Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 19

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 19 lagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir 53 ha blönduðu svæði/íbúðasvæði á austanverðu Geldinganesi. Í tillög- unni segir: „Á blönduðum svæðum er gert ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu í bland við fjölþætta atvinnustarfsemi. Á þess- um svæðum er þó ekki leyfileg starf- semi sem að jafnaði á heima á at- hafna- og hafnar- og athafnasvæðum og iðnaðarsvæðum.“ Á fyrirhuguðum íbúðasvæðum Geldinganess er gert ráð fyrir að reistar verði 200 íbúðir á austan- verðu nesinu á byggingatímabilinu 2012-2024, en 700 íbúðir bætist við eftir 2024. Þéttleiki byggðarinnar er áætlaður 20 íbúðir á hektara og hæð- ir húsa verði 1-4. Gert er ráð fyrir 10- 20% atvinnusvæði innan þessara hverfa. Gert er ráð fyrir 155 hektara hafn- ar- og athafnasvæði á vestanverðu Geldinganesi/Eiðsvík og 350 þúsund fermetra byggingarmagni. Í tillög- unni að aðalskipulaginu er vitnað til skipulagsreglugerðar um athafna- svæði: „Á athafnasvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir iðnaði sem hefur litla mengunarhættu í för með sér, verkstæðum, landfrekari um- boðs- og heildverslun og vöru- geymslum. Almennt er ekki gert ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum, nema íbúðum sem eru tengdar starf- semi á svæðinu.“ Í Eiðsvík-Geldinganesi er gert ráð fyrir starfsemi sem fellur undir skil- greiningar fyrir hafnar- og athafna- svæði, athafnasvæði og iðnaðar- svæði í skipulagsreglugerð. Í reglugerðinni eru iðnaðarsvæði skil- greind þannig að þar skuli „fyrst og fremst gera ráð fyrir umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér, s.s. verksmiðjum, virkjunum, tengivirkjum, veitustöðvum, skólp- dælu- og hreinsistöðvum, birgða- stöðvum fyrir olíur og móttökustöðv- um fyrir úrgang. Íbúðir eru ekki heimilar á iðnaðarsvæðum.“ Um hafnarsvæði segir að þar skuli land- notkun tengjast „fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjó- flutningum og skipasmíði eða við- gerðum“. Síðan segir: „Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbðuðum á hafn- arsvæðum. Þó er, í undantekningar- tilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúð- um tengdum starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði.“ Gert er ráð fyrir uppbyggingu fjölnotahafnar á sunnanverðu Geld- inganesi. Í tillögu að aðalskipulagi segir að við gerð deiliskipulags verði kveðið nánar á um afmörkun land- notkunar á svæðunum. Grjótnám hófst 1997 Á Geldinganesi er grjótnáma sem Reykjavíkurhöfn er framkvæmdar- aðili að, á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir höfn síðar meir. Grjótnámið hófst árið 1997 í afmarkaðri námu að undangengnu mati á umhverfisáhrif- um. Efnið úr námunni hefur verið notað við hafnargerð og til landfyll- inga, m.a. við gerð Eyjagarðs við Ör- firisey, við frágang við Skólpu, nýja dælustöð við Laugarnes og frágang við nýjar hafnarlóðir Eimskips aust- an Klettsbakka og Samskipa við Vogabakka. Að sögn Jóns Þorvalds- sonar, forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, hefur 70% efnis úr námunni verið flutt sjóleiðis og hefur sú aðferð sparað Reykjavík- urhöfn mikið fé. Grjótnám er áætlað á 3,5 ha svæði að grunnfleti en alls mun 5 ha svæði fara undir námuna, að sögn Jóns. Fyrirhuguð er efnistaka á allt að einni milljón rúmmetra af föstu bergi, sem er leyfilegt samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að grjótnámið standi yfir í 5-10 ár (frá 1997) en Jón segir að verkið sé undir lok 2. áfanga um þessar mund- ir. Jón telur að í dag sé búið að nýta 1/3 námunnar, eða um 300 þúsund rúmmetra, en hann segir að ná- kvæmar mælingar liggi ekki fyrir um það. Síðasta mæling fór fram fyr- ir um ári síðan og var þá búið að nýta um 250 þúsund rúmmetra. Hann bendir á að minna flatarmál muni fara undir seinni áfanga námunnar þar sem landið hækkar eftir því sem grafið er innar. Jón segir að útlit námunnar í dag eigi ekki eftir að taka miklum breyt- ingum. Búið sé að afmarka það svæði sem náman tekur til og hún muni í meginatriðum aðeins stækka innan þess svæðis sem búið er að afmarka. Engar athugasemdir bárust við mat á umhverfisáhrifum Grjótnáman á Geldinganesi fór í mat á umhverfisáhrifum árið 1997 og féll úrskurður skipulagsstjóra þann 8. október það ár. Engar athuga- semdir bárust frá almenningi á kynningartímanum. Leitað var um- sagna borgarráðs, Náttúruverndar ríkisins, borgarminjavarðar, Hita- veitu Reykjavíkur, Hollustuverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skipulagsstjóri féllst á fyr- irhugað grjótnám með tveimur skil- yrðum. Annars vegar að vegagerð yfir Eiðið yrði haldið í lágmarki og tryggt yrði að unnt væri að koma svæðinu aftur í fyrra horf. Hins veg- ar að samráð yrði haft við Árbæj- arsafn þegar framkvæmdir hæfust við ofaníburð á fyrirliggjandi vegslóð frá Eiðinu og yfir hábungu Geldinga- ness. Skipulagsstjóri féllst jafnframt á útskipunaraðstöðu við námuna en í matsskýrslunni var gert ráð fyrir að töluvert af efninu yrði flutt með skip- um á áfangastað. Þá féllst skipulags- stjóri jafnframt á lagfæringu á fyr- irliggjandi slóð um Eiðið að námusvæðinu, en ekki á lagningu vegar eftir suðurströnd nessins. Í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins segir meðal annars að sú efnistaka sem um ræðir, liggi innan fyrirhug- aðs hafnarsvæðis samkvæmt stað- festu aðalskipulagi 1996-2016, og sé í samræmi við það. Öll frekari efnis- taka á fyrirhuguðu hafnarsvæði, hafnargerð í Eiðsvík og lagning Sundabrautar séu framkvæmdir sem fara verði með í mat á umhverf- isáhrifum. Bent er á að Náttúru- vernd ríkisins leggi áherslu á að raski verði haldið í lágmarki og gróðri verði hlíft eins og frekast er kostur til að halda opnum möguleik- um á útivist fyrir íbúa framtíðar- íbúðasvæða á Geldinganesi. Jafn- framt er bent á að þar sem fyrirhugað sé að vinnsla í námunni standi yfir í 5-10 ár geti hávaði og annað ónæði frá námunni hugsan- lega haft áhrif á byggingarsvæði og byggð á Geldinganesi. Engar kærur bárust vegna úr- skurðar skipulagsstjóra. Vilja 10.000 manna íbúabyggð í Geldinganesi Sjálfstæðismenn hafa lagt mikla áherslu á Geldinganes í kosninga- baráttunni undanfarnar vikur. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins telur að Geldinganes sé best fallið til íbúðabyggðar og bent er á mikilvægi þess að nýta strandlengju nessins sem snýr til suðurs fyrir íbúðir. Hugmyndir Sjálfstæðismanna fel- ast í því að á Geldinganesi verði reist íbúðabyggð þar sem saman fari íbúðahverfi ásamt þjónustu- og at- vinnustarfsemi sem samræmist íbúðabyggð, að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúa Sjálf- stæðismanna í hafnarstjórn. „Við teljum okkur geta komið fyr- ir 10.000 manna byggð á Geldinga- nesi ásamt íþróttasvæðum og úti- vistarsvæðum. Við leggjum áherslu á að Sundabraut liggi áfram í gegn- um nesið en í neðanjarðargöngum svo sem minnst ónæði hljótist af um- ferðinni,“ segir Inga Jóna. Hún segir að Sjálfstæðisflokkur- inn vilji jafnframt hafa möguleika á smábátahöfn fyrir litla báta í Eiðsvík og eins við norðanvert nesið. Hafn- irnar verði þó útfærðar þannig að þær verði í samræmi við íbúða- byggð. Eins vilji þau hugsanlega stofna til hugmyndasamkeppni um hvernig nýta megi sárið þar sem grjótnámið í Geldinganesi fer nú fram. „Ég tek þó fram að þetta eru allt hugmyndir, og við erum ekki búin að útfæra þær í smáatriðum. Við viljum að á Geldinganesi rísi íbúðabyggð, að íbúðabyggðin á Gufunesi teygi sig út á nesið og ekki verði farið í landfyll- ingar við strandlengjuna frá Gufu- nesi,“ segir Inga Jóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.