Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 23

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 23 Hljómlistarhópurinn Camerarctica fagnaði enn og áfram tíu ára starfs- afmæli sínu á dögunum með nor- rænni kammerdagskrá í Norræna húsinu á sunnudaginn var. Viðfangs- efnin létu létt og ljúft í eyra, ekta klassísk sumarmúsík sem féll í góðan jarðveg hjá tónleikagestum. Hallfríður Ólafsdóttir blés ein á flautu 2 x 2 smástykki eftir Øistein Sommerfeldt (f. 1919) sem eftir nafni að dæma, og ekki síður eftir stíl, hlaut að vera norskur, og þjóðlega innrætt- ur í þokkabót. Verkin voru aðeins ör- stuttar míníatúrur – Fløytelåt & Veslebekken og, aftar á dagskrá, Lys vårmorgen & Leik i vårbakken – en engu að síður bráðhlustvænar. Mús- íkina mætti kalla norræn „hjarðsælu- stykki“ sem Hallfríði lánaðist að ljá hverju sinn persónuleika þrátt fyrir nauma tímalengd. Í fyrri tónlistarumsögn um Camer- arcticu var þess getið að tónverk danska meistarans Carls Nielsens (1865–1931) væru loks fallin úr al- þjóðlegri vernd, sem endist 70 ár að höfundi látnum. Það var því líkt og til frekari áréttingar að þau Hallfríður og Örn Magnússon skyldu næst flytja smálag hans Tågen letter (úr leikrit- inu Moderen), sem mun langmest flutta verk Nielsens þar í landi. Fjónbúanum var fátt betur lagið en að tjá ferska heiðríkju, enda stóð ekki á henni í bráðfallegri túlkun þeirra fé- laga. Miðrómantíkerinn Niels Wilhelm Gade (1817–90) trónir sem ljúflyndur jötunn yfir danskri tónsköpun á 19. öld og hefði að líkindum orðið arftaki Mendelssohns, hefðu ekki Prússar borið sigurorð af Dönum 1864. Fantasíustykkin Op. 43 frá Zürich- dvöl tónskáldsins sama ár fyrir klarí- nett og píanó eru kannski ekki meðal innblásnustu verka Gades frá miðjum ferli, en gera samt á köflum verulegar kröfur til flytjenda, sem Örn Magn- ússon og Ármann Helgason leystu stórþrifalaust en lipurlega af hendi. Eftir fyrsta klassískt menntaða tónskáld Íslendinga, Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Edinborg, léku Örn og Hildigunnur Halldórsdóttir síðan þríþætta fiðlusónötu. Um aldur henn- ar var að sögn ekki vitað, en tónskáld- ið kvað hafa frumflutt hana á Íslandi með Þórarni Guðmundssyni 1923. Þetta var hugljúf tónsmíð, þótt ekki hrifi hún beinlínis undirritaðan upp úr skónum þá stundina. Þó kynnu að leynast staðir í seinna helmingi sem næðu e.t.v. flugi í framúrskarandi flutningi. Íslenzku rímnadanslögin hans Jóns Leifs Op. 11 frá ofanverðum þriðja áratug nýliðinnar aldar voru síðast á dagskrá. Þarna birtist „ís- lenzkt tónlistareðli“ í sinni hráustu og óskreyttustu mynd, enda gerir frum- útgáfa tónskáldsins fyrir píanó sem kunnugt er fjarska lítið fyrir efnivið- inn sem nánast út í gegn er bara sönglagið með einum eða tveim bor- dúnum, líkt og af langspili. Það kom því úr hörðustu (ef þá ekki mjúkustu) átt að heyra þessar rammfrónsku stemmur í útsetningu Vínarbúans Leopolds Weninger frá 1931 fyrir „salon“-sveit. Reyndar ekki kvintett eins og algengast var í Vín (píanó, 2 fiðlur, selló og slagverk) heldur sep- tett (píanó, flauta, klarínett og strengjakvartett), svipaða áhöfn stærri sænskra kaffihúsasveita er t.a.m. Hugo Alfvén skrifaði fyrir í æsku. Það hlýtur að hafa verið sárfreist- andi fyrir Herr Weninger að bæta röddum og kontrapunkti í berstríp- aðan rithátt Íslendingsins, enda ær- inn mannskapur fyrir hendi. En hann stóðst freistinguna og lét nægja að margfalda raddir og bregða hljóð- færalitum eftir því sem tilefni gáfust til. Útkoman varð engu að síður furðufjölbreytt, og var í meira lagi skondið að heyra hvað náðist sterkur stássstofuhljómur miðevrópskra góð- borgara úr gömlu kvæðamannalög- unum norðan úr ballarhafi. Austan kaldinn á Vín blés Liðsmenn Camerarctica. TÓNLIST Norræna húsið Norræn verk eftir Sommerfeldt, Nielsen, N. W. Gade, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs. Camerarctica-hópurinn (Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Ármann Helgason, klarínett; Hildigunnur Hall- dórsdóttir & Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðl- ur; Þórunn Marínósdóttir, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Örn Magnússon, píanó). Sunnudaginn 23. júní kl. 14. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÚTGÁFAN Ljóð- bylgja hefur gefið út bókina Kaldrifj- aður félagi eftir samísku lista- konuna Rose- Marie Huuva, í ís- lenskri þýðingu Einars Braga. Höfundur er meðal þekktustu myndlistarmanna samísku þjóðarinnar en hefur frá unga aldri lagt stund á yrkingar jafn- hliða annarri listsköpun. Hér hafa áður birst ljóð eftir hana. Rose-Marie er komin af hrein- dýrabændum í sænska hluta Sama- lands, fædd um miðja seinustu öld í samaþorpinu Rensjön í nánd við Kir- una. Sjálf hefur hún haft list að aðal- viðfangsefni sínu alla ævi. Viðfangsefni þessarar bókar Rose- Marie er m.a. tvísýn barátta sem hún háði við krabbamein á miðjum aldri. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.