Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 2
25.maí2002 2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist að vonum afar ánægð með niðurstöðu borg- arstjórnarkosninganna en Reykja- víkurlistinn hlaut 53% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Ingibjörg skip- aði áttunda sætið. „Ég er ánægð með að hafa fengið skýrt umboð,“ segir hún, „við vildum fá hreinan meirihluta og fengum hann. Ég er mjög sátt, ánægð og þakklát fyrir það traust sem í þessu felst.“ Ingibjörg segir að fjöldi manns hafi komið að kosningabaráttu R- listans og að stemmningin hafi verið góð. Þá hafi kosningavaka R-listans á laugardagskvöld og aðfarnótt sunnudags verið skemmtileg og að stemmningin hafi minnt á stemmn- inguna á kosningavöku listans í kosningunum árið 1994. „Ég vil koma á framfæri þökkum til alls þess fjölda sem vann að kosning- unum og átti ríkan þátt í sigrinum,“ segir hún. Spurð að því hvort hún ætli að vera borgarstjóri næstu fjögur árin segir Ingibjörg: „Ég vona að borg- arstjórnin kjósi mig til þess.“ En ætlar þú að sitja næstu fjögur árin, þ.e. sem borgarstjóri? „Já, ég sé ekkert í spilunum sem breytir því.“ Á tímabili var ekki marktækur munur samkvæmt skoðanakönn- unum á fylgi R- lista og D-lista. Hef- ur þú einhverja skýringu á því? „Ég held það skýrist að hluta til að því að Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði kosn- ingabaráttuna miklu fyrr en R- listinn. Við vissum það alveg að við þyrftum að bíða; við hefðum ekki fjármuni til að fara á fullt í kosninga- baráttu sem væri lengri en mán- uður.“ Voruð þið á einhverjum tíma- punkti í kosningabaráttunni hrædd um að missa meirihlutann? „Vissu- leg setti það vissan beig í fólk þegar dró saman með R- og D-lista, skv. skoðanakönnunum. Ég fann það að- allega hjá stuðningsfólkinu að það var skelkað. Mér sjálfri fannst það hins vegar ekki liggja í loftinu að við misstum meirihlutann miðað við þau viðbrögð sem ég hafði fengið á þeim fundum sem ég hafði farið á. En ég veit þó að hlutirnir geta gerst hratt þannig að ég var aldrei sigurviss.“ Síðustu vikuna breikkaði bilið aft- ur á milli stóru fylkinganna í Reykjavík skv. skoðanakönnunum. Hvað olli því að þínu mati? „Ég held að margt hafi þar lagst á sveig með okkur. Við vorum t.d. með mjög öfl- uga kynningu á okkar stefnumálum og ég held að við höfum komið þeim vel til skila. Við fórum t.d. mjög víða á fundi. Auk þess held ég að það skýrist að einhverju leyti af við- brögðum fjármálaráðherra, for- sætisráðherra og Björns Bjarnason- ar við viljayfirlýsingunni.“ Vísar Ingibjörg þarna til viljayfirlýsingar um fjölgun hjúkrunarrýma í borg- inni sem hún og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra rituðu undir um miðjan maí. Spurð að því hvað hún telji að Reykjavíkurlistinn hafi varið mikl- um fjármunum í kosningabaráttuna segist hún telja að það sé á bilinu 25 til 30 milljónir kr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og leiðtogi R-lista Ánægð með að fá skýrt umboð Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði þegar hún kom á kosningavöku R-listans á tólfta tímanum á laugardagskvöld að flest benti til þess að R-listinn hefði unnið stórsigur í Reykjavík. BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að hann hefði vissulega viljað sjá aðra niðurstöðu í borgarstjórnarkosningunum. D- listi sjálfstæðismanna hlaut rúm 40% atkvæða og sex borgarfulltrúa. „Við stefndum að öðru en þessari niðurstöðu. En þetta er sú stað- reynd sem við stöndum frammi fyr- ir og í samræmi við hana munum við vinna á næsta kjörtímabili,“ seg- ir Björn. Hann ítrekar þakklæti til allra sem lögðu kosningabaráttu sjálfstæðismanna lið. „Það var mjög mikil eining og góður hugur hjá okkur frambjóðendunum. Við höfð- um ánægju af því að kynna okkar góðu stefnu. Sjálfstæðismenn um alla Reykjavík unnu mjög vel sam- an í þessari baráttu.“ Björn segir að D-listinn hafi þó staðið frammi fyrir því að einn borgarfulltrúi flokksins, Ólafur F. Magnússon, bauð fram undir merkjum Frjálslyndra og óháðra. Það hefði því verið klofn- ingur innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Sagan hefur kennt okk- ur að við þær aðstæður nær flokk- urinn ekki þeim árangri sem ella væri og það gerðist líka í þessum kosningum.“ Aðspurður segir Björn að Ólafur hafi að sjálfsögðu tekið fylgi frá D-listanum, þótt enginn geti fullyrt, hve mikið, hitt sé óum- deilt, að hann hafi klofið sig frá Sjálfstæðisflokknum. Hann segist vera sjálfstæðismaður. Sömu sögu sé að segja af kjarnanum í kringum F-listann. Ætlar þú að sitja í borgarstjórn í fjögur ár? „Ég bauð mig fram til að vera í fjögur ár. Ég hef ekki tekið ákvörðun um neitt annað.“ Á tímabili var ekki marktækur munur á milli R- og D-lista sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hvers vegna heldur þú að bilið hafi breikkað aftur á milli listanna síð- ustu vikuna? „Þegar kom í ljós að við hefðum náð svona miklum ár- angri kom frétt um að nú væri svo komið að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir væri að falla; ekki fyrir okkur heldur Ólafi F. Magnússyni. Við- brögð R-listans við þessari frétt voru skýr. Öllum málefnum var ýtt til hliðar og hafin markviss auglýs- inga- og áróðursherferð í þeim anda, að Ingibjörg Sólrún væri að falla. Ég tel að þetta hafi haft sterk áhrif á kosningabaráttuna. Fylgi kvenna færðist aftur yfir á R- listann. Þegar rætt er um áhrif skoðanakannana á kosningaúrslit, skiptir auðvitað máli að skoða hver viðbrögð framboða eru við þeim.“ Skiptu athugasemdir sjálfstæð- ismanna við viljayfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra og Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma í Reykjavík, sem undirrituð var um miðjan maí, ein- hverju máli í kosningabaráttunni? „Það er greinilega skoðun margra,“ segir Björn. Hann telur þó að það hafi komist til skila í gegnum það moldviðri sem skapaðist í kringum viljayfirlýsinguna að sjálfstæð- ismenn hefðu haft frumkvæði að því að móta stefnu um fjölgun hjúkr- unarrýma í kosningabaráttunni. „Við áttum allt frumkvæði í þessu máli í kosningabaráttunni og við stefnu okkar var brugðist með yf- irboði með vilja heilbrigðisráðherra og síðan auglýst, að hann hefði samið við Reykjavíkurlistann! Auð- vitað var óhjákvæmilegt að vekja athygli á því, að ráðherrann hefði ekkert umboð frá ríkisstjórn til að rita undir þessa yfirlýsingu, en kannski þýðir ekki að taka slík stjórnsýslumál upp í kosningabar- áttu, jafnvel þótt þau ráði úrslitum um það, hvort viðkomandi vilja- yfirlýsing hafi meira en áróð- ursgildi.“ Spurður að því að lokum hvað hann telji að sjálfstæðismenn hafi lagt mikla fjármuni í kosningabar- áttuna í Reykjavík segist hann ekki hafa upplýsingar um það. Það sé hvorki á verksviði frambjóðenda að afla fjár né ákveða útgjöld. Björn Bjarnason oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason var hylltur af frambjóðendum D-listans og stuðningsmönnum hans þegar hann kom á kosningavöku sjálfstæðismanna í Reykjavík á laugardag ásamt eig- inkonu sinni Rut Ingólfsdóttur. Hefði viljað sjá aðra niðurstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.