Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 31 F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is www.fron.is Finnbogi Kristjánsson, lögg. fasts. finnbogi@fron.is, s. 897 1819 Olafía Zoëga, þjónustufulltrúi, ritari@fron.is, s. 892 8579 Magnea Jenný Guðmundar, skrifstofustjóri, madda@fron.is s. 898 1819 Valtýr Björn Valtýsson , sölumaður, valtyr@fron.is, s. 690-0700 Sigrún Stella Einarsdóttir, sölumaður, stella@fron.is, s. 824 0610 Valdimar Óli Þorsteinsson, sölumaður, valdimar@fron.is, s. 899 6439 fron.is Fasteignasalan Frón er með öfluga starfskrafta í þína þjónustu. Komdu í glæsilegt húsnæði okkar að Síðumúla 2, og þiggðu ráðgjöf í hæsta gæðaflokki. F R O N FA S T E I G N I R Í F Y R I R R Ú M I FÉLAG íslenskra myndlistarkenn- ara gengst fyrir alþjóðlegri nám- stefnu að Skógum undir Eyjafjöllum dagana 23.–29. júní næstkomandi. Viðfangsefni námstefnunnar er ljós- myndun í myndlist og myndlistar- kennslu og nefnist hún „Tungumál ljósmyndarinnar – ljósmyndin sem listform“. Þátttakendur eru norrænir mynd- listarkennarar og aðrir sem starfa að myndlistarfræðslu fyrir börn og ung- linga. Auk Íslendinga koma þátttak- endur frá Finnlandi, Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og Grænlandi. Dagskrá námstefnunnar skiptist í fyrirlestra; verklegar æfingar um tungumál ljósmyndarinnar; fræðileg- ar rannsóknir og vettvangsferðir. Aðalskipuleggjandi námstefnunn- ar er Ólafur Gíslason, listgagnrýn- andi og kennari, en helstu fyrirlesar- ar verða Liborio Termine, prófessor í kvikmyndasögu og ljósmyndafræð- um við háskólann í Torino á Ítalíu, og John Hilliard, einn kunnasti mynd- listamaður Breta, sem notar ljós- myndina sem listmiðil. Þá mun Sig- urður Guðmundsson flytja fyrirlestur um eigin myndlist og þátt ljósmynd- unar í henni. Einar Garibaldi Eiríks- son, prófessor við Listaháskólann, tekur þátt í kennslu og skipulagningu verklegra æfinga á námstefnunni. Námstefnan er haldin í samvinnu við samtök myndlistarkennara á Norðurlöndum og styrkt af menning- aráætlun Evrópusambandsins – Cult- ure 2000 og Norrænu ráðherranefnd- inni. Námstefna um ljós- myndun UNNUR Guðjónsdóttir heldur á þriðjudag litskyggnusýningu á myndum frá Kína. Myndirnar hefur hún tekið sjálf á ferðalögum sín- um um landið gegnum árin. Auk þess að sýna skyggnurn- ar mun Unnur, sem er fyrrver- andi atvinnudans- ari, sýna kín- verskan sverðdans. Sýning þessi er haldin af tilefni 10 ára afmælis Kínaklúbbs Unnar og fer hún fram í Tjarnarsal Ráðhúss- ins milli klukkan 18.00 og 19.00. Sýningin er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Dans á kínverska vísu Unnur Guðjónsdóttir TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Skálholti verður haldin í tuttugasta og átt- unda sinn í ár. Boðið er upp á tón- leika fimm helgar í júní, júlí og ágúst og hefst hátíðin laugardaginn 29. júní en lýkur 5. ágúst. Að vanda er lögð áhersla á flutn- ing íslenskrar kirkjutónlistar, svo og barokktónlistar. Íslensk tónskáld hafa verið studd til nýsköpunar kirkjulegra verka sem byggja oft á tíðum á fornu tónefni eða söngvum sem voru á vörum þjóðarinnar um aldir, en alls hafa á annað hundrað tónverka verið frumflutt á Sumar- tónleikunum. Tvísöngur á Íslandi og staðartónskáld Fyrsta helgin, 29. og 30. júní, er tileinkuð sönghætti fyrri alda á Ís- landi, einkum tvísöng. Hefst hún á fyrirlestri Árna Heimis Ingólfsson- ar tónlistarfræðings um uppruna og þróun tvísöngs á Íslandi. Árni hefur m.a. unnið að fræðilegri útgáfu á tví- radda tónlist úr íslenskum handrit- um. Verður notast við þessar rann- sóknir hans á tónleikunum. Flytjendur verða sönghópurinn Voces Thules sem fær einnig til liðs við sig Arngeir Heiðar Hauksson sem leikur á symfón og miðalda- gígju. Lengi hefur tíðkast að staðartón- skáld semji tónverk til frumflutn- ings á Sumartónleikum og eru stað- artónskáld sumarsins Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnús- son. Það er sönghópurinn Hljóm- eyki undir stjórn Bernharðs Wilk- inson sem sér um flutning verka eftir Þorkel Sigurbjörnsson aðra tónleikahelgina 6. og 7. júlí. Flutt verða verkin Koma og Missa Brevis og frumflutt verður nýtt verk, byggt á 145. Davíðssálmi, „Ég vil vegsama þig, ó, Guð.“ Auk þess mun danski blokkflau- tukvartettinn Sirena flytja kammer- og einleiksverk eftir íslenska og er- lenda höfunda. M.a. verður frum- flutt verk eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, „Fyrir líknarkraptinn þinn“. Þriðju tónleikahelgina 13. og 14. júlí er staðartónskáld Þórður Magn- ússon. M.a. verður frumflutt verk hans, „Ó Jesú eðla blómi“, sem byggt er á gömlu sálmahandriti frá 1735. Flytjendur eru strengjakvar- tettin Eþos og Marta Halldórsdótt- ir, sópran. Þessa sömu helgi verða einnig flutt verk eftir Georg Philipp Telemann af Mörtu Halldórsdóttur sópran, Camillu Söderberg blokk- flautu, Hildigunni Halldórsdóttur barokkfiðlu, Guðrúnu Óskarsdóttur sembal og Ólöfu Sesselju Óskars- dóttir selló. Ung tónskáld og Bach Fjórðu tónleikahelgina 27. og 28. júlí verða flutt frumsamin og útsett verk er byggja á söngarfinum eftir tónskáldin Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Rohloff, Misti Þorkels- dóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jón Guðmundsson. Flytjendur eru sönghópurinn Gríma og hljóðfæra- leikararnir Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Ólöf Þorvarðsdóttir fiðla, Guð- rún Þórarinsdóttir lágfiðla, Hrafn- kell Orri Egilsson selló, Guðmundur Pétursson gítar, Jón Guðmundsson gítar, Helga Ingólfsdóttir semball og Douglas A. Brotchie orgel undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Johann Sebastian Bach verður einnig í kastljósinu en hingað til lands koma frá Lundúnum Carole Cerasi semballeikari og James Johnstone orgelleikari. Fimmtu og síðustu tónleikahelg- ina, 3., 4. og 5. ágúst, flytur Bach- sveitin í Skálholti verk eftir J.S. Bach og ensk kammerverk frá 17. öld. Forkólfur Bach-sveitarinnar sl. níu sumur hefur verið hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder, sem síðastliðið sumar var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Menningar- og sögutengd helgardagskrá Auk þess munu Gunnhildur Ein- arsdóttir barokkhörpuleikari og hol- lendingurinn Poul Leenhouts sem leikur á endurreisnarblokkflautur flytja fantasíur, kansónur og dansa eftir meistara 16. og 17. aldar. Skálholtsskóli, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og Fornleifastofn- un Íslands bjóða upp á menningar- og sögutengda helgardagskrá tón- leikahelgarnar í júní og júlí. Um er að ræða dagskrá með fyrirlestri, tónleikum, messu, gistingu og mat, þar sem boðið verður uppá kaffiborð Valgerðar biskupsfrúar og miðalda- hlaðborð að hætti Þorláks biskups og viðeigandi dagskrá undir borð- um. Einnig verður boðið upp á stað- arskoðun og leiðsögn um uppgraft- arsvæðið í Skálholti. Tónleikarnir verða haldnir í Skál- holtskirkju kl. 15 og 17 á laugardög- um og kl. 15 á sunnudögum. Sum- artónleikarnir styrkja helgihald í Skálholtskirkju með þátttöku tón- listarmanna í messum sem verða á sunnudögum kl. 17 en tónlistarflutn- ingur hefst kl. 16:40 fyrir messu. Fyrirlestrar tengdir tónleikahaldinu og um uppgröftinn í Skálholti eru á laugardögum kl 14.00. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis. Sumartónleikar í Skálholti haldnir í tuttugasta og áttunda sinn Áhersla sem fyrr á ís- lenska tónlist og barokk Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, Barbara Guðnadóttir verkefnisstjóri hjá Fornleifastofnun Íslands, sr. Bernharður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla, og Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri Sumartónleikanna. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.