Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið „Í hring-
iðunni í 40 ár“ frá Radisson
SAS Hótel Sögu. Blaðinu verð-
ur dreift um allt land.
LÖGREGLA hefur ekki náð
tali af manni sem sagðist í út-
varpsviðtali hafa orðið vitni að
því þegar eiturslanga slapp út
úr húsi í Grafarvogi síðastliðið
mánudagskvöld. Í öðru út-
varpsviðtali á föstudag var
staðhæft að slangan hefði
fundist á húsþaki í hverfinu en
lögreglan hefur efasemdir um
sannleiksgildi sögunnar allrar.
Viðmælandinn
finnst ekki
Eins og Morgunblaðið
greindi frá á föstudag náðist
ekki í viðmælandann úr út-
varpsþættinum, þar sem
þáttastjórnandinn vissi ekki
nafn hans. Að sögn lögreglu er
málið því strand og óvíst hvort
frekar verður aðhafst í málinu.
Lögreglumaðurinn sem
Morgunblaðið ræddi við segist
hafa sínar efasemdir um að
maðurinn sem auglýst hefur
verið eftir hafi verið að segja
sannleikann í fyrra útvarpsvið-
talinu. Þannig væri hugsanlegt
að hringt hafi verið inn í síðara
viðtalinu til að „bjarga sér fyr-
ir horn“, eins og hann orðaði
það.
Efasemd-
ir um til-
vist eitur-
slöngu
ÖRN Johnson, flugmaður eins
hreyfils vélarinnar sem nauðlenti
við bæinn Á á Skarðsströnd á föstu-
dagskvöldið, segir að annað hreyf-
ilblað vélarinnar hafi brotnað á
flugi en ekki skemmst við lend-
inguna eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins í gær, sem byggð
var á upplýsingum Flugmála-
stjórnar. Mjög sjaldgæft sé að slíkt
gerist og reynsla hans og annars
flugmanns sem í vélinni var hafi tví-
mælalaust skipt sköpum við lend-
inguna.
Örn segir að vélin, sem er af gerð-
inni Jodel, hafi verið í samfloti með
11 öðrum vélum sem lögðu upp í
skemmtiferð frá Reykjavík og Mos-
fellsbæ um hálfáttaleytið á föstu-
dagskvöld en ferðinni hafi verið
heitið að Holti í Önundarfirði.
„Ferðin gekk vel í blíðskaparveðri
en í 4.000 feta hæð yfir Klofningi
kom skyndilega mikill hristingur á
vélina. Við drápum á hreyfli vél-
arinnar og ofreistum hana til þess
að stöðva snúning hins skrúfublaðs-
ins. Hófst svo leit að lendingarstað
en þar sem við vorum í 4.000 feta
hæð gáfust til þess nokkrar mínútur
enda lækkaði vélin hæð sína aðeins
um 600 til 700 fet á mínútu. Okkur
þótti vegurinn á Skarðsströnd álit-
legastur en þar sem flugvélin er lág-
þekja og vegstikur eru beggja
vegna vegarins töldum við lendingu
á túni heppilegri og fundum við tún
við bæinn Á á Skarðsströnd, svifum
þangað til lendingar og tókst lend-
ingin vel,“ segir Örn.
Farþegi Arnar í vélinni var Jón
Karl Snorrason atvinnuflugmaður
og eru þeir Örn báðir þrautreyndir
flugmenn sem hafa æft nauðlend-
ingar í mörg ár í lendingarkeppn-
um. Örn telur ekki nokkurn vafa
leika á því að reynsla þeirra í nauð-
lendingum hafi skipt sköpum í at-
vikinu á föstudag. „Hún gerði það
að verkum að við gátum á örskömm-
um tíma metið möguleika okkar til
þess að finna heppilegan lending-
arstað og tekið ákvörðun um lend-
ingu í réttri hæð svo að hægt væri
að hitta á túnið á réttum stað,“ segir
Örn. Aðspurður segir Örn að þeim
hafi auðvitað brugðið verulega þeg-
ar atburðurinn varð. „Hvorugur
okkar hefur lent í þessu áður enda
tel ég að svona atvik séu afskaplega
sjaldgæf. Að lokinni lendingu skoð-
uðum við brotna skrúfublaðið og er
ekki að sjá neitt sem bendir til gam-
allar sprungu í því svo þetta kom
mjög óvænt. Að auki erum við þess
báðir fullvissir að við fengum ekki
fugl á okkur,“ segir Örn.
Hann segir að við atvikið hafi þeir
Jón Karl strax látið hinar vélarnar
vita að það væri hættuástand um
borð og óskað eftir að Flug-
málastjórn yrði gert viðvart. „Eftir
lendinguna létum við samferðafólk
okkar vita að hún hefði heppnast vel
og óskuðum þeim svo góðrar ferðar
um helgina,“ segir Örn.
Nauðlending eins hreyfils flugvélar á Skarðsströnd í fyrrakvöld
Annað hreyfilblaðið brotnaði
Ljósmynd/Egill Rúnar Reynisson
Flugmennirnir Örn Johnson og Jón Karl Snorrason standa við vélina eftir vel heppnaða nauðlendingu.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að það hafi verið mat lögreglu-
yfirvalda að lögreglan treysti sér
ekki til þess að tryggja öryggi for-
seta Kína og sendinefndar hans
nema fylgjendum Falun Gong yrði
meinuð landganga á Íslandi.
„Það hefði verið ábyrgðarlaust af
hálfu stjórnvalda að hafa að engu
ráðleggingar þeirra og álit sem best
þekkja til,“ segir Davíð í viðtali sem
birt er í Morgunblaðinu í dag.
Hefðum orðið að gera hið sama
ef 1.000 Tíbetar hefðu komið
Forsætisráðherra segir það um-
husunarefni að 500 til 600 manna vel
skipulagður hópur útlendinga geti
ákveðið að sækja landið heim í þeim
eina tilgangi að breyta eða skaða
verulega ákvarðanir sem rétt kjörin
stjórnvöld hafa tekið.
Davíð segir alveg fráleitt að saka
ríkisstjórnina um að ganga erinda
kommúnistastjórnar vegna fram-
göngu sinnar í þessu máli. ,,Við hefð-
um orðið að gera hið sama ef hingað
hefðu komið eitt þúsund Tíbetar. Ég
ber mikla virðingu fyrir þeirra mál-
stað en ef þúsund Tíbetar hefðu
hingað komið og ætlað að stöðva
heimsókn Kínaforseta, þá hefðum
við ekki getað unað því heldur. Það
hefði engin þjóð gert,“ segir hann.
Formaður dagskrárnefndar á
þjóðhátíð hóf stórpólitíska árás
Davíð gagnrýnir í viðtalinu við-
brögð við aðgerðum stjórnvalda og
ræðu sem Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, borgarfulltrúi og formaður
þjóðhátíðarnefndar í Reykjavík,
flutti á Austurvelli 17. júní.
„Meira að segja formaður dag-
skrárnefndarinnar, sem á að gera
grein fyrir dagskránni, hóf stórpóli-
tíska árás á forseta og ríkisstjórn í
viðurvist tuga erlendra sendimanna
og dylgjaði um að stjórnvöld á Ís-
landi væru kynþáttahatarar. Ég hef
heyrt einhverja sjálfskipaða um-
ræðusnillinga halda því fram að það
væri bara sjálfsagt mál. Viðkomandi
hefðu að öðrum kosti ekki getað ver-
ið þarna. Gat þá ekki alveg eins
stjórnandi lúðrasveitarinnar líka
tjáð sig um þetta? Ráðist á ríkis-
stjórnina og forsetann fyrir framan
50 erlenda sendiherra eins og for-
maður dagskrárnefndarinnar tekur
allt í einu upp hjá sér að gera?“ segir
Davíð.
Byggðist á
mati lögreglu-
yfirvalda
Ólíkar/10–12
Davíð Oddsson forsætisráðherra
um þá ákvörðun að meina
fylgjendum Falun Gong landgöngu
HAGNAÐUR Alcan á Íslandi
(ISAL) eftir skatta árið 2001 var 2,6
milljarðar króna. Velta fyrirtækisins
nam 26,6 milljörðum króna og skatt-
greiðslur vegna ársins 2001 voru
rúmar 900 milljónir króna. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu.
Þar segir að framleiðslumet hafi
verið slegið enn eitt árið þar sem
168.276 tonn af áli hafi verið fram-
leidd á síðasta ári. Þá hafi útflutn-
ingsverðmæti framleiðslunnar num-
ið um 13,5% af heildarverðmæti
útfluttra vara frá Íslandi árið 2001.
Fram kemur að framleiðsla síð-
asta árs var 4% hærri en áætluð ár-
leg framleiðslugeta verksmiðjunnar
en með sértækum aðgerðum tókst að
auka framleiðsluna verulega. „Af-
koma ársins 2001 er ein sú besta í
sögu fyrirtækisins, þrátt fyrir að ál-
verð hafi verið lágt. Meðalverð árs-
ins var 1.456 Bandaríkjadalir á tonn
af áli á heimsmarkaði, 111 dollurum
lægra en árið 2000,“ segir í tilkynn-
ingunni. Helstu skýringar á hinni
góðu afkomu eru sagðar góður
tæknilegur rekstur verksmiðjunnar
og aukin framleiðsla, auk þess sem
gengisþróun hafi haft jákvæð áhrif á
rekstrarreikning fyrirtækisns.
Reiknað með hækkun
á álverði
Loks segir að horfur fyrir yfir-
standandi ár séu góðar þrátt fyrir að
álverð hafi enn lækkað frá því í fyrra.
„Reiknað er með að verðið fari að
hækka að nýju á seinni hluta þessa
árs og spurn eftir áli aukist með
bættu efnahagsástandi víða um
heim.“
Lögformlegu nafni ISAL var
breytt á aðalfundi félagsins hinn 5.
júní þegar nafnið „Íslenska álfélagið
hf.“ var lagt niður og „Alcan á Ís-
landi hf.“ tekið upp í staðinn. Verk-
smiðjan sjálf verður þó áfram kölluð
ISAL. Nafnabreytingin endurspegl-
ar breytt eignarhald fyrirtækisins.
Þá urðu breytingar á stjórn ISAL
þegar Cynthia Carroll, yfirmaður
hráálsdeildar Alcan, tók sæti Emery
LeBlanc, fyrrverandi yfirmanns hrá-
álsdeildarinnar, sem hefur látið af
störfum vegna aldurs.
Ein besta afkoma í sögu
Alcan á Íslandi (ISAL)
KANDÍDATAR við brautskráningu
frá Háskóla Íslands í gær voru 715
talsins. Athöfnin fór fram í Laug-
ardalshöll við mikið fjölmenni.
Dagskráin hófst að venju með því
að prófskírteini voru afhent en að
því búnu ávarpaði rektor kandídat-
ana. Þetta var í fyrsta sinn sem
nemar úr framhaldsnámi í laga-
deild og guðfræðideild útskrifuðust
og sömu sögu má segja af nemum í
MBA-námi við háskólann.
Morgunblaðið/Jim Smart
715 kandídatar brautskráðir frá HÍ