Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 14
25.maí2002 14 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hveragerði Árni Magnússon B-lista Margt sem lagðist á eitt ÁRNI Magnússon, oddviti Fram- sóknarflokksins segir ekki hægt að útskýra fylgisaukningu listans með einföldum hætti. „Það er margt sem leggst á eitt. Okkur tókst vel til við uppstillingu á lista og höfð- um mikið af ungu fólki með okkur. Við fundum að við höfðum meðbyr alla kosningabaráttuna og síðan virðist Framsóknarflokkurinn koma vel út á landsvísu sem hefur sjálfsagt skilað okkur einhverju,“ segir Árni. Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin fengu tvo fulltrúa hvor og þar með féll meirihluti sjálf- stæðismanna. Um kosninganóttina ræddu framsóknarmenn og sam- fylkingarfólk um meirihluta- samstarf og náðist samkomulag um öll meginatriði. „Það voru eng- in grundvallaratriði sem við voru ósammála um í kosningabarátt- unni, þannig að þetta var til- tölulega einfalt,“ segir Árni. Í ljósi úrslitanna hafi það verið metið svo að meirihluti kjósenda vildi slíkt samstarf. Eitt fyrsta verk nýs meirihluta verður að ráða nýjan bæjarstjóra sem verður að sögn Árna ekki ráð- inn á pólitískum forsendum. Þorsteinn G. Hjartarson S-lista Vinstrisveifla sýnir vilja til breytinga ÞAÐ var svo mikið líf á skrifstofunni okkar á kjördag og okkur fannst sem allt gæti gerst,“ sagði Þorsteinn G. Hjartarson, oddviti S-lista, í sam- tali við Morgunblaðið. Síðast buðu vinstrimenn fram H- listann í Hveragerði og fengu þá 15,3% atkvæða. Undir merkjum S- lista Samfylkingar og óháðra juku þeir fylgið um rúmlega 10% sem er heldur meira en Þorsteinn hafði gert sér vonir um. Árangurinn þakkar hann góðum og samstilltum hópi frambjóðenda og hafi listinn verið skipaður reynslumiklu fólki og nýju í bland. „Við háðum mjög málefnalega og jákvæða kosningabaráttu sem hefur greinilega skilað sér,“ segir hann. Hvergerðingar séu frekar þekktir fyrir að vera hægrimenn þannig að þessi mikla vinstrisveifla hljóti að vera til marks um að kjósendur hafi viljað breyta til. Aðspurður segir Þorsteinn að verkefni nýs meirihluta Framsókn- arflokks og Samfylkingar vera á sviði fjármálastjórnar og í að marka stefnuna til framtíðar. Þá verði hlúð að fyrirtækjum í bænum og reynt að laða fleiri að. Stefnt sé að því að fjölga bæjarbúum og auka þjónustu við þá. „Við viljum efla Hveragerði sem fjölskylduvænan heilsubæ,“ segir Þorsteinn. Cecil Haraldsson T-lista Ákvörðun um viðræður tekin á félagsfundi DRAGA þurfti seðil úr kassa með tveimur seðlum í til að skera úr um hvort annar maður á T-lista eða fyrsti maður á Þ-lista kæmist inn í bæjarstjórn á Seyðisfirði. T-listinn varð hlutskarpari og létti Cecil Har- aldssyni, oddvita listans, talsvert við það. T-listi, Tinda, jafnaðar- og vinstri- manna og óháðra bauð fram í fjórða skipti á Seyðisfirði. Útkoman nú var heldur lakari en síðast eða 22,8% í stað 28,7% árið 1998. Cecil segist hafa búist við að fylgið myndi minnka en kom á óvart hversu mik- ið. Hefði hann t.a.m. talið að T- listinn yrði stærri en Framsókn- arflokkurinn og einnig kom honum á óvart hve mikið fylgi Sjálfstæð- isflokkurinn hlaut. Cecil segist ímynda sér að mikið af fylgistapi Tinda hafi skilað sér til Þ-listans sem bauð fram í fyrsta skipti nú. Aðspurður um meirihluta- viðræður sagði Cecil að oddvitar beggja síðastnefndu flokkanna hefðu haft samband við sig. Fram- sóknarmenn hefðu orðið fyrri til en varla væri þó hægt að segja að við- ræður væru hafnar. Ákvörðun um við hvorn flokkinn yrði rætt yrði tek- in á almennum félagsfundi. Seyðisfjörður Jóhann P. Hansson B-lista Vonbrigði að fá ekki meira fylgi ODDVITI Framsóknarflokksins á Seyðisfirði, Jóhann P. Hansson, segir það vera vonbrigði að flokk- urinn hafi ekki bætt við sig nema 12 atkvæðum frá síðustu kosningum en þá hrundi fylgið af flokknum. Engu að síður bæta framsókn- armenn við manni í bæjarstjórn og eru með tvo fulltrúa. „Þetta lítur ágætlega út,“ sagði Jóhann í sam- tali við Morgunblaðið á sunnudag. Hann hafði þá hitt efsta mann á T- listanum en viðræður um samstarf væru þó í raun ekki hafnar. Að- spurður sagði hann samstarf við T- lista vera fyrsta kost en ekki væri hægt að útiloka samstarf við sjálf- stæðismenn. Ýmislegt hefði þó komið upp á, m.a. í kosningabarátt- unni, sem drægi úr líkum á því. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu hins vegar verið saman í meirihluta síðustu 24 árin þar á undan. Framsóknarmenn gagnrýndu sjálfstæðismenn fyrir að fara mikið fram úr fjárhagsáætlun bæjarins, hefði framúrkeyrslan numið um 90 milljónum á síðustu tveimur árum. Jóhann segir að af þessum sökum sé fjárhagsstaðan þröng og lítið svigrúm til annars en að halda áfram með þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. „Við tökum ekki við jafn góðu búi og við fórum frá,“ sagði Jóhann. Adólf Guðmundsson D-lista Munurinn lítill en úrslitin vonbrigði ADÓLF Guðmundsson, fyrsti mað- ur á D-lista á Seyðisfirði, segir vissu- lega vonbrigði að hafa tapað fjórða manni af listanum yfir til Fram- sóknar og þar með meirihlutanum í bæjarstjórn. Hann segist þó ánægð- ur með að munurinn hafi verið sára- lítill, einungis hefði munað tæplega 20 atkvæðum að fjórði maðurinn næði inn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 211 atkvæði eða 42,1% í kosning- unum á laugardag, en fyrir fjórum árum var fylgið 49,6%. Adólf segir nýtt framboð Þ-listans sem fékk 57 atkvæði að nokkru skýra fylgistapið, einnig hafi Fram- sókn bætt við sig 12 atkvæðum. „Okkar málefnastaða var sterk og mikil vinna að baki, en við unnum stóran og glæstan sigur fyrir fjórum árum og það hefur eitthvað af því fylgi gengið til baka,“ segir Adólf. „Það er engin launung á því að það eru vonbrigði.“ Ásgeir Logi Ásgeirsson K-lista Misstu fylgi unga fólksins ÁSGEIR Logi Ásgeirsson, bæj- arstjóri Ólafsfjarðar og efsti maður á K-lista, framboði Sjálfstæðismanna og annarra framfarasinna í Ólafs- firði, segir ástæðu þess að listinn tapaði einum manni og þar með meirihlutanum yfir til Ó-lista marg- þætta. Bæjarstjórn hafi þurft að tak- ast á við nokkur þung mál á kjör- tímabilinu. Ásgeir Logi nefnir málefni íþróttahreyfingarinnar og að at- vinnuleysi í Ólafsfirði sé umfram at- vinnuleysi á landsvísu. „Eins tókum við á skuldastöðu sveitarsjóðs, sem er mikil, og til að vinna á henni hækkuðum við m.a. gjaldskrá hita- veitunnar. Það var svo sem vitað að það var ekki líklegt til að afla okkur vinsælda á kosningaári, en við horfð- um þannig á að ábyrgðin að takast á við vandann væri okkar. Við stóðum og féllum með því og því fór sem fór,“ segir Ásgeir Logi. Hann segir að í aðdraganda kosn- inganna hafi menn fundið að brugðið gat til beggja vona. Hann segir að K- listinn og Ó-listinn, óháð framboð, hafi sitt ákveðna fastafylgi og kosn- ingar ráðist af lausafylginu. „Það er svona 40 manna sveifla sem við miss- um frá okkur sem gerir það að verk- um að við missum meirihlutann,“ segir Ásgeir Logi. Vegna atvinnu- ástandsins hafi K-listinn misst fylgi unga fólksins. Hann segir að ágætar horfur séu í atvinnumálum núna þar sem mikið hafi verið unnið að því á kjörtímabilinu. „Það sem búið er að sá í akurinn er ekki enn farið að spíra almennilega,“ segir Ásgeir Logi. Ólafsfjörður Jóna Vilhelmína Héðins- dóttir Ó-lista Verðum að taka á fjár- málunum JÓNA Vilhelmína Héðinsdóttir, oddviti Ólafsfjarðarlistans, óháðs framboðs, var að vonum ánægð með sigurinn en Ó-listinn hlaut 56,3% at- kvæða og fær því fjóra bæjarfull- trúa af sjö. „Ég átti nú svona frekar von á þessu,“ sagði Jóna enda hafði hún heyrt það á bæjarbúum að þörf væri á breytingum. Bæjarstjórinn á Ólafsfirði var jafnframt efsti maður á K-listanum og því einsýnt að nýr maður verði ráðinn. Hver það verð- ur veit enginn því eftir er að aug- lýsa stöðuna en það verður vænt- anlega gert fljótlega. Sjálfstæðismenn hafa verið í meiri- hluta á Ólafsfirði í sextán ár og því var sigurinn á laugardag einkar sætur. Þrír af fjórum bæjarfulltrúum Ó- listans eru nýir í bæjarstjórn. Jóna segir að það liggi fyrir að úttekt verði gerð á rekstri bæjarfélagsins. Þegar nýtt fólk taki við sé nauðsyn- legt að slík úttekt fari fram svo staðan sé öllum ljós. „Við verðum að taka vandlega á fjárhagshliðinni hérna því við erum ekki í góðri stöðu. Svo ríður á að fylgjast vel með atvinnumálum og slíku,“ segir hún. Sveitarfélagið Skagafjörður Snorri Styrkársson S-lista Vissum að það yrði á bratt- ann að sækja SNORRI Styrkársson, efsti maður á Skagafjarðarlistanum, sem býður fram í Skagafirði, segir ljóst að erfið verkefni hafi blasað við listanum þegar hann kom inn í samstarf við Framsóknarflokk á miðju síðasta ári. Það eigi þátt í að skýra fylgistap flokksins. „Við blöstu mjög erfið verkefni sem við töldum að þyrfti að ráðast í vegna fjárhags sveitarfélagsins. Það hefur verið ráðist hart á þessi verk- efni af Sjálfstæðisflokknum og ekki síður Vinstri grænum.“ Snorri bendir á að Vinstri grænir séu að hluta til klofningur úr Skaga- fjarðarlistanum. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það yrði að nokkru leyti á bratt- ann að sækja þó að við hefðum ekki átt von á þessari miklu sveiflu.“ Gísli Gunnarsson D-lista Óánægðir til Vinstri grænna GÍSLI Gunnarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks í Skagafirði, segist þokkalega sáttur við nið- urstöðu kosninganna þrátt fyrir verulegt fylgistap. Einungs níu at- kvæði vantaði upp á að Sjálfstæð- isflokkur kæmi inn fjórða manni. „Ef við hefðum náð fjórða manni inn hefðum við litið á það sem góðan sigur. Við erum alveg þokkalega sátt en hitt hefði verið mjög ánægjulegt,“ segir Gísli. Hann segir ýmis mál hafa verið í deiglunni sem íbúar hafi ekki verið á eitt sáttir með, til dæmis sala á Steinullarverksmiðjunni og Rafveitu Sauðárkróks. Óánægjufylgið hafi hins vegar farið fram hjá D-lista og yfir til Vinstri grænna. „Við vorum á móti sölunni en fylg- ið virðist samt fara yfir til Vinstri grænna. Ég kann engar skýringar á því.“ Að sögn Gísla mun D-listi byrja á að ræða við Vinstri græna um mögu- lega myndun meirihlutastjórnar. Aldís Hafsteinsdóttir D-lista Deilur sjálf- stæðismanna veiktu framboðið ALDÍS Hafsteinsdóttir, oddviti D- listans í Hveragerði, segist ekki efast um að deilur innan Sjálfstæðisfélags- ins í bænum hafi veikt framboð þess en meirihluti sjálfstæðismanna féll í kosningunum á laugardag. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk þrjá menn núna en í síðustu kosningum buðu sjálfstæð- ismenn fram í tveimur framboðum, Bæjarmálafélagið fékk fjóra menn og Sjálfstæðisfélagið Ingólfur einn mann. Síðasta sumar samþykktu fé- lögin að ganga sameinuð til kosninga en flokkurinn klofnaði á sínum tíma vegna ágreinings um ráðningu í störf hjá bæjarfélaginu. „Ég held að þessar uppákomur sem verið hafa hjá Sjálfstæð- isflokknum í Hveragerði hafi veikt þetta framboð, ég held að það sé al- veg óumdeilt,“ segir Aldís. Hún segir að enginn hafi búist við að sjálfstæðismenn myndu halda sín- um fimm mönnum inni. Það hafi verið óraunhæft en sjálfstæðismenn hefðu vonast til að halda meirihlutanum og segir Aldís að flokkurinn hafi ekki verið svo langt frá því marki. Hefði D-listinn fengið 30 af atkvæðum Samfylkingarinnar hefði meirihlutinn haldið. Aldís segir að þrátt fyrir deilur á kjörtímabilinu hafi mikil eining ríkt meðal sjálfstæðismanna fyrir kosn- ingar. „Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram. Það koma kosningar eftir þessar,“ segir Aldís og bætir við að sjálfstæðismenn muni á kjörtímabilinu fyrst og fremst byggja upp innra starf í félaginu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði. Maður fer ekki í kosningar með það fyrir augum að tapa, en Sjálfstæð- isflokkurinn er búinn að vera með einum eða öðrum hætti í stjórn bæj- arfélagsins síðustu átta ár og ósk- uðum við eftir því að fá umboð til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem verið hefur. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að kyngja, svona er þetta í kosningum, sumir vinna og aðrir tapa,“ segir Aldís. ÞEIR STILLTU saman klukkur sínar þeir Pétur Sveinsson lögreglu- varðstjóri og Eiríkur Tómasson, for- maður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, upp á það hvenær talningarmenn í Ráðhúsinu skyldu lokaðir inni. Allt varð að vera eftir settum reglum, enda mikilvægt að talning atkvæða fari fram á réttan og löglegan hátt. Morgunblaðið/Júlíus Klukkur stilltar fyrir talningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.