Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ :              '     ) )      #&        #&     ! #&   #  - *  3  3 #&? #< %)       ?      3   "" #'&$     #"4 $$'" :<"$1$ "$  #"4  #"4 $$'" &-" . &#$  #'& #"4 $$'" $ "G)"""&  &H #"4 $  1$""1#(#"J$'" '& " ") "       K8 7#< &= #< %     )     33      :      #   &     '      '  )   )          # ##     5  +   ? + )   !75  +  , )  ,3 &      &"#2# $#"$ ) FRÉTTIR Við kveðjum frænda og vin okkar, Einar Kristján. Við þökkum honum ótal ljúfar minningar og fyrir að hafa spunnið líf okkar og fjölskyld- ur saman. Í barnæsku okkar var Einar uppáhaldsfrændi, hafði meiri þol- inmæði en önnur skyldmenni og var endalaust til í að hamast með okkur krökkunum, leiðbeina og leika. Hann nennti að horfa á frumsamda dans- og söngleiki, hlusta á brandara og var oft eini áhorfandinn. Alla tíð sýndi hann hugðarefnum okkar áhuga, hafði mikla trú á hæfileikum okkar, hversu lítilfjörlegir sem þeir voru, og hvatti okkur til að vera skap- andi. Hann var ætíð tilbúinn að gefa okkur tíma, segja okkur til og grínast. Í síðasta sinn sem við heimsóttum Einar, örfáum dögum fyrir andlátið, slefaði litla dóttir okkar á hönd hans. Hann þurrkaði slefuna í jakka Hafsteins og sagð- ist vera að launa honum alla snjó- boltana í Lindarselinu í gamla daga. Við tókum alla tíð mikinn þátt í lífi hans, þar á meðal fæðingu Hildigunnar, sem var stór stund í fjölskyldum okkar. Einar var henni einstakur faðir. Hann var frum- kvöðull hinna mjúku feðra, hann var opinskár á tilfinningar sínar gagnvart henni, sem var ekki kom- ið í tísku þá. Hann spilaði ósjaldan Brian Eno, Music for airports, fyr- ir dótturina meðan hún var unga- barn í vöggu. Við minnumst ógleymanlegra funda okkar við Einar og Önnu í Kaíró fyrir nokkrum árum. Eins og Einars var von og vísa bjó hann á einstaklega frumlegu hóteli, sem hafði verið vinsælt um og eftir 1930 en hafði ekki verið skipt um hús- gögn eða endurnýjað, jafnvel bar- þjónninn virtist einnig vera upp- EINAR KRISTJÁN EINARSSON ✝ Einar KristjánEinarsson fædd- ist á Akureyri 12. nóvember 1956. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 8. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. maí. runalegur. Það var eins og við hefðum farið aftur í tímann. Einar sagði okkur að þetta væri uppáhalds- hótel John Cleese. Allt svona vissi hann. Einar var auga- steinn og eftirlæti ömmu og afa, yngsta barnið þeirra. Hann skipaði sérstakan sess í fjölskyldunni, heillandi persónuleiki og einstakur listamað- ur. Í fjölskylduboðum, í gleði og sorg, feng- um við alltaf einkatónleika og verk- ið Minningar frá Alhamra varð lag fjölskyldunnar. Einar og fjölskyld- an koma upp í hugann þegar það hljómar. Veikindi Einars voru mik- ið áfall, þá sást glöggt hversu vin- margur hann var og hversu mörg- um þótti innilega vænt um hann. Við þökkum fyrir þá góðu gæfu að hafa kynnst Einari og teljum okkur eiga honum margt að þakka. Elsku Anna, Hildigunnur, amma, Aggi, Óttar, mamma, fjölskylda og vinir. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Einars frænda, minningin um góðan dreng. Ragnheiður og Hafsteinn. Gamli góði Kirkjuhóll á endimörkum veraldar þegar jökullinn afklæðist brúðarkjólnum og bræðir hjörtu mannanna á svartri strönd við hafið. Kviknakin börnin busla berfætt í sjónum og skilja eftir sig smástíg fótspor í blautum fjörusandi. Rekaviðurinn ber okkur fregnir frá fjarlægum ströndum – fyrirheit um nákomna framtíð. Bálkösturinn tignarlegi logar glatt inn í stjörnubjarta nóttina. Undir verndarvæng jökulsins voru vináttuböndin treyst. (Hitabylgja á Snæfellsnesi sumarið ’84.) Megi kraftur Guðs styrkja fjöl- skyldu og vini Einars Kristjáns Einarssonar. Sverrir Guðjónsson, Elín Edda Árnadóttir. Ég horfi í gegnum gluggann, á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson.) Með þessum ljóðlínum vil ég í ör- fáum orðum minnast vinar míns til margra ára, Braga Óskarssonar, BRAGI ÓSKARSSON ✝ Bragi Óskarssonfæddist á Ísafirði 11. janúar 1951. Hann lést 18. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 27. febrúar. sem lést svo óvænt og á svo sorglegan hátt 18. febrúar síðastliðinn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þetta skyldi þurfa að henda þennan góða dreng. Þegar ég kynntist Braga vann hann sem blaðamaður á Morgun- blaðinu. Bragi var einkar ljúfur og skemmtilegur maður, bráðgreindur og mikill náttúruunnandi. Ófáar ferðir voru farnar á Reykjanesið sem honum var mjög kært, þar var margt að skoða og alltaf eitthvað nýtt sem hann hafði að sýna og segja frá. Þar þekkti hann sig líka vel enda heimavanur á Reykjanesvita þar sem foreldrar hans höfðu búið til margra ára. Bragi fór sem kennari út á land veturinn 1996 og kenndi við grunn- skólann á Raufarhöfn. Við hittumst lítið næstu árin eins og gengur, en oftar nú í seinni tíð eftir að hann fór að vinna hjá Hagvögnum. Ekki datt mér í hug þegar við sátum saman í vagninum síðast, hann að fara í vinn- una og ég heim að þetta væri í síð- asta sinn sem við sæjumst, þá fannst okkur nógur tími til að hittast og spjalla. Það á enginn að geyma til morg- uns það sem hægt er að gera í dag því það veit enginn hvað morgun- dagurinn ber í skauti sínu. Bragi las eitt sinn fyrir mig upp úr bók um kínverska speki eftir La- oTse, mér finnst þessi orð vera eins og sögð um hann. „Ég á þrjár ger- semar sem ég gæti vel, ein þeirra er ást, önnur er nægjusemi, sú þriðja er auðmýkt. Sá einn sem elskar er hugrakkur, aðeins hinn nægjusami er mikilhæfur, og einungis sá auð- mjúki er fær til valda.“ Ég þakka Braga fyrir dýrmætar stundir frá liðnum árum, allar góðu minningarnar um hann geymi ég í hjarta mínu. Meinabætur margar minningarnar geyma. Til eru ljós, sem lýsa langt inn í æðri heima. Hvíld er hverjum heitinn hvað sem yfir dynur, Guð og góðir englar gæti þín elsku vinur. (Davíð Stefánsson.) Ég votta móður hans, Valgerði, bræðrum hans, Gylfa og Flosa, og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Margrét. ELÍSABET Sif og Robin Sewell, Dansfélaginu Hvönn, Kópavogi, tóku þátt í árlegri Imperial Open Dans-keppni í suður-amerískum dönsum í London 17. maí sl. ásamt 150 öðrum danspörum og enduðu í 3. sæti á eftir rússnesku pari sem varð í 1. sæti og ítölsku sem varð í 2. sæti. Þá kom þýskt par í 4. sæti og enskt í því fimmta. Vakti árangur þeirra mikla at- hygli þar ytra. Þá tóku þau þátt í keppni daginn eftir National Open og komust einnig í úrslit þar og lentu í 4. sæti. Íslenskt par í þriðja sæti HÁSKÓLINN í Reykjavík (HR) hefur lagt áherslu á að byggja upp samstarf um fjarnám í kerf- isfræði við stofnanir tengdar menntun á landsbyggðinni. Byrjað var á Austurlandi í sam- vinnu við Fræðslunet Austur- lands sem skilaði góðum árangri og í haust verður haldið áfram að byggja upp það starf ásamt því að fá fleiri til samstarfs, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Nú þegar hafa verið haldnir kynningarfundir á Patreksfirði og Ísafirði í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, á Sauðárkróki í samvinnu við Far- skóla Norðurlands vestra og í Reykjanesbæ í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum. Á Selfossi er HR í samvinnu við Nýja tölvu- og viðskiptaskól- ann og Fræðslunet Suðurlands. Einnig er unnið að samstarfi við menntastofnanir í Þingeyjar- sýslu. Lögð er áhersla á að bjóða nemendum upp á vinnuað- stöðu á hverjum stað og aðstoð í formi dæmatíma þar sem nem- endur geta hitt kennara einu sinni til tvisvar í viku. Tölvunarfræðideild HR býður námsefni fyrstu þriggja anna (af fjórum) í fjarnámi. Um er að ræða námsefni af kjörsviði not- endahugbúnaður. Nemendur innritast í kerfisfræði en til að ljúka kerfisfræðiprófi þurfa nemendur að koma í hefðbundið staðarnám á 4. önn. Nemendur geta ákveðið síðar að ljúka BS gráðu (90 einingar) í hefðbundnu námi. Námsefni og námskröfur í fjarnámi er nákvæmlega það sama og í staðarnámi. Fjarnámið er tekið á hálfum hraða; tvö námskeið á haustönn og tvö námskeið á vorönn ásamt verklegu námskeiði á vorönn sem krefst þess að nemendur vinni verkefni í skólanum í þrjár vikur. Þannig tekur hver önn einn vetur í fjarnámi. Fjarnám er valkostur fyrir nemendur sem ekki hafa aðstæður til hefðbund- innar skólagöngu og fer námið fram í sérhönnuðu fjarnámsum- hverfi sem deildin hefur þróað á undanförnum árum og byggir nær eingöngu á nettækni, segir í fréttatilkynningu. Reynslan hefur sýnt tölvunar- fræðideildinni að stuðningur við nemendur í heimabyggð er mik- ils virði og er mikilvægt að byggja upp aðstöðu til þess á sem flestum stöðum. Upplýsing- ar um fjarnámið er að finna á vef skólans www.ru.is en einnig hjá Ásrúnu Matthíasdóttur, asrun@ru.is, lektor og verkefn- isstjóra fjarnáms. Fjarnám í tölvunar- fræði víða um land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.