Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 45 ARKARHOLT 11 - Mosfellsbæ Fallegt 140 fm einbýlishús með 46 fm bílskúr og glæsi- legri 1.000 fm lóð í botngötu. 4 svefnherbergi, stór stofa, gott baðherb., eldhús og þvotta- hús. Ágúst og Jóhanna sýna íbúðina í dag milli kl. 13 og 16, sími 566 8869/693 9797. Opið hús í dag frá kl. 13-16 Glæsilegt 108 fm raðhús með góðum garði. 3 svefnherb., baðherb. með kari, falleg og björt stofa, opið eldhús og sjónvarpshol á millipalli. Ólöf og Guðmundur taka vel á móti ykkur í dag á milli kl. 13 og 16, sími 566 8338/821 3403. Verð kr. 14,9 m. KRÓKABYGGÐ 12 - Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Fífulind 2, Kóp. – Íbúð 0401 Falleg 130 fm 3-4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Vandaðar inn- réttingar og gólfefni, stórar stofur. Vilhelmína Smáradóttir tekur á móti gestum frá kl. 14-16. V. 14,9 m. 4055. Reyrengi 10, Rvík – Íbúð 0102 Falleg og vel skipulögð 4ra her- bergja íbúð á jarðhæð. Sérinn- gangur og sérgarður. Vel staðsett, gott útsýni, skammt frá verslun og þjónustu. Húsið nýmálað og við- gert að utan. Guðbjörg Helga- dóttir tekur á móti gestum frá kl. 14-16. V. 12,9 m. 5781. OPIÐ HÚS Í DAG jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, HAGAMELUR 27 Mjög rúmgóð fimm herbergja íbúð á frábærum stað í vesturbænum á 3. hæð í góðu húsi. Nýtt þak, nýtt rafmagn og nýr marmaramúr utan á húsinu. Íbúðin er björt og vel skipulögð með tvær samliggjandi stofur og tvö svefnherbergi. Hverfið er gott, stutt í skóla og þjónustu. Flísar og parket á gólf- um. Verð 14,6 millj. Nr. 2108 Björt og rúmgóð 78 fm íbúð á 10. hæð í góðu lyftuhúsi. Gott herbergi, stór stofa, svalirnar stórar og góðar. Gríðarlegt útsýni sem gerist ekki betra. Íbúðin er laus til af- hendingar strax. Verð 11,9 millj. Díana tekur á móti þér og þínum. Bjalla merkt 10.04. Opið hús í dag milli kl. 13 og 15 „Penthouse“íbúð – Veghús 31, Grafarvogi Um er að ræða snyrtilegt 3ja herbergja sumarhús, þ.e. 2 svefnherb auk ca. 20 fm svefnlofts. Húsið um 42 fm að gólffleti. Sumarbústaðurinn stendur við Útey 5b við Laugarvatn. ca 1 mín akstur frá Laugar- vatni). Bústaðurinn hefur mjög gott útsýni. Ef þú hefur áhuga á góðum bústað kíktu þá við, því þessi er vel þess virði. Ca 180 fm verönd með skjólvegg. Valdimar og Sigga taka vel á móti þér og þínum milli kl. 11:00 og 17:00 í dag. S. 869 8232 og 553 3218. Verð TILBOÐ - TILBOÐ Opið hús í dag - Útey 5B Laugarvatni Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 VIÐARRIMI 32 - EINBÝLI Vandað og vel byggt 164 fm timb- urhús á einni hæð ásamt inn- byggðum 34 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett við lokaða götu í rólegu og rótgrónu hverfi. Fjögur svefnherbergi. Góður garður. Stutt er í alla þjónustu. V. 20,9 m. EYDÍS OG BJÖRN SÝNA HÚSIÐ Í DAG MILLI KL. 14 OG 17. OPIN HÚS FRÁ KL. 14-17 LANGHOLTSVEGUR 176 - M. BÍLSK. Rúmgóð og vel skipulögð ca 100 fm rishæð ásamt 28 fm bílskúr í rótgrónu og rólegu umhverfi. Stórir kvistir og svalir. Góðar inn- réttingar. Parket og dúkar á gólf- um. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Verð 14,4 millj. KRISTRÚN OG SÆMUNDUR SÝNA ÍBÚÐINA Í DAG MILLI KL. 14 OG 17. WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 SOGAVEGUR 127 - OPIÐ HÚS Í DAG Virkilega skemmtilegt 145 fm einbýlis- hús. Parket og flísar. Gott skipulag. Eign sem býður uppá mikla möguleika. 4-5 svefnherb. Fallegur garður. Þórdís og Þórður taka vel á móti ykkur á milli kl. 14 og 17 í dag. Áhv. 4,8 m V. 15,5 m. (3381) BERGSTAÐASTRÆTI 12 - OPIÐ HÚS Í DAG Mjög góð 4ra herb. 102 fm íbúð á jarð- hæð í Þingholtunum. Flísar og nýlegur linoleumdúkur á gólfum. Íbúð sem býð- ur uppá mikla möguleika. Íbúð sem þarfnast smá lagfæringa. Bjarni og Lára Þyrí taka vel á móti ykkur á milli kl. 16 og 18 í dag. V. 10,9 m. (2925) UGLUHÓLAR 8 - OPIÐ HÚS Í DAG Mjög góð 3ja herb. 65 fm íbúð á jarð- hæð. 2 góð herb. Stór stofa, útgengt í garð. Parket á gólfli. Mikið endurnýjuð. Íbúðin er laus strax. Sandra tekur vel á móti ykkur milli kl. 14 og 16 í dag. Áhv. ca 6 m. V. 8,9 m. (3374) MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Skot- veiðifélags Íslands. „Tólfta júní barst fréttatilkynning frá Náttúrufræðistofnun Íslands um ástand rjúpnastofnsins árið 2002. Eins og búast mátti við er rjúpna- stofninn í algjöru lágmarki, þessar upplýsingar komu engum á óvart. Líkur eru þó á að stofninn fari að rétta úr sér á næsta ári eða þarnæsta ári. Líkur virðast á að einhver upp- sveifla sé að hefjast á Melrakkasléttu og í Þistilfirði á NA-landi. Það skal þó tekið fram að sú aðferð að telja karra á óðulum sínum er alls ekki 100% örugg aðferð til að meta stofnstærð rjúpunnar. Þess vegna eru þessar upplýsingar ónákvæmar, þær eru þó þær bestu sem við höfum völ á í dag. Það er í eðli rjúpnastofnsins að sveifl- ast og munur á stofnstærð milli há- marks- og lágmarksára hefur verið þrefaldur til tífaldur. Þetta er svipað og gerist í öðrum löndum, t.d. í Nor- egi, en þar er styttra á milli sveiflna eða um fjögur ár. Athyglisvert er að þessi fækkun nær einnig yfir þau svæði þar sem skotveiðar eru bannaðar, eins og t.d. í friðaða hólfinu í nágrenni Reykjavík- ur. Enn er ekki vitað hvaða áhrif skot- veiðar hafa á rjúpnastofninn en þær eru að öllum líkindum afgerandi. Vitaskuld er veiðiálagið of mikið í næsta nágrenni þéttbýlis, líkt og í Reykjavík. Hins vegar er veiðiálagið lítið sem ekkert á afskekktum stöðum á landinu. Auk þess hefur veðurfar mikið að segja hvað varðar veiðar á rjúpu. Skotveiðifélag Íslands telur að ekki sé að svo komnu máli nein ástæða til þess að grípa til neinna að- gerða til verndar rjúpunni. Það er hins vegar staðreynd að rjúpnastofninn er hvað viðkvæmastur þegar hann er í lágmarki. Þess vegna er nauðsynlegt að veiðimenn veiði eins lítið og unnt er, ef svo má að orði komast. Nauðsynlegt er að draga sem mest úr atvinnuveiðum því stað- reyndin er sú að 10% veiðimanna veiða 50% allra rjúpna. Rjúpnaveiðar eiga að vera tómstundagaman en ekki atvinna.“ Vill draga sem mest úr atvinnu- veiðum Telur upplýsingar um rjúpnastofninn ónákvæmar JUNIOR Chamber Ísland átti kepp- anda í ræðumennsku á Evrópuþingi Junior Chamber International sem haldið var í Istanbúl á dögunum. Ís- lenski keppandinn, Sigurrós Frið- riksdóttir, bar sigur úr býtum eftir harða keppni, sem fram fór á ensku, við bestu ræðumenn Evrópu. Um- ræðuefnið var slagorð heimshreyf- ingarinnar, „Frumkvöðlar í verki“. Sigurrós mun keppa fyrir hönd Evr- ópu á Heimsþingi Junior Chamber í Las Vegas í Nóvember næstkom- andi. Sigurrós er sjötti keppandinn frá Íslandi sem vinnur Evrópumeist- aratitilinn á sjö árum. Sigurganga Íslendinga á Evrópuþingunum virð- ist engan enda ætla að taka og höfðu menn orð á því eftir sigur Íslands að þessu sinni að nú mætti merkja verð- launagripina fyrirfram. Á síðastliðnu ári varð íslenski Evrópumeistarinn, Ingimundur K. Guðmundsson, einn- ig heimsmeistari. Sigurrós Friðriks- dóttir er jarðfræðingur að mennt og starfar hjá Náttúruvernd ríkisins. Hún er félagi í Junior Chamber Vík og hefur verið starfandi í JC frá árinu 1997, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Fulltrúi Íslands vann ræðukeppni JC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.