Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 1

Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 1
ÓTTAST er að a.m.k. tvö hundruð manns hafi farist og margir til við- bótar slasast þegar farþegalest lenti í árekstri við flutningalest í Tansaníu í gærmorgun. Slysið átti sér stað 400 km vestur af höfuðborg Tansaníu, Dar es Salaam, í Dodoma-héraði. Lýsti ríkisútvarpið í Tansaníu slys- inu sem því versta í sögu lestarsam- gangna í landinu. „Tala látinna er nú 200. Talan gæti hækkað því lík gætu enn verið föst í lestarklefunum,“ sagði John Ki- timba, fulltrúi samgönguyfirvalda í Dodoma. Um eitt þúsund farþegar voru í lestinni er slysið átti sér stað. Er talið að hún hafi verið á leið upp bratta brekku þegar vél hennar gaf sig og allir 22 vagnar hennar tóku að renna hratt aftur á bak, þannig að lestin keyrði beint inn í flutningalest sem kom í humátt á eftir. Varð þetta til þess að allir vagnar lestarinnar fóru út af sporinu og hlóðust þar í eina stóra hrúgu. Frederick Sumaye, forsætisráð- herra Tansaníu, hefur þegar lýst yfir þjóðarsorg í landinu. 200 dóu í lestar- slysi í Tansaníu Dar Es Salaam. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hvatti Palestínumenn í gær í ræðu um málefni Mið-Austurlanda, sem beðið hefur verið eftir með nokk- urri eftirvæntingu, til að velja sér nýja leiðtoga. Bush nefndi Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palest- ínumanna, aldrei á nafn í ræðu sinni en ljóst var þó hvað hann átti við. „Friður þarfnast þess að ný og allt önnur forystusveit komi til sögunnar hjá Palestínumönnum – aðeins þann- ig getur sjálfstætt ríki orðið að veru- leika,“ sagði Bush. „Ég kalla því á pal- estínsku þjóðina að velja sér nýja leiðtoga, leiðtoga hverra orðspor er ekki eyðilagt sökum tengsla við hryðjuverk.“ Bush gerði lýðum ljóst að stuðn- ingur Bandaríkjanna við stofnun Pal- AP Ísraelskur hermaður bannar blaðaljósmyndara að taka myndir í Ramallah í gær. Ísraelar hertóku borgina enn á ný og handtóku hóp manna. George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðir málefni Mið-Austurlanda Washington, Ramallah, Jerúsalem. AFP. estínuríkis og fjárhagsaðstoð væri háður umfangsmiklum umbótum á heimastjórninni, sem m.a. fæli í sér að skipt yrði um forystusveit. „Ég kalla á Palestínumenn að þróa lýðræðishefð sem byggist á frelsi og fordómaleysi. Ef palestínska þjóðin vinnur að þessum markmiðum munu Bandaríkin og önnur ríki heims styðja þá með ráðum og dáð,“ sagði Bush. Hann sagði eðlilegt að stefna að myndun bráðabirgðaríkis á meðan samið væri um hitamál, s.s. landa- mæri palestínsks ríkis, stöðu flótta- manna og yfirráð yfir Jerúsalem. Þá sagði Bush að eftir því sem Pal- estínumenn tækju skref í rétta átt yrðu Ísraelar að svara í sömu mynt; draga herlið sitt til baka frá þeim svæðum, sem þeir hafa hertekið frá því að uppreisn Palestínumanna hófst í september árið 2000. Jafnframt yrði að binda enda á landnemabyggðir gyðinga á heimastjórnarsvæðum Pal- estínumanna. Erekat segir Arafat réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna Viðbrögð við ræðu Bush voru af ýmsum toga. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, tók undir óskir Bush um að Arafat yrði ýtt til hliðar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði hins vegar að krafa Bush um að Arafat yrði látinn víkja væri óviðunandi. „Arafat forseti var kosinn af palestínsku þjóðinni í beinum kosningum […] og Bush for- seti verður að virða vilja palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Erekat. Í form- legri yfirlýsingu heimastjórnar Pal- estínumanna var óskin um nýja for- ystusveit hins vegar virt að vettugi og framlagi Bush fagnað. Fyrr í gær hafði Ísraelsher tekið öll völd í Ramallah í þriðja skipti í þess- um mánuði, auk þess sem skotið var flugskeytum á skotmörk á Gaza- svæðinu. Sex Palestínumenn féllu í aðgerðum Ísraela á Gaza og sögðu ísraelsk stjórnvöld að einn af forystu- mönnum Hamas-samtakanna, Yasser Rizek, hefði verið í hópi látinna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, sagði umsvif Ísraela einungis forsmekkinn að því sem koma skyldi – í undirbúningi væru „meiri háttar hernaðaraðgerðir“ á Gaza, sem beindust gegn Hamas-samtökunum. Hvetur Palestínumenn til að ýta Arafat til hliðar 146. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. JÚNÍ 2002 HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóma yfir a.m.k. 150 sakamönnum þar í landi og úr- skurðaði að kviðdómur, en ekki dómarar, skyldi ákveða refsingar. Sjö af níu dómurum Hæstaréttar voru sammála úrskurðinum, en tveir á móti, og þýðir þetta að dauðadóma er felldir hafa verið í að minnsta kosti fimm ríkjum Bandaríkjanna verður að endurskoða. Úrskurður Hæstaréttar varðar aðeins þau mál þar sem kviðdómur hefur úrskurðað sakborning sekan, en dómarar ákvarðað refsinguna. Er það mat Hæstaréttar að refsi- ákvörðun með þessum hætti gangi gegn stjórnarskrárbundnum rétti sakborninga til að kviðdómur dæmi í málum þeirra. Þetta er í annað sinn á tæpri viku sem Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir úrskurð er varðar mál fjölda dauðamanna í landinu. Í síðustu viku ákvarðaði rétturinn að aftökur þroskaheftra sakamanna stönguðust á við stjórnarskrána. Rétturinn hef- ur þó ekki breytt afstöðu sinni til réttmætis dauðarefsinga yfirleitt. 3.700 bíða aftöku Alls bíða um 3.700 dauðamenn af- töku í þeim 38 ríkjum Bandaríkj- anna sem beita dauðarefsingum. Í sumum ríkjanna úrskurðar kvið- dómur um sekt eða sakleysi sak- bornings, en dómari, eða nefnd dóm- ara, ákvarðar síðan refsinguna, og geta þeir tekið tillit til þátta sem auki refsinæmi glæpsins, s.s. að morð hafi verið sérstaklega svívirði- legt eða hvort það hafi verið framið í ágóðaskyni. Úrskurður Hæstaréttarins í gær byggðist á sjötta viðauka stjórnar- skrárinnar, sem kveður á um að sak- borningur eigi rétt á að vera dæmd- ur af jafningjum sínum, og öðrum úrskurði Hæstaréttar frá 2000 sem ógilti annars konar refsiákvörðun sem dómarar höfðu með höndum. Kvið- dómur ákvarði refsingu Washington. AP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, brást í gær hart til varn- ar þeirri stefnu sinni að auka samskiptin við vestræn ríki á öllum sviðum. Sagði hann, að meginmarkmiðið með henni væri að bæta efnahagsástandið og þar með lífskjör rússnesks almennings. Pútín kom í gær fram á blaðamannafundi, sem var sjónvarpað um allt landið, og svaraði þar mörgum bein- skeyttum spurningum, einkum um þá stefnu hans að hafa sem best samskipti við Vesturlönd en kommúnistar og ýmis öfl í hernum hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir undirlægjuhátt gagnvart vest- rænum ríkjum, einkum Bandaríkj- unum. „Hvernig gagnast þessi stefna okkur Rússum?“ spurði einn blaða- maðurinn og Pútín velti svarinu fyr- ir sér nokkra stund. „Mikilvægasta verkefni okkar er að treysta efnahaginn og bæta lífs- kjör fólksins,“ sagði Pútín, „og til að ná því markmiði verður að uppfylla nokkur skilyrði. Fyrir það fyrsta verður að styrkja innviði rússnesks Pútín ver vináttuna við Vesturlönd Moskvu. AFP. samfélags og í öðru lagi, á þess- um tímum alþjóðavæðingar, að tryggja okkur markaði. Það er forsenda framfara í þessu landi. Góð samskipti við önnur ríki er hin hliðin á miklum og góðum viðskiptum við þau.“ Maður fólksins Pútín svaraði spurningum um ýmis önnur mál, til dæmis stríðið í Tsjetsjníu og ástandið í Mið-Austurlöndum, en umfram allt lagði hann áherslu á, að hann væri maður fólksins. Þótt hann hefði verið forseti í tvö ár, hefði hann lengst af búið í venjulegri blokkaríbúð í Leníngrad, síðar Sankti Pétursborg. „Ég þekki af eigin raun líf venju- legs fólks og það hefur oft hjálpað mér,“ sagði Pútín á fundinum með um 700 blaðamönnum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er hann kom til blaðamannafundarins í Kreml í gær. AP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.