Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 15
25.maí2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 B 15 STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist telja að úr- slit sveitarstjórnarkosninganna væru á nokkrum stöðum viss vonbrigði fyr- ir flokkinn. Þrátt fyrir að hann hefði ekki alls staðar náð settu marki sagð- ist hann telja að Vinstrihreyfingin væri sterkari eftir þessar kosningar en fyrir þær. Flokkurinn hefði þurft að byggja sig upp frá grunni og kosn- ingarnar væru liður í því uppbygg- ingarstarfi. Steingrímur sagði að sigur Reykja- víkurlistans væri mjög ánægjulegur. Vinstri grænir ættu sinn hlutdeild í þessum glæsilega sigri. Flokkurinn hefði þarna eignast tvo borgarfull- trúa og efsti maður listans væri vinstri grænn. „Víðar þar sem við erum þátttak- endur í sameiginlegum framboðum unnust ánægjulegir sigrar. Ég hlýt að nefna sögulegan atburð á Húsavík þar sem Húsavíkurlistinn heldur hreinum meirihluta gegn sameig- inlegu hræðsluframboði Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Þetta er því sérlega glæsileg útkoma. Ég minni á að þessi meirihluti hefur var- ið þetta bæjarfélag í gegnum gríð- arleg áföll í atvinnumálum, eins og gjaldþrot Kaupfélags Þingeyinga og fleira. Rótgróinn meiri hluti sjálfstæð- ismanna í Ólafsfirði féll. Á Siglufirði vannst sigur en þar og víðar eigum við okkar stóra hlut í því. Við sjálfir náðum sumstaðar góð- um árangri eins og glæsilegur sigur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Skagafirði sýnir þar sem við fáum rúmlega 20% fylgi og tvo menn kjörna. Í Grundarfirði fengum við 16% fylgi. Akureyri skilar okkur bæjarfulltrúa, en því er ekki að leyna að þar höfðu menn gert sér vonir um meira. Það eru viss vonbrigði að það skyldi ekki skila okkur meiru, en bar- áttan þróaðist með nokkuð óvæntum hætti þar sem viðbótarframboð Odds Halldórssonar náði markverðum ár- angri. Aðrir flokkar áttu ekki svör við því. Sérstaklega virðist það hafa bitn- að á okkur.“ Hársbreidd frá því að ná inn manni Steingrímur sagði að um sunnan- og vestanvert landið hefði U-listinn á nokkrum stöðum verið hársbreidd frá því að ná inn manni. Í Kópavogi hefði U-listann aðeins vantað um 1,5% til að ná inn manni. Þetta væru vonbrigði. Sama staða hefði komið upp í Ár- borg, á Akranesi og Ísa- firði. Þar hefði litlu munað að flokkurinn næði inn manni. Í Hafnafirði hefðu vinstri grænir eiginlega aldrei komist inn í baráttuna því hún hefði snúist upp í slag milli tveggja fylk- inga. Skoðanakannanir hefðu haft sitt að segja um að vígstaðan þar varð mjög erfið. „Við erum nýr flokk- ur og erum að byggja þetta upp frá grunni. Við erfum enga flokks- vél, skrár, félagatöl, skipulag, hús eða annað því um líkt. Við áttuðum okkur því alveg á því að sveitarstjórn- arkosningarnar gætu orðið okkur erfiðar í þeim skilningi að við hefðum ekki sama bakgrunn til að heygja þær og hinir rótgrónu flokkar. Það skilur mikið á milli okkar og Samfylk- ingarinnar, sem í aðalatriðum erfir allt skipulag gömlu flokkanna. Við þurftum því að hefja uppbygging- arstarf. Í sumum tilfellum vorum við að stofna flokksfélög, svo seint sem fyrir nokkrum mán- uðum. Þó að það hljómi mótsagnarkennt þá er enginn vafi í mínum huga að við erum sterkari eftir þessar kosningar en fyrir þær. Það hefur myndast liðssveit sem hefur þjappað sér saman og það eru allir staðráðnir í því að byggja á þess- um grunni. Ég er því öðrum þræði bjartsýnn og vígreifur, en ég er þó ekkert að leyna því að útkoman í vissum tilvikum er ákveðin vonbrigði.“ Steingrímur sagðist almennt telja að útkoma flokkanna í þessum kosn- ingum breytti ekki miklu í vígsstöð- unni á landsvísu að neinu ráði. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði víða heldur látið undan síga. Framsóknarflokkur og Samfylkingin héldu sínu nokkuð vel og gætu nokkuð vel við unað. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri- hreyfingin hefðu síður ástæðu til að fagna. Frjálslyndi flokkurinn gæti einnig vel við unað. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar Steingrímur J. Sigfússon Erum að byggja upp nýjan flokk frá grunni „ÞETTA er hreint ótrúlegur sig- ur. Þegar tvær stórar fylkingar takast á er mikil hætta á að aðrir klemmist á milli,“ sagði Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, um úrslitin í Reykjavík. Hann sagðist afar ánægður með að F-listinn hefði náð inn manni í Reykjavík. „Við unnum í Reykjavík geysi- lega verðmætan sigur og fáum þarna viðspyrnu. Ólafur vinnur þarna persónulegan sigur, en allt þetta unga fólk sem í fyrirsvari var vinnur sigur. Ég vil sér- staklega nefna Margréti, dóttur mína, en á henni hvíldi hitinn og þunginn af baráttunni. Hún hefur fengið þarna verð- mæta reynslu þegar hún fer fram í alþing- iskosningunum að vori.“ Rignir niður vitlausum skoð- anakönnunum Sverrir sagði að sá mikli fjáraustur sem stóru framboðin í Reykjavík hefðu staðið fyrir í kosningabarátt- unni gengi ekki leng- ur. Ekki síst í ljósi þess að flokkarnir vildu síðan ekkert gefa upp um kostnaðinn við baráttuna. „Eins gengur ekki lengur að menn geti látið rigna niður vitlaus- um skoðanakönn- unum fram á kjör- dag.“ Frjálslyndi flokk- urinn stóð ásamt óháðum að fram- boðum í þremur sveitarfélögum, í Reykjavík, Skaga- firði og Ísafirði. Sverrir sagði að það hefði munað hárs- breidd að listinn í Skagafirði næði kjöri, en mark- miðin hefðu náðst í Reykjavík og á Ísafirði. F-listinn gæti því vel við unað. „Ef litið er á heildarútkomuna má segja að Samfylkingin hafi komið bærilega út og vinstri grænir undarlega illa. Svo blöskr- ar manni að allt þetta fólk skuli vera að kjósa Framsóknarflokk- inn. Hjá Sjálfstæðisflokknum skyggir útkoman í Reykjavík á allt annað, en að öðru leyti þarf hann ekki mikið að barma sér. Í Reykjavík reiddi flokkurinn svo hátt til höggs og því er fallið hátt og þungt og það skyggir á allt annað,“ sagði Sverrir. Sverrir Hermannsson formaður Frjálslynda flokksins Ótrúlegur sigur í Reykjavík Sverrir Hermannsson „ÞETTA er stórkost- legur sigur í Reykjavík, en jafnframt hefur Samfylkingin fest ræt- ur sínar tryggilega. Hún kemur fram sem þroskaður stjórn- málaflokkur sem er bersýnilega mjög trú- verðugur í augum kjós- enda. Við festum okkur í sessi sem næststærsti flokkurinn í landinu,“ sagði Össur Skarphéð- insson, formaður Sam- fylkingarinnar um úr- slit kosninganna. „Samfylkingin kem- ur ákaflega sterk út úr þessum kosningum. Þar sem við bjóðum fram sér lista erum við að meðaltali með yfir 30% fylgi. Við vinnum ótrúlegan kosningasigur í Hafnarfirði og fara þarf alla leið aft- ur til ársins 1932 til að finna jafn stóran sigur. Þetta er mjög glæsi- legur sigur. Kórónan á þessari góðu útkomu okkar er sigurinn í Reykjavík, en þar lagði Samfylkingin sig mikið fram. Í mínum hugum er sigur Reykjavíkur- listans ákaflega sætur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn lagði svo mikið undir. Hann tefldi fram sérstökum kandídat flokksforyst- unnar sem lét ryðja borðið fyrir hann. Það var ótrúlega miklum fjármunum eytt í kosn- ingabaráttu Sjálfstæð- isflokksins og það er ekki hægt að segja ann- að en að hún hafi verið feikilega vel skipulögð og hart rekin. Eigi að síður vinnur Reykja- víkurlistinn, undir for- ystu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, þennan glæsilega sig- ur. Ég get ekki sagt annað en að útkoma Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg standi nærri af- hroði.“ Össur sagði að útkoma Samfylk- ingarinnar í einstökum sveit- arfélögum væri mjög góð. Í Árborg bætti flokkurinn við sig 14% og fékk 40% fylgi. „Þarna var rekin glæsileg kosningabarátta og þarna kom fram nýtt fólk sem ég held að eigi eftir að láta lengi að sér kveða í stjórn- málum. Við fá um 35% fylgi í Reykjanesi sem er prýðileg útkoma. Við erum við 30% markið í Kópavogi, um 35% fylgi á Akranesi. Við vinnum mjög góðan sigur í Hveragerði og eigum aðild að því að fella meirihlutan í Vestmannaeyjum.“ Össur sagði bersýnilegt að Sam- fylkingin væri í mikilli sókn á Suður- og Suðvesturlandi. Árangur flokks- ins á Norðurlandi væri einnig glæsi- legur. Meirihlutanum á Húsavík hefði tekist að halda velli. Siglufjarð- arlistanum hefði tekist að ná meiri- hluta á Siglufirði, en Samfylkingin ætti aðild að honum. Sama hefði gerst á Ólafsfirði þar sem sameign- legur listi hefði náð hreinum meiri- hluta. Össur sagðist telja að Samfylk- ingin á Akureyri hefði náð að vinna varnarsigur. Þar hefði verið spáð af- ar illa fyrir flokknum og honum ekki einu sinni spáð manni. 14% fylgi væri því ágæt niðurstaða. Merkileg pólitísk niðurstaða í Hafnarfirði Össur sagðist ekki hafa átt von á því að Ólafur F. Magnússon næði kjöri í Reykjavík. Hann sagðist hins vegar vilja óska honum til hamingju með árangurinn. Össur sagði að útkoma Vinstri grænna í kosningunum kæmi sér nokkuð á óvart. Hann sagðist hins vegar ekki vilja fella neina dóma um hvers vegna niðurstaðan hefði verið þessi. „Þeir eru með margt gott fólk í framboði og við erum víða í góðu samstarfi við þá. Um útkomu VG má hins vegar segja að menn mega ekki gleyma því að skoðanakannanir eru allt annað en niðurstaða kosninga. Það tekur enginn út sinn kosninga- sigur fyrirfram,“ sagði Össur. „Í pólitísku tilliti finnast mér úr- slitin í Hafnarfirði merkilegust. Ekki bara fyrir þá sök að Samfylkingin nær þar hreinum meirihluta, heldur vegna þess að hin pólitíska barátta var þar skýrust. Þar var tekist á um grundvallaratriði í íslenskum stjórn- málum. Tekist var á um stefnu Sjálf- stæðisflokksins sem birtist í einka- framkvæmd við byggingu skóla og einkavæðingu á kennslu. Við í Sam- fylkingunni erum algerlega á móti því að einkavæðing sé innleidd með þessum hætti. Við viljum beita henni þar sem hún á við, en hún á ekki við í félagslegri þjónustu og skólamálum. Samfylkingin í Hafnarfirði gerði þetta að kosningamáli og Hafnfirð- ingar kváðu upp sinn dóm. Þeir höfn- uðu þessari stefnu og þessari til- raunastarfsemi sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir. Ég tel að það verði til þess að í þeim bæj- arfélögum þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ítök muni hann hika við að leggja út í svona ævintýri aftur.“ Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar Trúverðugt afl í augum kjósenda Össur Skarphéðinsson Siglufjörður Ólafur Haukur Kárason S-lista Sigur vinstri- manna Á SIGLUFIRÐI féll meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Siglufjarðarlistinn fékk 5 fulltrúa af 9, eða 46,8% atkvæða. „Þetta er mik- ill sigur fyrir vinstrimenn og þeirra hreyfingu,“ segir Ólafur Haukur Kárason, oddviti Siglufjarðarlistans. „Við höfum notið þeirrar gæfu að standa hér saman vinstrimenn og við höfum nú uppskorið árangurinn eftir því. Við vinnum einn mann af Sjálf- stæðisflokknum og að sjálfsögðu eru það skilaboð fólksins um að óánægja hafi verið með störf fyrri meirihluta.“ Ólafur segir að Siglufjarðarlistinn hafi allt eins búist við því fyrirfram að fella meirihlutann. „Við vorum að vonast til að þetta gæti farið svona og það þurfti ekki mikla hreyfingu á fylgi til að niðurstöðurnar færu á þennan veg, þ.e. að hér yrði hreinn meirihluti. Árangurinn þökkum við samstöðu vinstrimanna í bænum og svo vorum við með mjög góðan lista og fína stefnuskrá.“ Ólafur segir að enn sé ekkert farið að ræða bæjarstjóramál. „Við ætlum ekki að ana að neinu í þeim efnum, heldur gefa okkur góðan tíma. Nú er komin upp ný staða, við þurfum ekki lengur að leita til annarra, en við för- um fljótlega að skoða þessi mál.“ Ólafur segir að ekki sé inni í mynd- inni að bæjarstjórinn verði pólitísk- ur. Skarphéðinn Guðmundsson B-lista Óútskýranleg- ar niðurstöður „VIÐ BJUGGUMST alls ekki við að missa meirihlutann,“ segir Skarphéð- inn Guðmundsson, oddviti Fram- sóknarflokks á Siglufirði sem hélt einum manni, en var í meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisflokk á síð- asta kjörtímabili. „Við höfum verið að vinna vel saman þetta kjörtímabil, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn og mjög margt hefur áunnist, en það var langt frá því að við reiknuðum með að missa meirihlutann.“ Skarphéðinn segist ekki geta ímyndað sér hvað orðið hafi til þess að meirihlutinn var felldur. „Það er óútskýranlegt og alveg ótrúlegt. Ég held að fólk hafi almennt ekki áttað sig á því að þetta myndi koma upp í stöðunni. Þetta kom okkur virkilega á óvart á kosningakvöldinu þegar úr- slitin fóru að skýrast. Auðvitað gat þetta gerst og ég varaði við því í minni kosningabaráttu.“ Skarphéðinn segir framsókn- armenn á Siglufirði svekkta. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega slæmt fyrir bæinn. Í kosningabarátt- unni fannst mér frekar vera straum- ur í átt til okkar en frá okkur. Við er- um að tapa innan við 1% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn missir mann. Í því felast vonbrigðin, að missa meiri- hlutann. Það hefði verið í lagi ef mað- urinn hefði farið yfir til okkar, þá hefði meirihlutinn haldist óbreyttur.“ Frá Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.