Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13
25.maí2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 B 13 Húsavíkurbær Friðfinnur Hermannsson Þ-lista Niðurstaðan sár vonbrigði FRIÐFINNUR Hermannsson, sem skipaði fyrsta sætið á lista Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks í Húsa- víkurbæ, segir niðurstöðu kosning- anna sár vonbrigði. „Við gerðum það sem við gátum. Ég er mjög ánægður með það starf sem við höfum unnið. Við rákum mjög faglega, skemmtilega og mál- efnalega baráttu. Það bara dugði ekki til,“ segir Friðfinnur. Hann segist ekki álíta að sam- starf Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks hafi sett mark sitt á úrslit- in. „Það hefur orðið breyting í bæn- um og menn hafa farið. Hvort það hefur frekar verið stuðningsfólk okkar veit ég ekki.“ Friðfinnur segir samvinnu flokk- anna hafi gengið vel og hnökralaust fyrir sig. „Það er kominn þarna mjög öfl- ugur og skemmtilegur hópur með sterkt bakland sem mun nátt- úrulega halda áfram að vinna sam- an.“ Sandgerðisbær Höskuldur Heiðar Ásgeirsson B-lista Samkvæmt markmiðum HÖSKULDUR Heiðar Ásgeirsson, 1. sæti á lista Framsóknarflokks í Sandgerðisbæ, segist ánægður með úrslit kosninganna. Hann segir þau í samræmi við þau markmið sem B- listi hafi sett fyrir kosningabarátt- una. „Við erum að bæta við okkur manni og náum að fella sitjandi meirihluta. Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með úrslitin,“ segir Höskuldur Heiðar. „Þennan árangur þakka ég góð- um og samhentum hópi sem hefur unnið mikla og góða vinnu. Þetta er nákvæmlega markmiðið sem við settum okkur.“ Höskuldur segir þreifingar í gangi varðandi myndun meiri- hlutastjórnunar. Rætt er um sam- starf við Sjálfstæðisflokk eða Sand- gerðislista. Óskar Gunnarsson K-lista Fólk vildi breytingu ÓSKAR Gunnarsson, efsti maður lista Óháðra borgara og Samfylk- ingar í Sandgerðisbæ, segist ekki kunna neina skýringu á fylgistapi K- lista. Vilji bæjarbúa hafi einfaldlega verið annar. „Málefnastaða okkar virðist vera í góðu lagi en fólk vildi bara breyt- ingu. Ég hef ekki heyrt að það hafi verið nokkuð við málefnalista okkar að athuga á meðan á kosningabar- áttunni stóð.“ Óskar nefnir að fjórða framboðið hafi breytt stöðunni hjá öllum fram- boðslistum. „Maður á í raun enga skýringu á þessu. Það kemur þarna inn fjórða framboðið og þá er bara meiri dreif- ing á atkvæðum og fólkið fer ein- hvers staðar frá.“ Vestmannaeyjar Guðjón Hjörleifsson D-lista Framsókn sigurvegari GUÐJÓN Hjörleifsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum og efsti maður á lista sjálfstæð- ismanna í Eyjum, sagði það auð- vitað mikil vonbrigði að sjálfstæð- ismenn skyldu tapa meirihlutanum í Vestmannaeyjum. Sjálfstæð- isflokkurinn tapar einum bæj- arfulltrúa og er meirihluti flokks- ins þar því fallinn. Guðjón sagði jafnframt að Framsóknarflokk- urinn væri sigurvegari í Eyjum því hann væri í oddastöðu. „Ég hugsa að ákveðin mál hafi verið erfiðari en önnur í þessari kosningabaráttu og það er fyrst og fremst forræðismál yfir Herj- ólfi,“ segir Guðjón, spurður um ástæður fylgistaps D-lista. „Ég met það þannig nú að bolt- inn sé hjá Framsóknarflokki sem skapaði sér oddastöðuna,“ segir Guðjón. Lúðvík Bergvinsson V-lista Úrslitin stórsigur LÚÐVÍK Bergvinsson, alþing- ismaður og efsti maður á Vest- mannaeyjalistanum, segir að- spurður um niðurstöður kosninganna í Vestmannaeyjum að þær séu vitaskuld stórsigur, þar sem meirihluti sjálfstæðismanna til tólf ára hafi verið felldur. Lúðvík bendir á að Vest- mannaeyjalistinn hafi boðið fram ásamt Framsóknarflokknum árið 1998, en í þessum kosningum hefðu Framsóknarmenn ákveðið að bjóða fram lista undir eigin nafni. „En þrátt fyrir að Framsókn- arflokkurinn nái inn manni höld- um við þessum þremur fulltrúum sem við höfðum. Það er augljóst að það hlýtur að vera góður sigur fyrir framboð sem gengur til leiks á þessum forsendum að halda sínu,“ segir Lúðvík. Elín Magnúsdóttir B-lista Í samræmi við það sem stefnt var að „VIÐ getum ekki verið annað en sátt. Við ætluðum alltaf að ná þremur mönnum inn og við náðum þremur. Niðurstöðurnar eru í sam- ræmi við það sem stefnt var að,“ segir Elín Magnúsdóttir, oddviti B-lista framsóknarmanna í sveitar- félaginu Hornafirði, og bendir á að Framsóknarflokkurinn sé ennþá stærsti flokkurinn, en hann fékk 39,80% atkvæða. Spurð um framhaldið segir hún að ekkert hafi verið farið út í meirihlutamyndanir ennþá, en það gerist á næstu dögum. „Boltinn er hjá D-listanum, meirihlutinn held- ur ennþá velli,“ segir hún. Hún segir að B-listinn hafi lýst því yfir að hann sé tilbúinn til viðræðna ef til hans verður leitað. „Við erum opin fyrir öllu og gengum óbundin til þessara kosninga, það lá alltaf fyrir.“ Hornafjörður Halldóra Bergljót Jónsdóttir D-lista Stuðningur við verkefni sem listinn hefur unnið að „VIÐ erum náttúrlega mjög ánægð með niðurstöðuna. Við auk- um við fylgið, vorum með rétt rúm 30% í síðustu kosningum og erum nú með 38,2%,“ segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, oddviti D-lista sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu Hornafirði. Hún segist, aðspurð hvað hafi ráðið að listinn bætti við sig þessu fylgi, ekki þora að segja til um það en ef til vill sé þetta stuðn- ingur við þau verkefni, sem listinn hefur unnið að. „Annars er al- mennt góð sátt í bæjarstjórninni og menn hafa unnið vel saman. Þannig að ágreiningsefnin eru nú ekki mörg milli bæjarfulltrúa al- mennt,“ nefnir Halldóra. Að hennar sögn er verið að skoða framhaldið og telur hún enn of snemmt að segja til um það, ekkert sé í gangi enn sem komið er. Hún segir listann vera opinn fyrir öllu, allir flokkar hafi gengið óbundnir til kosninga og í fram- haldi af því ræðist menn við og þreifi fyrir sér áður en þeir boði til viðræðna um meirihlutamynd- anir. Kristín G. Gestsdóttir H-lista Skilaboð frá bæjarfélaginu til okkar KRISTÍN G. Gestsdóttir, oddviti H-lista Kríunnar, samtaka óháðra og félagshyggjufólks, segist ósátt við niðurstöður kosninganna enda hafi fylgi listans minnkað til muna í þessum kosningum. „Þó svo að meirihlutinn standi, þá virðist fylgi hafa flust frá okkur yfir á flokkinn sem starfaði með okkur. En þetta eru einhver skilaboð frá bæj- arfélaginu til okkar og við þurfum að endurmeta stöðu okkar,“ segir hún. Hún segir, aðspurð hvað orsaki þetta fylgistap, að margt spili inn í. „Einhver var að segja mér að þetta væri ef til vill vegna þess að tveir efstu menn á lista væru aðfluttir. Það er náttúrlega ekki pólitík en kannski hefur það eitthvað að segja,“ nefnir Kristín og bendir jafnframt á að fyrsti maður á lista Kríunnar á síðasta kjörtímabili sé ekki lengur á listanum, en hann hafi átt gríðarlega mikið persónu- legt fylgi í bæjarfélaginu. Að hennar sögn tefldu sjálfstæð- ismenn fram sínum efsta manni, starfandi bæjarstjóra, á síðustu dögunum fyrir kosningar og telur hún það skýra það mikla fylgi sem þeir hafi fengið. „Þeir sögðu að fengju þeir ekki brautargengi í kosningunum byðu þeir ekki fram bæjarstjórann sinn.“ Kristín segir framhaldið óljóst og á ekki von á að listi Kríunnar komi neitt nálægt meirihlutavinnu, sök- um mikils fylgistaps. Hún gerir ekki ráð fyrir því þó svo að listinn sé kominn í oddaaðstöðu. Hún seg- ir jafnframt að verði til þeirri leitað séu þau tilbúin til að skoða alla möguleika. Reinhard Reynisson H-lista Höfum unnið á réttum nótum REINHARD Reynisson, bæj- arstjóri í Húsavíkurbæ og efsti maður á Húsavíkurlistanum, segir niðurstöðu kosninganna skilaboð um að Húsavíkurlistinn hafi verið að vinna á réttum nótum. „Við erum mjög kát með úrslitin. Við höldum meirihlutanum og ger- um kannski gott betur. Ég held að þetta séu skilaboð um að menn hafi skilið það sem við höfum verið að gera og ætlum að gera,“ segir Reinhard. Hann segir Húsavíkurlistann hafa gert sér grein fyrir að slag- urinn yrði harður og lítill munur yrði á fylkingunum tveimur. Sam- eiginlegt framboð sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hafi aug- ljóslega verið sett fram í þeim til- gangi að freista þess að fella meiri- hlutann. Talsverðar breytingar urðu á Húsavíkurlistanum frá síðustu sveitastjórnarkosningum og eru þrír af fimm fulltrúum nýir á lista. Lárus G. Valdimarsson S-lista Íhuga mína pólitísku stöðu ÚRSLIT kosninganna á Ísafirði eru mikið áfall fyrir S-lista Sam- fylkingarinnar að mati Lárusar G. Valdimarssonar, oddviti listans. Hann segist þurfa að íhuga vand- lega sína pólitísku stöðu í fram- haldinu og áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Í síðustu kosningum bauð Sam- fylkingin fram, ásamt fleirum, undir merki K-lista, Bæjarmála- félags Ísafjarðarbæjar. Hlaut list- inn tæplega 40% atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn. Vinstrimenn buðu nú fram þrjá lista, A-lista Nýs afls, S-lista Samfylking- arinnar og U-lista Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. „Þetta eru mikil vonbrigði en við gerðum okkur grein fyrir að við myndum tapa manni en við vorum að reikna með að halda þriðja mann- inum inni í bæjarstjórn. Það hafði mátt kalla varnarsigur,“ segir Lárus. Því sé ekki til að dreifa og ljóst að listinn hafi goldið afhroð. Vitað hafi verið að Sjálfstæð- isflokkur og Samfylkingin myndu tapa mest á fjölgun framboða í bænum, flokksmaskínu Sjálfstæð- isflokksins hefði hins vegar tekist að verja sig betur. Þá hefðu fram- sóknarmenn haldið sínu. Það sé þó ekki rétt að segja að vinstrimenn hafi beðið mikinn ósigur í Ísa- fjarðarbæ. Heildaratkvæðamagn sem féll vinstrimönnum í skaut sé ekki mikið minna en í síðustu kosningum, klofningur valdi því hins vegar að þau nýtast verr og því tapist tveir menn. Lárus segist hafa lagt áherslu á vinnufrið innan bæjarstjórnar. Svo virðist á hinn bóginn sem margir kjósendur kunni ekki að meta slík vinnubrögð. Með 6–3 meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar megi búast við auknum deilum innan bæjarstjórnar. Ísafjörður Halldór Halldórsson D-lista Stuðnings- yfirlýsing við meirihlutann HALLDÓR Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti D-lista, segir að úrslit kosninganna séu stuðningsyfirlýsing við núver- andi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hafi styrkt sig í sessi. Sjálfstæðisflokkur hélt fjórum bæjarfulltrúum þrátt fyrir tæplega 8% fylgistap og Framsóknarflokk- urinn bætti við sig öðrum bæjarfull- trúa þrátt fyrir aðeins 0,2% meira fylgi en í síðustu kosningum. Hall- dór segir að fylgistap D-lista komi ekki óvart. „Ég lagði þetta upp sem baráttu fyrir því að halda fjórða manni inni. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við bætast þrír flokkar þá hlyti það að hafa áhrif,“ segir Hall- dór en sex framboð voru til bæj- arstjórnar. Segir Halldór að hart hafi verið sótt að Sjálfstæðiflokkn- um í kosningabaráttunni. Viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf við Framsókn- arflokkinn ganga vel og vonast Hall- dór til þess að samningar náist. „Þetta hefur gengið vel og ég ber mikið traust til framsóknarmanna.“ Halldór segir að mikil áhersla verði lögð á skóla- og umhverfismál og atvinnumálin. Þá verði unnið að því að styrkja Ísafjarðarbæ sem byggðakjarna. SEX listar voru í kjöri á Ísafirði við sveitarstjórnarkosningarnar á laug- ardag. Þau Jónas Pétursson og Elín Valgeirsdóttir mættu snemma á kjörstað og voru meðal þeirra fyrstu til að greiða atkvæði að þessu sinni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Kosið á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.