Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR/KVIKMYNDIR THE Curse of the Jade Scorpion er næstnýjasta mynd Woody Allen, sem er allt í senn handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari myndarinn- ar. Framleiðslan var í samvinnu bandarískra og þýskra kvikmynda- gerðarfyrirtækja, en myndin á að gerast rétt fyrir síðari heimsstyrj- öldina. Woody Allen leikur C.W. Briggs, háttskrifaðan rannsóknarmann hjá tryggingafélagi, sem býður sig fram til dáleiðslu hjá skemmtikrafti ásamt nýrri samstarfskonu, Betty Ann Fitzgerald, sem hann á bágt með að þola nálægt sér, en hennar verksvið er að endurskipuleggja vinnustaðinn. Í kjölfar dáleiðslunn- ar fara ýmsir spaugilegir hlutir að gerast og þarf Briggs virkilega að taka á honum stóra sínum, hvort sem hann er með meðvitund eður ei. Töframaðurinn Voltan hefur sér- deilis ekki hreint mjöl í pokahorninu og ákveður að dáleiða skötuhjúin, sem eru að skemmta sér með vinnu- félögunum, svo hann geti notað þau í ýmis verk fyrir sjálfan sig. Þegar Briggs svo vaknar loks hefur hann framið sitt fyrsta rán. Og það sem meira er, hann man ekki eftir því að hafa framið neinn glæp. Eins og nærri má geta fara hlutirnir fyrst að verða flóknir þegar það lendir svo í hans verkahring að rannsaka málið þegar það berst tryggingafélaginu. Í gegnum árin hefur hann verið duglegur við að hreykja sér af því að finna lykt af tryggingasvindlur- um langar leiðir, en spurningin er hvort hann sé fær um að fletta ofan af sjálfum sér þegar á hólminn er komið. Leikarar: Woody Allen (Hollywood End- ing, Small Time Crooks, Husbands and Wifes); Helen Hunt (What Women Want, Pay It Forward, Dr. T. & the Women); Charlize Theron (Trapped, Sweet November, The Yards); Dan Aykroyd (Crossroads, Evolution, Pearl Harbor); Elizabeth Berkley (Africa, Any Given Sunday); Kaili Vernoff (Jump To- morrow, No Looking Banck). Leikstjóri: Woody Allen. Woody Allen og Charlize Theron í „The Curse of the Jade Scorpion“. Dáleiddur í rán Háskólabíó frumsýnir The Curse of the Jade Scorpion með Woody Allen, Helen Hunt, Charlize Theron, Dan Aykroyd, Elizabeth Berkley og Kaili Vernoff. HINN hispurslausi breski háðfugl Ali G, sem notið hefur vinsælda víða um heim og þar með talið á Íslandi fyrir sjónvarpsþætti sína, gerir nú í fyrsta skipti tilraun til þess að yfirfæra húm- or sinn á hvíta tjaldið í gamanmynd- inni Ali G Indahouse. Ali G heitir réttu nafni Sacha Baron Cohen og í myndinni er hann eitt helsta vopn Bretlands til að leysa vandræðalegt hneykslismál, sem hafa mun áhrif á alla jarðarbúa. Aðstoðarmaður for- sætisráðherra Breta hyggst nota Ali G sem peð og vopn til að ná sér niðri á forsætisráðherranum, en Ali G lætur ekki plata sig svo glatt. Hann lætur allt flakka, gerir það sem honum sýn- ist og situr svo uppi sem ein ólíkleg- asta hetja allra tíma. Leikstjóri gamanmyndarinnar er Mark Mylod, sem leikstýrt hefur fjölda breskra sjónvarpsþátta. Hand- ritið skrifaði aðalstjarnan Sacha Bar- on Cohen í samvinnu við Dan Mazer. Sjónvarpsþættir Ali G hafa átt mikl- um vinsældum að fagna og hefur ófyrirleitið skopskyn hans höfðað til sjónvarpsáhorfenda jafnt í Bretlandi sem annars staðar, en nýja myndin gerist m.a. í bandarísku bíóborginni Los Angeles sem þykir góð leið til að kynna þessa litríku bresku persónu fyrir Bandaríkjamönnum. Sacha Bar- on Cohen er fæddur í London í des- ember árið 1970 og því að nálgast 32 ára aldurinn og hefur hann á síðustu fimm árum starfað við framleiðslu sjónvarpsþátta sinna. Nýja kvik- myndin hans hefur enn sem komið er fengið ágætar viðtökur gagnrýnenda. Leikarar: Sacha Baron Cohen (The Jolly Boys’ Last Stand, Music, Ali G); Michael Gambon (Charlotte Grey, Gosford Park); Charles Dance (Gosford Park, Dark Blue World); Kellie Bright (Bad Girls, Black- rock); Martin Freeman (The Low Down, I Just want to kiss You); Rhona Mitra (Get Carter, Monk Dawson). Leikstjóri: Mark Mylod. Ali G situr uppi sem ein ólíklegasta hetja allra tíma. Ali G leysir hneyksli Sambíóin í Reykjavík, Akureyri og Kefla- vík og Háskólabíó frumsýna Ali G Inda- house með Sacha Baron Cohen, Mich- ael Gambon, Charles Dance, Kellie Bright, Martin Freeman og Rhona Mitra. JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, viðurkennir að hon- um hefði ekki tekist að telja Fidel Castro, forseta Kúbu, á að efna til pólitískra umbóta í landinu og auka frelsi í verslun og viðskiptum. Carter heimsótti Kúbu í síðustu viku og átti síðan fund í fyrrakvöld með George W. Bush Bandaríkjaforseta um Kúbuför sína en Bush sagði fyrr í þessari viku að miðað við óbreytt ástand kæmi ekki til greina af hálfu Bandaríkjastjórnar að aflétta við- skiptabanni á Kúbu. Carter segir í skýrslu sinni, um heimsóknina til Kúbu, að hann hafi vonast til að hann gæti fengið Castro til að fylgja fordæmi Dengs Xiaop- ings, fyrrverandi leiðtoga Kommún- istastjórnarinnar í Kína, sem á sín- um tíma fyrirskipaði miklar efna- hagsumbætur. Fólu þær m.a. í sér að ýtt væri undir erlendar fjárfestingar í kínverskum fyrirtækjum en breyt- ingarnar hafa orðið til að styrkja mjög kínverskan efnahag, að mati sérfræðinga. Carter segir hins vegar í skýrslu sinni að á tveggja tíma löngum einkafundi með Castro í Havana hafi honum ekki tekist að fá forsetann til að ljá máls á sambærilegum breyt- ingum á Kúbu. Sagði Carter að það væri sitt mat að Castro væri staðráðinn í að hafa áfram öll völd á sínum höndum, enda teldi hann að þannig tryggði hann best jafnrétti meðal borgaranna. Þá telur Carter að Castro óttist að það verði álitið veikleikamerki ef hann rétti Bandaríkjunum sáttahönd, en grunnt hefur verið á því góða með Bandaríkjamönnum og Kúbustjórn allt frá því að Castro komst til valda fyrir meira en fjórum áratugum. Fidel Castro vildi ekki fylgja fordæmi Dengs Washington. AFP. SVO virðist sem hægt sé að opna afritunarvörn geisladiska, sem hljómplötuframleiðendur hafa læst. Meðal annars er talið að hægt sé að nota tússpenna og skrifa með honum á brún geisla- diska til þess að opna þá. Þá er hægt að nota límmiða eða lím- band og líma yfir öryggisvörn á geisladisknum í sama tilgangi, að því er fram kemur á vefsvæði USA Today. Þar segir að hljómplötufyrir- tæki eins og Sony og Universal Music hafi framleitt geisladiska, sem búi yfir vörn sem kemur í veg fyrir að hægt sé að afrita eða brenna geisladiska, en fyrirtækin halda því fram að ólöglegar út- gáfur dragi verulega úr hagnaði í sölu á geisladiskum. Segir að Sony hafi framleitt um 11 millj- ónir geisladiska, sem búa yfir af- ritunarvörn, fyrir Evrópumarkað frá því í haust. USA Today segir að Reuters hafi fengið geisladisk með Celine Dion, sem nefnist A New Day Has Come og býr yfir fyrrnefndri vörn. Tekist hafi að spila diskinn með því að lita brún hans með tússpenna. Þá er nefnt á spjallrásum á Netinu að hægt sé að nota lím- band eða límmiða til þess að líma yfir öryggisvörn geisladiska, en slík vörn hefur komið í veg fyrir að hægt sé að spila læsta geisla- diska í hörðum drifum tölva. Þá er jafnvel ekki hægt að spila læsta geisladiska í sumum hljóm- flutningstækjum í bílum, að því er fram kemur á USA Today. Ennfremur eru notendur Macin- tosh sagðir halda því fram að tölvur þeirra hafi hrunið þegar diskar, sem búa yfir vörn, voru spilaðar í geisladiskadrifi Macin- tosh-véla. Tússpenni gegn afritun- arvörn? BANDARÍSKI sjónhverfingamað- urinn David Blaine lét sig falla til jarðar í fyrrinótt, eftir að hafa staðið í rúmar 34 klukkustundir á 30 metra hárri súlu í Bryant- garði í New York. Pappakassa- hrúga tók af honum fallið og mun hann hafa sloppið heill á húfi. Reuters Heill á húfi ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), hvetur til þess að tekinn yrði upp sérstakur Evrópuskattur sem notaður yrði til að fjármagna rekstur sambandsins. Sem stendur eru framlög hvers ríkis reiknuð út í samræmi við þjóðarframleiðslu þess. Prodi sagði að núverandi fyrir- komulag hefði þær afleiðingar að erfitt væri að skilja tengslin milli skattanna sem borgarar í ríkjunum greiddu og fjárlaga sambandsins. „Við leggjum þess vegna til nýtt kerfi þar sem fjárhagsleg geta verð- ur grundvöllurinn í stað flókinna reglna sem nú gilda og byggjast á efnahagslegri stöðu hvers lands fyr- ir sig. Kerfi þar sem þeir sem semja fjárlögin – þing ESB og ráðherra- ráðið – fá vald til að ákveða skatta- stefnu,“ sagði Prodi. Hann sagðist myndu leggja vandlega útfærða til- lögu um málið fyrir Framtíðarráð- stefnu ESB í sumar. Á ráðstefnunni er meðal annars fjallað um tillögur að stjórnarskrá fyrir sambandið, bætt skipulag í kjölfar væntanlegrar stækkunar, aukið lýðræði í ákvarð- anatöku og tilraunir er miða að því að virkja betur almenning við stefnumótun. Tillögur um Evrópuskatt Brussel. AFP. BRESK kona, sem dæmd var í 60 daga varðhald vegna þess að dætur hennar skrópuðu í skóla, hefur verið látin laus eftir að áfrýjunardómstóll mildaði refsingu hennar, að því er BBC greinir frá. Lögfræðingar konunnar héldu því fram, að varðhaldsúrskurðurinn, sem kveðinn var upp fyrir hálfum mánuði, væri of strangur, og hefði 28 daga varðhald verið nær lagi. Féllst áfrýjunarrétturinn á það, og þar sem konan hafði þegar afplánað helming tímans var hún látin laus. Dómarinn átaldi þó konuna fyrir að hafa „ítrek- að og að yfirlögðu ráði“ látið undir höfuð leggjast að sinna þeim skyld- um sem fylgi foreldrahlutverkinu. Refsing vegna skróps milduð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.