Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ursula Hauth varfædd í Lübeck í Þýskalandi 17. des- ember 1938. Hún lést á Landspítalanum 16. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Gertrud Sledz, fyrrv. Hauth, fædd Laatsch, f. 1914, d. 1999, og Joachim Hauth, f. 1915, d. 1942. Systk- inin voru átta: Joach- im Hauth, f. 1936, d. 1999, Briegitte Hauth, f. 1938, Gert- rud Hauth Ásgrímsson, f. 1940, d. 1987, Karl Sledz, f. 1941, d. 1986, Peter Sledz, f. 1942, d. 1994, Mar- ion Sledz, f. 1945, og Angelika Sledz, f. 1954. Ursula kvæntist Hauki Hafsteini Gíslasyni árið 1958, þau eiga þrjú börn, Bryndísi Gert- rud, f. 1958, maki Ólafur Gunnar Gunnarsson, Ellý, f. 1962, maki Jón Við- ar Gunnarsson, Gísli Friðrik, f. 1965, maki Ragnheiður Kristín Óladóttir. Ursula og Haukur slitu samvistum árið 1973. Síðan kynntist Ursula eftirlifandi sambýlismanni sín- um, Jóhanni Ágústs- syni, og eignuðust þau eina dóttur, Soffíu, f. 1974, maki Stefán Heiðarsson. Barna- börnin eru tólf. Útför Ursulu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ursula Hauth er látin eftir stutta sjúkdómslegu. Það verður undarlegt að geta ekki tekið upp símann og hlustað á glaðværa rödd hennar og að geta ekki heimsótt hana og tekið þátt í glettni hennar og glaðværð. Ég kynntist Ursulu fyrir 18 árum þegar Ellý dóttir hennar kynnti okk- ur á heimili Ursulu og mér var líkt og flestum farið, ómögulegt annað en að hafa strax á tilfinningunni að við hefð- um þegar þekkst, því hún tók öllum eins, af hlýju, hreinskilni og sem vini. Lífið er fljótt; líkt er það elding, sem glampar um nótt ljósi sem tindrar á tárum titrar á bárum. (Höf. ók.) Tvíburasysturnar Ursula og Brieg- itte Hauth fæddust 17. desember 1938, rétt fyrir upphaf seinni heims- styrjaldarinnar. Líkt og geta má voru aðstæður ákaflega erfiðar í þá daga, fátækt mikil og skortur á helstu nauð- synjum svo sem mat og fatnaði. Fyrstu æviár þeirra verða því að teljast fremur óvenjuleg þar sem þau líða í svörtum skugga stríðsins og mun þessi skortur og þessi ógn sem af stríðinu leiddi hafa sett mark sitt á þær systur sem fylgdi þeim alla tíð upp frá því. En þrátt fyrir stríð og hörmungar allt í kring minnast þær systur þess- arra tíma með hlýjum hug og trega í bland. Ursulu sagðist svo frá um tímabilið 1939–1945: „Fjölskyldan mín var stór og pláss- ið lítið, níu manns í þriggja herbergja íbúð. Það var nánast enginn matur til og ekki mikið um föt. Við þurftum að leita til Rauða krossins eftir fötum og þess háttar nauðsynjum. Við fengum matarskömmtunarmiða frá hjálpar- stofnuninni. Stærstu fjölskyldurnar fengu forgang að matnum. Við biðum á nóttunni á vöktum eftir að hjálp- arstofnunin var opnuð. Við þurftum að bíða í biðröð til að fá matinn og oft- ar en ekki var maturinn búinn þegar röðin var komin að okkur. Það var allt borðað sem ætilegt var. Mánaðarlega fékk mamma bætur vegna fráfalls pabba. Af því tilefni fékk eitt systkini að fara með í bæinn og fékk marengs- köku með rjóma, þannig að ég fór 8. hvern mánuð, þetta þótti mikill við- burður hjá barni sem ekki var góðu vant. Við ræktuðum í litlum garði gul- rætur, kartöflur, kál og rófur, eplatré og perutré voru einnig í garðinum. Þegar ég byrjaði í skóla átti ég enga skó eða skólatösku, ég var ber- fætt og bar bækurnar undir hendinni. Matur var skammtaður í dollur í skól- anum, aðallega súpa. Um 10 ára aldur fórum við út á akra að tína baunir klukkan þrjú að nóttu, til tvö á dag- inn. Það voru smápásur til að borða. Við leituðum líka að brotajárni og dagblöðum og gátum selt það til end- urvinnslu. Strax að skóla loknum þurftum við krakkarnir að fara í verk- smiðjuvinnu til að afla peninga fyrir fjölskylduna, en við fengum bara vinnuna vegna þess að mamma vann þar, við máttum ekki fara að vinna lagalega séð fyrr en um 18 ára aldur. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika vorum við samt ekki óhamingjusöm, ég og systir mín Gertrud, rifjuðum oft upp þessa tíma með bros á vör.“ (Úr fé- lagsfræðiritgerð eins ömmubarnsins, Andreu Sifjar Jónsdóttur). Faðir þeirra var kvaddur í stríðið og féll ár- ið 1942, svo þær kynntust honum ekki á uppeldisárum sínum að neinu marki. Móðir þeirra kynntist síðan seinni manni sínum, Karl Sledz, sem gekk þeim í föður stað, og átti með honum fjögur börn. Síðan haga örlögin því þannig til að Ursula heyrir samtal móður sinnar og vinkonu hennar, sem þá var í heimsókn en var búsett á Íslandi. Ursulu leist þannig á lýsingar vinkon- unnar að hún vildi ólm berja þessa eyju eigin augum og sótti fast á móð- ur sína að fá að sigla til Íslands. Eftir miklar bónleiðir fær hún fararleyfi og siglir með Gullfossi til Íslands árið 1956 þá 17 ára að aldri. Ekki stóð þó annað til en að heim- sækja vinkonuna og fara í stutt frí, en það átti annað fyrir Ursulu að liggja. Hún fékk vinnu og vildi ekki hverfa aftur til föðurlandsins þrátt fyrir sterkan vilja móður sinnar. Hún hafði fundið sér fallegt umhverfi með fé- lagslegum aðstæðum sem henni fannst mjög vel passa sér. Húsin voru hlý og góð, maturinn fínn, vatnið frá- bært og ekki spillti fyrir að hún gat notað heitt vatn í ómældu magni ólíkt því sem var í Þýskalandi. Það sem síð- an gerir útslagið að Ísland verður framtíðarheimili hennar, er að hún finnur ástina og giftist Hauki Gísla- syni sem þá var við nám í rakaraiðn. Þau byrja búskap og ganga í hjóna- band árið 1958. Fyrstu tvö árin var heimili þeirra í Reykjavík, en 1961 flytjast þau síðan upp í Borgarnes þar sem þau stofna heimili. Haukur fékk starf við tónlistar- kennslu og opnaði síðar rakarastofu. 1973 skildu þau og Ursula flutti til Reykjavíkur en Haukur varð áfram í Borgarnesi þar sem hann býr enn og rekur rakarastofu. Árið 1959 ber svo við að systir Urs- ulu, Gertrud Hauth Ásgrímsson, ákveður að heimsækja systur sína sem þá var nýgift og búin að eignast sitt fyrsta barn. Hún siglir til Íslands með togara sem þáverandi maður hennar, Joach- im Kaehler, vann á. Gertrud og Joachim áttu saman tvö börn, þau Ingu og Joachim, en síðan slitu þau samvistum og Gertrud settist einnig að á Íslandi þar sem hún síðar fann ástina í Páli Ásgrímssyni sem hún giftist og átti með fjögur börn, Ás- grím, Margréti, Sigurð og Þorgeir. Missir Ursulu var mikill þegar systir hennar féll frá, aðeins 47 ára að aldri, eftir erfið veikindi 1987. Eftirlifandi sambýlismanni sínum, Jóhanni Ágústssyni, fyrrverandi bankastarfsmanni, kynntist Ursula nokkru seinna og saman eignuðust þau eina dóttur, Soffíu Jóhannsdótt- ur. Ursulu verður sárt saknað, ekki síst af börnum og barnabörnunum sem hún elskaði mikið. Ursula gat ekki hugsað sér annað en að gera ná- kvæmlega eins við öll sín börn og barnabörn. Hún kappkostaði að gera ekki upp á milli þeirra, enda voru þau öll gullmolar í hennar augum. Hún var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og mátti ekkert aumt sjá. Tilfinningarík var hún, hreinskilin, glaðlynd, góðhjörtuð, hress og fé- lagslynd, en ekki síst fórnfús. Þannig var Ursula Hauth tengdamóðir mín. En hún var líka glettin og gerði gjarnan gys að sjálfri sér og var lagin við að sjá hið skondna við hlutina. Hún tók öllum vel og gaf mikið af sjálfri sér til þeirra sem voru svo heppnir að þekkja hana. Í Spámanninum segir: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er upspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Eftirlifandi sambýlismanni, börn- um og barnabörnum og öðrum að- standendum og vinum, votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímamótum. Jón Viðar Gunnarsson. Ég sit hér við kertaljós og hugsa svo mikið til þín elsku Ursula. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég gleymi aldrei þeim degi fyrir tæpum sjö árum, þegar Gísli sonur þinn kynnti þig fyrir mér. Þú tókst svo vel á móti mér, hress og kát eins og þér einni var lagið. Þitt fallega bros og hlýja viðmót. Mér fannst mjög gaman að þér, þú svo hreinskil- in, alltaf stutt í hláturinn og bjart yfir þér, alltaf í stuði. Þú varst mjög barn- góð og þú elskaðir og dýrkaðir omu- börnin þín, þau sakna þín sárt. Ekki átti ég von á að þú færir svo fljótt. Ég bjóst við að þú kæmir aftur heim af spítalanum, hress og kát, en skyndi- lega hrakaði þér og þú kvaddir þetta líf. Ursula mín, nú líður þér vel og sársaukinn farinn, en við sem eftir er- um syrgjum þig, en tíminn læknar sárin. Ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég sakna þín svo mikið. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð blessi þig elsku Ursula. Elsku Gísli, Bryndís, Elly, Soffía, Jói, omubörn, Briegitte og aðrir að- standendur, Guð gefi ykkur styrk. Hvíl í friði. Ragnheiður K. Óladóttir. Elsku tengdamamma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú tókst alltaf vel á móti mér, alveg frá upphafi og það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú varst alltaf svo kát og það var svo gaman að glettast með þér. Þú varst með svo skemmtilegan húmor. Þér fannst mest gaman þegar ég var að skopast að þér eða því sem þú varst að gera hverju sinni. Þú hafðir líka svo gaman af að gera grín að sjálfri þér. Það var ósjaldan sem þú hringdir og baðst mig að hjálpa þér með eitt- hvert smáræði sem endaði alltaf með skemmtilegu spjalli yfir kaffibollan- um. Og þú varst alltaf svo þakklát þegar maður rétti þér hjálparhönd, sama hversu lítið það var. Og þar sem svalir okkar lágu saman, þá á maður eftir að sakna þess að standa ekki úti á svölum og spjalla saman um daginn og veginn þegar veður var gott. Þú varst alltaf tilbúin til að passa börnin okkar, alveg sama hvernig á stóð hjá þér. Börn voru alltaf velkomin hjá þér, hvort sem þú áttir í þeim eða ekki. Þú mismunaðir aldrei neinum. Elsku tengdó, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég veit að þú fylgist með okkur öllum og passar. Guð geymi þig. Þinn tengdasonur Stefán. Við söknum ómu rosalega mikið. Það er sárt að hugsa til þess að sjá hana aldrei né hitta hana eða tala við hana aftur. Hún kenndi okkur svo mikið, til dæmis þýsk barnalög, að spila og svo margt fleira! Hún var alltaf svo góð við alla, svo mikill prakkari, hress og fjörug. Hún var svo skemmtileg og fyndin, til dæmis þegar síminn hringdi, þá sagði hún í sérstökum tón: „SÍMON!“ Einnig þegar við vorum með læti, þá sagði hún hátt (í sérstök- um tón): „Halló!“ Þegar við komum í heimsókn fengum við oftast ristað brauð með ómu-rabbabarasultu og Nesquick með. Við munum eftir því hvað hún gerði góða kjötsúpu og pönnukökur. Hún átti voðalega oft til rautt extra tyggjó eða brjóstsykur. Hún skar oft epli í sneiðar og popp- aði popp til að gefa okkur með sjón- varpinu. Alltaf þegar við komum í heimsókn þegar heitt var í veðri og mikil sól, vildi hún alltaf að við færum í sólbað, líka þegar við vorum heima hjá okk- ur. Oma elskaði sólina. Hún var einn- ig mikið fyrir að fara í sund. Þegar við fórum í bað hjá omu, var það alltaf „bobblu“ bað og oftast með (ekki venjulegu barnadóti, heldur...) desilítramálum, ausum og þess háttar eldhúshjálpartækjum. Hún setti oft meiri „bobblu“ vökva á meðan við vorum í baði. Þegar hún kom í heim- sókn til okkar, og okkur börnin lang- aði að gista heima hjá henni, leyfði hún það oftast. Þegar við vorum svo að fara að sofa, söng hún Bí bí og blaka og þýsk vöggulög. Alexandra Jóhanna Bjarnadótt- ir, Eva Rós Gísladóttir, Helga Björk Gísladóttir, Andrea Sif Jónsdóttir. Elsku oma. Það eru ekki til orð yfir áfallið sem skall á okkur fimmtudags- kvöldið, þegar þú fórst frá okkur og yfir í annan heim. Það trúði því eng- inn og margir ekki enn að oma okkar væri farinn. Þó að svo sé verður þú alltaf hjá okkur og gætir okkar. Það var erfitt að sjá, eftir að þú varst orð- in svona hress eftir aðgerðina, að svona fór en núna ertu á betri stað þar sem þú lifir sælu lífi til eilífðar. Við munum ávallt minnast þín ým- ist hlæjandi, brosandi eða að njóta lífsins, sem guð tók svo fljótt frá þér. Minningarnar sem þú skilur eftir eru góðar. Eins og hvaða barnabarn þitt minnist þess ekki að fá að fara í bað og leika sér að öllum desilítramálun- um og mæliskeiðunum, sem þú not- aðir líka til þess að baka með, busl- andi í vatninu og heimta að fá fleiri. Og ekki má gleyma nýbökuðum pönnukökunum þínum og omu- hrærða skyrinu sem var svo gott. Þín verður sárt saknað. Mér er það minnisstætt þegar að ég (Maddý) og Sergio komum upp á spítala til þín á brúðkaupsdaginn okk- ar í öllum okkar skrúða, rétt eftir at- höfnina. Það létti alveg yfir þér þegar að þú sást okkur, brosandi út að eyrum. Það var svo gaman að sjá þig á þessum dýrðar degi. Við söknum þín mjög sárt. Þú varst dáð af öllum þínum barna- börnum og við getur verið viss um að fyrsta orðið hjá þeim öllum hafi verið „oma“, því alltaf varst þú hjá okkur. Það var eitt sem var mikið sérstakt við hana omu okkar, henni var alltaf kalt á fótunum. Hvert sem hún fór var hún með ullarsokka með sér, jafn- vel þegar að hún fór til Spánar þá fóru þeir með henni. Við erum viss um að núna ertu þar, spilandi yatzi við Gert- rudi systur þína. Þú gafst okkur öllum styrk og kraft. Megi Guð og englar vagga þér til svefns til eilífðar. Margrét og Gunnar. Elsku besta oma okkar, við skiljum ekki hvers vegna þú varst tekin frá okkur svona snemma. En við vitum að þér líður vel hjá englunum og Guði og munt fylgjast með okkur og passa. Við bræðurnir eigum svo góðar minn- ingar um þig, þú varst alltaf svo góð við okkur. Alltaf varstu tilbúin til þess að fara með okkur á flakk, og þótti okkur rosa gaman þegar þú fórst með okkur til „Spánar“ eins og þú kallaðir ströndina í Nauthólsvíkinni. Þú varst alltaf til í að leika við okkur og fíflast með okkur. Við vorum líka svo lán- samir að þú bjóst við hliðina á okkur og við gátum alltaf leitað til þín. Okkur fannst voða gott að koma til þín og fá ristað brauð með rabbab- arasultunni sem þú bjóst til. Bestu sultu í heimi. Og þegar þú fórst til út- landa vorum við alveg eyðilagðir því við gátum þá ekki hitt þig þegar við vildum. Það verður mjög erfitt að venjast því að þú sért ekki hérna hjá okkur og eigum eftir að sakna þín al- veg ofboðslega mikið. Elsku oma okk- URSULA HAUTH ✝ Gyða Jóhannes-dóttir fæddist í Höfðadal í Tálkna- firði 1. nóvember 1922. Hún lést á dval- arheimilinu Seljahlíð 18. maí síðastliðinn. Foreldrar Gyðu voru Jóhannes Kristófers- son og Kristín Ólafs- dóttir frá Hjallatúni í Tálknafirði. Systkin hennar eru Ólafur Kristinn, f. 14. októ- ber 1917, d. 29. jan- úar 1950, Karl Leví, f. 18. janúar 1919, Margrét, f. 11. júlí 1920, d. 1953, Kristján f. 26. september 1921, d. 2. nóvember 1986, Kristófer Sturla, f. 16. apríl 1930, og Valdi- mar Hermann, f. 20. júní 1936. Gyða giftist Guðjóni Guðbjarts- syni, f. 15. maí 1916, d. 12. nóv- ember 1993, þau skildu 1969. Syn- ir þeirra eru fjórir: 1) Kristinn, kvæntist Lovísu Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú börn. Þau skildu. Eiginkona Kristins er Sigurlín Skaftadóttir, þau eiga einn son, Sigur- berg, eiginkona hans er Bjarney Njálsdóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Guð- mundur Sævar, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur, þau eiga þrjú börn. 3) Ólafur Grétar, eigin- kona hans er Sigríð- ur Sigurbjörnsdótt- ir, þau eiga þrjú börn. Seinni eigin- maður Gyðu var Heiðdal Jónsson, f. 28. mars 1916, d. 14. nóvember 1981. Gyða bjó áður á Patreksfirði og vann við ýmis störf sem tengjast sjávarútvegi en flutti til Reykja- víkur 1967 og bjó þar upp frá því, fyrst í Stórholti, svo í Gyðufelli og síðustu árin í Dvalarheimilinu Seljahlíð. Útför Gyðu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Benediktsson.) Það er með söknuði og eftirsjá sem við kveðjum ömmu okkar í dag. Við eigum mikið af góðum minning- um til að ylja okkur við og minnast. Við minnumst sumranna sem amma eyddi með okkur á Bíldudal og ófá jólin sem hún og Heiðdal, eða Dalli eins og hann var kallaður, dvöldust hjá okkur. Einnig eru ógleymanleg- ar allar heimsóknirnar til ömmu í Reykjavík, þar sem alltaf var til nóg af góðgæti, og innilegu stundanna þegar hún lagði okkur lífsreglurnar. Amma var mikið fyrir músík og dans og oft hlustuðum við saman á hljóm- plötur og dönsuðum. Amma var sterkur persónuleiki og hafði skoð- anir á öllu. Hún var hreinskilin og vildi umbúðalaust tal. Alla tíð fylgd- ist hún vel með þjóðfélagsmálum og ekki var hægt að finna harðari sjálf- stæðismann. Hún vildi líka fylgjast með fjölskyldunni og spurði ávallt um hina ýmsu meðlimi. Amma okkar var sterk og hafði gott hjarta. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla og drekka kaffi. Elsku besta amma okkar, takk fyrir samveruna og allt sem þú kenndir okkur, við munum ávallt minnast þín með söknuði. Gyða, Ásdís og Vignir Bjarni. GYÐA JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.