Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Garðar Þórhall-son fæddist á Djúpavogi 18. apríl 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þórhallur Sig- tryggsson, kaup- félagsstjóri á Djúpa- vogi, f. 4. jan 1885, d. 11. sept. 1959, og kona hans Kristbjörg Sveinsdóttir, f. 7. apríl 1986, d. 23. nóv. 1965, frá Fagradal í Vopnafirði. Þau Þórhallur og Kristbjörg eignuðust tíu börn. Tvö þeirra dóu í bernsku. Til fullorðins- ára komust, auk Garðars: Anna Sigríður, f. 14. des.1910, fyrrver- andi stjórnarráðsfulltrúi; Leifur Sveinbjörn, f. 14. apríl 1912, d. 25. júlí 1975, deildarstjóri hjá SÍS; Baldur, f. 8. maí 1915, d. 10. nóv. 1987, húsasmíðameistari; Sig- tryggur, f. 2. mars 1917, bókari; Þorbjörg, f. 2. júní 1919, d. 15. maí 1992, húsmóðir, Hulda, f. 11. júlí 1921, húsmóðir. Yngst er Nanna, f. bæði silfur- og gullmerki félagsins. Hann sat einig í stjórn Veiði- og fiskiræktarráðs Reykjavíkur. Garðar kvæntist, 9. okt. 1937, Kristínu Jóhönnu, f. 1. júlí 1912, d. 12. nóv. 1981. Kristín var dóttir Sölva Jónssonar, bóksala í Reykja- vík, og konu hans Jónínu Gunn- laugsdóttur. Garðar og Krístín eignuðust fimm börn. Þau eru: Erla Kristbjörg, f. 26. júlí 1939, starfs- maður í Pharmaco hf., maki Ágúst Karlsson tæknifræðingur og eiga þau þrjú börn; Silvía Jónína, f. 27. júlí 1939, bankamaður, maki Gunn- ar Dyrset tannlæknir. Þau Silvía og Gunnar eiga hvort um sig tvö börn frá fyrra hjónabandi; Garðar Þór- hallur, f. 9. nóv. 1944, hrl., maki Sölvína Konráðs sálfræðingur og eiga þau tvö börn; Sigrún Hulda, f. 28. feb. 1948, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kanada, maki Helmar Lloyd Eriksson framkvæmdastjóri. Sigrún á tvö börn með fyrrverandi maka sínum, Guðmundi Magnasyni endurskoðanda; Anna Sigríður, f. 5. sept. 1954, heildsali, maki henn- ar er Skúli Björnsson, heildsali í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn. Barnabarnabörn Garðars eru orð- in sex talsins. Útför Garðars fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánu- daginn 24. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. 16. júní 1924, fyrrv. sölumaður hjá SÍS. Garðar ólst upp í foreldrahúsum á Djúpavogi. Á ung- lingsárum sínum vann hann við verslunar- störf. Hann stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum og síðar við Samvinnuskólann, þaðan sem hann lauk prófi vorið 1934. Árið 1936 fluttist Garðar til Reykjavík- ur þar sem hann starf- aði um skeið sem sölu- maður hjá G. Helgason og Melsteð. Til Búnaðarbanka Íslands réðst hann árið 1941 og starfaði þar þangað til hann lauk störfum fyrir aldurssakir 1984, þar af sem aðal- féhirðir í 23 ár. Garðar átti sæti í stjórn starfs- mannafélags bankans um árabil og var tvívegis formaður þess. Enn- fremur var hann í stjórn Oddfell- owstúkunnar Þormóðs Goða. Hann var formaður Elliðaár- nefndar Stangaveiðifélags Reykja- víkur til langs tíma og var sæmdur Jarðneskri dvöl heiðursmanns er lokið. Garðar Þórhallsson er látinn eftir nokkurra mánaða legu. Hann naut frábærrar umönnunar lækna og annars starfsfólks á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Þótt ljóst hafi verið í nokk- urn tíma að hverju stefndi eru sorg- aráföll ættingja og vina ávallt þau sömu þegar um ástvinamissi er að ræða. Hugarró Garðars og raunsæi var til fyrirmyndar. Jafnvægisgeð og hnyttin tilsvör hafði hann ávallt á hraðbergi. Þetta létti honum tilvistina og einnig þeim sem í návist hans voru. Hann var æðrulaus til hinstu stundar. Það nálgast óðum hálfa öld síðan fundum okkar bar fyrst saman. Báðir áttu þá heima við sömu götu og kynn- in byrjuðu ósköp sakleysislega . Við hittumst í strætó eða á göngu í göt- unni og höfðum lítil afskipti hvor af öðrum. Ekki leið langur tími þar til undirritaður fór að gerast nokkuð ágengur við fjölskylduna. Þetta fór ekki framhjá Garðari og Kristínu. Áreitnin stafaði af því að þau áttu gjörvilega gjafvaxta dóttur sem vakti athygli ungs manns. Nokkru síðar og alla tíð síðan hef ég átt því láni að fagna að mega kalla Garðar tengda- föður minn. Kynni okkar hafa alla tíð verið með miklum ágætum. Þau hafa bæði ein- kennst af vináttu og trausti í minn garð, sem ég naut af hálfu beggja hjónanna. Garðar var mildur og ljúfur heim- ilisfaðir. Hann var félagslyndur og glaður í vinahópi en átti jafnauðvelt með að taka virkan þátt í umræðu um mannleg samskipti á sviði menningar og mannræktar. Hann lét sér annt um Oddfellowregluna á Íslandi og var þar virkur þátttakandi. Kirkju sinni var hann trúr og tók þátt í kirkju- starfinu af heilum huga. Langholts- kirkja var hans samastaður við mess- ur á sunnudögum og þess á milli við aðrar athafnir eins og tónlistarsam- komur. Langholtssöfnuður og bygging kirkjunnar var alla tíð hans hjartans mál. Hann fylgdist grannt með fram- gangi byggingarinnar sem fór fram í áföngum eftir því sem efni stóðu til, enda fór hann með vörslu bygging- arsjóðsins um langt skeið. Listræna hæfileika hafði hann á tónlistar- og myndlistarsviði. Þekking hans og áhugi á sígildri tónlist var áhugaverð og naut hann þess að hlusta á plötur sínar sér til hvíldar og hugarléttis. Frístundamálari var hann góður og hefði eflaust unnið sér nafn á því sviði ef hann hefði kært sig um að leita álits almennings um myndverk sín. Garðar hafði mikið yndi af laxveið- um. Þótt hann væri víða kunnugur voru Elliðaárnar hans uppáhalds veiðiá, eða bæjarlækurinn eins og hann kallaði gjarnan veiðisvæðið. Eins og títt er um gamalt fólk skerðist skammtímaminni þess oft. Þegar heilsu Garðars hnignaði gat verið erfitt að halda uppi samræðum um hvað sem var. Tvennt var það sem aldrei brást. Laxveiði, þá einkum í Elliðaánum, og allt sem þeim veiðiskap tilheyrir, allt frá fluguhnýtingum til þess að draga fisk á land. Hitt voru æskustöðvarnar. Þar var hann með allt á hreinu, allt frá smæstu fjörusteinum þar sem hann lék sér sem lítill drengur, til stærstu fjalla, ásamt staðháttum öllum og heiti íbúa staðarins á þeim tíma. Hann dvaldi þar í huganum löngum stundum. Ljóst var að hann átti ljúfar minningar af heimaslóðum. Eftir að Garðar missti konu sína fyrir tuttugu og einu ári varð tilvist hans fábreyttari og skömmu síðar hætti hann störfum í bankanum. Það var til mikillar fyrirmyndar hve börn- in hans og aðrir vinir voru iðin við að hafa samband við hann og heim- sækja, ásamt því að stofna til smáveg- is fagnaðar til að hressa upp á fá- breyttan hversdagsleikann. Þessa naut gamli maðurin svo að unun var að, enda var fjölskyldan og aðrir vinir hans hjartans mál. Nú eru breyttir tímar hjá fjölskyld- unni og Karfavogurinn tilheyrir brátt ljúfum minningum um liðin uppvaxt- arár og yndislega foreldra, en góðar minningar eru gulli betri. Garðar hefur nú lagt upp í hinstu ferð til móts við ástvini sína á öðru til- verustigi. Það er bjart yfir minningu Garðars Þórhallssonar. Ágúst Karlsson. Þá er löngu og gæfuríku æviskeiði Garðars Þóhallssonar lokið. Í mörg ár hefur hann háð býsna snarpar orust- ur við hana elli kerlingu og sumar hverjar voru grátbroslegar. Hann vann margar orusturnar en að lokum tapaði hann stríðinu, einsog náttúru- lögmálið kveður á um. Hann tengdapabbi minn vildi ekki eldast, aðeins þroskast, hann vildi ekki verða lasburða gamalmenni en þannig fór það nú samt. Þrátt fyrir langvarandi og erfið veikindi og marga slæma daga gægðist nú samt ung sál fram úr slitnu hulstrinu augnablik og augnablik. Á einu slíku augnabliki um síðustu páska fór hann með slitrur úr síðasta erindi ljóðs eftir Stein Steinar fyrir mig. Þetta var ljóðið „Til hinna dauðu“. Það er kynleg speki og kannski of þung fyrir menn, og það kostar mikið að öðlast þekkingu slíka. En ég, sem er lifandi maður og ungur enn, er ekki svo grænn sem þið haldið. Ég veit það líka. Svo brosti hann. Ég hélt þá að ég skildi skilaboðin en eftir á að hyggja gerði ég það sjálfsagt ekki. Hann Garðar var háttvís, dagfars- prúður og yfirvegaður, talaði ekki mikið en sagði margt. Slíkum kostum eru aðeins þeir búnir sem mikið skap hafa og kunna að stjórna því. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á mönn- um og málefnum og fór ekki í laun- kofa með þær. Þegar hann hafði myndað sér skoðun dugðu hvorki mótrök né andsvör. Hann hélt sínu striki. Sumir segja að svona sé skap- höfn Austfirðinga og sér í lagi þeirra sem ættir eiga að rekja til hennar Skaftafellssýslu. Við Skaftfellingarnir vorum því ekki alltaf sammála um dægurmálin en vorum þokkalega samstíga í því sem meira máli skipti. Allt fram á síðasta dag hélt hann kímnigáfunni og við eftirlifendur eig- um frá honum digran sjóð hnyttinna tilsvara og ummæla. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp við hugsjónir samvinnu og þjóð- rækni. „Fram fram aldrei að víkja“ og „Íslandi allt“ voru kjörorð hans ung- dómsára. Hann taldi, að það að móta sér stefnu í lífinu og framfylgja henni væri skylda hvers einstaklings og hamingjan væri fólgin í því að missa ekki sjónar á því sem framundan væri. Þannig lifði hann og starfaði. Á fyrstu árunum eftir stríð bárust Garðari fréttir af því að nú væru bankamenn að hugsa um að fara að byggja yfir sig í nýju hverfi. Hann leit í veskið sitt og þar átti hann fimm krónur. Ekki var ástandið björgulegt og börnin voru þrjú. En hann Garðar Þórhallsson markaði sér að sjálf- sögðu stefnu í húsbyggingamálum, framfylgdi henni og húsið í Karfavogi 46 var byggt og það var æ síðan heim- ili hans. Húsbyggingin kostaði auka- vinnu í mörg ár. Kristín kona hans var útsjónarsöm og kunni þá fágætu list að gera mikið úr litlu og skapa höfðingsbrag á heimilinu. Kristín hafði sem ung stúlka dvalið um tíma í Kanada, heimilið bar þess merki að húsmóðirin hafði lært ýmislegt til verka sem þá var sjaldgæft hér á landi. Þegar ég kynntist þeim hjónum, Garðari og Kristínu, árið 1967 var að- eins farið að hægjast um og þau voru rétt farin að geta leyft sér munað eins og sumarfrí í útlöndum og þá var ekki ýkja langt síðan fyrsti bíllinn hafði verið keyptur. Í takt við tímann höfðu þau komið sér upp fastmótuðum kyn- bundum hlutverkum á heimilinu. Hún sá um uppeldið og allt innandyra, hann fór til vinnu, sinnti áhugamálum sínum, kom heim og settist í hús- bóndastólinn. Þannig var þeirra heimur, rétt eins og á öðrum heim- ilum hinnar fyrstu íslensku millistétt- ar. Börnin urðu fimm og tæplega var það yngsta komið af höndum þegar Kristín fór að sinna barnabörnunum. Nokkur þeirra áttu sitt annað heimili í Karfavogi 46 um lengri eða skemmri tíma. En það syrti að, Kristín lést eftir erfið veikindi árið 1981. Nú þurfti hann tengdapabbi að læra að lifa uppá nýtt og það var ekki átakalaust. Hann kunni ekki það sem hún Kristín hafði kunnað. Hann gat ekki það sem hún hafði getað. Ekkert og enginn gat komið í hennar stað. Nokkrum árum síðar hætti hann að vinna, hann var kominn á aldur eins og sagt er. Þá kom annað tímabil nýrrar aðlögunar. Það varð honum heldur ekki alltaf auðvelt, þrátt fyrir laxveiðarnar og ýmis önnur áhuga- mál. En nú var kominn sá tími í lífi hans að hann gaf sér stundir fyrir af- komendur sína og afabörnin og lang- afabörnin fengu að njóta góðra stunda með honum og læra af honum. Hann tengdapabbi var listnæmur og hvergi naut sá eðliskostur sín bet- ur en þegar hann var við árnar. Lax- veiði var list í hans augum, við árnar naut hann samvista við náttúruna til hins ítrasta. Það var unun að sjá hann kasta flugunni af næmni á gáraðan vatnsflötinn. „Þarna tekur hann,“ sagði veiðmaðurinn, svo var hann á, með natni landaði hann svo fengnum rólega og yfirvegað eins og sá einn gerir sem kann sitt fag til fullnustu. Hamagangur og kapp við árnar voru honum ekki að skapi, slíkt átti heima úti á sjó. Honum fannst að of margir kynnu ekki að greina muninn á stang- veiðum og línuveiðum. Garðar um- gekkst náttúruna af dásamlegri alúð, áin og árbakkinn voru í hans huga dýrmæti sem sýna á virðingu. Það er ekki svo fjarri sanni að hún Elliðaá hafi verið hans ástkona um áratuga- skeið og hann fann til með henni núna síðustu árin og hún vonandi með hon- um. Það var nú einhvern veginn þannig að Elliðaá missti styrkinn um svipað leyti og hann Garðar. Að sjálf- sögðu var hann búinn að bóka dag í ánni sinni í sumar. Garðar Þórhallsson varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá lífsstarf sitt og innlegg birtast í afkomendum sínum og hann var stoltur af. „Þetta er allt í réttri röð,“ sagði hann og bætti svo við, „þegar höfuðið er upp og fæturnir niður, er allt eins- og það á að vera.“ Nú hefur hann tengdapabbi minn fengið hvíldina og það er líka eins og það á að vera. Sölvína Konráðs. Nú hefur mikill heiðursmaður kvatt þennan heim, hann Garðar Þór- hallsson tengdafaðir minn. Það mun hafa verið 1973 er ég fór að gera harða atlögu að yngstu dóttur Garðars Þórhallssonar sem ég hitti hann fyrst. Hann var aðalféhirðir í Búnaðarbankanum, en ég var gítar- leikari í rokkhljómsveit með hár niður fyrir axlir og áreiðanlega ekki árenni- legur kandidat í fjölskylduna. Ég kom því í Karfavoginn fullur kvíða um móttökurnar en Kristín og Garðar létu ekki á neinu bera þó að þau hafi sjálfsagt hugsað sitt. Eitt leiddi af öðru og eftir rétt rúmlega ár leiddi Garðar Önnu Siggu upp að altarinu. Á sinn hátt tók hann til við að „skóla“ mig til og byrjaði á að reyna að gera veiðimann úr gítarleikaran- um, sem hafði aldrei komið nálagt slíku. Það voru margar veiðiferðirnar í Elliðaárnar sem hann fór með mig í og af mikilli þrautseigju lagði hann sig fram um að gera fluguveiðimann úr undirrituðum. Honum hafa sjálf- sagt blöskrað aðfarirnar en aldrei gafst hann upp og hélt áfram von- lausu verkinu fullur bjartsýni. Það var undarlegt að yfirleitt tók hann „kvótann“ í næstu veiðiferð þeg- ar tengdasonurinn var ekki með! Það var einstakt að fylgjast með Garðari á bökkum Elliðaánna. Hann þekkti þær eins og lófann á sér og vissi nákvæmlega hvar fiskur lá undir steini. Honum var líka afar annt um árnar og beitti sér af eindrægni fyrir vernd þeirra og var langt á undan sinni samtíð í skilningi á umhverfis- vernd. Hann tók nærri sér hve nálægt ánum var höggvið með byggðaþróun borgarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum. Ég er sannfærður um að fyrir hans orð hefur skilningur á verndun ánna aukist síðustu ár og er það vel. Mér er minnisstæð ferð í Aðaldal- inn sumarið 1993. Þetta var heitur og sólríkur dagur og var farið í berjamó á bökkum Laxár. Eftir skamma stund hvarf Garðar sjónum okkar og þrátt fyrir mikla leit fannst hann alls ekki. Hann var gjörsamlega horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann. Var farið að íhuga að kalla á Björgunarsveitina Garðar á Húsavík því að leit hafði staðið yfir í tæpa tvo tíma þegar hrot- ur bárust til eyrna upp úr einni gjót- unni. Þar hafði Garðar lagt sig og svaf vært þrátt fyrir að ferðafélagarnir hefðu öskrað sig hása allt í kringum hann. Garðar og Kristín voru frumbyggj- ar í Langholts- og Vogahverfi. Þau tóku forystu í uppbyggingu Lang- holtssafnaðar og starfaði Garðar í fjölda ára að uppbyggingarstarfi, m.a. sem formaður Bræðrafélagsins og gjaldkeri sóknarnefndar. Þar vann hann ötult starf og hann var mjög stoltur af kirkjunni sinni sem hann sótti eins lengi og heilsa leyfði. Garðar missti Kristínu sína árið 1981 og hætti að vinna stuttu síðar. Hann settist þó ekki í helgan stein. Hann var mjög virkur í SVFR og Oddfellowhreyfingunni, fór í veiði- túra, til Kanaríeyja o.s.frv. Garðar var mikill stemmningsmað- ur og einstakur húmoristi. Hann var hvers manns hugljúfi og góður félagi sem verður sárt saknað. Hann átti þó góða ævi og skilur eftir sig spor sem ekki verða máð í burtu. Skúli J. Björnsson. Þá er nú elsku afi búinn að fá hvíld- ina. Afi sem hafði um það bil 20 líf og var einhver sá mesti húmoristi og töffari sem ég hef mætt á ævinni. Fjölskyldan hefur verið að búa sig undir það í nokkurn tíma hvert stefndi enda með ólíkindum hvað maðurinn virtist bara hreinlega hressast við hvert hjartaáfallið, en þegar akkerið okkar, elsku afi, límið sem hefur haldið okkur svona pikk- föstum saman er svo bara farið í al- vörunni, eru viðbrigðin svo mikil. Þegar horft er upp á einhvern sem manni þykir vænt um tapa algerlega heilsu og þrótti á stuttum tíma verður GARÐAR ÞÓRHALLSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.