Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12
25.maí2002 12 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Austur-Hérað Eyþór Elíasson B-lista Spjótum beint að Framsókn EYÞÓR Elíasson, efsti maður á lista Framsóknarflokks í Austur Héraði, segir fylgistap B-lista að hluta til skýrast af því að minnihlutinn hefði kosið að beina gagnrýni sinni að Framsóknarflokki en ekki D-lista, samstarfsaðila í meirihluta. „Við höfðum gjarna viljað halda fjórða manninum en það tókst ekki. Minnihlutinn kaus að beina spjótum sínum að okkur en ekki samstarfs- aðilanum. Það er ein skýringin,“ segir Eyþór um kosningaúslitin. „Við vorum auðvitað í erfiðum málum á kjörtímabilinu þar sem allir voru ekki á eitt sáttir. Það var einnig töluvert útfall af fulltrúum Fram- sóknar frá síðustu kosningum. Ef- laust hefur það haft einhver áhrif.“ Eyþór segir að samkvæmt nið- urstöðum kosninganna haldi meiri- hlutinn. Á næstu dögum verði hins vegar skoðað hvaða aðilar séu til- búnir í samstarf. „Ég held að það sé ekkert óvenju- legt að menn skoði hvaða mögu- leikar séu eðlilegastir miðað við nið- urstöðuna,“ segir Eyþór. Haukur Ómarsson D-lista Mikill munur kemur á óvart „NIÐURSTÖÐUR kosninganna eru mjög mikil vonbrigði,“ segir Haukur Ómarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks á Siglufirði. Flokk- urinn fékk þrjá menn kjörna en hafði fjóra í síðustu kosningum og myndaði meirihluta í samstarfi með Framsóknarflokki. „Við stefndum að því að halda okkar fjórum mönn- um, en það tókst ekki, við töpuðum fylgi og það var sárt.“ Haukur segir niðurstöðuna alls ekki þá sem hann hafi búist við. „Við vorum nokkuð bjartsýnir og höfðum fengið mjög jákvæð við- brögð í okkar kosningabaráttu og góðar undirtektir. Okkur fannst sveiflan frekar vera í átt til okkar en frá okkur, svo þetta kom eig- inlega á óvart. Sérstaklega kom á óvart hvað varð mikill munur á Samfylkingunni og okkur þegar upp var staðið.“ Haukur segist ekki getað svarað því hver skýringin á minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks í bænum sé. „Við höfum fundað, farið yfir stöð- una og reynt að finna einhverjar skýringar. Þær eru ýmsar en þó engin sem stendur upp úr.“ Haukur segir úrslitin því hafa umtalsverðar breytingar í för með sér. „Sam- starfið hafði gengið vel en það var engin skuldbinding um að það myndi halda áfram, þó að það hefði ekki verið óeðlilegt. Það má heldur ekki gleyma því að þeir ná meiri- hluta með 45% atkvæða svo Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur eru með meirihluta atkvæða. Við erum sátt við okkar kosninga- baráttu sem okkur fannst heiðarleg. Við höfðum ekki fengið neina gagn- rýni á okkur sem við getum sagt að sé orsökin fyrir fylgistapinu. Það var einnig lítill munur á stefnu- málum okkar og Samfylkingar.“ Siglufjörður Magni Kristjánsson D-lista Vill stjórn minnihluta flokkanna „VIÐ sjálfstæðismenn erum þokka- lega sáttir við þessa niðurstöðu,“ segir Magni Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð sem fékk 23,2% atkvæða og tvo menn kjörna. „Það kom fram nýtt framboð sem sópaði að sér atkvæðum og við eins og hinir flokkarnir töpuðum fylgi þangað. En að við getum haldið okkar hlut og aukið aðeins við okkur þrátt fyrir það er sigur út af fyrir sig. Ég átti erfitt með að átta mig á stöðunni fyrirfram. Um er að ræða þrjá byggðakjarna. En ég skynjaði það að Fjarðalistinn myndi tapa miklu. Mér finnst skilaboðin frá kjós- endum ákaflega skýr, Fjarðalistinn tapar miklu fylgi milli kosninga. Það skýrist fljótlega hvort minni- hlutaflokkarnir fari saman í stjórn eða hvort Fjarðalistinn kippir ein- hverjum yfir til sín. Þetta gæti farið á báða vegu. Það er alveg ljóst að ég og minn flokkur viljum samstarf minni- hlutaflokkanna, enda værum við að bregðast kjósendum að okkar mati ef við myndum ekki gera það.“ Smári Geirsson F-lista Sameining sveitarfélaga vanþakklátt verk Í FJARÐABYGGÐ féll meirihluti Fjarðalistans. Fjarðalistinn missti 15,5% af fylgi sínu, fékk nú rúm 37% og fjóra menn kjörna en hafði sjö áður. Þess ber þó að geta að bæjarfulltrúum í Fjarðabyggð var fækkað úr 11 í 9 í þessum kosn- ingum. „Fyrir okkur Fjarðalistafólk er niðurstaðan vonbrigði,“ segir Smári Geirsson, fyrsti maður á Fjarðalist- anum. „Þegar úrslitin eru skoðuð tel ég að skýringin felist í þrennu. Í fyrsta lagi að kosningaúrslitin 1998 voru Fjarðalistanum mjög hagstæð og varla hægt að gera ráð fyrir því að sá leikur yrði endurtekinn. Í öðru lagi höfðum við sem meirihluti í bæjarstjórn unnið að sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga sem sameinuðust í Fjarðabyggð 1998. Það verk hefur verið nokkuð snúið og vanþakklátt, en það var nauðsyn- legt verk. Í þriðja lagi kemur nú fram nýtt framboð ungs fólks, Bið- listinn, og það virðist hafa töluverð áhrif, einmitt á okkar stöðu því það verður tiltölulega lítil breyting á fylgi hinna flokkanna.“ Vinstrimenn hafa haft hreinan meirihluta í Neskaupstað frá árinu 1946 og alveg til ársins 1998 þegar Fjarðabyggð verður til, að sögn Smára. „En hitt er annað mál að ef þéttbýliskjarnarnir þrír sem mynda Fjarðabyggð eru teknir, er varla hægt að telja að hátt í 40% fylgi sé slæm útkoma, miðað við styrk vinstrimanna á svæðinu öllu.“ Smári segir nokkuð víst að fylgi vinstri- manna sé enn mest í Neskaupstað. Smári segir að nú sé verið að skoða meirihlutasamstarf milli flokkanna. „Viðræður á milli manna eru hafnar. Við í Fjarðalistanum munum láta reynsluna leiða í ljós hver útkoman verður í þeim efn- um.“ SJÁLFSTÆÐISMENN í Snæfellsbæ voru kampakátir yfir að hafa haldið meirihluta sínum í bæjarstjórn, fjórum fulltrúum af sjö, þrátt fyrir að hafa misst einn fulltrúa frá síðustu kosningum. Þá buðu þrír listar fram en tveir nú. Þeim Ásbirni Óttarssyni, Ólafi Rögnvaldssyni og Jóni Þór Lúðvíkssyni þótti í öllu falli ástæða til að taka Ólínu Kristinsdóttur í fangið í fögn- uðinum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Kampakát í Snæfellsbæ Þorbergur Níels Hauksson B-lista Nýtt framboð hefur mikil áhrif „NIÐURSTAÐAN er viðunandi fyrir okkur, þó að við hefðum kosið að fá meira fylgi,“ segir Þorbergur Níels Hauksson, efsti maður á lista Fram- sóknarfélags Fjarðabyggðar sem fékk tvo menn kjörna. „Það gefur auga leið að nýja framboðið hefur mikil áhrif á úrslitin, ef það hefði ekki komið til hefðum við ef til vill verið með mun betri stöðu.“ Framsóknarfélagið fékk 22,5% at- kvæða en Þorbergur segir að vonast hafi verið eftir 25% fylgi. „Það hefði verið mjög viðunandi og allt umfram það gott.“ Þorbergur segir að óformlegar við- ræður milli flokkanna um meirihluta- samstarf hafi þegar átt sér stað og von á formlegri viðræðum í framhald- inu. „Við erum í sjálfum sér opnir bæði fyrir því að fara í meirihluta samstarf með Fjarðalistanum eða Sjálfstæðisflokki og Biðlista. Nú er bara að sjá hvaða viðbrögð maður fær þegar spilin hafa verið lögð á borðið.“ Þorbergur telur ljóst að Sjálfstæð- isflokkur og Fjarðalisti gangi ekki til samstarfs, en telur hugsanlegt að hann gangi til samstarfs við ann- aðhvort Framsóknarfélagið eða Bið- listann. „Það er ekki tímabært að segja hvernig þetta fer. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á því hvað ég vildi frekar, en við útilokum ekki neitt í þessum efnum.“ Helgi Seljan Á-lista Sigur að fella meirihlutann HELGI Seljan, oddviti Biðlistans í Fjarðabyggð, segir mikla ánægju innan flokksins með niðurstöður kosninganna, en Biðlistinn fékk einn mann kjörinn. „Við vorum við það að ná öðrum manni inn, sem hefði auð- vitað verið mjög gott, en þetta er niðurstaðan og við erum sátt við hana,“ sagði Helgi. „Við náðum að fella meirihlutann, sem hefur ekki tekist í áratugi svo það er sigur út af fyrir sig. Við renndum svolítið blint í sjóinn til að byrja með, en svo fundum við fljótt fyrir því að fólk var engan veg- inn nógu ánægt með starfandi meiri- hluta en virtist ánægt með það sem við höfðum fram að færa. Þessu fundum við sérstaklega fyrir síðustu dagana fyrir kosningar.“ Helgi segir að í kosningabarátt- unni hafi Biðlistinn lagt áherslu á að eitthvað yrði að gert til að koma í veg fyrir meiri fólksflótta úr byggð- arlaginu. „Við vorum ekki að bjóða upp á neinar einfaldar lausnir við neinu, en við vildum hins vegar marka skýra stefnu í atvinnumálum og öðru í samstarfi við íbúana. Þann- ig vildum við hugsa öll mál út frá að- eins nýrri hlið, við settum á oddinn að vinna að málum í góðu samstarfi við íbúana, að það væri ekki ein- göngu níu manna bæjarstjórn sem tæki allar ákvarðanir.“ Biðlistinn bauð fram í fyrsta skipti í nýafstöðnum kosningum. Hann skipar, að sögn Helga, aðallega ungt fólk úr byggðarlaginu. „Við erum með ólíkar skoðanir en sameiginleg markmið. Við höfum haldið þeirri skoðun okkar á lofti að okkur finnst flokkapólitík ekki eiga heima í bæj- arstjórnarmálum, hún þvælist fyrir og ég held að við höfum nú náð að sanna okkar mál.“ Meirihlutaviðræður standa nú yfir í Fjarðabyggð. „Við stefnum á að komast í meirihluta, en ef það verð- ur okkar hlutskipti að vera í minni- hluta munum við vinna að okkar málum í samræmi við það.“ Snæfellsbær Ásbjörn Óttarsson D-lista Fylgi umfram væntingar ÁSBJÖRN Óttarsson, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Snæ- fellsbæ, þakkar sterkri stöðu og öfl- ugum lista góðan árangur í kosning- unum. Sjálfstæðisflokkur hélt hreinum meirihluta, 4 bæj- arfulltrúum, og bætir töluvert við sig í fylgi. „Við mátum stöðuna þannig að þar sem hinir listarnir fóru saman gætu úrslitin oltið á mjög litlu,“ seg- ir Ásbjörn. Hann segir úrslitin vera vel umfram væntingar. D-listi hafi vonast eftir rúmlega 50% fylgi en fengið yfir 60%. „Staða okkar hefur verið mjög sterk á síðasta kjörtímabili og við höfum átt málefni að verja. Þetta er sama fólkið sem heldur áfram og hefur unnið gott starf. Ég held að það sé það fyrst og fremst sem ræð- ur úrslitum.“ Fjarðabyggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.