Vísir - 10.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.10.1980, Blaðsíða 16
16 vísm Föstudagur 10. október 1980 Hressari Morgunpðst ÁR hringdi: „Ég varö fyrir miklum von- brigðum ;neð Morgunpóstinn siö- ustu dagana. Hann er mun leiöin- legri en þátturinn var á siöast- liönum vetri, sennilega fyrst og fremst vegna þess, aö flutt eru lengri atriöi i þættinum og um efni, sem almenningur hefur engan áhuga á. Einkennandi var langlokuviötal við einhvern þjóö- verja um þaö hvernig væri aö búa i Berlin! Ég vil hvetja umsjónarmenn þáttarins til að hressa sig svolitiö og flytja okkur stutt og skemmti- leg viötöl og stuttar frásagnir. Og þegar fengnir eru stjórnmála- menn i heimsókn, hvernig væri þá aö spyrja þá beittra spurninga i staðinn fyrir að tönglast á spurn- ingum, sem spyrjendur segja sjálfir, að séu „klisjur”? „GAMLINGINH VAR STÖÐUGT AÐ NÖLDRA” - Bréfi „rosklns manns” svarað G.G. hringdi vegna bréfs „Roskins manns” hér á siðunni á dögun- um: Ég sé aö gamli karlinn sem var að pirra mig og fleiri við sjoppu i Austurbænum um daginn er far- inn aö þenja sig i Visi svo mér finnst rétt að upplýsa hvaö raun- verulega gerðist. Ég var i biðröö viö sjoppuna rétt fyrir klukkan hálf tólf og var hvorki undir áhrifum áfengis né klæddur i garma. Nokkrir félagar minir voru þarna meö mér og við vorum aö ræöa sameiginleg áhugamál okkar en höfðum þó alls ekki hátt, einsog öldungurinn segir. Meöan viö biöum kom gamli karlinn og reyndi strax að troða sér fram fyrir okkur i röðinni en við vorum ekki á þvi. Þá fór hann að væla um að hann væri likam- legur aumingi og ætti rétt á að vera fyrstur. Við hlustuðum auð- vitaö ekki á þetta og hann fór á endanum aftur fyrir okkur. Þar var hann sifellt að nöldra eitthvaö og vola og var farinn að klæmast við okkur á heldur leiðinlegan hátt. Þá var ég búinn að fá nóg og sagði honum að hætta þessu. Hann gerði það ekki svo ég spurði hann hvab hann væri að æsa sig, lkamlegur auminginn einsog hann hafði sjálfur sagt. Þá trylltist hann alveg og réðist á mig svo ég varð að taka á móti. Vinir minir reyndu að halda manninum en hann var bandóður ojfslefandi og reyndi eins og hann gat að berja mig. Við þessi læti færðist hann út úr röðinni og þegar okkur tókst að stilla hann var hann búinn að koma sér svo illa við alla i röðinni að hann varð að fara aftast og var það honum mátulegt. Hann hélt samt áfram að garga einhverjar móðursýkis- legar svivirðingar á eftir okkur, alveg þangað til við vorum búnir að kaupa og farnir burtu. Kannski á maður ekki að taka röfliðisvona gamlingja alvarlega en fyrst hann fór með það i blöðin fannst okkur rétt að segja sann- leikann i málinu. Bréfritara finnst alveg nóg um hrossaskrifin f blaöinu. Gerið meira fyrir alvðru ípróttir Ég sá i Visi um daginn aö ein- hver ruglustampur, sem kallar sig hestunnanda var að þakka fyrir hrossaskrifin i blaöinu. Ég veit ekki hvað Visir er að gera meö að vera aö viöra sig upp viö þessar fáeinu fyllibyttur, sem eru að þenja sig á hrossum um allar koppagrundir. Þessi ófögnuður er slikur þyrnir i augum allra al- mennilegra manna, að þaö ætti að banna þetta, þvi fyrr þvi betra. Og svo kóróna þeir vitleysuna með þvi að reyna aö telja sak- lausu fólki trú um að þessi ósköp séu iþrótt. Nei, Visir hefur annað og betra hlutverk en að eltast við svona dellu. Geriö heldur meira fyrir al- vöru Iþróttir, eins og fótbolta og handbolta, af þvi er aldrei of mikið. Einn meö ofnæmi fyrir bikkjum Sjálfstæöishúsiö margumtalaöa. Um sjálfslæOlshús- 10 oa fjármál hess Árni Kristjánsson Reykjavik, skrifar: 1 framhaldi af þeim blaðaskrif- um sem orðið hafa um sjálf- stæðishúsið og fjármál þess langar mig að leggja eitt orð i belg. Hvernig stendur á þessum skuldum sem framkvæmdastjóri flokksins hefur lýst á prenti opin- berlega i VIsi að séu miklar, eða eins og hann orðar það að „fjár- hagur flokksins er ekki betri en þetta”. Nú er ég ekki kunnugur rekstri stjórnmálaflokka en mig langar þvi til að spyrja : Hverjum skuldar flokkurinn peninga? Hvað eru margir starfs- menn á launum hjá flokknum og við hvað? Er ekki hægt að spara peninga i rekstrinum með þvi að segja upp fólki eða ráöa ekki alltaf tvo framkvæmdastjóra þegar einn hættir? F orystumenn Sjálfstæðis- flokksins eru beðnir um að svara þessu við tækifæri. Lesendasiöan haföi samband viö Kjartan Gunnarsson vegna þessa máls. Hann vildi ekki svara spurningunum á þessum vett- vangi, en hins vegar væri Arna Kristjánssyni, guövelkomiö og vel þaö aö hafa samband viö sig á skrifstofuna einhvern daginn milli klukkan 9 og 5, þar sem þeir gætu rætt málin f rólegheitum. Þakklr fyrir Itelmilis- og fjölskyldu- Uáltinn G.R. Garðabæ hringdi: Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Visis fyrir að hafa endurvakið heimilisþáttinn, sem var I blaöinu og endurbætt hann svo sem sjá má. Það sem af er sýnist mér að Þórunn Gestsdóttir, umsjónar- maður þáttarins sé á réttri braut og þegar hefur komið þarna fram margt forvitnilegt efni. Fjölskyldur og heimilismálin hafa stöðugt meiri þýðingu og allar ábendingar og upplýsingar um það sem betur mætti fara á þeim vettvangi þyggjum 'við les- endur með þökkum, ekki hvaö sist tillögur um hvernig hægt sé að gæta meiri hagkvæmni i inn- kaupunum og rekstri heimilisins. Ég óska Þórunni, sem bauö af sér góðan þokka i „Vikulokun- um”, góðs gengis á nýjum vett- vangi og vænti þess aö heimilis og fjölskylduþátturinn i verði sem lengst i' Visi. Svoem- falt er málið Ólafur Páll skrifar: Loksins. Loksins. Ég hef lengi beöið eftir grein I blööunum til varnar Siguröi Helgasyni forstjóra Loftleiöa. Ég tek undir með greinarhöfundi I Visi. þ. 3. september s.l. Sigurður eflist meö hverri raun. Þaö var vitaö, þegar hann tók aö sér for- stjórastarfiö, hvaöa erfiðleikar voru framundan hjá félaginu. Það þurtti sterkan mann-, reyndan mann og framsýnan mann. Þess vegna var Sigurður kosinn for- stjóri. Svo einfalt er málið. Ólafi Páli finnst Siguröur Helga- son eflast viö hverja raun. Því ekki að lána ðllum til hiutabréfakaupa? Kaupsýslumaður slmar: „Ég var aö lesa frétt Visis um aö Steingrimur Hermannsson hafi fyrirskipaö Seölabanka að lána 200 milljónir til einstaklinga sem vilja auka hlut sinn i Flug- leiöum. Sem venjulegum borgara finnst mér aö ef rikið vill að fólk kaupi bréf I Flugleiðum þá ætti að opna bankana fyrir alla sem áhuga hafa en ekki binda þetta einkum viö flugstjóra, sem þarna hafa veriö atkvæðamiklir. Ég er búinn aö fljúga svo lengi aö maöur fékk nafnið sitt i blööin þegar maöur tók sér far til út- landa með flugvél hér i gamla bréfr't^*1'* aö 8era Flugleiöir aö almenningshlutafélagi? spyr daga. Almenningur hérlendis hefur mikinn áhuga á samgöng- um i lofti og ef auka á hlutafé i Flugleiöum væri þá ekki tilvaliö aðopna félagiö alveg og gera þaö aö almenningshlutafélagi? En áður þyrfti auðvitaö að tryggja hag þeirra sem eiga hlut fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.