Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 3
25.maí2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 B 3 Kópavogur Gunnar I. Birgisson D-lista Sex bæjar- fulltrúar óraunhæft markmið „VIÐ héldum fimm bæjarfulltrú- um,“ segir Gunnar I. Birgisson, odd- viti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „En það sem við erum óhress með er að við héldum að við fengjum meira fylgi í prósentum,“ segir hann en flokkurinn fékk 37,7% fylgi. „Það er ljóst að Framsóknarflokk- urinn nýtur ávaxta af góðu starfi meirihlutans sem við höfum verið drifkrafturinn í. Hræðsluáróður þeirra um að við værum að fá sex menn virðist hafa dugað, við næstum töpum fimmta manninum af þeim sökum. Annars hefur meirihlutinn í heild sinni aukið fylgi sitt, vinstri- menn tapa einum manni.“ Gunnar segir fylgið minna en hann hafi búist við fyrirfram. „Við héldum að við værum með yfir 40% fylgi. En við höldum okkar fimm mönnum, sex menn voru óraunhæft markmið.“ Guðmundur G. Gunnarsson D-lista Óvenju skarpar línur „VIÐBRÖGÐIN eru eðlilega mjög góð. Mér skilst að það hafi verið um það bil 13% munur á milli D og Á,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Bessastaðahreppi, og vill jafnframt skila þakklæti til samstarfsfólks og íbúanna fyrir stuðninginn við fram- boðið. Hann telur línurnar hafa verið óvenju skarpar og að það hafi virki- lega verið kosið um tiltekin málefni. „Við fengum þennan góða stuðning og það er aldeilis frábært. Það er gríðarleg aukning kjósenda í Bessa- staðahreppi frá því fyrir fjórum ár- um, þannig að við gátum ekkert gef- ið okkur fyrirfram hver úrslitin yrðu, það er aldrei hægt. En þetta var óskaplega skemmtileg stemning og mikil upplifun að fara í gegnum þetta eina ferðina enn.“ Guðmundur bendir á að úrslitin hafi verið mjög afgerandi og gott sé að hafa þetta mikinn mun. Að hans sögn lagði D-listinn fram mjög sterk málefni, eins og að á árunum 2004– 2006 kæmi 8.–10. bekkur inn í grunnskólann og einnig að byggðar yrðu smærri íbúðir fyrir ungt fólk og eldra fólk sem vildi minnka við sig. Hann segist lesa það út úr kosn- ingaúrslitunum að þetta sé eitthvað sem kjósendur hafi samþykkt. Bessastaðahreppur Flosi Eiríksson S-lista Samfylkingin getur vel við unað „ÞETTA er þokkalegur árangur hjá Samfylkingunni í Kópavogi,“ sagði Flosi Eiríksson, fyrsti mað- ur á lista Samfylkingingarinnar sem fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna. „Auðvitað hefðum við vilj- að að þetta gengi betur. Við fáum tæp 30% atkvæða en þetta er í fyrsta sinn sem Samfylkingin býð- ur fram í bænum. Það er ljóst að með framboði VG er meirihlut- anum tryggður einn bæjarfulltrúi til viðbótar,“ segir Flosi. „Okkur var ekki spáð nema tveimur mönnum og miðað við kannanir höfum við bætt við okk- ur 6–7% á viku. Við erum við það að ná inn okkar fjórða manni sem hefði verið frábær árangur. Það hefði verið betra fyrir okkur ef kosið hefði verið tveimur dögum seinna. Ég tel að menn hafi fundið það að það ágæta fólk sem skipar listann með mér þyrfti að koma að stjórn bæjarins,“ segir Flosi um fylgisaukningu Samfylkingarinnar undanfarnar vikur. „Ég held að fólk finni að ann- arra áherslna í stjórnun bæjarins sé þörf og það hafi styrkt okkur. Við hefðum þurft örlítið meiri tíma til að koma þeim skilaboð sterkar til skila. En ég tel að Samfylkingin geti þokkalega vel við unað.“ Ólafur Þór Gunnarsson U-lista Slæmt að rödd umhverf- issinna heyr- ist ekki ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, segir hræðsluáróður Samfylkingar og Framsóknarflokks hafa orðið til þess að lausafylgi fór til þessara tveggja flokka frekar en U-lista. „Við urðum auðvitað fyrir von- brigðum að koma ekki inn manni, en hins vegar erum við að byrja án eldri uppbyggingar og var í upphafi spáð engu fylgi. Að fara úr engu fylgi í 6% fylgi er í sjálfu sér ekk- ert slæmt, en það virðist vera sem hræðsluáróður Samfylkingarinnar sérstaklega og Framsóknar í raun líka síðustu dagana fyrir kosningar, hafi haft áhrif á lausafylgi sem varð til þess að það fór á þá tvo flokka frekar heldur en okkur. Þeir voru greinilega með digrari kosn- ingasjóði, í það minnsta eyddu þeir meiru í auglýsingar og útgáfu en við höfðum efni á. Þar munar sennilega því að við erum að mæl- ast með mann inni í könnunum rétt fyrir kosningar, en lausafylgið talið það öruggara fyrir atkvæði sitt að fara annað. Við lítum á þetta sem ágætis byrjun og erum alls ekki svartsýn. En það er slæmt að rödd umhverf- issinna skuli ekki heyrast í bæj- arstjórn.“ ÓLAFUR F. Magnússon, borg- arfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, segist hrærður og þakklátur þeim stuðningi sem F-listinn hafi fengið í borgarstjórnarkosningunum en listinn hlaut 6,1% atkvæða og einn mann kjörinn í borgarstjórn. Sam- kvæmt fyrstu tölum, sem gefnar voru um kl. 22 á laugardagskvöld, voru Frjálslyndir og óháðir með 5,4% atkvæða, og því ekki með mann inni. Það var ekki fyrr en um kl. tvö um nóttina eða þegar aðeins átti eftir að telja vafa- atkvæði og um 7000 utankjörfund- aratkvæði sem tölur gáfu til kynna að F-listinn hefði náð inn manni í borgarstjórn með 6,1% atkvæða. Þar með var níundi maður R- listans, Helgi Hjörvar, dottinn út sem borgarfulltrúi. Ólafur segist hafa verið vongóð- ur um að komast inn í borg- arstjórn framan af kvöldi en um eittleytið um nóttina hafi hann eig- inlega verið búinn að gefa upp alla von. Þá mætti hann í Kastljósið í Sjónvarpinu með öðrum frambjóð- endum í Reykjavík og í lok þátt- arins þakkaði hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrir samstarfið í borgarstjórn. „Þegar Kastljósinu lauk kvaddi ég Ingibjörgu Sólrúnu sem borg- arfulltrúi og þakkaði henni fyrir samstarfið. Ég varð því meira en lítið hissa rúmlega klukkustund síðar, þegar ég var heima að hvíla mig áður en ég færi á kosn- ingavöku F-listans á ný, og fékk þær fréttir að við værum að öllum líkindum komin inn með mann í borgarstjórn,“ segir Ólafur. Eftir að hann fékk þessar fréttir fór hann aftur á kosningavöku F- listans, á veitingastaðnum Vídalín við Aðalstræti og segist hafa feng- ið mjög góðar móttökur frá stuðn- ingsmönnum F-listans. „Þessi nótt var stórkostleg í einu orði sagt.“ Tvöfaldur bunki Ólafur segir skýringuna á því að hann hafi „dottið inn“ svo skyndi- lega í borgarstjórn seint um nótt að bilun hafi orðið á talningavél- inni í Ráðhúsinu. „Um nóttina komu upp vandræði með taln- ingavélina einmitt þegar átti að telja bunka af atkvæðum F-listans. Af þessum sökum lumuðum við á tvöföldum bunka í síðustu talningu fyrir talningu utankjörfund- aratkvæðanna.“ Ólafur segir að um kl. tvö um nóttina hafi F- listinn því verið kominn í stöðu sem tryggði honum sigurinn. „Ég var búinn að lýsa mig sigraðan en fékk þarna endurreisn sem borg- arfulltrúi,“ segir hann. Ólafur seg- ir árangur F-listans stórkostlegan því það þurfi meira en lítið til „til að klifra upp á milli stóru fylking- anna og ná inn manni í borg- arstjórn“. Aðspurður segist Ólafur telja að F-listinn sækti fylgi sitt helst til aldraðra, öryrkja, sjúkra og fatl- aðra vegna stefnu listans í velferð- armálum. „Ég tel að ég hafi fengið fylgi bæði frá hægri og vinstri og úr öllum flokkum,“ segir hann, en telur jafnframt að listinn hafi fengið akvæði frá þeim sem ekki hafi áður séð ástæðu til að greiða ákveðnu framboði atkvæði sitt, þ.e. þeim sem áður hefðu skilað auðu. Sigruðum í skoðanakönnunum Ólafur telur að óbilandi trú og þrautseigja þeirra sem stóðu að F- listanum hafi reynst hræðsluáróðri gegn listanum yfirsterkari. „Versti áróðurinn gegn okkur var sá að með því greiða okkur atkvæði væri fólk hugsanlega að kasta at- kvæði sínu á glæ. Okkur hefur greinilega tekist að snúa þessu við.“ Þegar hann er spurður um skoðanakannanir fyrir kosning- arnar, en engar þeirra gáfu til kynna að F-listinn myndi ná inn manni, segir Ólafur þetta eitt: „Við unnum skoðanakannanirnar.“ En hvað fóru miklar peningar hjá F-listanum í kosningabarátt- una? „Við gerum ráð fyrir að hafa varið fimm milljónum kr. til þess- arar kosningabaráttu. Við munum gefa upp allan kostnað á næstunni eins og við lýstum yfir fyrir kosn- ingarnar. Ég vona að önnur fram- boð eigi eftir að taka það til fyr- irmyndar.“ Hvað um framhaldið; heldur þú að þú munir halla þér að annarri hvorri fylkingunni, þ.e. R- eða D- lista í borgarstjórn? „Það er allt óákveðið en við hljótum að reyna að láta okkar rödd heyrast og hafa þau áhrif sem við mögulega get- um.“ Hvaða málefni ætlar þú helst að leggja áherslu á í borgarstjórn? „Ég mun leggja áherslu á að bregðast ekki því trausti sem okk- ur hefur verið sýnt. Einkum mun ég leggja áherslu á velferðarmálin, þ.e. málefni aldraðra og öryrkja,“ segir hann m.a. Að lokum vill Ólafur koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem unnu óeigingjarnt starf fyrir F-listann og studdu hann í kosningunum. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, með stuðningsmönnum sínum eftir að ljóst var að hann næði kjöri. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Hrærður og þakklátur fyrir stuðninginn FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi eru mjög ánægðir með úrslit kosn- inganna að sögn Ómars Stef- ánssonar, þriðja manns á lista, en flokkurinn bætti við sig manni frá síðustu kosningum og fékk þrjá menn kjörna nú. „Ég tel nokkra þætti hafa orðið þess valdandi að við jukum fylgi okkar eins og raun ber vitni,“ segir Ómar. „Flokkurinn er mjög sam- heldinn, hann skipar gott og reynt fólk sem vinnur mjög vel saman. Sigurður Geirdal [oddviti flokksins og bæjarstjóri Kópavogs] er mjög vinsæll meðal bæjarbúa og mikill meirihluti þeirra vill hafa hann áfram sem bæjarstjóra. Þá tel ég skipta mjög miklu máli að við fram- sóknarmenn í Kópavogi höfum treyst ungu fólki til að taka ábyrgð og sitja í nefndum, en það hafa hinir flokkarnir einfaldlega ekki gert. Ungt fólk veit þetta og við fundum mjög jákvæða strauma frá því í kosningabaráttunni.“ Ómar segist hafa fundið fyrir því að flokkurinn væri í sókn. „Við von- uðum að úrslitin færu á þennan veg en hversu öruggt þetta var kom okk- ur á óvart. En við framsóknarmenn erum ótvíræðir sigurvegarar í kosn- ingunum.“ Ómar segir meirihlutaviðræður standa yfir milli oddvita flokkanna. Ómar Stefánsson B-lista Samheldni flokksins skipti sköpum FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi voru kampakátir með úrslitin, enda bætti flokkurinn nokkuð við sig fylgi og bætti við sig manni. Framsókn- arflokkurinn hefur því þrjá menn í nýrri bæjarstjórn. Hér fagnar bæj- arstjórinn, Sigurður Geirdal, úrslit- unum ásamt kátum framsókn- arkonum í Kópavogi á kosninganótt. Morgunblaðið/Sverrir Framsóknarmenn fagna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.