Vísir - 10.10.1980, Síða 18

Vísir - 10.10.1980, Síða 18
„Ég er ein~ mana og óhamingju~ samur” segir leikarinn Tony Curtis ,,Ég fer aö gráta upp úr þurru, — og ég veit ekki hvers vegna. Þetta cr eins konar brjáisemi sem ég rseö ekki viö ...” „Tony Curtis brast i grát að þvi er virtist af til- efnislausu. Hann snökti um stund en herti sig siðan upp og við héldum samtalinu áfram.” — Þannig var lýsing blaðamanns bandariska blaðs- ins National Enquirer af ástandi kvikmynda- leikarans Tony Curtis er þeir áttu tal saman ný- verið. ,,Ég er ekki hamingjusamur maöur”, — sagöi þessi 55 ára gamli leikari viö blaöamanninn. — ,,Eg á auövitaö minar ánægjuiegu stundir en oftast er ég I lciðu skapi og svört þunglyndisskv hrannast upp yf- ir mér. Ég veilekki hvers vegna ég er svona og á ekkert svar viö þessu. Stundum er ég kátur og aðskemmta mér meö góöu fölki þegar þetta kemur skyndilega yfir inig og ég fer aö gráta. Þelta er einhvers konar brjál- semí sem ég ræö ekki,viö.” Tony sat i dagstofunni f pipar- sveinaibúö sinni viö Belgrave Square í London þar sem hann hefur búiö sföan bann skildi viö þriöju eiginkonu sfna, Lesiie Allcn. Þau höföu veriö gift i tólf ár. i hreinskilnu viötali talaöi Curtis um sjálfan sig, áfengis- neyslu, eiturlyf, sjálfsmorös- hugleiöingar og örvæntingar- fulla baráttu sfna við einmana- leika. ,,Ég er einn á báti og ég vissi, aö þegar siöasta hjónabandi minu lauk, aö ég myndi ckki kvænast aftur. Ég hef alltaf ótt- ast einmanaleikann en ég verö aö sætta mig viö hann. Ef ég geri þaö ekki verö ég áfenginu og eiturlyfjunum aö bráö og þá cr stutt í sjálfsmoröið.” Læknar hans reyndu aö ressa upp á hugarástandiö meö pillum en þær geröu aöeins ilit verra. — ,,Ég var í rússi og gekk um allan daginn hrosandi eins og idjót. Ég tók pillurnar I fjóra mánuöi en sagði svo viö sjátfan mig. hingaö og ekki lengra. Siöan bef ég orðið aö horfast i augu viö raunveruleikann upp á eigin spýtur. Ekki einasta er ég erfiöur i uingengni,—éger omögulegur. Þegar þunglyndis draugarnir isækja mig þá helst langar mig að hiaupa i felur. sem Vissulega get ég sýnt af mér góöar hliöar en slæmu hliðarnar eru fleiri. Um þaö geta fyrri konur mfnar vitnaö.” Curtis sagöi.aö þaö cina góöa sem hjónabönd sin heföu skiliö eftir sig væru börnin hans sex. Hann hringir i þau þegar hann cr einmana og hafa þær hringingar færst I vöxt aö' undanförnu, og gerist þaö eink- um á nóttunum. Aörar nætur er hann meö fallcgum stúlkum, sem sumar eru yngri en elstu börnin hans. Hann viöurkennir þó, aö þessar stundir séu skammgóöur vermir og dugilftt gcgn vofu cinmanaleikans, „Ég á yfirieitt erfitt meö svefn og versti timinn er svona frá miönætti ogþangaötil birlir. Ég dett út af um stund, en hrekk svo upp og finn þá til ómótstæöi- legrar löngunar til aö hringja I börnin min, eöa einhvern sem ég get treyst. Eitt iæröi ég af hjónaböndum minum, en það er aö samband karis og konu hefst oftasl meö ást sem sföan kulnar. Þaö er tnikill mutiur á milli ástar og væutumþykju. 1 dag þarf ég fremur á þvf aö halda, aö ein- hverjum þyki vænt ’iin mig en clski mig.” Aö -þéim orðum töluöum fór Tony C’urtis aftur aö gráta . . . Nýr Þórskabarett hefur göngu sfna á sunnudagskvöldiö n.k. og aö sjálfsögöu f Þórskaffi. Boöiö verOur upp á fjölbreytt skemmtiatriöi og meöal annars drepiö á ýmislegt sem ofarlega er á baugi i þjóölffinu i dag. Alls taka 14 manns þátt i kabarettnum aö meötalinni hljómsveitinni Galdrakörium, en auk hljóm- sveitarmeölima koma fram Halli og Laddi, Jörundur og þrjár stúlkur úr tslenska dansflokknum, þær Ingibjörg Pálsdóttir, Guörún Páisdóttir og Birgitta Heide. Vegna skipulagsins á boröhaldinu er áriöandi aö menn panti miöa i tima og sæki þá helst fimmtudag- inn áöur, en miöar veröa seldir fram aöhádegi á laugardag. 10. október 1980 VÍSIR Þau koma fram I Þórskabarett ásamt hljómsveitinni Galdrakörlum. (Visismynd: Ella). Teflt á tæpasta vað A skákmóti, sem nýlega var haldið i norska bænum Bærum vildi svo skemmtilega til, að i siöustu umferð tefldu þau sam- an, góðkunningi okkar Anthony Milés og kona hans Jane . Miles vantaði þá aðeins einn vinning til að hljóta sigurlaunin á mót- inu en þau voru um 380 þúsund krónur islenskar. Flestir bjuggust við að frúin myndi fljótlega gefa skákina og tryggja heimilinu þar með mjólkurpeningana þann mán- uðinn,en það var nú eitthvað annað. Jane barðist eins og ljón- ynja og þau hjón tefldu i stifar fimm klukkustundir. Að lokum fóru þó leikar svo, aö stór- meistarinn marði sigur á konu sinni og tryggði sér þar með verðlaunin. Stórmeistarinn Miles hugsar stift i skákinni gegn konu sinni, enda mikiö f húfi. Stoltur afi Þaö er ekki ýkja langt siöan/ að Glenn Campbell var i hópi meiriháttar táningastjarna á vestur- löndum. Þessi vinsæli söngvari er nú orðinn 42 ára og afi í þokkabót. Á meðfylgjandi mynd sjá- um við hann með dóttur- dóttur sinni Jennifer, en hún er dóttir elsta barns CampbellS/ Debby, sen hann átti meö fyrstu konu sinni Diane Kirk árið 1956.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.