Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 33
✝ Sigþrúður Frið-riksdóttir fædd-
ist að Valadal í
Skörðum 28. nóvem-
ber 1903. Hún andað-
ist á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
16. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Friðrik Stefáns-
son, bóndi í Valadal,
f. 14. júlí 1871, d. 15.
júlí 1925, og kona
hans Guðríður Pét-
ursdóttir, f. 4. jan.
1867, d. 23. nóv. 1955.
Systkini hennar
voru: Stefán, bóndi í Glæsibæ, f. 3.
feb. 1902, d. 20. júní 1980, Helga,
húsfreyja á Krithóli, f. 28. sept.
1906, dvelur nú á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðárkróki. Uppeldis-
bróðir hennar var Friðrik Guð-
mann Sigurðsson, f. 22. maí 1917, d.
5. sept. 1987.
Sigþrúður giftist 1927 Birni
Jónssyni bónda, f. 15. nóv. 1904, d.
18. feb. 1991. Börn þeirra eru: Frið-
rik, f. 8. júní 1928, bóndi á Gili,
kvæntur Erlu Hafsteinsdóttur, f.
25. feb. 1939. Börn þeirra: 1) Örn, f.
12. jan. 1959, kvæntur Hólmfríði
Rögnvaldsdóttur, f. 19. nóv. 1959.
Börn þeirra: 1a) Björn Stefán, f. 3.
Guðmunda, f. 25. ágúst 1961, gift
Skúla Garðarssyni, f. 19. feb. 1955.
Börn þeirra: 1a) Guðni Rúnar, f. 2.
nóv. 1982. 1b) Hanna Dís, f. 11. maí
1984. 1c) Garðar Freyr, f. 27. okt.
1988. 1d) Guðmunda Rán, f. 4. ágúst
1992. 2) Birna, f. 12. okt. 1962, gift
Valgeiri Matthíasi Valgeirssyni, f.
2. jan. 1962. Börn þeirra: 2a) Hrafn-
katla, f. 4. apríl 1982. 2b) Böðvar, f.
16. des. 1984. 2c) Anna Sigríður, f.
23. júlí 1993. 3) Guðmundur, f. 12.
okt. 1962, sambýliskona Vigdís
Edda Guðbrandsdóttir, f. 9. apríl
1966. Börn þeirra: 3a) Sigfús Krist-
mann, f. 21. okt. 1988. 3b) Karen
Ósk, f. 30. okt. 1992. Dóttir Vigdís-
ar Eddu er Elín Ósk Gísladóttir, f.
16. júlí 1986. 4) Sigurbjörg, f. 14.
des. 1964, sambýlismaður Jóhann
Hólm Ólafsson, f. 16. maí 1961.
Börn þeirra: 4a) Lilja Hólm, f. 18.
ágúst 1985. 4b) Viðar Hólm, f. 1.
maí 1988. 4c) Alda Hólm, f. 11. maí
1995. Sonur Sigurbjargar er Arnar
Þór Ómarsson, f. 19. júlí 1979.
Sigþrúður ólst upp hjá foreldrum
sínum í Valadal. Hún stundaði nám
í saumaskap á Sauðárkróki og
stundaði saumaskap með búskapn-
um alla tíð.
Sigþrúður og Björn bjuggu á
Valabjörgum á Skörðum frá 1927
til 1941, Brún í Svartárdal 1941 til
1945 og flytja þá að Gili í Svart-
árdal og eiga þar heima til dauða-
dags.
Útför Sigþrúðar verður gerð frá
Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
sept. 1992. 1b) Ægir
Örn, f. 3. jan. 1995.
Dóttir Hólmfríðar er
Hrafnhildur Ása Ein-
arsdóttir, f. 29. apríl
1976. 2) Guðríður, f.
31. jan. 1960, gift Jóni
Halli Péturssyni, f. 20.
apríl 1959. Börn
þeirra: 2a) Guðrún
Margrét, f. 5. ágúst
1991. 2b) Auður Anna,
f. 31. ágúst 1993. 3)
Hafrún, f. 28. des.
1961, sambýlismaður
Gauti Höskuldsson, f.
26. ágúst 1961. Börn
þeirra 3a) Óðinn, f. 12. apríl 1982.
3b) Friðrik Freyr, f. 27. nóv. 1986.
4) Sigþrúður, f. 24. apríl 1964, sam-
býlismaður Guðmundur Guð-
brandsson, f. 12. apríl 1960. Börn
þeirra: 4a) Erla Rún, f. 9. júní 1989.
4b) Friðrún Fanný, f. 6. okt. 1996.
Sonur Guðmundar er Lárus Krist-
inn, f. 8. mars 1984. 5) Björn Grét-
ar, f. 30. sept. 1972, sambýliskona
Harpa Hrund Hafsteinsdóttir, f. 24.
apríl 1976. Barn þeirra er Friðrik
Snær, f. 1. ágúst 2001; Jóhanna, f.
26. maí 1941, húsfreyja á Mýra-
braut 10 Blönduósi, gift Sigfúsi
Kristmanni Guðmundssyni, f. 4. júlí
1934. Börn þeirra: 1) Sigþrúður
Með nokkrum orðum vil ég kveðja
tengdamóður mína, Sigþrúði eða
Dúfu eins og hún var alltaf kölluð. Í
þrjátíu og sjö ár bjuggum við saman í
sömu íbúð, notuðum sama eldhúsið
og lifðum saman súrt og sætt eins og
sagt er, og ég held að hægt sé að
segja að gagnkvæm vinátta hafi mót-
að okkar samveru.
Það var margt hægt að læra af
Dúfu í heimilishaldi. Hún var mynd-
arleg í verkum og hafði yndi af að
taka á móti gestum. Rausnarleg hús-
móðir en fór jafnframt vel með allt
sem hún átti, enda var eflaust ekki
alltaf úr miklu að spila í hennar bú-
skap.
Glaðlynd var hún og hreinskilin í
framkomu og eignaðist marga góða
vini á lífsleiðinni.
Þannig orti vinur hennar Gissur
Jónsson til hennar:
Ert til reiðu ósk mín greið
allra neyð frá snúin.
Að guð þig leiði um lífsins skeið
listfeng heiðursfrúin.
Dúfa var Skagfirðingur og efa-
laust hefur það verið erfið ákvörðun
að flytja vestur í Húnavatnssýslu, en
hún undi hag sínum og var virk hvar
sem hún var.
Eftir að Dúfa flutti í Svartárdalinn
vann hún mikið starf á vegum Kven-
félags Bólstaðarhlíðarhrepps. Mjög
lengi vann hún á vegum þess við veit-
ingasölu í Stafnsrétt og eftir að fé-
lagsheimilið Húnaver var byggt
vann hún þar mikið starf. Hún var
heiðursfélagi Kvenfélags Bólstaðar-
hlíðarhrepps.
Hún var félagslynd og sótti oft
mannfagnaði. Einnig fór hún í marg-
ar orlofsferðir sem hún mat mjög
mikils og eignaðist góða kunningja í
þeim ferðum.
Hún var laginn hestamaður og átti
góða hesta, einkum á fyrri árum.
Hannyrðakona var hún mjög mikil
og saumaði mikið af þjóðbúningum á
konur, bæði í Skagafirði og Húna-
vatnssýslu.
Ég vil þakka Dúfu fyrir góðar
samverustundir og vona að hennar
bíði góð heimkoma og allir góðu vin-
irnir sem á undan henni eru gengnir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Erla.
Mér fannst Valadalshnjúkurinn
eitthvað svo tómlegur í morgun þeg-
ar ég kom yfir Vatnsskarðið og
Skeggstaðafjallið var líka eitthvað
öðru vísi en það á að vera. Ég held að
þau séu að kveðja. Já, kveðja hana
ömmu mína. Já, nú er ekki lengur
lamið í steðjann á bæjarhlaðinu í
Valadal. Þar sem amma lærði af
móður sinni að gauka lítilræði að
þeim sem þurftu á að halda. Ja, það
var víst alltaf til nóg á því heimili.
Hún kynntist reyndar öðru á lífsleið-
inni.
Sá einn er skáld, sem elskar jörð og sól
þótt eigi hvorki björg né húsaskjól.
Hann veit, að lífið sjálft er guðagjöf,
og gæti búið einn við nyrstu höf.
D. Stefánsson.
Sigþrúður Friðriksdóttir, amma
mín, var kona með reisn. Gekk alltaf
teinrétt. Oft fékk hún mótbyr en
bognaði ekki. Efldist við hverja raun.
Hún felldi stundum tár vegna sjálfr-
ar sín eða þeirra sem henni þótti
vænt um. Það gaf henni styrk. Hún
var kona sem ætíð var vel til fara og
hafði gaman af. Einstaklega þrifin og
hirðusöm með sjálfa sig og umhverf-
ið. Ég held að ef hún væri ung kona í
dag væri hún í tískuhúsum Parísar
að spegla sig í fínum kjólum og
sauma á sig og aðra. Hún var tilfinn-
ingaríkur fagurkeri. Var í raun
heimsborgari sem hafði gaman af að
ferðast og einnig af nýjungum.
Öll mín uppeldisár voru þau á
heimili foreldra minna, amma og afi.
Þar var hún amma skjól þeim sem
þurftu á að halda. Amma gat stund-
um verð ströng en ég held líka rétt-
sýn. Eitt sinn man ég eftir því að
amma kom að einu barnabarninu að
púa sígarettu sunnan við bæinn á
Gili. Mikið óskaplega varð hún reið.
Hún reykti aldrei né smakkaði
áfengi. Á slíku hafði hún skömm.
Öfund og illt umtal man ég ekki
eftir að hún léti sér um munn fara. Sá
kostur er ómetanlegur og ættum við
nútímafólk að taka það okkur til fyr-
irmyndar, bæði afkomendur þínir og
aðrir. Ef það barst henni til eyrna að
einhver hefði gert eitthvað af sér
sagði hún: „Honum hefur ekki verið
sjálfrátt, aumingjanum.“ Hún
dæmdi ekki né hneykslaðist.
Dúfa amma lærði saumaskap á
Sauðárkróki. Hún saumaði mikið og
á marga. Einu atriði vaðandi sauma-
skap hennar man ég sérstaklega eft-
ir. Það var þegar hún saumaði upp-
hlut á mektarkonu vestan úr
Svínavatnshreppi. Þessi kona hefur
sennilega ekki átt mikið af fötum en
mikið af börnum átti hún. Þegar
verkinu var lokið mætti frúin með
hluta af barnaskaranum og þau urðu
svo stolt af móður sinni í þessum fínu
fötum að þeim svip gleymi ég ekki.
Svo var ég náttúrulega stoltur af því
að eiga ömmu sem gat gert svona
fína hluti.
Ég minnist draums ömmu sem
aldrei varð að veruleika. Það var sá
draumur hennar að fljúga með stórri
flugvél. Því miður gaf ég mér ekki
tíma til að koma því í kring fyrir
hana. Það að gefa þeim ekki tíma
sem þykir vænt um mann og maður
ber sjálfur væntumþykju til er
versta skuld sem maður skuldar.
Þessi minningarbrot um hana
ömmu mína, hana Sigþrúði, eru lítil
og léttvæg er ég miða þau við það er
hún taldi í mig kjark til að takast á
við lífið er ég átti í erfiðleikum með
sjálfan mig sem fullorðinn maður.
Þau geymi ég fyrir mig og gleymi
aldrei.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betra manni gjörðu.
D. Stefánsson.
Nú þegar við kveðjum hana
ömmu, bæði fjöll, dalir og menn, og
hún kveður okkur háöldruð og þreytt
sé ég hana fyrir mér í himnasölum í
fínum kjól að dansa við afa. Afi er í
fötum sem hún hefur saumað. Ég
held að þau séu að fara í ferðalag.
Kannski til Parísar að skoða kjóla.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Hún var hetja.
Örn Friðriksson.
Góðir daga með ömmu, Dúfu á Gili
eins og þú varst kölluð, komu upp í
huga minn þegar kom að endalokum
þessa lífs hjá þér. Þú settir svip á
umhverfið og varst stór hluti af lífi
mínu alla mína æsku. Frá því ég
steig mín fyrstu skref varstu hluti af
minni fjölskyldu, órjúfanlegur hluti.
Minningar um þig hlýja mér um
hjartarætur, þær eru mér dýrmætar
og auðvelda mér að koma auga á öll
þessu skemmtilegu augnablik sem
lífið býður upp á. Þú varst í uppvexti
mínum einn af þessum föstu punkt-
um sem aldrei brást. Þú hafðir þann
mikilvæga eiginleika að sjá það sem
jákvætt er og mundir eftir því, en
hinar stundirnar máttu alveg falla í
gleymskunnar skaut. Þessi eiginleiki
gerði þér lífið léttara og á eflaust
stóran þátt í því að þú áttir langlífi að
fagna. Þetta jákvæða hugarfar hafði
áhrif á alla sem þú umgekkst. Þú
varst stolt kona sem þurftir að berj-
ast fyrir lífinu öll þín bestu ár. Ekk-
ert var þér fært upp í hendurnar af
veraldlegum gæðum og launin oft lág
í þeim skilningi, þótt vinnutíminn
væri langur. Þó að auðævi þín væru
aldrei mikil, í eiginlegum skilningi
þess orðs, barstu þú höfuðið hátt og
varst ánægð með það sem lífið gaf
þér.
Ég held að ég tali fyrir munn okk-
ar allra systkinanna á Gili þegar ég
þakka þér fyrir þann hlýja hug sem
þú barst til okkar og sýndir oft þegar
við þurftum á þér að halda. Sérlega
eru mér minnisstæðar góðar stundir
með þér þegar þú kenndir okkur að
sauma. Þær voru ófáar þær stundir
sem þú gafst okkur. Þegar þolin-
mæði okkar brást komst þú og réttir
okkur hjálparhönd. Þá var öruggt að
vandað yrði til verka. Þú saumaðir
ekki bara fyrir okkur krakkana á
Gili, það var ekki óvanalegt að þú
sætir við saumavélina að sauma fyrir
þá sem til þín leituðu. Þú varst hæfi-
leikarík hannyrðakona og hafðir
gaman af því að gleðja aðra. Allra
kvenna myndarlegust, barst höfuðið
hátt og varst glæsileg á velli. Sinn
þátt í þínum glæsileik áttu hæfileikar
þínir í saumaskap og jákvætt viðmót.
Þú varst náttúrubarn sem lifðir
nær eina öld. Þessi tími er langur í
árum talið og einnig þegar horft er á
þær utanaðkomandi breytingar sem
hafa átt sér stað í lífi fólks. Ævistarf-
ið helgaðir þú sveitinni og landinu
okkar.
Þetta brot úr ljóði eftir Guðmund
Inga Kristjánsson lýsir vel hverju
amma helgaði ævistarf sitt.
Fyrir Ísland áttu að vinna
ævistörf hins góða manns,
helga dáð og drauma þína
dal og ströndum ættarlands.
Fyrir Ísland áttu að rækta
akur, tún og lund og garð,
gefa hug þinn gróðri jarðar,
gefa framtíð skraut og arð.
Fyrir Ísland áttu að nota
íslenskunnar fagra hljóm,
elska í ljóði og lausu máli
lands og þjóðar helgidóm.
Þín síðustu ár dvaldir þú á Heil-
brigðisstofnunni á Blönduósi, við
gott yfirlæti. Þó að minnið væri
brostið upplifði ég alltaf þetta góða
viðmót sem þú hafðir og fann að það
var margt sem þú vildir segja þótt þú
hefðir ekki tök á því. Ég man að síð-
ast þegar ég heimsótti þig nú í vor þá
sá ég hvað líf færðist í andlit þitt þeg-
ar þú heyrðir dætur mínar syngja
fyrir þig. Þú naust þess ávallt að
syngja og gaf söngurinn þér mikið í
lífinu og var það einnig í þetta skipti.
Kæri amma, mig langar í þessum
fáu orðum að þakka þér fyrir að hafa
fengið að njóta návistar þinnar, það
sem ég lærði af þér og fyrir þær
mörgu góðu stundir sem ég átti með
mér. Minningar mínar um þig sem
góða ömmu munu lifa með mér.
Guðríður Friðriksdóttir.
Nú er hún Dúfa langamma, eins
og hún var alltaf kölluð, dáin. Meðan
ég var minni passaði hún mig alltaf á
hverjum einasta degi. Hún sat með
mig blessunin og meðal annars sung-
um við þessa vísu saman:
Þetta heita hestarnir:
Hörður, Kjói, Grani,
Ljósaskjóni, Lýsingur,
Léttfeti og Hrani.
Vísan var víst alltaf rétt sungin hjá
mér nema ég söng Krani í staðinn
fyrir Hrani. Þegar við fórum til
dæmis að gefa hænunum og annað
slíkt eru núna góðar minningar. Þeg-
ar þú varðst níræð var haldin stór
veisla fyrir þig en þá var einmitt tek-
in mynd af okkur saman sem var allt-
af uppi á vegg í herberginu þínu á
Gili. Ég dáðist alltaf að því þegar
mér var sagt að þú hefðir gengið frá
Valabjörgum út á Sauðárkrók og til
baka aftur sama dag og með dót með
þér. Þegar þú fótbrotnaðir og gast
ekki verið heima á Gili nema stund-
um varð ég reið út í læknana, en svo
áttaði ég mig á því að það var ekki
gott fyrir rúmlega níræða konu að
vera ekki þar sem hún gat komist
strax undir læknishendur. Eftir að
þú varst komin á sjúkrahúsið á
Blönduósi fórstu að missa minnið og
fannst mér það mjög leiðinlegt að þú
mundir ekki eftir mér eins og þú
hélst mikið upp á mig. En svo gerði
ég mér grein fyrir því að það væri
allt saman eðlilegt, þar sem þú varst
komin á þennan aldur. Mér fannst
þessi síðustu ár dálítið erfitt að heim-
sækja þig á sjúkrahúsið því að það
minnti mig á það að þú gætir fallið
frá hvenær sem er og hve hræðilegt
það myndi verða. Ég kvíði fyrir jarð-
arförinni þinni að þurfa að kveðja þig
í síðasta sinn.
Þitt langömmubarn,
Erla Rún
Guðmundsdóttir.
SIGÞRÚÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar