Vísir - 10.10.1980, Blaðsíða 12
12
BÍL4L£IG4
Skeifunni 17, . _
Sjmar 81390 ’
ÞAÐER
VISS PASSI!
86611
|UMFERÐAR
Nei takk ...
ég er á bílnum
vtsm
Föstudagur 10. október 1980
Það er mikilvægt aft barniö grúfi sig ekki um of ofan i bókina. Rétt f jarlægö milli augna og bókar getur
skipt öllu máli um lestrargetu barnsins.
Sllthvað lll athugunar fyrir foreldra yngstu nemendanna:
Ýmis vandamál við
upphaf skólagöngu
Nú eins og endanær, eru fjöldamörg börn að setjast i fyrsta sinn á skóla-
bekk. Það sem liggur fyrst fyrir á verkefnaskránni, er að læra að lesa. En
það er ekki bara kennarans að sjá til þess að barnið læri, þar eiga foreldr-
arnir einnig stóran hlut að máli.
Það er nefnilega ekki nóg að barnið læri bókstafina. Það þarf til dæmis
einnig að tileinka sér góðar lestrarvenjur. Og þar er einmitt komið að
þarfri leiðsögn aðstandenda.
Hér fara á eftir ýmsar ábendingar, sem fram komu á dögunum i dönsku
heilbrigðistimariti og eiga án efa lika vel við hér á landi.
Þórunn
Gestsdóttir,
blaðamaöur.
Þegar barnið er 6-7 ára, er sjón-
skynið nær fullþroska. Oftast lær-
ir barnið að þekkja bókstafina,
þegar þaðhefur náð þessu aldurs-
skeiði. Mjög algengt er, að barnið
haldi blaðinu, eða bókinni mjög
nærri augunum, þegar það er að
lesa. Ef þvi er ekki leiðbeint i
Ráðstefna um
neytendamál
Bandalag kvenna i Keykjavik
efnir til ráöstefnu um neytenda-
mál fyrir aöildarfélög sin á morg-
un laugardag (11. október). Ráö-
stefnan hefst í Kristalssal Hótel
Loftleiöa klukkan 9.
Fyrirlestrar veröa fluttir og
hópumræöur fara fram.
Fyrirlestrar verða fluttir fyrir
hádegi og verða þeir meðal
annars um „heimilisstörfin fyrr
og nú”, er Vigdis Jónsdóttir
skólastjóri flytur. Sigriður
Kristjánsdóttir ráðunautur K.t.
mun greina frá leiðbeiningastöð
húsmæðra, Magnús Finnsson,
framkvæmdastjóri Kaupmanna-
samtaka Islands ræðir um
„verslunina fyrr og nú”. Ólafur
Daviðsson, hagfræöingur hjá
Þjóöhagsstofnun, mun ræða vægi
helstu nauðsynjavara i innflutn-
ingi og Ólafur Ottósson fram-
kvæmdastjóri hjá Álafoss hf. um
verðmyndunarferill ullarvara.
Einnig mun Sigriöur
Haraldsdóttir deildarstjóri skýra
frá athugunum á endingu
heimilistækja á tslandi.
Hópumræður munu siöan fara
fram eftir hádegi og er efni
þeirrar áhugavekjandi fyrir neyt-
endur.
Efni Hópumræðna verða.
1. Hvers virði eru heimilisstörfin
og áhrif þeirra á afkomu heimila
og þjóðarbú?
2. Hvaða þættir hafa áhrif á
neysluvenjur fólks?
3. Hvaða áhrif hefur verslunin á
afkomu heimila og þjóðarbú?
4. Hvaða áhrif hefur neyslan á af-
komu heimila og þjóðarbú?
5. Hvaða hlutverkum gegnir
framleiðsla okkar á innlendum
markaði?
tima, getur þetta orðið vani, sem
þreytir barnið mjög þegar til
lengdar lætur. Meðal annars get-
ur þetta orsakað höfuðverk og
augnþreytu. Æskileg lengd milli
lesanda og bókar er um 40 senti-
metrar.
Þá er ekki siður mikilvægt að
gefa gaum að lesbirtunni. Barnið
hefur engan skilning á þvi að dauf
birta getur skemmt augun, auk
þess sem hún veldur undantekn-
ingarlaust lesþreytu. Aftur á móti
eru áhyggjur vegna mikils lesturs
hreint óþarfar. Þótt barnið lesi
mikið á hverjum degi, gerir þaö
þvi ekkert til.
Vandamál
En þrátt fyrir að alls þess sem
að ofan er nefnt sé gætt, getur átt
sér stað, að barnið eigi við vanda-
mál að etja varðandi lesturinn.
Oft getur læknisrannsókn komiö i
veg fyrir að þessi vandamál
skapist, þar sem þau stafa oft af
nærsýni, fjarsýni og fleiru.
Ef augnvöðvar spennast til
dæmis óvenjulega mikið við lest-
ur, getur verið nóg að nota augn-
dropa, til að slaka á þeim aftur. í
framhaldi af þvi, er auðveldlega
hægt að athuga, hversu sterk
gleraugu barnið þarf, sé um slikt
að ræða.
Þá getur vandamálið verið i þvi
fólgið, að barnið eigi i erfiðleikum
með að setja stafina saman i orö,
og jafnframt aö skilja merkingu
orðsins. Þá kemur aftur til kasta
foreldranna. Þau verða að leggja
talsverða vinnu af mörkum, til að
hægt sé aö kenna barninu að lesa,
— en það er vel þess virði.
•• r
BORGINAg
SÍMI V
85060