Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 7
LITAVER, Grensásvegi 18, s. 581 2444
MOSRAF, Mosfellsbæ, s. 566 6355
BYGGINGAHÚSIÐ, Akranesi, s. 431 5710
MÁLNINGARÞJÓNUSTAN, Akranesi, s. 431 1799
KB BYGGINGAVÖRUVERSLUN, Borgarnesi, s. 430 5544
LITABÚÐIN, Ólafsvík, s. 436 1313
GUÐNI HALLGRÍMSSON, Grundarfirði, s. 438 6722
SKIPAVÍK, Stykkishólmi, s. 430 1415
G.E.SÆMUNDSSON, Ísafirði, s. 456 3047
KAUPFÉLAG V-HÚNV., Hvammstanga, s. 451 2370
KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi, s. 455 9030
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki, s. 455 4610
BJARNI ÞORGEIRSSON, Siglufirði, s. 867 1590
JÓKÓ, Furuvöllum 13, Akureyri, s. 462 7878
ÖRYGGI, Húsavík, s. 464 1600
KJG, Þórshöfn, s. 853 1880
KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA, Vopnafirði, s. 473 1203
KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum, s. 470 1220
BYGGT & FLUTT, Norðfirði - Eskifirði - Fáskrúðsfirði, s. 477 1515
KASK, BYGGINGAVÖRUR, Höfn, s. 470 8210
KLAKKUR, Vík, s. 487 1223
BRIMNES, Vestmannaeyjum, s. 481 1220
KÁ, BÚREKSTRARDEILD, Austurvegi 69, Selfossi, s. 482 3767
HÚSIÐ VERSLUN, Grindavík, s. 426 7666
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Fagleg ráðgjöf
og þjónusta
SUMARTILBOÐ
á útimálningu og viðarvörn
590kr.
Verð á lítra
á Hörpusilki og Útitex
miðað við 10 lítra dós og ljósa liti
Íslensk gæðamálning
Endursöluaðilar
DAGANA 26. og 27. júní nk. verð-
ur haldinn á Egilsstöðum ráð-
herrafundur EFTA. Á fundinum
verður undirritaður fríverslunar-
samningur EFTA-ríkjanna við
Singapúr, sá fyrsti sinnar tegundar
milli Evrópuríkja og Austur-Asíu-
ríkis. Af því tilefni mun George
Young-Boon Yeo, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra Singapúr, koma til
landsins. Meðal þess sem ráðherr-
arnir munu ræða á fundinum er
gildistaka nýs stofnsamnings
EFTA 1. júlí nk. (Vaduz-samning-
urinn). Einnig verða til umræðu
fríverslunarsamningar sem eru í
burðarliðnum við Chile, Kanada,
Túnis og Egyptaland og upphaf
samningaviðræðna við Suður-Afr-
íku og Júgóslavíu. Þá munu ráð-
herrarnir fjalla um stækkun Evr-
ópusambandsins og áhrif hennar á
EES-samninginn, m.a. að því er
varðar fríverslun með fisk og fisk-
afurðir. Loks munu þeir ræða um
tolla Evrópusambandsins á stál og
nýja lotu samningaviðræðna Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Ráðherrafund-
ur EFTA á
Egilsstöðum
VERKFRÆÐISTOFAN Stiki ehf.
hlaut í apríl síðastliðnum öryggis-
vottun bresku staðlastofnunarinnar,
BSI, en stofan er fyrst íslenskra fyr-
irtækja til að hljóta þá öryggisvott-
un. Starfsmenn Stika fögnuðu þess-
um tímamótum í vikunni ásamt Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en
um þessar mundir er verið að taka í
notkun tvö upplýsingakerfi sem
Stiki hefur unnið að í samvinnu við
heilbrigðisráðuneytið. Um er að
ræða kerfi sem meta eiga heilsufar
aldraðra og er persónuvernd tryggð
með nýjustu dulritunartækni. Ann-
ars vegar er um að ræða svokallað
vistunarmat sem gert er þegar aldr-
aðir sækja um vist á stofnun en þá
metur vinnuhópur sérfræðinga
heilsufar og þörf fyrir vistun. Hins
vegar er um að ræða svokallað RAI
mat (raunverulegur aðbúnaður íbúa)
og gert er einu sinni á ári eftir að ein-
staklingur hefur fengið vist á stofn-
un.
Starfsmenn Stika fögnuðu einnig
10 ára afmæli fyrirtækisins á mánu-
dag.
Hlýtur öryggis-
vottun Breta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fulltrúar Stika ásamt heilbrigðisráðherra. Frá vinstri: Bjarni Þór
Björnsson, tæknilegur framkvæmdastjóri, Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra og Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika.
RÚMLEGA 400 ám var fargað á
bænum Ríp í Skagafirði á laugardag
en rúmlega 50 ær úr sama beitarhólfi
drápust af völdum skæðrar salmon-
ellusýkingar í síðastliðinni viku.
Fargað var öllum ánum úr beitarhólf-
inu þar sem sýkingin gerði vart við
sig. Hræin voru síðan flutt í vatns-
heldum gámi á viðurkenndan urðun-
arstað rétt hjá Sauðárkróki og urðuð
umsvifalaust, að sögn Ólafs Valsson-
ar, héraðsdýralæknis í Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarumdæmi.
Dautt hross frá næsta bæ fannst
einnig í skurðinum sem ærnar sem
drápust drukku úr og eru bæirnir
báðir enn í farbanni, að sögn Ólafs.
Sýni úr hestum úr sama hólfi eru til
rannsóknar en Ólafur segir að enginn
veikindi hafi gert vart við sig þar á
bæ. Hann segir um mjög einangrað
beitarhólf að ræða sem ætti að hindra
smit til annarra skepna.
Ólafur segir að áfram verði eftirlit
á svæðinu, nú sé beðið eftir niðurstöð-
um úr sýnum og farbann sé enn í gildi
á bæjunum sem um ræðir.
Hann segir að þegar niðurstöður úr
sýnatöku liggi fyrir síðar í vikunni
verði tekin ákvörðun um framhaldið.
Sýni hafi verið tekin á fleiri stöðum í
sama skurði til að athuga hvort sýkill-
inn hafi dreifst víðar. Hann segir að
enn sé ekki vitað hvernig sýkillinn
komst í vatnið en það skýrist hugs-
anlega þegar líður á vikuna.
Rúmlega 400
ám fargað
AÐ SÖGN Gests Gestssonar, eig-
anda seglskútunnar Delis, sem
skoska strandgæslan bjargaði á
giftusamlegan hátt ásamt tveimur
írskum félögum hans um 200 sjómíl-
ur norður af Írlandi 17. júní síðastlið-
inn, er skútan tryggð hjá írsku
tryggingafélagi og sömuleiðis mann-
skapur um borð.
Skútan er skráð á Írlandi og
tryggð hjá tryggingafélaginu Yacht-
man’s Insurance Broker. Að sögn
Gests nær tryggingin til skútunnar,
áhafnar og skemmda sem skútan
kann að valda, meðal annars á raflín-
um neðansjávar.
Hann segir engar upplýsingar
hafa borist um hvar skútan kunni að
vera niðurkomin og að málið sé í
raun ekki lengur í sínum höndum.
„Ég er búinn að láta frá mér allar
skýrslur. Svo verð ég bara að bíða og
sjá,“ segir hann.
Skútan
tryggð
Gestur Gestsson,
eigandi Delis
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦