Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 21
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 21 brýnt að bæta úr því fyrr en áætlanir gera ráð fyrir? „Sérfræðingar okkar hafa metið það svo að raunveruleg þörf fyrir hafnaraðstöðu skapist eftir um 15 ár þegar Sundahöfn verði fullbyggð. Þar er enn hægt að koma fyrir meiri starfsemi og eftir að gera landfylling- ar. En þar þarf að fylgja fram- kvæmdaáætlunum. Ef einhverjir koma einmitt þegar land er ekki til- tækt, þá getum við ekki sagt annað en: Því miður!“ Hvaða starfsemi sérðu fyrir þér í væntanlegri höfn í Eiðsvík? „Við höfum kallað þetta fjölnota- höfn. Þegar þetta byrjaði má sjá í gögnum hafnarstjórnar frá 9. ára- tugnum að talað er um stórskipahöfn, en við höfum ekki notað það orð. Með fjölnotahöfn er átt við höfn sem getur tekið við margs konar starfsemi. Sinnt inn- og útflutningi eftir því sem á þarf að halda. Hún gæti þannig mætt því þegar koma ný fyrirtæki inn á þennan markað og vilja hugsanlega fara í samkeppni við Eimskip og Samskip. Við eigum í dag erfitt með að sinna því hjá Reykjavíkurhöfn. Þar geta einnig verið fyrirtæki í sjávar- útvegi eða útflutningi á frystum sjáv- arafurðum. Við gerum ráð fyrir að í Gufunesi þróist ekki einungis íbúðar- byggð heldur er einnig rætt um ferðaþjónustu, ylströnd og hótel með ráðstefnuaðstöðu. Fjölnotahöfn gæti og tekið við skemmtiferðaskipum. Innst í krikanum í Eiðsvík gæti verið smábátaaðstaða, eða seglskútuað- staða.“ En koma ekki nein önnur svæði til greina á strandlengju Reykjavíkur fyrir höfn en Eiðsvík? „Þegar byrjað var með Eiðsvíkur- málið voru allir sammála um og bókað í fundargerðum hafnarstjórnar, með- al annars af Sjálfstæðisflokknum, að þetta væri langákjósanlegasta hafn- arsvæðið í landi Reykjavíkur. Þar er gott aðdýpi og gott var. Það er ekki endilega þar með sagt að það sé hið eina. Sjálfstæðisflokkurinn flutti til- lögu um að kanna möguleika á höfn í Kollafirði. Tæknimenn Reykjavíkur- hafnar og Siglingastofnun Íslands gerðu lauslegar athuganir sem sýndu að þar þyrfti gríðarlegar landfylling- ar og ekki síst mikil brimvarnar- mannvirki því fjörðurinn er opinn fyr- ir vestan og norðvestan öldunni.“ Árni sagði að menn hefðu einnig velt fyrir sér hafnargerð í Hvalfirði en taldi að það myndi kalla á tvöföldun Hvalfjarðarganganna. „Við erum reiðbúin að láta skoða mjög rækilega, t.d. á næsta kjörtíma- bili, hvaða aðrir kostir koma til greina og meta þá bæði út frá hafnarsjón- armiðum, samgöngu-, samfélags- og umhverfislegum sjónarmiðum. Ég er sannfærður um að Geldinganes og Eiðsvíkurhöfnin koma vel út fyrir marga þessa þætti, en ekki endilega alla. Við erum reiðubúin til að endur- skoða þau áform ef heildarniðurstað- an yrði að best væri að vera með höfn- ina annars staðar. Meðan slíkt liggur ekki fyrir finnst okkur ekki forsvar- anlegt að taka þetta þróunarsvæði hafnarinnar, sem verið hefur á skipu- lagi í 20 ár, og henda því bara burt án þess að hafa aðrar lausnir.“ Að taka meiri hagsmuni fyrir minni Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi og fulltrúi sjálfstæðismanna í hafnarstjórn, var spurð álits á því mati á þörf fyrir aukið hafnarsvæði sem fram kemur í aðalskipulagi 2001– 2024. „Það er til skýrsla erlends sérfræð- ings sem fenginn var á vegum svæð- isskipulagsins, en hann mat það svo að núverandi hafnarsvæði myndu duga í 50 ár. Miðað við það sem búið er að skipuleggja í Sundahöfn, stækk- unarmöguleika sem þar eru og bætta nýtingu á hafnarbökkum, er ekki annað að sjá en að það svæði eigi að duga í nokkra áratugi. Alla vega fjóra. Ég marka það af því að um höfnina fara nú um 200 þúsund gáma- einingar á ári. Afkastagetan á að geta farið í 500–600 þúsund gámaeiningar, eða tæplega þrefaldast. Áætlanir Reykjavíkurhafnar um vöruinnflutn- ing gera ráð fyrir 2–3% aukningu á hverju ári, miðað við það erum við að tala um nokkra áratugi.“ Inga Jóna vildi leggja áherslu á þá skoðun sína að Reykjavíkurborg væri að leggja mjög mikið land undir hafn- arstarfsemi í Sundahöfn. „Það er al- veg frá Laugarnestanga og inn fyrir Gelgjutanga. Allt þetta svæði verður samfelldur hafnarbakki samkvæmt skipulaginu. Við verðum að gera þá kröfu að bakland á slíku hafnarsvæði sé nýtt eins og kostur er. Svona verð- mætt land verður að nýta til hins ýtr- asta. Nýtingu þess er hægt að bæta. Á því byggi ég að við getum nýtt þetta svæði um nokkurra áratuga skeið.“ Til dæmis um slæma nýtingu hafn- arsvæðisins nefndi Inga Jóna að stór hluti óseldra nýrra bíla væri látinn bíða á hafnarbakkanum. En liggur ekki fyrir hafnarstjórn fjöldi beiðna um pláss á hafnarsvæð- inu, sem ekki er hægt að sinna? „Það eru beiðnir frá alls konar starfsemi, sem í mörgum tilvikum þarf ekki á hafnarbakka að halda. Á liðnum árum hefur ýmislegt verið sett á hafnarsvæðið sem ekki er beint tengt höfninni. Það er vegna þess að R-listinn hefur ekki útvegað atvinnu- lóðir annars staðar í borginni. Ýmsir aðilar, svo sem innflutningsaðilar, hafa í auknum mæli sótt inn á hafn- arsvæðið. En við þurfum að horfa gagnrýnum augum á allar umsóknir til að það verði sem best nýting á svæðinu.“ Rætt hefur verið um Eiðsvík sem framtíðarhafnarsvæði í meira en 20 ár. Voru sjálfstæðismenn ekki sam- mála því lengi framan af? „Þegar mörkuð var stefna um höfn í Eiðsvík á sínum tíma var meira verið að tala um iðnaðarstarfsemi. Þær for- sendur eru enn til grundvallar skipu- laginu. Við sjálfstæðismenn teljum að slík starfsemi eigi ekki heima í hjarta íbúðarbyggðar. Íbúðarbyggðin er að þróast og við teljum að hún eigi að hafa forgang. Í kringum 1998 breytt- um við um áherslur því við sáum að það var ekkert vit í að vera að taka frá landsvæði á þessum stað fyrir iðnað- ar- og stórskipahöfn í framtíðinni. Þá bentum við á að ef þörf væri á svona höfn á næstu áratugum í Reykjavík skyldum við láta kanna Kollafjörð.“ Að sögn Ingu Jónu var gerð lausleg könnun á Kollafirði. Frá hafnarstjóra hafi komið að þar séu verri skilyrði en í Eiðsvík vegna strauma og veður- fars. „Það liggur alveg fyrir að Eiðs- vík er ákjósanlegra svæði fyrir höfn, en í Kollafirði eru líka góðar aðstæður m.a. mikið dýpi. En við Eiðsvík og Geldinganes eru líka kjöraðstæður fyrir íbúðarbyggð. Við þurfum að hafa þrek til að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri. Niðurstaða okkar er að hagsmunir íbúðarbyggðar séu miklu meiri.“ Inga Jóna benti einnig á að ef skipafélögin flyttu í Eiðsvík, þá færu þau þangað með alla sína starfsemi. Þau myndu ekki vera á tveimur stöð- um. „Nú eru þessir aðilar í miklum fjárfestingum. Auðvitað þurfa þeir að nýta þessar fjárfestingar og afskrifa þær á löngum tíma. Menn munu leggja ofuráherslu á að nýta Sunda- höfn eins og kostur er. Við skulum ímynda okkur að við lítum yfir höf- uðborgarsvæðið þegar liðin verða fjörutíu ár. Hverjum heldur þú að detti þá í hug að setja höfn í Eiðsvík í hjarta byggðarinnar? Þessi starfsemi á að fara á jaðarsvæði.“ En hvað þá með Gömlu höfnina? „Hana eigum við að treysta fyrir fiskiskipaflotann. Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið verður sett við Faxa- skála. Á móti eigum við að byggja upp betri fiskiskipaaðstöðu í Vesturhöfn- inni.“ Þar nefnir Inga Jóna ýmsa möguleika á endurnýjun og nýbygg- ingu hafnarmannvirkja til að treysta aðstöðu sjávarútvegsins. Inga Jóna sagði að sjálfstæðis- menn hefðu lagt áherslu á að aðstaða fyrir skemmtiferðaskip væri sem næst miðborginni. Aðeins minnstu skemmtiferðaskip geta lagst við Mið- bakka. „Við fluttum tillögu í júní 1998 um að láta reikna út kostnað við byggingu hafnarbakka fyrir framan Sætún, austan Ingólfsgarðs, til móts við Sjávarútvegshúsið. Tengja þar með ferðamannastrauminn frá skemmtiferðaskipum við miðborgina. Í dag leggjast flest ferðamannaskip að Korngarði, sem ekki er aðlaðandi aðkoma. R-listinn hefur sagt að skemmtiferðaskipin eigi að fara í Geldinganes. Það sýnir betur en mörg orð á hvaða plani sú umræða er af þeirra hálfu.“ Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 13:00 - 17:00 OPIÐ Blómabarn? ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 66 7 05 . 20 02 Býður einhver betur! Stjúpur 20 í bakkaj í Ertu 890kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.