Vísir


Vísir - 10.10.1980, Qupperneq 22

Vísir - 10.10.1980, Qupperneq 22
'Föstudágur 10. október 1980 ídag íkvöld Leiklist 1 kvöld föstudag Leikfélag Reykjavíkur: Rommi kl. 20.30 Þjöðleikhúsið: Smalastúlkan og útlagarnir kl. 20. Annað kvöld, laugardag: Leikfélag Kópavogs: Þorlúkur þreytti, kl. 20.30. Leikfélag Reykjavikur: Ofvitinn kl. 20.30. Matsölustaðir Kaffivagninn, Granda: Þessi staöur uppfyllir allar kröfur - hvaðan svo sem þær koma. Náin tengsl við atvinnulifiö i landinu Vesturslóö, Hagamel: Nú kárnaði gamanið hjá rauðsökkunni minni. Henni tókst aö halda aftur af hugsjónunum sínum eina kvöldstund og gleypti i sig einhverja þá „unaðslegustu” (hennar eigin orð) steik sem hún hefur komist i kynni viö. Kannski liggur leiðin til heilabús kven- fólksins i gegn um magann? Horniö: Vinsæii staour, Dæoi vegna góös matar og góörar staðsetning- ar. I kjallaranum — Djúpinu eru oft góðar sýningar ogá fimmtudögum er þar jazz. Torfan: Nýstárlegt húsnæði, ágæt staðsetning og góður matur. llllöarendi: Notalegur staður, góður matur og ffn þjónusta. Múlakaffi: Heimilislegur matur á góðu verði og hægt að lesa blööin á meðan. Oþarfi að punta sig. Esjuberg: Stór og rúmgóður staður — vinsæll um helgar, ekki sist vegna leikhorns fyrir börn. Laugarás: Góöur matur á hóflegu veröi. Vlnveitingaleyfi myndi ekki saka. Árberg: Vel útilátinn, heimilislegur matur, þokkalega góður. Veröi stillt i hóf. Askur Laugavegi: Skemmtilega innréttaður staður og maturinn prýöi- legur — þó ekki nýstárlegur. Grillið: Dýr, en vandaður matsölustaður. Maturinn yfirleitt frábær og útsýni gott. Naustiö: Frægt matsöluhús, sem á nú i harðri samkeppni. Maturinn yfirleitt góður. Hótel Holt: Góð þjónusta, góður matur, huggulegt umhverfi. Nokkuð dýr staður. Versalir: Huggulegur, litill matsalur í hjarta Kópavogs. Maturinn ljúf- fengur og kostar ekki mjög mikið. Þar er til dæmis hægt að fá ódýra fiskrétti um þessar mundir. A sunnudögum er kaffihlaðborð frá 14-17. Myndlist Þessi sýna: Guðrún Tryggvadóttir, Djúpinu, Ingvar Þorvaldsson As- mundarsal v. Freyjugötu, Jóhanna Bogadóttir, á göngum Landspítal- ans Kjeld Heltoft frá Danmörku I Bókasafni ísafjarðar, Lars Hofsjö, i FlM-salnum v. Laugarásveg Jónas Guðvarðarson, i kjallara Norræna hússins Palle Nielsen, I anddyri Norræna hússins. Listmunahúsiö v. Lækjargötu: Fjórir danskir listamenn sýna vefnaö og skúlptúr. Torfan: Gylfi Gislason og Sigurjón Jóhannsson sýna teikningar af leik- myndum. Kjarvalsstaöir: Haustsýning FtM. Kjarna sýningarinnar mynda þau Asgerður Búadóttir, Guðmundur Benediktsson, Leifur Breiðfjörö, Valtýr Pétursson og Þórður Hall. Eden, Hverageröi: Þorsteinn Þorsteinsson sýnir pastelmyndir. feiöalög Helgarferðir: 11.-12. okt. kl. 08: Þórsmörk — Feröum fer aö fækka til Þórs- merkur á þessu hausti. Notið tækifærið og heimsækiö Mörkin. Ferðafélag Islands, Oldugötu 3 Föstud. 10.10. kl. 20 Haustferðút I buskann? Fararstj. Jón I. Bjarnason. Farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606. Útivist Kl. 13: — Fjöruganga viö Hval- fjörö. Verö kr. 4000,- Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. Sunnud. 12. okt. KI. 8 Þórsmörk, einsdagsferö, 4 tima stanz i Mörkinni, verð 10.000 kr. Kl. 13 Grænavatnseggjar með Kristjáni M. Baldurssyni eða létt- ari ganga um Selsvelli, verð 4000 kr. frítt f. börn m. fullorönum. Farið frá B.S.I. vestanveröu. Myndakvöld og félagsfundur i Sigtúni uppi þriöjud. 14. okt. kl. 20.30. Útivist.s. 14606 ^ i syiösljcgiiial GULLSMÍÐUR MÉÐ i SVNINGU A MOKKA í — Nei, þvi fer nú fjarri aö ég máli aðeins með þessari aðferö, sagöi Gunnar Hjaltason, gull- smiður meö meiru. Og bætti viö: En mér finnst það sé betra aö sýna þetta saman, þaö verö- ur sterkari heildarsvipur á sýn- ingunni. Sýningin er á Mokka-kaffi, Skólavörðustfg. Gunnar sýnir þar 33 myndir, sem allar eru gerðar meö bleki á japanskan rispappír. Ég nota aöeins blátt blek, þaö er nú sérstakt blek- og litbrigöin fara eftir þvl hvaö pappirinn er blautur. Og hvftt, ég fer svo oni meö hvitu. Þetta er nú frekar seinunnið, pappirinn þarf að fá að þorna á milli. Myndirnar á sýningunni eru margar hverjar út nágrenni Ilafnarfjaröar — enda hefur Gunnar veriö þar búsettur sfðan 1952. Hann er gullsmiöur að mennt, — ,,en nú vinn ég aöeins eftir pöntunum, það er meira gaman en að standa bara bak við búöarborð. Málaralistin er farin aö taka mikinn tima hjá mér, alveg til hálfs viö gullsmföarn- ar. Og er liklega alltaf að vinna á. Ertu búinn að vera lengi aö mála? —Já, árum saman. Fyrsta sýningin min var áriö 1964, i Hafnarfirði. Þar er nú engin sýningaraöstaða en viö fengum aösýna f skólum þar. En það er bara hægt um hásumariö. Nei, Hafnfirðingar eru ekkert óduglegri aö sækja sýningar — aösóknin var alltaf mjög góð þar. Þaö er nú þannig, aö þeim finnst kannski of langt aö fara til Reykjavikur og þeir Reyk- vikingar, sem á annaðborö vilja koma, leggja það á sig að fara til Hafnarfjaröar. Sýning Gunnar Hjaltasonar á Mokka stendur i tvær vikur. Ms. Gunnar Hjaltason á Mokka. Visismynd:EHa. (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ' Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 14-22 ) Skrifborö. Til sölu skrifborð, mjög vel með fariö. 6 skúffur og bókahillur i baki. Uppl. i sima 17587. Stálbúöarborö oghillur til sölu á tækifærisverði. Hentugt fyrir varahlutaverslun. Uppl. i sima 21334 eftir kl. 7. Flóamarkaöur flytur. Flóamarkaður SDl sem hefur verið á Laufásvegi 1 er fluttur að Hafnarstræti 17, kjallara. Opiö virka daga frá kl. 14-18. Gjöfum veitt móttaka á stað og tima. Samband dýraverndunarfélaga lslands. Óskast keypt Vil kaupa rafmagnsvindu er lyft getur 250.500 kg. Ca. 9 m lyftuhæð nauðsynleg. Simi 25933 e.kl. 5. Prjónakonur. Vantar vandaöar lopapeysur. Hækkað verö. Simi 14950 á mánu- dögum, þriöjudögum og fimmtu- dögum kl. 6-8 og á miðvikudögum milli kl. 1 og 3. Móttaka aöeins á sama tlma i Stýrimannastig 3, Uppl. i sima 72853. Húsgögn Til söíu nýlegur 5 sæta hornsófi, hægt aö hafa sem tvo sófa 3ja sæta og 2ja sæta, rósótt bómullar-áklæöi. Palesander skatthol með skrif- borösplöiu, spegli, skúffum og hillu, bóístraður stóll með krómuðum fótum, hvitlakkaö hjónarúm með springdýnum og náttboröum. Upp. i sima 24534. Hljómt«ki ooo m «ó Til sölu Marantz hljómtæki, 1150 magnari, 6300 plötuspilari og HD 880 hátalarar. Selst á mjög góðu verði. Uppl. i sima 42093. e. kl. 7 á kvöldin. Sportmarkaöurinn, Grensásvegi 50, auglýsir: Hjá okkur er endalaus hljóm- tækjasala, seljum hljómtækin strax, séu þau á staðnum. ATH. mikil eftirspurn eftir flestum teg- undum hljómtækja. Höfum ávallt úrval hljómtækja á staönum. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Veriö velkomin Sportmarkaður- inn, Grensásvegi 50, simi 31290. P.S. Ekkert geymslugjald, allar vörur tryggðar. Sendum gegn póstkröfu. iHeimilistæki Gram frystikista til sölu, 345 1. Uppl. i sima 71292 e.kl. 7 I kvöld. ónotuð Philips þvottavél og þurrkari til sölu. Uppl. i sima 38278 e.kl. 19. Verslun V_______ Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, simi 18768. Afgreiöslan verður opin frá 15. október kl. 9 til 11 og 16-19, þar næst frá næstu mánaöamót- um. Vetrarvörur Vetrarsportvörur. Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 auglýsir. Skiðamarkaðurinn á fulla ferð. Eins og áður tökum við i umboðssölu skiði, skiðaskó, skiðagalla, skauta o.fl. o.fl. At- hugið, höfum einnig nýjar skiða- vörur i úrvali á hagstæðu verði. Opið frá kl. 10 til 12 og 1 til 6 laugard. frá kl. lOtil 12. Sendum i ■póstkröfu um land allt. Sport- markaðurinn Grensásvegi 50, simi 31290. Jyrir ungböff~] Nýlegur Silver Cross barnavagn til sölu, einnig barnabaðborð. Uppl. isima 39482. Vel meö farin barnakerra á stórum hjólum til sölu, einnig barnabilstóll og barnaieikgrind. Uppl. i sima 38278 e.kl.19. JSLÆ : ek <x" Barnagæsla Vantar þig barngóða konu til að gæta barna eftir kl. 17 á daginn: Uppl. i sima 39l56(Álftamýri) & Hreingerningar llólmbræöur: Teppa- og húsgagnahreinsun með öflugum og öruggum tækjum. Eftir að hreinsiefni hafa verið notuð, eru óhreinindi og vatn sogaö upp úr teppunum. Pantiö timanlega i sima 19017 og 77992. Ólafur Hólm. Hreingerningar. Geri hreinar ibúðir, stigaganga, fyrirtæki og teppi. Reikna út verðið fyrirfram. Löng og góð reynsla. Vinsamlegast hringið i sima 32118. Björgvin. Yöur til þjónustu. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Erum einnig með þurrhreinsun á ullar- teppi ef þarf. Það er fátt sem stenst tækin okkar. Nú eins og alltaf áður, tryggjum við fljóta og vandaöa vinnu. Ath. 50 kr. af- sláttur á fermetra á tómu hús- næði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. Kennsla Óska eftir aöstoö i bókfærslu og stærðfræði, er á fyrsta ári i viðskiptadeild Háákólans. Timafjöldi á viku samkomulagsatriði, þyrfti helst að geta aðstoðað um helgar. Góð laun i boöi fyrir áhugasaman mann. Umsóknir sendist fyrir 12. þ.m. til augld. Visis, Siðumúía 8, merkt „Kennsla 12”. Þjónusta Silfurhúðun Silfurhúðum gamla muni t.d. kaffikönnur. bakka, skálar, borð- búnað o.fl. Móttaka á fimmtudög- um og föstudögum frá kl. 5 til 7. Silfurhúðun, Brautarholti 6 III. hæð. Ryðgar biUinn þinn? Góður bill má ekki ryðga niður yfir veturinn. Hjá okkur slipa bil- eigendur sjálfir og sprauta eða fá föst verðtilboö. Við erum með sellólósaþynni og önnur grunnefni á góðu verði. Komið I Brautarholt 24, eða hringið i sima 19360 (á kvöldin i sima 12667). Opið dag- lega frá kl. 9-19. Kannið kostnaö' inn. Bílaaðstoö hf. Mokkafatnaöur. Hreinsum mokkafatnað. Efna- laugin, Nóatúni 17. Ný þjónusta. Nú þurfið þið ekki lengur að sitja uppi með vöruna. Við höfum kaupendurna, vantar isskápa, frystikistur, þvottavélar, elda- vélar. Einnig hillur og veggsam- stæður, seljum svefnbekki, hjónarúm, sófasett, bygginga- vörur, o.fl. o.fl.. Ekkert geymslu- gjald. Bjartur og rúmgóður sýningasalur. Opið frá 9 til 6 laugardaga frá 9 til 4. — Sala og skipti Auðbrekku 63, simi 45366, kvöld og helgar simi 21863. Dyrasimaþjónusta öiinumst uppsetningar og viðhald á öllum gerðum dyrasima. Ger- um tilboö I nýlagnir. Uppl. i sima 39118. Atvinnaíboói Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki að reyna smáauglýsingu i VIsi? Smá- auglýsingar Visis bera ótrú- lega oft árangur. Taktu skil- merkilega fram, hvað þú getur, menntun og annaö, sem máli skiptir. Og ekki er vist, að það dugi alltaf að auglýsa einu sinni. Sérstakur afsláttur fyrir fleiri birtingar. Visir, auglýsinga- deild, Siðumúla 8, simi 86611. Stúlku vantar til afgreiðslustaría i söluskála i austurborginni. Vaktavinna, þriskiptar vaktir. Svör með nafni og simanúmeri sendist augld. Visis, Siðumúla 8, sem fyrst, merkt „Afgreiðslustarf 121”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.