Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 32

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ABSTRAKTSJÓNIN birtist fyrst í málverki á öðrum áratug tuttugustu aldar þegar listamenn voru í leit að æðri tilgangi lista. Brautryðjendur abstraktsjónar- innar voru andlega hugsandi og leit- uðu innblásturs í nýaldarfræði og dul- speki. Abstraktsjónin var þeim sem nýfundinn sannleikur sem þeir töldu geta opnað víddir að dyrum sálarinn- ar og guðdómnum. Á níunda áratugnum komust lista- menn eins og Mike Bidlo og Sherry Levine í alþjóðlega listumræðu fyrir að endurvinna málverk eftir braut- ryðjendur abstraktsins. Listamenn- irnir voru ekki að leita að dyrum sál- arinnar í forminu, heldur voru þeir að velta fyrir sér frumleika í listum og jafnvel höfundarrétti listamanna. Listheimurinn stóð þannig frammi fyrir því að tvö verk gátu verið ná- kvæmlega eins útlítandi en voru þó ólík sökum þess að tveir listamenn nálguðust þau á ólíkum forsendum. Þessi vitneskja skiptir sköpum fyrir upplifun okkar á abstrakt málverki í dag og reyndar upplifun á allri mynd- list, því að nálgunin ein og sér getur skilið á milli framsækinna lista og aft- urhaldssamra. Í Galleríi Sævars Karls sýnir list- hópurinn Tígurinn og Ísbjörninn. Hópinn skipa fjórir ungir listamenn, þau Bjargey Ólafsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Ragnar Kjartansson og Unnar Örn Auðarsson. Þungamiðja sýningarinnar eru abstrakt málverk sem listamennirnir máluðu í samein- ingu. Þau eru hluti af innsetningu sem listamennirnir nefna Creepy- Evil-Gay- The Bebop Kid. Málverkin eru framsett á hefðbundinn hátt, þ.e. hangandi á vegg, en margt annað er í sýningarrýminu sem vekur athygli sýningargesta. Í einu horninu má heyra upptöku af ágreiningi fjór- menninganna um abstrakt málverk, hvað sé gott eða slæmt, flott eða ljótt. Í öðru horninu er svo upptaka af inni- legum stunum karlmanna. Engar stunur heyrast frá konum sem gefur til kynna að ókristileg athöfn eigi sér stað. Á gólfinu er fjöldi lítilla teninga sem sýningargestir sparka til er þeir ganga um og á milli fjögur og sex á daginn situr ungur maður sem kallast í sýningarrýminu, handleikur spila- stokk, reykir vindlinga og hlustar á bebop-tónlist. Sjálf málverkin byggjast á hefð- bundinni abstraktsjón, en eru ekki unnin á hefðbundnum forsendum málverks. Hér er það heildin sem listamennirnir ætla okkur að upplifa umfram gæði einstakra verka. Inn- setningin er frískleg og ber með sér barnslega leikgleði. Það er reyndar „inni“ hjá listamönnum grasrótarinn- ar að slá á létta strengi í listsköpun og hafa gaman saman. Þannig er tíðar- andinn ólíkur þeim sem var um miðja síðustu öld þegar íslenskir abstrakt málarar gengu þvert yfir götu ef þeir mættu fígúratífum málara á ferli. Sýningin stendur yfir í tvær vikur sem er í styttra lagi miðað við venju- legt sýningartímabil hjá galleríum. Tímarnir breytast og nálgunin með Frá sýningunni Creepy-Evil- Gay-The Bebop Kid. Á myndinni má sjá Bebop-drenginn ásamt málverkum. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Sýningin stendur til 24. maí. Opið mánudaga til föstudags frá 10-18, laugardaga 10-16. ABSTRAKT MÁLVERK – INNSETNING TÍGURINN OG ÍSBJÖRNINN Jón B.K. Ransu Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Föstudagur 24. maí Kl. 12.30 Listasafn Íslands Fyrir augu og eyru. Hádegistónleikar í tengslum við myndlistarsýninguna MYND – íslensk samtímalist. Þórunn Guðmunds- dóttir söngkona og Valgerður Andrésdóttir flytja lagaflokkinn Barnaherbergið eftir Mussorgsky. Kl. 17.05 Fógetagarðurinn við Aðalstræti Örleikverkið og myndlistargjörningurinn Fótabað eftir Kristínu Ómarsdóttur og Gunnhildi Hauksdóttur. Leikstjóri Harpa Arnardóttir. Uppskrift að góðu fótabaði. „3 bollar af grófu sjávarsalti og 15 lárvið- arlauf soðin í 2 l af vatni þar til saltið leysist upp. Sjóðandi vatninu hellt oní bala með 15 l af volgu vatni. Að lokum er 2 afhýddum sítrónum bætt útí ásamt 1 msk. af olífuolíu til mýkingar.“ Útvarpað beint í Víðsjá á Rás 1. Ókeypis aðgangur. Kl. 21.00 Laugardalshöll Hrafnagaldur Óðins: Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Schola cantorum, steinhörpur Páls á Húsafelli og 32 hljóðfæraleikarar undir stjórn Árna Harðarsonar. Verkefni sem vakið hefur athygli. Hrafna- galdur hlaut glæsilegar viðtökur í Barbic- an listamiðstöðinni í London í apríl og luku gagnrýnendur miklu lofsorði á tón- leikana, t.d.: „Ljósárum á undan samtíð- inni“ (dot.music.com), „... með því áhrifamesta sem sést hefur á sviði“ (The Guardian). Kvæðamaðurinn Steindór Ander- sen, meðlimir Sigur Rósar og Hilmar Örn Hilmarsson. SVO til húsfyllir var hjá Karlakór Reykjavíkur s.l. föstudag í Ými á ein- um af síðustu sex vortónleikum kórs- ins, og hefði hann eftir því að dæma leikandi getað fyllt Háskólabíó tvisv- ar. Rúm tuttugu lög voru á dagskrá. Viðfangsefnin voru flest af hefð- bundnum klassískum toga, norræn lög þar á meðal, en þó þakksamlega laus við allra gatslitnustu lögin er rið- ið hafa húsum hátt í öld hjá allt of mörgum íslenzkum karlakórum. Stundum er engu líkara en að þessar líklega íhaldssömustu máttarstoðir tónlistarlífsins leitist við að halda sem lengst í löngu liðinn ungmenna- félagsanda og kreppuárasmekk. Jafnvel beztu lögum má ofgera, og að þrástagast linnulaust á sama efni án viðhlítandi endurnýjunar getur á endanum varla leitt til annars en stöðnunar og þess að fæla yngri kynslóðir frá. Fáheyrðari klassísk verk geta vissulega eitt- hvað jafnað stöðuna, en áhrifamesta nýbreytnin hlýtur ávallt að vera fólgin í góðum nútíma- lögum sérsömdum fyrir miðilinn. Um það sáust tvö dæmi á dagskránni, Málsháttavísur Hildi- gunnar Rúnarsdóttur og Kenndu mér klökk- um eftir Gunnstein Ólafsson (bæði verð- launalög frá kórverka- keppni KKR í fyrra) og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Fyrstu atriðin voru sænsk, Bell- manslag og þjóðlag, og sungin í upp- stillingu meðfram átthyrndum veggjum hússins svo aðeins áheyr- endur á miðju gólfi gátu numið allar fjórar raddir í þokkalegu jafnvægi; undirr. heyrði t.d. aðeins 2. tenór. Norræna stefnan hélt áfram næstu 4 lög. Fyrst með Við minn- inganna elda (Palm- gren) við fallega mjúk- an karlasöng og Våren e. Grieg við einsöng Elínar Óskar Óskars- dóttur og undirsöng kórsins. Gryning vid havet (Alfvén) náði til- komumikilli breidd í panóramískri mótun kórstjórans, og Á brúðarbænum, hið herlega lag Augusts Söderman úr „Ett bondbröllop“ (sem ís- lenzka landsliðið flask- aði svo herfilega á í Oslóar-kontra- punktkeppninni 1990 þrátt fyrir auðþekkjanlegu lykilorðin „öl och brännvin“) dundi við kátt af áfengu fjöri. Eftir álíka fjörugar Hesta- og Dýravísur Jóns Leifs Op. 11,1 & 11,4 söng Stefán Sigurjónsson einsöng með kórnum í La Gitana Salómons Heiðars og kórinn síðan einn með pí- anó Málsháttarvísur Hildigunnar í skemmtilega „nýþjóðlegum“ stíl og – a cappella – Kenndu mér klökkum, léttpoppað en fallegt lag Gunnsteins sem sennilega hefði átt að flytja með heldur sveigjanlegri tímamótun en gert var. „Sjómannasöngvar“ er miklu al- mennara hugtak en „sea shanties“, sem einskorðast við engilsaxneska hásetasöngva frá tímum seglskip- anna á 17.–19. öld. Þessi eldhressu en stundum líka angurvært fallegu lög mynda mörg rjómann úr þjóðlaga- forða Vesturlanda og eru eðli sínu samkvæmt sérlega vel fallin til karla- kórsöngs. KKR söng tvö eftir hlé í útsetningu Percy Graingers, Shen- andoah og Stormy, og sá Björn Björnsson um forsöng af bátsmanns- legri festu við tápmikinn viðlagasöng kórsins. Lokakór fanga úr Fidelio Beethovens vantaði hins vegar meiri spennu, og gæti of hægu tempói ver- ið um að kenna. Elín Ósk söng síðan Liebe, du Himmel auf Erden úr Lehár-óper- ettunni Paganini með miklum bravúr við dynjandi undirtektir áheyrenda. Tónleikunum lauk með fjórum at- riðum úr Trúbadúr Verdis. Söngur kórsins í Hermannakórnum var hress en hefði samt mátt vera hvass- ari í stakkatói og fjaðra meir á port- atóstöðum. Ásamt stundum hálfdauf- um og ofurlítið siggjörnum söng hans á veikari köflum víðar á prógramm- inu benti þetta til að mætti fara að skerpa aðeins á stuðningi. Elín Ósk söng aríu Leonoru með frábærum bel canto glæsibrag og sterkri tján- ingu en var illu heilli rænd eðlilegu þakklæti hlustenda með í stöðinni kauðalegri „attacca“ innkomu næsta lags, Miserere d’un’ alma già vicina, þar sem kórinn seig áberandi í of- análag. Með henni í dúett söng þar kórtenórinn Gústav H. Gústavsson af þokka, líkt og áður raddfélaginn hans Stefán Sigurjónsson, þótt hvorugur hefði á nándar nærri sambærilegri útgeislun og raddprýði að skipa og Elín sem var óskoruð „díva“ kvölds- ins, enda tekið með verðskulduðum kostum og kynjum. Óskoruð díva í karlafansi Elín Ósk Óskarsdóttir TÓNLIST Ýmir Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur. Ein- söngur: Elín Ósk Óskarsdóttir, Björn Björnsson, Gústaf Hjörtur Gústavsson og Stefán Sigurjónsson. Píanóundirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Föstudaginn 17. maí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ er ekkert vafamál að Birkir Freyr Matthíasson er nú þegar kom- inn í hóp allra fremstu djasstromp- etleikara íslenskrar djasssögu og er þó rétt að hefja ferilinn. Aftur á móti er hann ekki jafn góður hljómsveit- arstjóri og spilari. Að minnsta kosti ef dæma skal af tónleikunum hans í Múlanum. Þarna voru samankomnir auk Birkis tveir þaulreyndir spilarar, Ástvaldur Traustason og Ólafur Stol- zenwald, Ásgeir gítaristi, sem er ágætlega sjóaður, og síðan lítt reynd- ur trommari í sveiflunni, Kristinn Snær. Efnisskráin samanstóð af þekktum djassverkum einsog Moose The Mooche eftir Parker og glæsibal- löðu Thad Jones: A Child is Born, sem vel var blásin, sígildum söng- dönsum á borð við Gone With The Wind, I Can’t Get Started og I’ll Remember April, sem heyra má á hundruðum djasstónleika á hverju kvöldi um víða veröld. Svo léku þeir félagar Völu eftir Viðar heitinn Al- freðsson og er alltaf virðingarvert þegar íslensk verk eru á efnisskrá djassmanna. Það mætti vera oftar. Það var ekki eingöngu reynsluleysi Kristins Snæs sem olli því að sveiflan náði sér aldrei á strik hjá hrynsveit- inni, né að hljómsveitinni tókst aldrei að skapa heildstæð verk úr efniviði sínum. Þetta eru allt toppsólistar, en það vantaði samspilið vegna æfinga- leysis. Þetta er höfuðvandamál ís- lenskra djassleikara og ekki bara þeirra heldur flestra íslenskra tónlist- armanna. Þeir sem flytja tónskálda- tónlist með allt skrifað fyrir framan sig eiga ekki síður við þetta vandamál að glíma og mér tjá þeir er gerst til þekkja að margt í þeim geira, sem tekið hefur verið upp á tónleikum, standist ekki endurhlustun. Þá er hrifning augnabliksins í salnum á burtu og tónlistin stendur nakin eftir. Hjá flestum Norðurlandaþjóða er tónleikahald hljómsveita styrkt. Geta þá sveitirnar skipulagt fjölda tónleika í eigin landi og nágrannalöndum og er þá kominn vísir að alvöru hljómsveit- um – hljómsveitum sem hafa æft vel og spilað á fjölda tónleika. Dæmi um slíkt var norska djasssveitin MOTIF, þar sem Davíð Þór er píanisti og lék fyrir okkur í Múlanum um daginn. Það voru síðustu tónleikar á langri hljómleikaferð um Noreg og Ísland er styrkt var af norska tónleikasam- bandinu. Tónlist fyrir alla, sem átti upphaf í norskri þjóðargjöf til Íslend- inga, hefur gefið íslenskum tónlistar- mönnum og æsku landsins tækifæri til að njóta saman tónlistar; en það vantar að velja bestu flytjendur tón- skáldatónlistar jafnt sem rýþmískrar, til að leyfa þjóðinni að njóta og tónlist- armönnunum að blómstra. Það þurfa fleiri séns en Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Sálin hans Jóns míns. Í æfingabúðum DJASS Múlinn í Kaffileikhúsinu Birkir Freyr Matthíasson, trompet og flýgilhorn, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Ást- valdur Traustason, píanó, Ólafur Stolzen- wald, bassa, og Kristinn Snær Agn- arsson, trommur. Fimmtudagskvöldið 16.5. 2002. KVINTETT BIRKIS FREYS MATTHÍAS- SONAR Vernharður Linnet Hinir nýju söngvarar ásamt skólastjóranum: Aftari röð f.v.: Aðalsteinn, Elísabet, Garðar Cortes skólastjóri, Alda og Sólveig. Í fremri röð eru: Hulda Björg, Linda, Sólveig Unnur og Hjördís Elín. ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík tóku í vetur 8. stigs próf í einsöng – lokapróf úr almennri deild skólans. Lokaáfangi prófsins eru einsöngstónleikar sem verða í Tónleikasal Söngskólans Smára, Veghúsastíg 7, og eru fyrstu tón- leikarnir í kvöld kl. 20. Þá syngja Linda P. Sigurðardóttir sópran og Hulda Björg Víðisdóttir mezzósópr- an við píanóundirleik Láru S. Rafns- dóttur og Kolbrúnar Sæmunds- dóttur. Kl. 16 á laugardag syngja Elísabet Ólafsdóttir sópran og Að- alsteinn Jón Bergdal tenór við und- irleik Ólafs Vignis Albertssonar á píanó. Sunnudaginn 26. maí kl. 16 syngja Alda Arnardóttir sópran og Sólveig Samúelsdóttir sópran. Pí- anóleikari þeirra er Elín Guðmunds- dóttir. Þriðjudaginn 28. maí kl. 20 eru tónleikar Hjördísar Elínar Lár- usdóttur sópran og Sólveigar Unnar Ragnarsdóttur sópran. Undirleikari þeirra á píanó er Iwona Ösp Jagla. Á tónleikunum eru íslensk og er- lend sönglög, söngvar úr söng- leikjum og aríur og dúettar úr óp- erum, þverskurður þeirra verkefna sem nemendur hafa unnið í námi sínu við Söngskólann í Reykjavík undanfarin ár. Píanóleikararnir eru allir kennarar við Söngskólann í Reykjavík. Einsöngvarapróf frá Söngskólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.