Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á UNDANFÖRNUM vikum hafa birst í fjölmiðlum fréttir af fjármála- stjórn Þorfinns Ómarssonar fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs og hafa fjárreiður Kvikmyndasafns Ís- lands blandast inn í þá umræðu. Í samtölum við Þorfinn hefur hann lát- ið í veðri vaka að fjármál safnsins standi afar illa og að undirritaður, sem gegndi starfi safnstjóra, hafi „látið af störfum“ í kjölfarið á tæp- lega „20 milljóna króna“ framúr- keyrslu. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu talar framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs eins og hon- um komi vandræði Kvikmyndasafns Íslands ekki við. Hann talar um „þakklátar framkvæmdir“ en lastar nærri 20 milljóna króna umfram fjár- festingar. Því fylgir ekki sögunni að hann ber ábyrgð á þessum fjárfest- ingum og þar með þessum „vanda“. Hann er yfirmaður stofnunarinnar og lætur sem að safnstjórinn beri fulla ábyrgð á því sem gert var. Því er öðru nær; allar framkvæmdir áttu að vera honum að fullu ljósar, enda skrifaði hann upp á alla reikninga sem til hans voru sendur til undir- skriftar. Í annan stað lætur fram- kvæmdastjórinn sem engar breyt- ingar verði á starfsemi safnsins á næstu mánuðum, sem mun setja fjár- reiður safnsins í annað samhengi. Því miður reynist málflutn- ingur Þorfinns óná- kvæmur og meiðandi fyrir þann sem þetta ritar og er það af þeirri ástæðu sem ég skrifa þetta greinakorn. Í ársbyrjun 2001 er ég var ráðinn sem safn- stjóri stóð safnið á ákveðnum tímamótum; þáverandi safnstjóri hafði komið safninu fyr- ir í húsnæði gömlu Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði. Einnig fylgdi með í flutningum leiga á Bæjarbíói til fimmtán ára, en ráð- gert var að safnið ræki bíótek í hús- inu. Safnið tók við húsnæðinu í fok- heldu ástandi og fóru miklir fjármunir í að innrétta húsnæðið svo að hentaði starfseminni. Hið sama var upp á teningnum í Bæjarbíói, en bíóið þurfti á lagfæringum að halda vegna viðhaldsleysis. Þó svo að við blasti að ráðast þyrfti í þessar fram- kvæmdir voru fjárveitingar til safns- ins ekki auknar sem næmi stofn- kostnaði við breytingar á högum þess. Þess í stað hafa innréttingar og aðrar fjárfestingar verið greiddar af rekstrarfé stofnunarinnar og með öflun styrkja, sem verð- ur að teljast óeðlilegt. Fljótlega eftir að safnið var komið í þetta nýja húsnæði fór í gang nefndarvinna við að smíða drög að nýju lagafrumvarpi um skilaskyldu til safna. Í því frumvarpi var kveð- ið á um skilaskyldu á kvikmyndaefni, bæði kvikmyndum og prent- uðu efni sem tengist kvikmyndamenningu. Þetta frumvarp varð að lögum í febrúar síðast- liðinn. Einnig voru í meðferð menntamála- ráðuneytis endurskoðuð lög um kvik- myndamál og urðu þau að lögum í desember 2001. Þar er kveðið á um að skilja eigi á milli Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns Íslands og heyra forstöðumenn beggja stofnana beint undir menntamálaráðherra. Í báðum þessum lögum eykst hlutverk og ábyrgð safnsins og hafa þeir fjár- munir sem hefur verið „eytt“ um- fram fjárheimildir verið varið til und- irbúnings á þessum vaxandi hlut- verkum stofnunarinnar. Á þeim tíma er ég tók við stöðu safnstjóra var ljóst að athyglinni þurfti að beina innávið í auknum mæli. Ljóst var að ytri umgjörð safnsins var komin í gott horf en taka þurfti til hendinni í innra safnastarfi og var það gert á öllum fjórum svið- um safnastarfsins: söfnun, varðveislu og skráningu, rannsóknum og miðl- un. Rekstur og endurgerð Bæjarbíós var eitt af þeim málum sem þurfti einnig að þoka áfram og höfðu fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og stjórn safnsins áhuga á málinu, enda komin ríflega þrjú ár frá því að safnið tók við húsinu og engin regluleg starfsemi hafin. Lagði ég áherslu á að útbúin yrði skýrsla um málið þar sem tíunduð væru þær hugmynda- fræðilegu og fjárhagslegu forsendur sem þyrftu til að koma húsinu í rekst- ur. Þessi skýrsla var síðan lögð fyrir stjórn safnsins og gerði hún góðan róm að þessari vinnu. Í framhaldinu gerði ég, í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra, áætlun um að fjármagna þær 27 milljónir sem vant- aði uppá til að ljúka við endurgerð hússins og hefja þar rekstur. Leitað var eftir fjármagni og skilaði árang- urinn af því starfi sér í 9 milljóna króna auka framlagi. Með þetta í far- teskinu var lagt af stað í áframhald- andi endurgerð hússins og var mark- miðið með þessum aðgerðum að búa húsið undir rekstur. Haustið 2001 var framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs kynntur framgangur verksins og lýsti hann yfir ánægju með þróun mála. Síðastliðið haust leit því afar vel út hvað varðar uppbygginguna á Kvik- myndasafni Íslands, bæði er varðar lagalegt umhverfi og þeirrar starf- semi sem lagður hafði verið grunnur að. Var ekki að skilja annað á fram- kvæmdastjóranum en að hann væri ánægður með framgang mála enda engin merki um annað. Í byrjun des- ember síðastliðinn er mér hins vegar fyrirvaralaust sagt um störfum, án nokkurs aðdraganda. Var uppsögnin studd af stjórn safnsins, enda lagði framkvæmdastjórinn málin þannig fyrir stjórnina, að hún stóð frammi fyrir gerðum hlut og að hún væri lið- ur í því að taka á fjármálum Kvik- myndasjóðs. Var þetta hin undarleg- asta aðgerð, þar sem málefni safnsins höfðu verið í mörg ár á hendi safnstjóra og hans að svara fyrir hönd stofnunarinnar gagnvart stjórn. Í uppsagnarbréfinu bar fram- kvæmdastjórinn því við að hann hafi sent mér áminningar og gefið mér tækifæri til að gefa skýringar. Það reyndust aftur á móti ósannindi hjá framkvæmdastjóranum og lagði ég fram stjórnsýslukæru í kjölfarið. Hinn 21. mars tók menntamálaráðu- neytið undir þá skoðun með því að úrskurða uppsögn mína ólögmæta. Ég vek athygli á því að fram- kvæmdastjórinn rekur safnstjórann á einum viðkvæmasta tíma í sögu stofnunarinnar, þegar standa fyrir dyrum miklar breytingar í kjölfar nýrra laga sem taka munu gildi innan fárra mánaða. Allt tal hans um „löm- un“ stofnunarinnar, eins og hann hef- ur gert í fjölmiðlum, hlýtur að vekja upp spurningar um hver beri ábyrgð- ina á þeirri stöðu og í raun, hvort að rangur maður hafi ekki verið rekinn. Rangur maður rekinn? Sigurjón Baldur Hafsteinsson Kvikmyndir Spurningar hljóta að vakna um, segir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, hvort rangur maður hafi ekki verið rekinn. Höfundur er fv. safnstjóri Kvik- myndasafns Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.