Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 19 lagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir 53 ha blönduðu svæði/íbúðasvæði á austanverðu Geldinganesi. Í tillög- unni segir: „Á blönduðum svæðum er gert ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu í bland við fjölþætta atvinnustarfsemi. Á þess- um svæðum er þó ekki leyfileg starf- semi sem að jafnaði á heima á at- hafna- og hafnar- og athafnasvæðum og iðnaðarsvæðum.“ Á fyrirhuguðum íbúðasvæðum Geldinganess er gert ráð fyrir að reistar verði 200 íbúðir á austan- verðu nesinu á byggingatímabilinu 2012-2024, en 700 íbúðir bætist við eftir 2024. Þéttleiki byggðarinnar er áætlaður 20 íbúðir á hektara og hæð- ir húsa verði 1-4. Gert er ráð fyrir 10- 20% atvinnusvæði innan þessara hverfa. Gert er ráð fyrir 155 hektara hafn- ar- og athafnasvæði á vestanverðu Geldinganesi/Eiðsvík og 350 þúsund fermetra byggingarmagni. Í tillög- unni að aðalskipulaginu er vitnað til skipulagsreglugerðar um athafna- svæði: „Á athafnasvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir iðnaði sem hefur litla mengunarhættu í för með sér, verkstæðum, landfrekari um- boðs- og heildverslun og vöru- geymslum. Almennt er ekki gert ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum, nema íbúðum sem eru tengdar starf- semi á svæðinu.“ Í Eiðsvík-Geldinganesi er gert ráð fyrir starfsemi sem fellur undir skil- greiningar fyrir hafnar- og athafna- svæði, athafnasvæði og iðnaðar- svæði í skipulagsreglugerð. Í reglugerðinni eru iðnaðarsvæði skil- greind þannig að þar skuli „fyrst og fremst gera ráð fyrir umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér, s.s. verksmiðjum, virkjunum, tengivirkjum, veitustöðvum, skólp- dælu- og hreinsistöðvum, birgða- stöðvum fyrir olíur og móttökustöðv- um fyrir úrgang. Íbúðir eru ekki heimilar á iðnaðarsvæðum.“ Um hafnarsvæði segir að þar skuli land- notkun tengjast „fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjó- flutningum og skipasmíði eða við- gerðum“. Síðan segir: „Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbðuðum á hafn- arsvæðum. Þó er, í undantekningar- tilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúð- um tengdum starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði.“ Gert er ráð fyrir uppbyggingu fjölnotahafnar á sunnanverðu Geld- inganesi. Í tillögu að aðalskipulagi segir að við gerð deiliskipulags verði kveðið nánar á um afmörkun land- notkunar á svæðunum. Grjótnám hófst 1997 Á Geldinganesi er grjótnáma sem Reykjavíkurhöfn er framkvæmdar- aðili að, á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir höfn síðar meir. Grjótnámið hófst árið 1997 í afmarkaðri námu að undangengnu mati á umhverfisáhrif- um. Efnið úr námunni hefur verið notað við hafnargerð og til landfyll- inga, m.a. við gerð Eyjagarðs við Ör- firisey, við frágang við Skólpu, nýja dælustöð við Laugarnes og frágang við nýjar hafnarlóðir Eimskips aust- an Klettsbakka og Samskipa við Vogabakka. Að sögn Jóns Þorvalds- sonar, forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, hefur 70% efnis úr námunni verið flutt sjóleiðis og hefur sú aðferð sparað Reykjavík- urhöfn mikið fé. Grjótnám er áætlað á 3,5 ha svæði að grunnfleti en alls mun 5 ha svæði fara undir námuna, að sögn Jóns. Fyrirhuguð er efnistaka á allt að einni milljón rúmmetra af föstu bergi, sem er leyfilegt samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að grjótnámið standi yfir í 5-10 ár (frá 1997) en Jón segir að verkið sé undir lok 2. áfanga um þessar mund- ir. Jón telur að í dag sé búið að nýta 1/3 námunnar, eða um 300 þúsund rúmmetra, en hann segir að ná- kvæmar mælingar liggi ekki fyrir um það. Síðasta mæling fór fram fyr- ir um ári síðan og var þá búið að nýta um 250 þúsund rúmmetra. Hann bendir á að minna flatarmál muni fara undir seinni áfanga námunnar þar sem landið hækkar eftir því sem grafið er innar. Jón segir að útlit námunnar í dag eigi ekki eftir að taka miklum breyt- ingum. Búið sé að afmarka það svæði sem náman tekur til og hún muni í meginatriðum aðeins stækka innan þess svæðis sem búið er að afmarka. Engar athugasemdir bárust við mat á umhverfisáhrifum Grjótnáman á Geldinganesi fór í mat á umhverfisáhrifum árið 1997 og féll úrskurður skipulagsstjóra þann 8. október það ár. Engar athuga- semdir bárust frá almenningi á kynningartímanum. Leitað var um- sagna borgarráðs, Náttúruverndar ríkisins, borgarminjavarðar, Hita- veitu Reykjavíkur, Hollustuverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skipulagsstjóri féllst á fyr- irhugað grjótnám með tveimur skil- yrðum. Annars vegar að vegagerð yfir Eiðið yrði haldið í lágmarki og tryggt yrði að unnt væri að koma svæðinu aftur í fyrra horf. Hins veg- ar að samráð yrði haft við Árbæj- arsafn þegar framkvæmdir hæfust við ofaníburð á fyrirliggjandi vegslóð frá Eiðinu og yfir hábungu Geldinga- ness. Skipulagsstjóri féllst jafnframt á útskipunaraðstöðu við námuna en í matsskýrslunni var gert ráð fyrir að töluvert af efninu yrði flutt með skip- um á áfangastað. Þá féllst skipulags- stjóri jafnframt á lagfæringu á fyr- irliggjandi slóð um Eiðið að námusvæðinu, en ekki á lagningu vegar eftir suðurströnd nessins. Í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins segir meðal annars að sú efnistaka sem um ræðir, liggi innan fyrirhug- aðs hafnarsvæðis samkvæmt stað- festu aðalskipulagi 1996-2016, og sé í samræmi við það. Öll frekari efnis- taka á fyrirhuguðu hafnarsvæði, hafnargerð í Eiðsvík og lagning Sundabrautar séu framkvæmdir sem fara verði með í mat á umhverf- isáhrifum. Bent er á að Náttúru- vernd ríkisins leggi áherslu á að raski verði haldið í lágmarki og gróðri verði hlíft eins og frekast er kostur til að halda opnum möguleik- um á útivist fyrir íbúa framtíðar- íbúðasvæða á Geldinganesi. Jafn- framt er bent á að þar sem fyrirhugað sé að vinnsla í námunni standi yfir í 5-10 ár geti hávaði og annað ónæði frá námunni hugsan- lega haft áhrif á byggingarsvæði og byggð á Geldinganesi. Engar kærur bárust vegna úr- skurðar skipulagsstjóra. Vilja 10.000 manna íbúabyggð í Geldinganesi Sjálfstæðismenn hafa lagt mikla áherslu á Geldinganes í kosninga- baráttunni undanfarnar vikur. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins telur að Geldinganes sé best fallið til íbúðabyggðar og bent er á mikilvægi þess að nýta strandlengju nessins sem snýr til suðurs fyrir íbúðir. Hugmyndir Sjálfstæðismanna fel- ast í því að á Geldinganesi verði reist íbúðabyggð þar sem saman fari íbúðahverfi ásamt þjónustu- og at- vinnustarfsemi sem samræmist íbúðabyggð, að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúa Sjálf- stæðismanna í hafnarstjórn. „Við teljum okkur geta komið fyr- ir 10.000 manna byggð á Geldinga- nesi ásamt íþróttasvæðum og úti- vistarsvæðum. Við leggjum áherslu á að Sundabraut liggi áfram í gegn- um nesið en í neðanjarðargöngum svo sem minnst ónæði hljótist af um- ferðinni,“ segir Inga Jóna. Hún segir að Sjálfstæðisflokkur- inn vilji jafnframt hafa möguleika á smábátahöfn fyrir litla báta í Eiðsvík og eins við norðanvert nesið. Hafn- irnar verði þó útfærðar þannig að þær verði í samræmi við íbúða- byggð. Eins vilji þau hugsanlega stofna til hugmyndasamkeppni um hvernig nýta megi sárið þar sem grjótnámið í Geldinganesi fer nú fram. „Ég tek þó fram að þetta eru allt hugmyndir, og við erum ekki búin að útfæra þær í smáatriðum. Við viljum að á Geldinganesi rísi íbúðabyggð, að íbúðabyggðin á Gufunesi teygi sig út á nesið og ekki verði farið í landfyll- ingar við strandlengjuna frá Gufu- nesi,“ segir Inga Jóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.