Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16
SJÖFN Þórðardóttir á kosningaskrifstofu sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi leysti þá út með blómum á kosningavökunni, þá Sigurgeir Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóra, og Jónmund Guðmarsson sem leiddi lista flokksins og tekur nú við af Sigurgeiri eftir áratugasetu hans við stjórnvölinn á Nesinu. Morgunblaðið/Jón Svavarssson Bæjarstjóraskipti á Seltjarnarnesi 25.maí2002 16 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞEGAR litið er á heildina er ég mjög sáttur við niðurstöð- una. Við vinnum víða á og bætum okkar stöðu. Á nokkrum stöðum er hún lakari, en mér finnst Fram- sóknarflokkurinn í heild sinni koma ágætlega út úr þess- um kosningum,“ sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokksins, um niðurstöðu sveit- arstjórnarkosning- anna. Halldór sagði sér- staklega ánægjulegt að Fram- sóknarflokkur skyldi vera að bæta stöðu sína í nokkrum sveitarfélögum á höfðuborg- arsvæðinu. Það benti til þess að flokkurinn væri í sókn á því svæði. Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi í Kópavogi, Garða- bæ, Borgarbyggð, Akranesi, Ísafirði, Seyðisfirði, Hornafirði, Árborg, Hveragerði og Þorláks- höfn, svo nokkur af stærri sveitarfélögum landsins séu nefnd. Mikill sigur í Reykjavík „Niðurstaðan í Reykjavík er í samræmi við skoðanakannanir að undanförnu. Þetta er mikill sigur fyrir þá flokka sem að Reykjavíkurlistanum standa en sérstaklega er þetta þó per- sónulegur sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra. Það er enginn vafi á því að hún á mikinn heiður af þessari nið- urstöðu.“ Halldór var spurður um álit á útkomu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi lagt gíf- urlega mikið undir hefur þetta ekki borið mikinn ár- angur. Ég held að þeir geti fyrst og fremst kennt því um að það var verulegt hringl hjá þeim í sambandi við forystuna í Reykjavík. Þeim tókst aldrei að vinna þann skaða upp,“ sagði Halldór. Fylgi VG ofmetið í skoðanakönnunum Halldór sagði að þegar horft væri til landsins alls væri fróð- legt að skoða útkomuna á vinstri væng stjórnmálanna. „Mér finnst athyglisverðasta niðurstaðan vera að sameining- arferli Samfylkingarinnar hefur tekist á allmörgum stöðum en Vinstri grænir eru nánast ekki á blaði. Það sýnir að mínu mati verulega skekkju í þeim skoð- anakönnunum sem hafa á síð- ustu misserum sýnt mikið fylgi hjá þeim. Það kemur annað í ljós þegar þeir fara að stilla upp listum á viðkomandi svæð- um eða stöðum. Ég geti ekki ráðið annað af þessu en að fylgi Vinstri grænna sem ofmetið í skoðanakönnunum á landsvísu,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson Er nokkuð sáttur við útkomu Fram- sóknarflokksins ,,SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN kemur ágætlega út úr kosning- unum á landsvísu,“ segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins. Davíð bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi á heildina litið og fái víða mjög góða kosningu, að Reykjavík frátalinni en þar hafi klofningsframboð valdið því að flokkurinn fái aðeins lakari út- komu. ,,Öfugt við það sem hefði mátt ætla af umræðunum á kosn- inganótt, hefur flokkurinn staðið þetta mjög vel af sér og fengið sums staðar mjög fína útkomu, síðan eru staðbundnar skýringar á öðru,“ segir Davíð. R-listi vann varnarsigur en ekki stórsigur Davíð sagði að sér fyndist ein- kennilegt að menn skuli lýsa því sem sigri að R-listinn hefði tapað einu prósentustigi í höfuðborginni. Hann hafi kannski unnið varn- arsigur en ekki neinn stórsigur. Davíð benti á að Sjálfstæð- isflokkurinn væri að vinna sigra enn á ný í ýmsum sveitarfélögum þar sem hann hefði sigrað í und- anfarandi kosningum og náð góð- um árangri, s.s. á Seltjarnarnesi, í Garðabæ, Bessastaðahreppi, Snæ- fellsbæ og Vesturbyggð. Sjálfstæð- ismönnum hefði einnig gengið vel á Ísafirði og ágætlega á Akureyri, því þótt flokkurinn hafi tap- að þar einum manni þá bæri að hafa í huga að sjálfstæð- ismenn hefðu fengið sérstaklega góða út- komu á Akureyri í seinustu kosningum. Sjálfstæðismönnum hefði einnig gengið ágætlega í kosning- unum á Héraði, í Höfn í Hornafirði, og í sveitarfélögum í Rangárvallasýslu en fengið lakari útkomu í Árnessýslu og Vestmannaeyjum en á því væru ýmsar skýringar, m.a. staðbundn- ar. Glæsileg úrslit í Mosfellsbæ og Reykjanesbæ ,,Svo erum við með mjög glæsi- lega kosningu og mikla sveiflu í Mosfellsbæ, þar sem fylgið fer úr því að vera undir 40% og yfir 50%. Hið sama gerðist í Keflavík, mjög glæsilega. Við fengum einnig góða kosningu í Hafnarfirði þó að meiri- hlutinn þar héldi ekki vegna þró- unar sem varð innbyrðis á milli annarra flokka. Þetta hefur því verið mjög ánægjulegt og ég er afskaplega þakklátur öllu þessu fólki sem hefur unnið svona vel og óska því til hamingju,“ segir Davíð. Áfall fyrir borgina Aðspurður hvort hann liti á úrslitin í Reykjavík sem áfall fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, sagði Davíð að menn hafi séð fyrir af könnunum að und- anförnu hvert stefndi. ,,Mér finnst það áfall fyrir borgina. Þetta eru auðvitað pólitísk von- brigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn en þetta er áfall fyrir borgina sér- staklega vegna þess að hin efn- islegu og málefnalegu rök voru augljóslega til staðar hjá borg- arfulltrúum Sjálfstæðisfokksins og frambjóðendum hans en málefni voru þæfð og kæfð hinum megin,“ segir Davíð. Hann segir að kosningabarátta Reykjavíkurlistans hafi snúist upp í algjöra persónukosningu, ,,með hræðsluáróðri um að viðkomandi væri að detta út úr borgarstjórn- inni,“ segir hann. ,,Og mér fannst þetta því miður halda áfram eftir kosningarnar. Mér fannst sig- urvegarinn ekki vera mjög stór í sigri sínum er hann hélt áfram að vera með köpuryrði í garð and- stæðinganna, þótt kosningunum væri lokið. Það er miður að þannig skyldi haldið áfram.“ Að sögn Davíðs hefur engin breyting orðið á skipun borg- arstjórnar frá því sem var síðustu mánuðina fyrir kosningarnar. Ólaf- ur F. Magnússon hafi fyrir nokkru yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn sem var eftir það með sex borgarfull- trúa, þ.e. sama fjölda og hann hef- ur nú, og R-listinn með átta full- trúa eins og áður. Ekki leikur vafi á því að mati Davíðs að Ólafur F. Magnússon hafi tekið fylgi frá Sjálfstæð- isflokknum í borginni. ,,Ólafur hef- ur verið borgarfulltrúi og vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ein 16 ár og við hljótum að gera ráð fyrir því að hann hafi átt sinn hlut sem frambjóðandi í stöðu flokksins síð- ast. Hann fær ekkert nema þann hlut og tekur það frá okkur.“ Telur Björn hafa vaxið mjög af verkum sínum Davíð var spurður hvort hann teldi að Björn Bjarnason myndi leiða borgarstjórnarflokk sjálf- stæðismanna næstu fjögur árin. ,,Hann hefur talað um það. Hann setti ekki kjósendum stólinn fyrir dyrnar og hótaði að fara og sinna ekki borgarmálum ef hann fengi ekki það sem hann vildi. Þvert á móti sagðist hann myndu vinna í þeim málum. Mér finnst hann hafa vaxið af verkum sínum. Hann var heilsteyptur maður fyrir en mér finnst hann hafa vaxið mjög af þessum verkum sínum. Þó menn séu að reyna að koma á hann höggi núna eftirá í kjaftadálkum, þá gengur það ekki upp,“ svaraði Davíð. Segir menn vanmeta styrk Vinstri grænna Davíð var að lokum spurður álits á afleiðingum kosningaúrslit- anna á stjórnmálin í landinu og stöðu flokkanna. ,,Ég tel að Sam- fylkingin komi ekki vel frá þessum kosningum, þótt menn séu að reyna að tala það upp. Eftir sjö ára samstarf halda stjórnarflokk- arnir alveg sínu en Samfylkingin nær engum árangri. Mælingin á Vinstri grænum er ekki rétt,“ seg- ir Davíð og bendir á að allt aðrar forsendur séu til staðar þegar gengið er til Alþingiskosninga en í núverandi kerfi sveitarstjórna. ,,Menn eru að ofmeta veikleika Vinstri grænna. Þeir munu verða öflugri í kosningunum,“ segir Dav- íð. Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Ánægður með árangur flokksins á landsvísu Davíð Oddsson SIGURGEIR Sigurðsson, bæj- arstjóri Seltjarnarneskaupstaðar, lætur senn af störfum hjá sveitarfé- laginu, en hann hefur verið bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi í rúmlega 37 ár og í hreppsnefnd í rúmlega 40 ár. Hjónin Sigurgeir Sigurðsson og Sigríður Gyða Sigurðardóttir tóku þátt í sveitarstjórnarkosningunum um helgina og greiddu atkvæði í Valhúsaskóla. „Ætli ég hafi ekki hugsað að nú væri farsælum ferli að ljúka og tími kominn til að snúa sér að öðru,“ sagði Sigurgeir spurður hvað hefði farið um hugann við þetta tækifæri. Sigurgeir tók sæti í hreppsnefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins í maí 1962 og varð bæjarstjóri í janúar 1965. Hann segir að fyrir fjórum ár- um hafi hann tekið þá ákvörðun að hætta núna en óvíst sé hvað taki við. Hann hafi verið á vaktinni í 40 ár og ljóst að hann fari loks á frí- vaktina og sinni áhugamálunum frekar en launuðu starfi. „Mér finnst að ég eigi rétt á því,“ segir Sigurgeir og bætir við að nóg verði að gera í sumarbústað þeirra hjóna. Fyrsti fundur nýrrar bæj- arstjórnar verður 12. júní og þá verður ákveðið hvenær nýr bæj- arstjóri tekur við, en Sigurgeir ger- ir ráð fyrir að hætta í lok næsta mánaðar. Sigurgeir fer á frívaktina Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarstjórahjónin Sigurgeir Sigurðsson og Sigríður Gyða Sigurðardóttir greiða atkvæði í Valhúsaskóla á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.