Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 5
25.maí2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 B 5 Ölfus Hjörleifur Brynjólfsson D-lista Skiptast á skin og skúrir ÞAÐ skiptast á skin og skúrir í pólitík,“ segir Hjörleifur Brynj- ólfsson, oddviti D-lista í sveitarfé- laginu Ölfusi en hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í kosning- unum á laugardag. Hjörleifur segir flokksmenn stefna að því að mynda meirihluta í sveitarstjórn, viðræður um það séu hafnar en hann vill ekki gefa upp við hvaða flokk hefur verið rætt. Hann minnir á að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi í fyrsta skipti í síðustu kosningum komist í hrein- an meirihluta. Ástæðan fyrir fylg- istapinu nú sé m.a. sú að fram kom nýtt framboð sem hafi tekið tals- vert af D-listanum og Þ-lista Sam- fylkingar og óháðra. „Miðað við hvernig staðan var, er ég nokkuð sáttur við niðurstöðuna,“ segir Hjörleifur. Þá hafi Framsókn- arflokkurinn náð afar góðum ár- angri en hann hlaut aðeins fjórum atkvæðum minna en Sjálfstæð- isflokkurinn. Baldur Kristjánsson B-lista Óformlegar viðræður um meirihluta FYLGI Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Ölfusi er í sögu- legu hámarki, a.m.k. í seinni tíð, segir Baldur Kristjánsson, oddviti B-listans. 35,5% kjósenda kusu B-listann sem fær 2 fulltrúa í sveitarstjórn og munaði aðeins 4 atkvæðum á fylgi B- og D-lista. Í kosningunum 1998 hlaut B-listinn á hinn bóginn rúmlega 22% atkvæða. Baldur segir að vel hafi verið skipað á framboðslistann og það hafi fært framsóknarmönnum þennan góða sigur. Aðspurður um viðræður um meirihluta segir hann að menn hafi rætt óformlega saman. Þar sem meirihlutinn í sveitarstjórn hafi fallið hyggist framsókn- armenn kanna hug þeirra fram- boða sem ekki áttu aðild að bæj- arstjórn síðast. Stykkishólmur Rúnar Gíslason D-lista Hreinn meirihluti í áttunda sinn RÚNAR Gíslason, oddviti D-lista segist mjög ánægður með úrslitin enda ekki annað hægt. „Þetta er í áttunda sinn í röð sem við höldum hreinum meirihluta. Það þökkum við samheldni og hversu vel var staðið að kosningabaráttunni hér. Hólmarar eru orðnir vanir hrein- um meirihluta Sjálfstæðismanna og Óhaðra hér í bæjarstjórn. Sturla Böðvarsson var bæjarstjóri hér í 17 ár og þá myndaðist það traust sem bæjarbúar hafa haft á þessu framboði síðan,“ segir Rún- ar. D-listi bætti heldur við sig fylgi frá síðustu kosningum, fékk 52,3% atkvæða í stað 49,5% síðast. Rún- ar er að hefja sitt þriðja kjör- tímabil í bæjarstjórn. Hann segir helstu verkefni næsta kjörtímabils vera frágangur á götum í gamla bænum og bygging leikskóla en leikskóli bæjarins hefur verið í leiguhúsnæði. „Þetta eru tvö stór- mál sem unnið verður í á kjör- tímabilinu, leikskólinn á seinni hlutanum og göturnar á undan. Að öðru leyti verður reksturinn með svipuðu sniði og verið hefur.“ Davíð Sveinsson L-lista Renndum nokkuð blint í sjóinn VIÐ erum sæmilega sáttir enda renndum við nokkuð blint í sjóinn með sameininguna,“ segir Davíð Sveinsson, oddviti L-lista. Framsóknarflokkur og Stykk- ishólmslistinn, sem á sínum tíma var stofnaður af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, buðu í fyrsta sinn fram sameiginlegan lista undir merkjum L-listans. Samanlagt fylgi framboðanna var 50,4% í síðustu kosningum en 47,7% í kosning- unum nú. Davíð segir að óneit- anlega hefði verið betra að vinna, ekki síst í ljósi þess að lítið vantaði upp á. Áður hafi munað enn meiru en smátt og smátt hafi saxast á forskot D-lista. „Þetta kemur lík- lega næst,“ segir hann. Sveinn Kristinsson S-lista Máluð dökk mynd af fjár- hagsstöðunni „ÉG hefði gjarnan viljað fá fleiri at- kvæði eins og flestir en ég er sáttur við niðurstöðuna. Við héldum meiri- hlutanum, töpuðum að vísu manni en Sjálfstæðisflokkurinn sótti á okkur með mjög harðri fjármála- umræðu. Auðvitað hefur það haft áhrif,“ segir Sveinn Kristinsson, oddviti S-lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann bendir á að það hafi verið máluð mjög dökk mynd af fjárhagsstöðu Akraneskaup- staðar sem hafi örugglega haft áhrif á einhverja, en sú mynd sé of- túlkun á ástandi. „Akraneskaup- staður stendur mjög vel og er sterkur fjárhagslega.“ Að sögn Sveins var einnig sótt að þeim með framboði vinstri grænna og var vitað að það myndi höggva inn í raðir Samfylkingarinnar og gæti jafnvel orðið til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn ynni mann af þeim af þeim sökum enda var það niðurstaðan. Hann segir, aðspurður um fram- haldið, að verið sé að vinna að mál- efnasamningi og væntanlega verði gengið frá honum bráðlega. „Við reynum að hafa helstu drög klár fyrir helgina. En við erum ekki farnir að ræða skiptingu embætta eða neitt slíkt,“ segir hann og telur jafnframt að skiptingin verði með svipuðum hætti og áður. Gunnar Sigurðsson D-lista Tími til kom- inn að hlustað verði á fólkið „ÉG er mjög lukkulegur og þakk- látur fyrir þessi úrslit,“ segir Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálf- stæðismanna á Akranesi. Hann segir að það sé kominn tími til að hlustað verði á fólkið, en segist þó jafnframt hafa haft það lengi á til- finningunni að ekki verði hlustað á niðurstöður kosninganna og engar breytingar verði á meirihluta- samstarfi Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar. „En ég er mjög ánægður með þessa nið- urstöðu í kosningunum,“ segir Gunnar. Akranes Í NÓGU var að snúast á kosninganótt í Ráðhúsinu. Hér er verið að fara með kjörkassa frá kjördeildinni í Árbæj- arskóla til talningar í Ráðhúsinu. Vel er fylgst með öllu eins og lög gera ráð fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Atkvæðanna gætt Finnbogi Rögnvaldsson L-lista Nýtt fólk í öllum efstu sætum FINNBOGI Rögnvaldsson, efsti maður á Borgarbyggðarlistanum – lista óháðra kjósenda, Samfylking- arinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir fylgistap L- lista ráðast meðal annars af því að allir menn séu nýir á lista. „Við fengum óvenju gott gengi síðast sem skýrist af slæmri stöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks þá. Síðan komum við ný inn núna í öllum efstu sætunum og kannski ekki alveg eins miklar stjörnur og síðast,“ segir Finnbogi. Hann telur að umræða um sam- einingarmál hafi einnig sett strik í reikninginn. Hann segir L-lista á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi meirihluta- samstarf. Borgarbyggð Þorvaldur Tómas Jónsson B-lista Úrslitin kærð „Við erum í þeirri sérkennilegu stöðu að vita ekki hver úrslitin eru. Það munar einu atkvæði og vafamál um túlkun á því hvort ut- ankjörfundaratkvæði hafa verið gild. Hvort við náum fjórða mann- inum veltur á því,“ segir Þorvald- ur Tómas Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks í Borg- arbyggð. Hann segir flokkinn hafa unnið töluvert á eftir að hafa verið í minnihluta. „Við erum að bæta við okkur fylgi sem er í sjálfu sér ánægju- legt. Ef við náum inn fjórða mann- inum þegar allt kemur til skjal- anna þá er okkar markmiðum náð.“ Þorvaldur vill ekki spá um meirihlutamyndun fyrr en úrslit verða að fullu kunn. „Við munum náttúrulega kæra þetta og síðan tekur meðferð málsins einhvern tíma. Vonandi skýrist þetta á örfáum dögum.“ Helga Halldórsdóttir D-lista Höfum fundið fyrir miklum meðbyr HELGA Halldórsdóttir, sem skip- ar fyrsta sæti á lista Sjáfstæð- isflokks í Borgarbyggð, segir ár- angur flokksins mun betri en fólk hafi gert sér vonir um. „Við höfðum fundið fyrir miklum meðbyr og áttum von á að ná þriðja manni inn aftur sem við töpuðum fyrir fjórum árum. Það kom okkur verulega á óvart, þetta mikla fylgi.“ Helga segir það mat sitt að flokkurinn hafi sett málefni sín fram á skýran og málefnalegan hátt sem kjósendur hafi kunnað að meta. „Þegar maður horfir yfir listann þá er þetta mjög sterkur hópur og fólk sem er jafnvígt.“ Helga segir að áframhaldandi meirihlutasamstarf D- og L-lista verði rætt á næstu dögum. Hún segir að ákvörðun Framsókn- arflokks um að kæra kosningarnar setji strik í reikninginn og beðið verði niðurstöðu úr þeirri kæru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.