ir fiðlu og pianó eftir Franz Schubert / Mary Louise Boehm, Arthur Bloom, Howard Howard, Frd Sherry og Jeffrey Lev- ine leika Kvintett fyrir pianó, klarinettu, horn, selló og kontrabassa op. 81 éftir Friedrich Kalkbrenner. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasy rpa. Tónlist úr ýms- um áttum, þ.á.m. létt- klassisk. 14.30 Miðdegissagan: „Tviskinningur” eftir önnu ólafsdóttur Björnsson. Höf- undur les (2). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur ,,Jón Arason", forleik eftir Karl O. Runólfsson, Páll P. Pálsson stj. / Artur Rubinstein og Filharmoniu- sveitin I Israel leika Pianó- konsert nr. 1 I d-moll eftir Johannes Brahms, Zubin Metha stj. 17.20 Litli b a r na t i m in n . Sigrún Björg Ingþórsdóttir stjórnar. Meðal efnis: Odd- friöur Steindórsdóttir les söguna „Göngur” eftir Steingrim Arason, og Bessi Bjarnason syngur „Smala- sögu". 17.40 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir. Tilkynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal. Martin Berkofsky frá Parls leikur pianóverk eftir Franz Liszt. 20.00 Hvaö er að frétta? Bjarni P. Magnússon og Ólafur Jóhannsson stjórna frétta- og forvitnisþætti fyrir og um ungt fólk. 20.30 „Misræmur". Tónlistar- þáttur i umsjá Þorvarðs Arnasonar og Astráös Har- aldssonar. 21.10 Michelet og Vico. Har- aldur Jóhannsson hagfræö- ingur flytur erindi. 21.30 Kórsöngur. Rörkjær- skólakórinn i Danmörku syngur danska songva. Stjórnandi: Axel Eskildsen. 21.45 Ctvarpss'agan: „Ilamraðu járnið" eftir Saul Bellow. Arni Blandon les þýöingu sina (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Ilagskrá morgundagsins. 22.35 Milli himins og jaröar. Fimmti þáttur: Fjallaö um vetrarbrautina, geiminn fyrir utan hana og uppruna og þróun alheimsins. Flytj- andi: Ari Trausti Guö- mundsson. 23.05 Samleikur á selló og pianó. Natalia Gutman og Vasily Lobanoff leika á tón- leikum i útvarpshöllinni I Baden-Baden 11. nóvember s.l. a. Sellósónata eftir Claude Debussy. b. Selló- sónata op 40 eftir Dmitry Sjostakovitsj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 17. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglvsingar og dagskrá 20.35 Kubbabrú Teiknimynd án oröa um lítinn dreng og leikföngin hans. 20.55 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.25 Hjól (Wheels) Banda- rískur framhaldsmynda- flokkur i fimm þáttum, byggður á skáldsögu eftir Arthur Hailey. Aöalhlut- verk Rock Hudson og Lee Remick. Fyrsti þáttur. Þetta er sagan af Adam Trenton, einum áhrifa- mesta manni bandarlska bifreiöaiönaöarins, og fjöl- skyldu hans. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok Rock Hudson leikur annað aðalhlutverkið i „Hjtílum”. Formannamál stjórnmála- flokkanna virðast á næstunni ætla að taka litlum breytingum. Lúövik Jósepsson lætur af for- mennsku i Alþýðubandalaginu, og hverfur þá af sjtínarsviðinu einn af allra litrikustu stjórn- málamönnum siðustu tveggja áratuga. Geir Hallgrimsson stefnir að endurkjöri á lands- fundi Sjálfstæöisflokksins næsta vor og ekkert virðist fá þvi haggað. Steingrimur Her- mannsson, formaöur Fram- sóknarflokksins, er fastur i sessi og hefur þessa siðustu daga afl- að sér virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna meðeinaröri afstöðu i Flugleiðamálinu. Og i fyrradag lýsti Benedikt Gröndal þvi yfir i Visi að hann gæfi kost á sér áfram sem formaður Al- þýðuflokksins á flokksþinginu nú i haust. Þannig er ekki stór- vægilegra breytinga að vænta hvaö snertir efstu þrep stjórn- málaflokkanna, og ætti það að geta bent til jafnvægis I islensk- um stjórnmálum. Svo er þó ekki þegar á heildina er litið, og raunar er stormasamara nú I ís- lenskri pólitfk en verið hefur um langan aldur. Alþýöuflokkurinn er næstur á dagskrá með flokksþing sitt.sem verður háð um mánaðamótin október-nóvem- ber.Hljótt hefur veriö um flokk- inn að undanförnu, ólikt þvi þegar hinir ungu Tyrkir hans geystust fram á völlinn og náöu kosningu á þing eftir einhvern mesta pólitiska hávaða, sem hér hefur orðið i manna minn- um. Af fimm ungum mönnum, sem þá voru kjörnir sitja þrir eftir, þeir Eiður Guðnason, Vil- mundur Gylfason og Arni Gunnarsson. Þótt eflaust eigi þessir þrfr menn eftir aö sitja lengi á þingi fyrir Alþýöuflokk- inn og verða á endanum leiðir og gamlir eins og þaö lið, sem á sinum tima var að fara með Al- þýðuflokkinn út úr ptílitikinni, skal enginn halda að enn geti ekki sópað að þeim. Og eitt er vist að með þeim hefur fylgt inn I sali Alþingis ný vitund um margvislega þætti þjóðmála, hvort sem menn eru nú sam- þykkir henni eða ekki. Einn er ótalinn, sem hefur komiö mjög við sögu Alþýöu- flokksins undanfarið, og raunar haldið uppi andliti flokksins i pólitik meðan aðrir ungir menn hafa verið að kasta mæðinni. Þessi maður er Jón Baldvin Hannibalsson. Sem ritstjóri Al- þýðublaðsins hefur hann skrifað forustugreinar, sem einar sér gera þennan litla fjórblööung, sem Alþýðuflokkurinn gefur út, þýðingarmeiri á sviöi þjóðmáia en samanlögð blöð önnur, sem hafa þó af meiri pappir að státa. Viröist þýðing blaöa þvi fara næsta litið eftir blaösiðufjölda, heldur skiptir meiru að frá þeim heyrist öðru hverju orð af viti, en á þvi hefur oft verið til- finnanlegur skortur. Alveg cr ljóst að örlögin hafa ákveðiö Jóni Baldvin stórt hlutverk í Al- þýðuflokknum og Islenskum stjórnmálum. Hinu er ekki aö lcyna, aö honum hefur ekki gengið sem skyldi að komast á þing, ef það er þá árangur f sjálfu sér. Visir spurði Jtín Baldvin i fyrradag aö þvi hvort hann myndi gefa kost á sér i for- mannskjör á flokksþinginu. Hann taldi það mál ekki vera á dagskrá. Eflaust er þaö rétt metiö hjá Jtíni Baldvin. Flokks- bræður hans hafa svo sem ekki fyllst neinum sérstökum eld- móöi út af honum, frekar en öðrum ungum mönnum, sem flokkurinn hefur fengiö til liös viðsig og núsitja á þingi. Slikur er háttur flokka. Núverandi for- maður beiö rtílegur þangað til röðin kom að honum I for- mannssæti. Jtín Baldvin getur beitt sömu aðferð. En á meðan liður tíminn. Framsókn endur- nýjaði hjá sér og viröist það ætla að heppnast vel. Svavar Gestsson verður næsti formaður Alþýðubandalagsins, og mun ekki skorta talanda. Sjálf- stæðisflokkurinn horfir fram á áframhaldandi forusturaunir. Alþýðuflokkurinn getur ekki látið dragast lir hömlu að koma sinum bestu kröftum i gagnið. Hallist eitthvað á um alþýöu- hylli á flokkurinn aö sjá svo til að Jón Baldvin gjaldi þess ekki. Til þess er hann of verðmætur maður. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.