Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 31

Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 31 F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is www.fron.is Finnbogi Kristjánsson, lögg. fasts. finnbogi@fron.is, s. 897 1819 Olafía Zoëga, þjónustufulltrúi, ritari@fron.is, s. 892 8579 Magnea Jenný Guðmundar, skrifstofustjóri, madda@fron.is s. 898 1819 Valtýr Björn Valtýsson , sölumaður, valtyr@fron.is, s. 690-0700 Sigrún Stella Einarsdóttir, sölumaður, stella@fron.is, s. 824 0610 Valdimar Óli Þorsteinsson, sölumaður, valdimar@fron.is, s. 899 6439 fron.is Fasteignasalan Frón er með öfluga starfskrafta í þína þjónustu. Komdu í glæsilegt húsnæði okkar að Síðumúla 2, og þiggðu ráðgjöf í hæsta gæðaflokki. F R O N FA S T E I G N I R Í F Y R I R R Ú M I FÉLAG íslenskra myndlistarkenn- ara gengst fyrir alþjóðlegri nám- stefnu að Skógum undir Eyjafjöllum dagana 23.–29. júní næstkomandi. Viðfangsefni námstefnunnar er ljós- myndun í myndlist og myndlistar- kennslu og nefnist hún „Tungumál ljósmyndarinnar – ljósmyndin sem listform“. Þátttakendur eru norrænir mynd- listarkennarar og aðrir sem starfa að myndlistarfræðslu fyrir börn og ung- linga. Auk Íslendinga koma þátttak- endur frá Finnlandi, Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og Grænlandi. Dagskrá námstefnunnar skiptist í fyrirlestra; verklegar æfingar um tungumál ljósmyndarinnar; fræðileg- ar rannsóknir og vettvangsferðir. Aðalskipuleggjandi námstefnunn- ar er Ólafur Gíslason, listgagnrýn- andi og kennari, en helstu fyrirlesar- ar verða Liborio Termine, prófessor í kvikmyndasögu og ljósmyndafræð- um við háskólann í Torino á Ítalíu, og John Hilliard, einn kunnasti mynd- listamaður Breta, sem notar ljós- myndina sem listmiðil. Þá mun Sig- urður Guðmundsson flytja fyrirlestur um eigin myndlist og þátt ljósmynd- unar í henni. Einar Garibaldi Eiríks- son, prófessor við Listaháskólann, tekur þátt í kennslu og skipulagningu verklegra æfinga á námstefnunni. Námstefnan er haldin í samvinnu við samtök myndlistarkennara á Norðurlöndum og styrkt af menning- aráætlun Evrópusambandsins – Cult- ure 2000 og Norrænu ráðherranefnd- inni. Námstefna um ljós- myndun UNNUR Guðjónsdóttir heldur á þriðjudag litskyggnusýningu á myndum frá Kína. Myndirnar hefur hún tekið sjálf á ferðalögum sín- um um landið gegnum árin. Auk þess að sýna skyggnurn- ar mun Unnur, sem er fyrrver- andi atvinnudans- ari, sýna kín- verskan sverðdans. Sýning þessi er haldin af tilefni 10 ára afmælis Kínaklúbbs Unnar og fer hún fram í Tjarnarsal Ráðhúss- ins milli klukkan 18.00 og 19.00. Sýningin er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Dans á kínverska vísu Unnur Guðjónsdóttir TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Skálholti verður haldin í tuttugasta og átt- unda sinn í ár. Boðið er upp á tón- leika fimm helgar í júní, júlí og ágúst og hefst hátíðin laugardaginn 29. júní en lýkur 5. ágúst. Að vanda er lögð áhersla á flutn- ing íslenskrar kirkjutónlistar, svo og barokktónlistar. Íslensk tónskáld hafa verið studd til nýsköpunar kirkjulegra verka sem byggja oft á tíðum á fornu tónefni eða söngvum sem voru á vörum þjóðarinnar um aldir, en alls hafa á annað hundrað tónverka verið frumflutt á Sumar- tónleikunum. Tvísöngur á Íslandi og staðartónskáld Fyrsta helgin, 29. og 30. júní, er tileinkuð sönghætti fyrri alda á Ís- landi, einkum tvísöng. Hefst hún á fyrirlestri Árna Heimis Ingólfsson- ar tónlistarfræðings um uppruna og þróun tvísöngs á Íslandi. Árni hefur m.a. unnið að fræðilegri útgáfu á tví- radda tónlist úr íslenskum handrit- um. Verður notast við þessar rann- sóknir hans á tónleikunum. Flytjendur verða sönghópurinn Voces Thules sem fær einnig til liðs við sig Arngeir Heiðar Hauksson sem leikur á symfón og miðalda- gígju. Lengi hefur tíðkast að staðartón- skáld semji tónverk til frumflutn- ings á Sumartónleikum og eru stað- artónskáld sumarsins Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnús- son. Það er sönghópurinn Hljóm- eyki undir stjórn Bernharðs Wilk- inson sem sér um flutning verka eftir Þorkel Sigurbjörnsson aðra tónleikahelgina 6. og 7. júlí. Flutt verða verkin Koma og Missa Brevis og frumflutt verður nýtt verk, byggt á 145. Davíðssálmi, „Ég vil vegsama þig, ó, Guð.“ Auk þess mun danski blokkflau- tukvartettinn Sirena flytja kammer- og einleiksverk eftir íslenska og er- lenda höfunda. M.a. verður frum- flutt verk eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, „Fyrir líknarkraptinn þinn“. Þriðju tónleikahelgina 13. og 14. júlí er staðartónskáld Þórður Magn- ússon. M.a. verður frumflutt verk hans, „Ó Jesú eðla blómi“, sem byggt er á gömlu sálmahandriti frá 1735. Flytjendur eru strengjakvar- tettin Eþos og Marta Halldórsdótt- ir, sópran. Þessa sömu helgi verða einnig flutt verk eftir Georg Philipp Telemann af Mörtu Halldórsdóttur sópran, Camillu Söderberg blokk- flautu, Hildigunni Halldórsdóttur barokkfiðlu, Guðrúnu Óskarsdóttur sembal og Ólöfu Sesselju Óskars- dóttir selló. Ung tónskáld og Bach Fjórðu tónleikahelgina 27. og 28. júlí verða flutt frumsamin og útsett verk er byggja á söngarfinum eftir tónskáldin Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Rohloff, Misti Þorkels- dóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jón Guðmundsson. Flytjendur eru sönghópurinn Gríma og hljóðfæra- leikararnir Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Ólöf Þorvarðsdóttir fiðla, Guð- rún Þórarinsdóttir lágfiðla, Hrafn- kell Orri Egilsson selló, Guðmundur Pétursson gítar, Jón Guðmundsson gítar, Helga Ingólfsdóttir semball og Douglas A. Brotchie orgel undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Johann Sebastian Bach verður einnig í kastljósinu en hingað til lands koma frá Lundúnum Carole Cerasi semballeikari og James Johnstone orgelleikari. Fimmtu og síðustu tónleikahelg- ina, 3., 4. og 5. ágúst, flytur Bach- sveitin í Skálholti verk eftir J.S. Bach og ensk kammerverk frá 17. öld. Forkólfur Bach-sveitarinnar sl. níu sumur hefur verið hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder, sem síðastliðið sumar var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Menningar- og sögutengd helgardagskrá Auk þess munu Gunnhildur Ein- arsdóttir barokkhörpuleikari og hol- lendingurinn Poul Leenhouts sem leikur á endurreisnarblokkflautur flytja fantasíur, kansónur og dansa eftir meistara 16. og 17. aldar. Skálholtsskóli, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og Fornleifastofn- un Íslands bjóða upp á menningar- og sögutengda helgardagskrá tón- leikahelgarnar í júní og júlí. Um er að ræða dagskrá með fyrirlestri, tónleikum, messu, gistingu og mat, þar sem boðið verður uppá kaffiborð Valgerðar biskupsfrúar og miðalda- hlaðborð að hætti Þorláks biskups og viðeigandi dagskrá undir borð- um. Einnig verður boðið upp á stað- arskoðun og leiðsögn um uppgraft- arsvæðið í Skálholti. Tónleikarnir verða haldnir í Skál- holtskirkju kl. 15 og 17 á laugardög- um og kl. 15 á sunnudögum. Sum- artónleikarnir styrkja helgihald í Skálholtskirkju með þátttöku tón- listarmanna í messum sem verða á sunnudögum kl. 17 en tónlistarflutn- ingur hefst kl. 16:40 fyrir messu. Fyrirlestrar tengdir tónleikahaldinu og um uppgröftinn í Skálholti eru á laugardögum kl 14.00. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis. Sumartónleikar í Skálholti haldnir í tuttugasta og áttunda sinn Áhersla sem fyrr á ís- lenska tónlist og barokk Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, Barbara Guðnadóttir verkefnisstjóri hjá Fornleifastofnun Íslands, sr. Bernharður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla, og Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri Sumartónleikanna. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.