Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 27

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 27 kynni og uðu hann ævina á erða án- sem vilja listsköp- ur í dag- ufólks en að hann álfsvitund arð einn ar í sam- sagði for- ppti Ólaf- og gestir agsheim- ð líta yf- u um líf var fram ggspjöld- ndum. Þá sem til- víðfrægur an bar. Í garsalinn yrir börn, r ungviði ralistinni. kstæðinu m komu arðar til önnun og Þá var ússins og i í Geita- aklega á orgfirskt mannlíf. Er þar byggt á heim- ildum um æsku hans og sögum frá lengri og skemmri viðkomu á staðnum. Meðal annarra hluta er þar eftirprentun af frægri altaris- töflu Kjarvals sem borgfirskar kvenfélagskonur fengu hann til að mála árið 1914. Þar stendur Krist- ur á Álfaborginni, þekktu kenni- leiti á Borgarfirði, og flytur mann- fjöldanum fjallræðuna. Á töflunni mátti greina andlit ýmissa sveit- unga Kjarvals og þótti sumum í geistlegri stétt manna á Íslandi þar fulllangt gengið hjá málaran- um. Í leit að landslagi Í sól og blíðu gengu menn frá Fjarðarborg upp að Vinaminni, fé- lagsheimili eldri borgara. Þar var opnuð sýning á verkum Kjarvals máluðum á Borgarfirði, en þau voru lánuð frá Listasafni Reykja- víkur samkvæmt nýjum samningi. Enn var land lagt undir fót og að þessu sinni gengið niður að gömlu frystihúsi við höfnina sem nú kallast „Artwatchinghouse“, sjálfsagt í stíl við „Birdwatching- house“ þar skammt frá sem mikið er notað af fuglaáhugamönnum. Þarna var opnuð sýning á innsetn- ingum sex reykvískra myndlist- armanna sem hafa dvalist í frysti- húsinu undanfarnar vikur við listsköpun. Forseta og öðrum gestum var nú boðið í flatbrauð og pönnsur í Fjarðarborg og tóku menn rösk- lega til matar síns og frekari ræðuhalda, uns tímabært var að halda í næsta áfanga dagsins. Eft- irprentunum af þremur þekktum verkum eftir Kjarval hefur verið komið fyrir úti í náttúrunni þar sem sjá má fyrirmynd málarans glögglega til samanburðar og var eitt verkanna tekið til skoðunar á vettvangi. Í aftanskininu tók síðasti dag- skrárliður hinnar „kjarvölsku“ at- burðarásar á Borgarfirði við þeg- ar frumsýnt var leikritið „Gilligogg“ eftir þá Ásgrím Inga Arngrímsson og Andrés Sigur- vinsson í leikstjórn hins síðar- nefnda (gilligogg er orð sem Kjar- val notaði um það sem honum var að skapi). Þar verður að yrkisefni tíminn þegar Kjarval var á heima- slóðum við að mála fyrrnefnda alt- aristöflu. Kallast á ljóð og leikin atriði, staðreyndir og uppdiktaðar sögur af Kjarval og heimafólki. Leikarar í verkinu eru 22 talsins, en haft er fyrir satt að fimmti hver Borgfirðingur hafi komið að sýningunni. Sjálfsagt hafa flestir íbúar þess- arar fögru sveitar á einhvern máta lagt sitt af mörkum til að Kjarvalsstofa yrði að veruleika og vonandi verður hún byggðinni sú lyftistöng sem ætlast er til. Ætli Jói í Geitavík myndi ekki sjálfur klykkja út með „gilligogg“, hefði hann tækifæri til? m breytti d þjóðar ilheyrðu settan. r persónulegir munir Kjarvals frá Borgarfirði, auk frægrar altaristöflu meistarans. Morgunblaðið/Steinunn Jón Þórisson leikmyndateiknari, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Kjarvalsstofu. ÞINGVELLIR gætu komistá alþjóðlegan listaUNESCO, mennta- ogmenningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, yfir helstu menningar- og náttúruminjar heims, að því er fram kom hjá Koichiro Matsuura, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, en hann kom hingað til lands á sunnudag í boði mennta- málaráðherra. Formleg umsókn vegna Þingvalla er í undirbúningi hjá stjórnvöldum og ef hún berst UNESCO fyrir febrúarmánuð á næsta ári er mögulegt að umsóknin verði tekin fyrir í júní árið 2004 og Þingvellir komist á skrána ef um- sóknin uppfyllir þau skilyrði sem sett eru. Matsuura fer af landi brott í dag, en í heimsókn sinni hitti hann Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra, Sverri Hauk Gunnlaugsson, ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta Íslands, en hún er vel- vildarsendiherra UNESCO fyrir tungumál og var til skamms tíma formaður þeirrar nefndar samtak- anna sem fjallar um siðfræði vísinda- rannsókna (COMEST). Hann heim- sótti einnig Árnastofnun, Íslenska erfðagreiningu og fór til Þingvalla, auk þess sem hann sat í gær fyrir svörum hjá fulltrúum úr íslensku UNESCO-nefndinni, en á þeim fundi voru einnig forsvarsmenn mennta-, vísinda- og menningar- stofnana og samtaka sem láta sig þróunar- og mannréttindamál varða, auk fjölmiðla. Íslendingar eiga einn fulltrúa í stjórn UNESCO nú, en það er Sveinn Einarsson leikstjóri. Varð aðalframkvæmdastjóri fyrir rúmum tveimur árum Matsuura er japanskur og nam hagfræði og lögfræði. Hann var að- stoðarutanríkisráðherra í Japan og formaður nefndar á vegum UNESCO um alþjóðlegar menning- arminjar veraldar (World Heritage Committee) áður en hann varð aðal- framkvæmdastjóri UNESCO fyrir rúmum tveimur árum, en hann er kjörinn til sex ára. Hann sagði í stuttu samtali við Morgun- blaðið að um tvö þús- und manns störfuðu í höfuðstöðvum samtak- anna í París og um 500 til viðbótar í um 55 starfsstöðvum víðsveg- ar um heim, sem eink- um væru í vanþróuðu löndunum. UNESCO er sjálfstæð stofnun Sameinuðu þjóðanna með aðild 188 ríkja og á tveggja ára tímabili, en fjárhagsáætlun stofnunarinnar er gerð til tveggja ára, hefur stofnunin til ráðstöfun- ar 544 milljónir Bandaríkjadala sam- kvæmt föstum framlögum og 270– 280 milljónir Bandaríkjadala til við- bótar í óreglulegum tekjum. Samanlagt hafi stofnunin því til ráð- stöfunar um 800 milljónir Banda- ríkjadala á tveggja ára tímabili. Matsuura sagði að meginverkefni stofnunarinnar væri að ýta undir al- þjóðlega samvinnu á sviði menntun- ar, menningar, vísinda og samskipta, þar á meðal fjölmiðlunar. Stofnunin hefði verið sett á laggirnar árið 1946 í beinu framhaldi af stofnun Samein- uðu þjóðanna. Aðspurður hvort mikilvægi stofn- unarinnar hefði aukist eða minnkað frá stofnsetningu hennar sagðist hann telja stofnunina jafnmikilvæga í dag og hún hefði verið þegar hún var sett á laggirnar. Í upphafi hefði stofnunin einbeitt sér að auka sam- vinnu á ofangreindum sviðum í þróuðu ríkjunum, en nú væri megin- þungi starfseminnar í vanþróuðu ríkjunum, þar sem væri við marg- vísleg alvarleg vandamál að glíma. Áherslunar hefðu þannig breyst í tímans rás, en mikilvægi stofnunar- innar hefði ekki minnkað að neinu leyti. Fram kom einnig að grunn- menntun væri eitt af stærstu við- fangsefnum sem við væri að glíma. Þannig væru 900 milljónir fullorð- inna ólæsar og 120 milljónir barna fengju ekki skólagöngu. Hér á árum áður lá UNESCO undir harðri gagnrýni vegna fjár- mála sinna og hefur það verið hlut- verk Matsuura meðal annars að taka til hendinni í rekstri stofnunarinnar og bregðast við þeirri gagnrýni sem sett hafði verið fram. Hann sagði að fyrsta stig þeirra aðgerða sem hann hefði beitt sér fyrir hvíldi á tveimur stoðum. Annars vegar væri um þá stefnumótun að ræða að stofnunin einbeitti sér að grunnþáttum starf- semi sinnar og næði árangri á þeim sviðum, eins og á sviði grunnmennt- unar, vísinda og menningarlegs breytileika og fleira. Hins vegar væri það verkefni að taka á og bæta stjórnun innan stofnunarinnar. Hann væri mjög ánægður með ár- angurinn sem náðst hefði á þessum sviðum og það sem væri enn mik- ilvægara að aðildarríki UNESCO væru ánægð með árangurinn. Aðild að Sameinuðu þjóðunum þýðir ekki sjálfkrafa aðild að UNESCO þó nánast öll ríki séu aðilar að báð- um samtökunum. Þar er þó ein mikilvæg und- antekning á, því Bandaríkin eiga ekki aðild vegna óánægju með samtökin á sínum tíma. Matsuura segir að tilraunir séu í gangi til að fá Bandaríkin til inngöngu í stofnuninni og hafi viðræðum þar að lútandi miðað vel, þó endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir. Spurður um heimsókn sína til Þingvalla, en verið er að undirbúa umsókn um að staðurinn komist á lista UNESCO yfir helstu menning- ar- og náttúruminjar heims, sagðist Matsuura hafa hrifist af staðnum og Alþingi hefði verið vel staðsett á Þingvöllum. Til þess að staðurinn kæmist á lista UNESCO þyrfti formleg umsókn að berast til stofn- unarinnar. Hún myndi síðan senda menn til að kanna aðstæður og ef staðurinn uppfyllti þau skilyrði sem sett væru tæki nefnd um alþjóðlegar menningarminjar (World Heritage Committee) umsóknina til af- greiðslu. Mörg hundruð staðir í yfir 130 löndum heims Hann sagði að mörg hundruð staðir um allan heim eða í yfir 130 löndum væru á ofangreindum lista. Tvö skilyrði væru fyrir því að staðir væru teknir á listann. Annars vegar þyrfti staðurinn að hafa óumdeilt al- þjóðlegt gildi og hins vegar yrði við- komandi land þar sem staðurinn væri að gera nægilegar ráðstafanir til varðveislu hans. Það ráðist af því hvenær formleg umsókn berist frá íslenskum stjórnvöldum hvenær Þingvellir geti komist á listann. Ef formleg umsókn berist í febrúar á næsta ári geti nefndin tekið umsókn- ina til afgreiðslu í júnímánuði árið eftir og ef allt gangi vel geti Þingvell- ir komist á listann. Matsuura hefur komið hingað til lands einu sinni fyrr, áður en hann varð aðalframkvæmdastjóri UNESCO. Það var fyrir þremur ár- um, en þá var hann í föruneyti þáver- andi forsætisráðherra Japans, sem kom á toppfund norrænu landanna sem haldinn var hér á landi. Matsuura sagði að það væri margt líkt með löndunum tveimur Japan og Íslandi, þótt auðvitað væri margt einnig ólíkt. Báðar þjóðirnar væru eyþjóðir og löndin eldfjallalönd. Mikið væri borðað af fiski í báðum löndunum og sjávarútvegur mikil- væg atvinnugrein og sér liði mjög vel hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri UNESCO staddur hérlendis Morgunblaðið/Arnaldur Frá fundi Koichiro Matsuura, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, með fulltrúum úr íslensku UNESCO- nefndinni og forsvarmönnum mennta-, vísinda- og menningarstofnana í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þingvellir gætu komist á alþjóðlegan lista UNESCO um helstu menningar- og náttúru- minjar heims í júní árið 2004 sæki Ísland form- lega um það fyrir feb- rúarmánuð á næsta ári og ef umsóknin upp- fyllir þau skilyrði sem sett eru. Koichiro Matsuura Þingvellir gætu verið á lista 2004

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.