Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 25.maí2002 Einar Sveinbjörnsson B-lista Sjálfstæðis- flokkurinn í Garðabæ hálf- ókleifur múr „ÉG get ekki verið annað en sáttur fyrir hönd B-listans í Garðabæ. Við erum að bæta við okkur rúmlega tíu prósentustigum, förum úr 16% í 26% og það er ekki hægt að fara fram á meira í fylgi,“ segir Einar Svein- björnsson oddviti B-lista óháðra og framsóknarmanna. Hann segir að hins vegar hafi ver- ið stefnt að því eins og alltaf að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins og það hafi ekki tekist. „Sjálfstæð- ismenn unnu varnarsigur og þessar kosningar sýna það öðru fremur að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ er hálf-ókleifur múr,“ segir hann og bendir jafnframt á að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi tapað nokkru fylgi, sem og Garðabæjarlistinn. „Við bættum við okkur tíu prósenta fylgi og við getum ekki verið annað en sátt við það.“ Ásdís Halla Bragadóttir D-lista Markmiðið náðist um forystu áfram „ÉG er mjög ánægð með nið- urstöðu þessarar kosningar. Sjálf- stæðismenn halda öruggum meiri- hluta í Garðabæ. Við höldum fjórum bæjarfulltrúum af sjö og fögnum þeirri niðurstöðu mjög,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Hún segir að markmiðið hafi verið að bæjarbúar veittu listanum áframhaldandi umboð til þess að vera í forystu í bæjarstjórn Garða- bæjar, því hafi verið náð og vill hún færa bæjarbúum bestu þakkir fyrir það traust sem þeir hafi sýnt Sjálfstæðisflokknum með þessu kjöri. Að sögn Ásdísar Höllu fékk list- inn nokkrum prósentum færra en í síðustu kosningum, en í þeim kosn- ingum var töluverð uppsveifla frá því sem áður hafði verið, þannig að kosningin nú er aðeins betri en 1994. „Þetta er mjög glæsileg nið- urstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ.“ Hún segir, aðspurð hvort Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn óvinn- andi afl í Garðabænum, að það sé aldrei svo, hvorki í Garðabæ né annars staðar og bendir á að kosn- ingaúrslit séu aldrei fyrirfram gef- in. Ásdís Halla lítur á það sem heil- mikinn áfanga að hafa notið þessa trausts og segir að listinn muni vinna næstu fjögur árin eftir þeirri stefnuskrá sem sett hafi verið fram og hafi nú fengið stuðning bæj- arbúa. Hún segir erfitt að segja til um hvað réð því að fulltrúi fór frá Samfylkingunni yfir til Framsókn- arflokksins. „Það gerist sjálfsagt með því að Framsóknarflokkurinn var með mun harðari kosningabar- áttu en Samfylkingin og það hefur greinilega skilað sér í einhverju fylgi á milli þessara flokka. Það er athyglisvert að sjá að vinstrimenn í Garðabæ hafa aldrei fengið jafn slaka útkomu í kosningum.“ Garðabær Sigurður Björgvinsson S-lista Hélt að heið- arleg kosn- ingabarátta skilaði meiru „ÉG er auðvitað ekki ánægður og reyndar svolítið hissa. Ég hélt að kosningabarátta sem væri mál- efnaleg og byggð á heiðarleika og sanngirni skilaði meiru,“ segir Sigurður Björgvinsson, oddviti Garðabæjarlistans. Hann segir, aðspurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri óvinn- andi vígi, svo ekki vera, það hafi sést í kosningunum. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað nærri fimm prósentum frá síðustu kosningum. „Við töpuðum jafnmiklu yfir til B-lista, en þetta segir manni að það á auðvitað að vera hægt að vinna Sjálfstæð- isflokkinn hér eins og annars stað- ar. Það er ekkert náttúrulögmál að hann sé stærstur og mestur. Ég safna mínum vopnum og við erum ekkert í neinu vonleysi,“ segir Sigurður. Hann segir að Garðabæjarlist- inn ætli sér að hefja hefja kosn- ingabaráttuna strax aftur, með því að vinna vel á kjörtímabilinu og sýna bæjarbúum fram á það að listinn sé góður kostur sem að hægt sé að treysta. „Við munum vinna vel á kjörtímabilinu og ná betri árangri næst.“ Þröstur Karlsson B-lista Kemur á óvart að útkoman er ekki betri „VIÐ héldum okkar því sem næst, reyndar slaknaði aðeins á fylginu en við erum ennþá með tvo bæjarfull- trúa. Þannig að við erum nokkuð vel sáttir, fyrir utan það að við nátt- úrlega misstum meirihlutann af því að Samfylkingin og Vinstri grænir misstu einn fulltrúa. Þannig að þetta er svona súrsætur sigur,“ seg- ir Þröstur Karlsson oddviti B-lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ. Að hans sögn var stefnan að halda meirihluta og börðumst hreyfingarnar að hluta til saman að því marki. Þröstur segir úrslitin koma mjög á óvart, að útkoman sé ekki betri ef miðað er við það hvernig meirihlutinn hefur byggt bæinn upp síðastliðinn átta ár. „Ég hef enga skýringu á þessu. Það er ekki út af því að við höfum ekki unnið okkar heimavinnu síðustu átta árin“ segir hann og bendir á að B-listinn hafi haldið sínu fylgi. „Við unnum einhvern glæsilegasta kosn- ingasigur í kosningunum 1998 með þessu fylgi þá. Þannig að við erum í sjálfu sér ekki ósátt þó að aðeins slakni á því við þessi kosning- arúrslit.“ Jónas Sigurðsson G-lista Persónulegur sigur Ragnheiðar „VIÐ erum ekki sátt við úrslit kosninganna. Við lækkuðum um eitt prósentustig frá síðustu kosn- ingum og misstum þannig einn mann,“ segir Jónas Sigurðsson, oddviti G-lista Samfylkingar og vinstri grænna. Hann skýrir fylg- istapið þannig að G-listanum hafi ekki tekist að koma nægjanlega vel til skila því sem hann hefur verið að gera og vekja á því at- hygli. Þess vegna hafi málin farið á þennan veg hjá meirihlutanum. „Ég held líka að kannski sé þetta ekki sigur Sjálfstæðisflokks- ins, heldur meira persónulegur sigur Ragnheiðar, mér finnst það,“ segir Jónas og bendir á að í síðustu kosningum hafi fjórir list- ar verið í framboði og virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi meðal annars náð til sín öllum þeim at- kvæðum sem M-listinn fékk í síð- ustu kosningum, en sá listi bauð ekki fram í kosningunum nú. „Ég held að persónulegar vinsældir Ragnheiðar hafi átt stóran þátt í því.“ Hann segir að G-listinn snúi sér nú að því að verja þann árangur sem hann telur að náðst hafi í bænum með þeirri stefnu sem hann hafi mótað, er lýtur að upp- byggingu, þjónustu og fleiru. „Við munum veita nýjum meirihluta fast aðhald í hans störfum,“ segir hann. Mosfellsbær MIKILL fögnuður braust út í herbúðum sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ þegar kosningasigur þeirra varð ljós og hreinn meirihluti tryggður. Hér eru efstu frambjóðendur listans blómum skrýddir og skælbrosandi yfir árangrinum, f.v. þau Hafsteinn Pálsson, Herdís Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Rík- harðsdóttir, sem leiddi listann, og Haraldur Sverr- isson. Morgunblaðið/Jón Svavarssson Í sigurvímu í Mosfellsbæ „ÉG er mjög sátt, þetta var alveg frábært,“ segir Ragnheiður Rík- harðsdóttir oddviti D-lista sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Hún vill koma á framfæri eindregnu þakklæti til Mosfellinga fyrir að veita frambjóðendum D-listans það umboð sem þeir gerðu á laug- ardaginn. Hún telur að þetta séu skýr skilaboð frá bæjarbúum um að þeir vilji breytingar. „Okkur sjálf- stæðismönnum hefur tekist að koma okkar stefnuskrá þannig til skila. Hún var trúverðug og einnig við sjálf,“ bendir hún á. Ragnheiður Ríkharðsdóttir D-lista Bæjarbúar vilja breyt- ingar Jónmundur Guðmarsson D-lista Sjálfstæðis- mönnum treyst til að fara með völd „VIÐ sjálfstæðismenn á Seltjarn- arnesi erum afskaplega ánægðir með þessa niðurstöðu,“ segir Jón- mundur Guðmarsson, oddviti og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Flokkurinn fékk 60,3% atkvæða og fjóra menn kjörna, en var með fimm menn eftir síðustu kosningar. „Mér skilst að þetta sé einn besti árangur Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, sem er gott. Ekki síst í ljósi þess að miklar mannabreyt- ingar hafa orðið hjá okkur. Sig- urgeir Sigurðsson, sem verið hefur bæjarstjóri lengi, er farinn og nýr hópur að koma til starfa. Við getum ekki annað sagt en að við séum mjög sátt við þessa niðurstöðu. Við stefnd- um að því að sigra í kosningunum og gerðum það með glæsibrag. Við höldum ekki fimmta manninum en hann hefur verið flakkari, komið og farið á milli kosninga. Í þetta sinn munaði ekki nema fáeinum atkvæð- um svo það var mjög mjótt á mun- unum að við héldum honum inni.“ Jónmundur segir niðurstöðu kosninganna sýna að bæjarbúar treysti sjálfstæðismönnum til að fara með völdin í bænum. „Við mun- um nýta það traust til góðra verka fyrir þeirra hönd.“ Guðrún Helga Brynleifs- dóttir S-lista Markmiðum náð SAMFYLKINGIN fékk 39,7% at- kvæða og þrjá bæjarfulltrúa kjörna á Seltjarnarnesi. „Markmið okkar var að ná inn þremur mönnum og við náðum því svo við erum sátt,“ segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, odd- viti lista Samfylkingarinnar á Sel- tjarnarnesi. „Við teljum að markmiðinu hafi verið náð og niðurstöðurnar í þeim anda sem við bjuggumst við. Kann- anir sýndu nú á föstudaginn að við myndum ekki ná þriðja manni inn og því erum við sátt við niðurstöðuna sem fékkst í kosningunum. Við vor- um búin að finna að það var hreyfing í þessa átt. Sjálfstæðismenn hafa verið með 60% fylgi og verið við völd í bænum í fjörutíu ár. Við höfum oft haft tvo fulltrúa en þeir fimm og því erum við mjög sátt að ná að jafna hlutföllin, fá þrjá menn á móti þeirra fjórum.“ Seltjarnarnes Sigurður Magnússon Á-lista Ánægjulegt að að ná saman andstæðing- um D-listans „FYRST og fremst tel ég það ánægjulega við kosningarnar vera það að það tókst að ná þarna saman öllum andstæðingum Sjálfstæð- isfélagsins í hreppnum. Við munum byggja á því að þetta er orðinn einn hópur,“ segir Sigurður Magnússon, oddviti Á-lista Álftaneshreyfing- arinnar, mannlíf og umhverfi Bessastaðahreppi. Hann segir að margir hafi komið að þessari vinnu og að framhaldið leggist vel í hann. „Ég vonast til þess að það verði framhald á þessu starfi. Það var málefnaleg eining í þessum hóp og mikill áhugi á að vinna saman,“ bendir Sigurður á. Hann segir að ef hann ætti að túlka niðurstöðurnar þá sé það skoðun hans að málefnalegur mun- ur framboðanna lægi fyrst og fremst í því að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið að selja fólki í kosn- ingunum miklar framkvæmdir, stækkun á skóla, sundlaug og fleira, sem að sjálfsögðu séu vinsæl mál. „Við sögðum fólki að við teldum að fjárhagsstaða Bessastaðahrepps væri það þröng og erfið að það yrði að fara varlega í framkvæmdir á næstunni og vinna að því að lækka skuldir. Auðvitað kýs fólk að fá þessar framkvæmdir, en ég spái því að það muni koma í ljós að við höf- um haft rétt fyrir okkur. Það verði ekki farið út í framkvæmdirnar, þar sem staðan leyfi það ekki,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.