Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meistarapróf í japanskri stjórnmálasögu Tekist á við sögu Japana KRISTÍN Ingvars-dóttir hefur dvaliðí Japan við nám í tæp fjögur ár. Nám hennar á sviði japanskrar stjórn- málasögu er Íslendingum eflaust framandi enda eiga þeir ekki marga sérfræð- inga á þessu sviði. Kristín lauk meistaraprófi í jap- anskri stjórnmálasögu í vor og ræddi við Morgun- blaðið um lokaverkefnið og námið í Japan. Hvert var viðfangsefni lokaverkefnisins? „MA-rannsóknin er frekar umfangsmikil, eins og oft vill verða, en í stuttu máli má segja að ritgerðin fjalli um afstöðu Japana til varnarmála eftir stríð. Japanir fengu nýja stjórn- arskrá fyrir tilstilli Bandaríkja- manna árið 1947, þar sem skýrt var kveðið á um að Japanir mættu ekki stofna her eða grípa til hern- aðarráðstafana. Allar götur síðan hefur verið deilt um hvort herleys- ið væri af hinu góða eður ei en málamiðlunarlausn var að stofna öflugar sjálfsvarnarsveitir á fimmta áratugnum. Stórveldi eins og Japan ætti að eiga hefðbundinn her, segja fylgjendur hervæðing- ar en andstæðingar benda á önd- vegisstöðu Japana sem friðelsk- andi þjóðar sem sýni í verki að beiting hervalds sé ekki forsenda þess að láta að sér kveða á al- þjóðavettvangi. Eftir lok kalda stríðsins þurftu Japanir að endur- skoða hina hefðbundnu varnar- stefnu landsins og spannst af því áköf umræða, jafnt innan lands sem utan. Umræðan náði há- punkti þegar sjálfsvarnarsveitirn- ar voru sendar úr landi í fyrsta skipti síðan þær voru stofnaðar. Mitt viðfangsefni var að kanna af- stöðu almennings í Japan til þess- ara mála. Ég lagði til grundvallar nær allar skoðanakannanir og rannsóknir á afstöðu Japana til herleysis frá upphafi og náði þannig að kortleggja þróunina undanfarin fimmtíu ár. Viðfangs- efnið er forvitnilegt því umræðan um varnarmál er margþætt og hefur mótast m.a. af þjóðernis- hyggju, afstöðu til annarra þjóða, reynslunni úr seinni heimsstyrj- öld, efnahagsþróun og sjálfsímynd Japana. Í rannsókninni lagði ég sérstaka áherslu á að bera saman afstöðu yngri og eldri kynslóða.“ Hverjar urðu niðurstöður loka- verkefnisins? „Margir hafa lagt að jöfnu að þegar sú kynslóð sem upplifði seinni heimsstyrjöldina hverfi muni þessi sérstaka friðarstefna Japana hverfa. Niðurstöður mínar urðu hins vegar þær, að kynslóða- bilið milli eldri Japana sem upp- lifðu Japan fyrir seinni heims- styrjöld og yngri Japana sem alist hafa upp við herleysi er ekki eins mikið og talið hafði verið. Margir hafa ósjálfrátt dregið þá ályktun að yngri kynslóðin væri viljugri til hervæðingar en þeir eldri en mín rannsókn benti til að Japanir, óháð aldri, væru fylgj- andi herleysinu og grunnhugmyndunum í stjórnarskránni og andvígir þátt- töku í beinum hernaði. Aftur á móti eru ungir Japanir viljugri til að biðjast afsökunar og bæta fyrir misgjörðir Japana í stríðinu, laus- ir við gamaldags þjóðernishyggju og mjög opnir fyrir jákvæðu al- þjóðasamstarfi af öllu tagi, þar á meðal friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Það hafa því orðið breytingar á kynslóðaskiptunum, en þær eru alls ekki neikvæðar að mínu mati.“ Japan hefur gerbreyst á undan- förnum sextíu árum, ekki satt? „Jú, það má með sanni segja. Fyrir seinni heimsstyrjöld var sterk þjóðernishyggja, hernaðar- og keisaradýrkun við lýði í Japan. Landið bjó yfir miklum herafla sem lagði undir sig stóran hluta Asíu og storkaði vestrænu stór- veldunum. Markmiðið var að gera Japan að leiðtoga Asíu. Þegar Japanir gáfust loksins upp hafði orðið mikið mannfall og allar helstu borgir landsins höfðu verið lagðar í rúst. Með nýju stjórnar- skránni var hugmyndafræði und- anfarinna áratuga að mestu leyti hafnað og hugmyndir Bandaríkja- manna um lýðræði, frið og frelsi einstaklingsins settar í öndvegi. Japan hefur breyst í farsælt, iðn- vætt nútímastórveldi. Þar má aug- ljóslega sjá hvílík gjörbreyting hefur orðið á japönsku samfélagi og þeim gildum sem höfð eru í há- vegum. Hitinn í umræðunni um her eða herleysi er afsprengi þess- ara þjóðfélagshræringa.“ Hvernig var rannsókn þinni tekið ytra? „Meðal fræðimanna sem ég um- gengst þótti mjög gott að vita af rannsókn á þessu sviði en þrátt fyrir miklar umræður hafa furðu- lega fáar rannsóknir verið gerðar sem kanna hug almennings að ein- hverju ráði. Þeir voru einnig að mörgu leyti fegnir að útlendingur eins og ég, með enga hagsmuni í húfi, skyldi taka að sér að rannsaka svona viðkvæmt efni.“ Fékkstu einhvern styrk til námsins? „Já, ég hlaut námsstyrk frá jap- anska ríkinu. Námið er frekar kostnaðarsamt, sem og húsaleiga og uppihald í Tókýó. Styrkurinn er ótvíræð forsenda þess að stunda nám svo lengi í Tókýó og ég hugsa hlýlega til Japananna fyrir að gera mér námið kleift.“ Kristín Ingvarsdóttir  Kristín Ingvarsdóttir fæddist árið 1973 og er alin upp í Hafnar- firði. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1993, aðfararnámi í japönsku frá Københavns Universitet 1995 og BS-prófi í japönsku og hag- fræði frá Handelshøjskolen i Kø- benhavn vorið 1998. Hún var rannsóknarnemi í japönsku og japönskum fræðum við Háskóla Tókýó í erlendum fræðum í 1½ ár, hún lauk í mars sl. meist- araprófi í japanskri stjórn- málasögu frá Hitotsubashi- háskóla í Tókýó og stundar nú doktorsnám við sama skóla. Hún hefur starfað sem fréttaritari RÚV í Tókýó undanfarin tvö ár. Áhugaverðar niðurstöður lokaverkefnis Þýðir nokkuð fyrir krakkana að bjóða framsóknarmaddömunni upp á styttra tripp en til Brussel ??? KARLMAÐUR, sem játaði að hafa ráðist á mann á heimili hans, snúið upp á handlegg hans og slegið hann í magann, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir héraðs- dómi Suðurlands. Sá sem var ákærður í málinu játaði að hafa komið á heimili mannsins, sem hann ætlaði að fá til þess að und- irrita skjal vegna skuldar hans við móður ákærða. Þessu neitaði maður- inn og lentu þeir þá í handalögmálum en ber ekki saman um hver átti upp- tökin. Ákærði játaði að hafa kýlt manninn í magann og síðan snúið upp á handlegg hans til þess að hindra að hann gæti staðið upp. Hann kvað öruggt að við það hefði liðband í fingri mannsins slitnað. Þá hefði hann legið með hægra hnéð ofan á rifbeinum hans og taldi hann líklegast að við það hefðu rifbein mannsins brotnað. Sér- staklega aðspurður sagðist maðurinn hafa verið einn að verki. Vissi ekki hvor sló Sá sem varð fyrir árásinni sagði á hinn bóginn að ákærði hefði ráðist á sig við annan mann. Eftir að hann var sleginn niður hefði annar þeirra lagst ofan á sig en hinn látið höggin dynja á baki hans. Vissi hann ekki hvor veitti honum höggin. Vinkona hans sem var stödd í húsinu en sá ekki árásina sagðist viss um að hafa heyrt í þrem- ur karlmönnum. Í niðurstöðu dómsins segir að í ljósi framburðar um að tveir menn hefðu ráðist að manninum sé rannsókn lög- reglu á þætti ákærða í árásinni ófull- nægjandi. Ekki verði séð af gögnum málsins að reynt hafi verið að stað- reyna framburð um að ákærði hafi ekki staðið einn að árásinni. Þann vafa sem leiki á þætti ákærða verði að meta honum í hag, þrátt fyrir játn- ingu. Með vísan til þessa „og hvernig ákæra er úr garði gerð er óhjá- kvæmilegt að sýkna ákærða af því broti sem honum er gefið að sök í ákæruskjali“, segir í dómnum. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Ásta Stef- ánsdóttir fulltrúi sótti málið fyrir hönd sýslumannsins á Selfossi en Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. var skipaður verjandi mannsins. Játaði líkamsárás en var sýknaður Ekki kannað hvort annar maður tók þátt í árásinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.