Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. KONUR voru framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja sem skráð voru í hluafélagaskrá og sem voru með rekstur á árinu 2001. Konur gegndu hins vegar stjórnarfor- mennsku í 36% fyrirtækja. Sam- kvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru karlar 69% þeirra sem flokkaðir voru sem kjörnir fulltrúar og stjórnendur á árinu 2001. Í þessum flokki voru helstu forystumenn á almennum markaði og í opinberum rekstri. Þetta kom fram í erindi Eiríks Hilmarssonar, aðstoðarhag- stofustjóra, á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri í gær en yf- irskrift ráðstefnunnar var Stefnu- mót við nýsköpun. Hann sagði að sterk staða kvenna á vinnumark- aði, sem almenn atvinnuþátttaka ber vitni um, skili sér ekki í jafn- ræði meðal stjórnenda. Karlar stýra stórum fyrirtækjum Eiríkur greindi frá því að í 253 fyrirtækjum, þar sem skattskyld launasumma starfsmanna er yfir 100 milljónir króna á ári, séu 10 framkvæmdastjórar konur, eða um 4%. Karlar stýri því 96% stórra fyr- irtækja í landinu. Þá séu konur 5% stjórnarformanna þessara fyr- irtækja. Ef undan séu skilin allra smæstu fyrirtækin og eingöngu skoðuð fyrirtæki sem eru með skattskylda launasummu yfir 10 milljónir króna sjáist að konur séu framkvæmdastjórar í 9% slíkra fyr- irtækja. Konur séu hins vegar for- menn stjórna í 22% fyrirtækja í þessum stærðarflokki. Fram kom í máli Eiríks að þegar litið sé til þess hvenær fyrirtæki voru stofnuð séu vísbendingar um að konur séu í vaxandi mæli að taka að sér fyrirsvar fyrir atvinnu- rekstur. Þannig séu konur fram- kvæmdastjórar í 22% fyrirtækja sem stofnuð hafi verið á síðustu 5 árum en í 12% fyrirtækja sem stofnuð voru fyrir meira en 10 ár- um. Í nýskráðum fyrirtækjum séu því fleiri konur við stjórnvölin en í eldri fyrirtækjum. Um 79% kvenna á aldrinum 16 til 74 ára eru á vinnumarkaði hér á landi. Atvinnuþátttaka karla er hins vegar 88%. Munurinn er minni milli kynjanna meðal þeirra sem lokið hafa háskólaprófi en atvinnu- þátttaka kvenna í þeim hópi er 93% og karla 95%. Eiríkur sagðist telja að atvinnu- þátttaka kvenna sé hvergi í heim- inum meiri en á Íslandi. Þannig sé þátttaka þeirra 7–9% minni á hin- um Norðurlöndunum en hér á landi. Muni þar mest um mikla at- vinnuþátttöku kvenna á skólaaldri en einungis í Danmörku sé atvinnu- þátttaka ungs fólks eins almenn og hér á landi. Vinnumarkaðsrannsóknir Hag- stofunnar sýna að um 26 þúsund Ís- lendinga eru sjálfstætt starfandi. Af þeim eru 27% konur. Hins vegar eru konur 53% þeirra sem gegna stöðum sérfræðinga og karlar 47%. Góð fylgni milli menntunar og stjórnunarstarfa Fram kom í máli Eiríks að Hag- stofan hafi á árinu 2000 staðið að samræmdri ESB rannsókn á ný- sköpun í atvinnurekstri. Hann sagði að ekki hafi verið lagt mat á framlag fyrirtækja til nýsköpunar eftir því hvort konur stjórna þeim eða karlar. Hins vegar sé hægt að draga almenna ályktun um að for- ysta kvenna í atvinnurekstri end- urspegli forystu þeirra í nýsköpun. Stór framleiðslufyrirtæki standi fyrir meiri nýsköpun en lítil. Þau eyði samanlagt hærri fjárhæðum í að þróa og koma nýjum vörum og þjónustu á markað en lítil fyr- irtæki. Karlar stjórni flestum stórum framleiðslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem séu að leggja hæstu fjárhæðir í nýsköpun. Ótal rannsóknir sýni að aðalforsvars- menn fyrirtækja og stofnana ráði mestu um hvernig til takist í rekstri. Rýr hlutur kvenna við stjórnun fyrirtækja eigi því að gefa vísbendingu um hlut þeirra sem stjórnenda við nýsköpun. Eiríkur sagði að þó niðurstöður um þátt kvenna í stjórnun fyr- irætækja og varðandi nýsköpun séu ekki uppörvandi þá séu horf- urnar öllu betri í þeim efnum. Kon- ur leggi frekar stund á almennt bóknám en karlar og hann telji víst að góð fylgni sé á milli menntunar og stjórnunarstarfa. Dagný Halldórsdóttir, varafor- maður Félags kvenna í atvinnu- rekstri, og fundarstjóri á ráðstefn- unni, sagði í samtali við Morgunblaðið að henni fyndust upplýsingarnar sem fram komu í erindi Eiríks Hilmarssonar mjög athyglisverðar. Þær gæfu tilefni til að þessi mál yrðu könnuð nánar og skýringa leitað á því hvers vegna hlutur kvenna í stjórnun fyrirtækja hér á landi væri eins rýr og raun ber vitni. Ráðstefna Félags kvenna í atvinnurekstri um nýsköpun Konur framkvæmda- stjórar í 18% fyrirtækja Morgunblaðið/Júlíus Frá ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Stefnumót við nýsköpun. BAUGUR hf. skilaði 924 milljóna króna hagnaði á fjórtán mánaða tímabilinu frá 1. janúar 2001 til 28. febrúar í ár. Ástæða þessa óvenjulega uppgjörs- tímabils er sú að Baugur er að breyta uppgjörs- tímabilinu frá því að miða við almanaksárið yfir í að miða við tímabilið 1. mars til febrúarloka. Er þetta meðal annars gert til að uppgjörið falli betur að árstíðasveiflum í smávöruverslun. Þessi 14 mánaða afkoma er 385 milljónum króna lakari niðurstaða en birtist í síðasta 12 mánaða uppgjöri félagsins. Forstjóri félagsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, sagði á fundi með fjárfestum í gær að þetta stafi að mestu leyti af því að inni í 14 mán- aða uppgjörinu séu þrjú útsölutímabil en tvö í tólf mánaða uppgjörinu. Framlegð mun vera afar mis- jöfn milli mánaða, há í nóvember og desember en lág þegar útsölur standa yfir. Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að fleira komi til sem skýri verri afkomu, því fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að velta ekki verðhækk- unum frá birgjum vegna gengisbreytinga út í vöruverð. Þessar aðgerðir hafi kostað 80 milljónir króna í lægri framlegð. Smáralind kom ári of fljótt Í tilkynningunni segir einnig að velta í smá- söluverslun hafi staðið í stað milli áranna 2000 og 2001 og á fyrstu mánuðum þessa árs hafi innflutn- ingur á fatnaði dregist saman um 18% miðað við sama tímabil í fyrra. Þá bendir forstjóri Baugs á að verslunarfermetrum hafi fjölgað um 27% vegna Smáralindar og að það hafi þýtt að mikið hafi þurft að flytja inn af vörum til að fylla í hillur og þetta hafi komið niður á birgðastöðunni. Á kynningar- fundi sem haldinn var í gær vegna uppgjörsins sagði hann að Smáralind hefði komið í heiminn að- eins of fljótt, ef til vill um ári of fljótt, en hann sagðist telja að nokkuð erfitt yrði í verslun út þetta ár. Efnahagsreikningur Baugs hefur vaxið mikið frá því fyrir rúmu ári og munar þar mest um 20,1% eignarhlut í Arcadia og 55,8% hlut í Bonus Stores, auk fjárfestinga í verslunum í Svíþjóð og Smára- lind. Heildareignir í lok febrúar voru bókfærðar á 37,7 milljarða króna, en voru 15,4 milljarðar króna í ársbyrjun 2001. Eignarhlutur Baugs í Arcadia er bókfærður á 11,8 milljarða króna, en markaðsverð í lok febrúar var 16,2 milljarðar króna. Það hefur hækkað mikið síðan og er nú tæplega 20 milljarðar króna. Forstjóri Baugs segist telja að félagið sé enn vanmetið og þess vegna sé hagstætt að halda í eignarhlutinn í því. Eigið fé Baugs nam 11,3 milljörðum króna í lok febrúar og hafði þá hækkað um 6,2 milljarða króna á uppgjörstímabilinu. Eiginfjárhlutfall var 30%, en 33,4% í árslok 2000. Baugi skipt í þrjár rekstrareiningar Baugi hefur nú verið skipt upp í þrjár rekstr- areiningar, Baug-Ísland, Bonus Stores og Baug- fjárfestingu og þróun. Undir Baug-Ísland heyrir allur verslunarrekst- ur fyrirtækisins á mat- og sérvöru á Íslandi og í Svíþjóð. Helstu verkefni þessa árs eru opnun Deb- enhams í Stokkhólmi auk þess sem áform eru uppi um opnun fimm Arcadia-verslana til viðbótar í Sví- þjóð. Formlegri uppbyggingu hér á landi er sam- kvæmt áætlunum fyrirtækisins lokið og við tekur hagræðing. Að sögn forstjóra Baugs en einn liður í hagræðingunni að síðustu Nýkaupsversluninni hefur verið breytt í Hagkaup. Þá hefur verið end- ursamið við leigusala auk þess sem ætlunin er að fækka um 70 stöðugildi hjá Baugi. Önnur rekstrareining Baugs, Bonus Stores, rekur 394 verslanir í Bandaríkjunum og áform eru uppi um frekari uppbyggingu. Heildareignir Bon- us Stores sem færðar eru í reikninga Baugs námu tæpum níu milljörðum króna í lok febrúar. Þriðja rekstrareiningin, Baugur – fjárfesting og þróun, hefur umsjón með þeim eignum Baugs þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekstur. Helstu eignirnar eru Arcadia á Bretlandi, SMS í Færeyjum, fasteignafélagið Stoðir, Baugur.net og Ávaxtahúsið. Endurskoðuð áætlun Baugs fyrir þetta ár gerir ráð fyrir 2,1 milljarðs króna hagnaði, en áður hafði verið reiknað með 2,6 milljörðum króna í hagnað. Baugur hf. kynnti 14 mánaða uppgjör á fundi með fjárfestum í gær 924 milljóna kr. hagnaður Morgunblaðið/Þorkell Forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, segir að framundan sé hagræðing í verslunarrekstri félagsins hér á landi. ● ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka helstu verðtryggða útláns- vexti bankans um 0,3% frá og með 1. júní næstkomandi. Er það gert í ljósi þess að verðtryggðir vextir á markaði, það er ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa á mark- aði, hafa farið lækkandi á und- anförnum vikum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir tvær meg- inástæður liggja til grundvallar þessari ákvörðun. Annars vegar hafi verðtryggðir vextir verið að lækka á markaði og þar með fjár- mögnunarkostnaður bankans. Hins vegar telji bankinn mikilvægt að að raunvaxtastigið fari lækkandi til að hagkerfið fari hraðar af stað og hjól- in að snúast. Þar við bætist að bankinn vilji vera í fararbroddi í því að veita viðskiptavinum sínum sam- keppnishæf og góð vaxtakjör. Vextir á verðtryggðum sparnaðar- reikningum óbreyttir Í frétt frá bankanum segir að Ís- landsbanki sé nú fyrstur til að lækka verðtryggða vexti, og undir- striki þar með þá stefnu sína að bregðast skjótt við breytingum á markaði og það markmið að bjóða viðskiptavinum betri kjör en helstu keppinautar, til hagsbóta fyrir við- skiptavini. Þá segir að á und- anförnum tveimur mánuðum hafi Ís- landsbanki lækkað óverðtryggða útlánsvexti um 1,65% og fyrr á árinu hafi hann lækkað helstu þjón- ustugjöld um 15%. Vextir á verð- tryggðum innlánsreikningum lækki einnig um 0,3%, nema á tveimur sparnaðarreikningum, Lífeyrisreikn- ingi sem ætlaður sé fyrir lífeyr- issparnað og Framtíðarreikningi sem sé ætlaður fyrir framtíð- arsparnað barna og unglinga. Með hærri innlánsvöxtum á þessum reikningum vilji Íslandsbanki hvetja til frekari langtímasparnaðar. Óbreyttir vextir frá því í janúar 2001 Í fréttinni segir ennfremur að verðtryggðir vextir útlána banka hafi verið óbreyttir frá því í janúar 2001 og vaxtastigið í landinu hafi haldist hátt mörg undanfarin ár. Almenn lækkun raunvaxtastigsins sé til hagsbóta bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Íslandsbanki telji að lækkun bæði verðtryggðra og óverð- tryggðra vaxta muni halda áfram enda bendi minnkandi eftirspurn í hagkerfinu og minnkandi vöxtur út- lána til þess að frekara svigrúm sé til vaxtalækkunar. Bankinn vonist því til að geta lækkað bæði verð- tryggða og óverðtryggða útlánsvexti sína enn frekar á næstu mánuðum. Íslandsbanki lækkar verð- tryggða út- lánsvexti SAMKVÆMT upplýsingum frá Landsvirkjun, geta fyrirhuguð orku- ver Landsvirkjunar annað raforku- þörf vegna áformaðrar stækkunar annaðhvort álvers Norðuráls eða ISAL en ekki beggja, nema hugsan- lega á lengri tíma en áætlanir álfyr- irtækjanna gera ráð fyrir. Orkuþörf 460 þúsund tonna álvers í Straumsvík verður allt að 7.130 GWst á ári. Álverið í Straumsvík hefur nú leyfi fyrir 200 þúsund tonna fram- leiðslu á ári og notar nú um 2.700 GWst á ári, t.d. miðað við árið 2000. Orkuþörf 300 þúsund tonna álvers Norðuráls á Grundartanga verður allt að 4.500 GWst á ári. Álver Norð- uráls er nú 90 þúsund tonn og notar um 1.350 GWst á ári. Samkvæmt áætlunum á stækkun ISAL að vera lokið árið 2007 en Norðurál áformar stækkun um 150 þúsund tonn, þ.e. upp í 240 þúsund tonna framleiðslu- getu árið 2005. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að raf- orkan geti komið víðar að en frá Landsvirkjun, t.d. frá Orkuveitu Reykjavíkur eða Hitaveitu Suður- nesja. Staðið hefur yfir mat á umhverfis- áhrifum vegna aukinnar raforku- framleiðslu Landsvirkjunar á Þjórs- ársvæðinu. Þorsteinn segir stærðargráðuna á þeim verkefnum myndu uppfylla þarfir vegna stækk- unar hjá annaðhvort Norðuráli eða ISAL, en að engar samningaviðræður standi yfir. Þorsteinn segir að á lengri tíma en álfyrirtækin gera ráð fyrir til stækkunarinnar væri hugsanlega hægt að virkja víðar í landinu. Þær virkjanaframkvæmdir sem verið er að meta eða metin hafa verið umhverfisáhrif af, eru Norðlingaöldu- veita, Búðarhálsvirkjun og virkjun á Núpi og Urriðafossi. Raforka frá þessum stöðum gæti annað þörf ann- að hvort Norðuráls eða ISAL vegna stækkana, að sögn Þorsteins. Orkuþörf vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvera Norðuráls og ISAL Landsvirkj- un annar ekki báðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.