Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 35

Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 35 önnur verðlaun. Reyndist það vera fornsalan. Hinn endinn var með má- vastellinu hennar Siggu, lagt á borð te fyrir tvo, silfrið var íslenskt með höfðaletrinu, brauðfat með snittum. Einnig lá blað á borðinu þar sem Sigga hafði skrifað ljóðið Mávinn eftir Lord Byron. Síðan var mjór silfur blómavasi með einni rauðri rós, sem var að opna sig. Þar var að auki viðurkenningarborði sem á stóð fyrstu verðlaun. Sigga var svo sannarlega vel að viðurkenningunni komin, borðið hennar bar af. Laufabrauðsdagurinn er einnig ofarlega í minningasafninu. Þá var tekinn heill sunnudagur. Þetta gekk eins og á færibandi. Við mamma hnoðuðum og flöttum út, en Sigga, Steinunn og tvær æskuvinkonur Steinunnar, Anne og Toby, sáu um útskurðinn. Þótti ungu dömunum gaman að og hafa oft minnst á laufa- brauðið. Anne og Toby eru ennþá bestu vinkonur Steinunnar og hafa alltaf talið Siggu sína aðra móður, en þær hafa báðar misst sínar mæð- ur. Nú koma þær með Steinunni til að kveðja Siggu og þakka langa samfylgd. Ég bið algóðan guð að halda al- máttugri verndarhendi yfir Braga, Steinunni og hennar fjölskyldu, systrum Siggu og þeirra fjölskyld- um og öðrum ættingjum, tengda- fólki og vinum sem misst hafa svo mikið. Sigga fékk hægt andlát, yfir ásjónu hennar hvíldi svo mikil ró og friður, eins og hún svæfi. Sigga mín, ég kveð þig og býð þér góða nótt, sofðu rótt. Hvíldu í guðs friði. Árdís J. Freymóðs (Jonna). Í dag er kvödd elskuleg móður- systir mín eða, Sigga frænka, eins og hún var í mínum huga. Mig lang- ar að minnast hennar með örfáum bernsku- og fullorðinsminningum sem fram koma í hugann á kveðju- stund. Sigga frænka bjó ,,úti“. Hún var hjúkrunarfræðingur og hafði farið til framhaldsnáms alla leið til Chi- cago og einmitt þar fann hún ástina í lífinu í honum Braga sínum Frey- móðssyni. Hún og Bragi urðu sam- ferða eftir það í gegnum lífið og mættu saman bæði gleði og sorg. Siggu þótti alla tíð vænt um Ís- land og fólkið sitt heima, það fund- um við vel. Fyrstu minningar mínar um hana eru um bjart bros og léttleika. Seinna eru svo minningar um pakka frá Siggu frænku alla leið frá Am- eríku. Því næst minningar af henni sjálfri þegar ég var sex ára en þá kom hún heim með frumburðinn sinn og hann var skírður hér og hlaut nafnið Baldur Arnar. Mikið var hún falleg, ég varð feimin við þessa glæsilegu frænku mína. En það var enginn lengi feiminn eða vandræðalegur í návist Siggu, allir fundu til sín því hún hafði einlægan áhuga á mannfólkinu, stóru sem smáu. Og árin liðu, Sigga sendi okk- ur systkinunum pakka með dóti og fatnaði í. Rétt fyrir átta ára afmælið mitt sendi hún mér ,,sumardress“, röndóttar kvartbuxur og jakka við. Á sjálfan afmælisdaginn fór ég á fætur á undan öllum öðrum, fór í nýju fötin frá Siggu og hjólaði um meðan morgunsólin kom upp á nýja hjólinu frá foreldrum mínum. Þann- ig var það, hún var alls staðar nálæg hún Sigga frænka þótt hún byggi ,,úti í henni Ameríku“. Ég man eftir Siggu þegar hún kom með börnin sín ung, með börnin sín aðeins eldri og svo unglinga. Alltaf var sama gleðin og eftirvænt- ingin í fjölskyldunni að hitta þau öll og alltaf var hún jafn glöð að hitta okkur. Þegar ég svo sjálf eignaðist börn- in mín tvö fengu þau líka pakka með gjöfum í frá Siggu frænku, hún gleymdi engum og fylgdist vel með öllum. Ég man eftir Siggu þegar hún flutti jarðneskar leifar Baldurs son- ar síns heim en hann lést aðeins tæpra 23 ára. Sigga sat teinrétt, stolt og með heiðríkju í svip við kistulagningu föður síns og hélt báð- um höndum sínum um litla kistilinn sem geymdi ösku sonar hennar. Kistillinn var jarðsettur með kistu Gunnars föður hennar og afa hans og á sama stað verður hennar kistill nú jarðsettur í dag hjá foreldrum hennar og syni. Ég man eftir henni stoltri móður að undirbúa brúðkaupið hennar Steinu sinnar og hvað hún var ham- ingjusöm með barnabörnin þeirra Braga. Ég man eftir henni og Braga með blik í auga þegar þau horfðu hvort á annað. Ég man eftir sendingum sem tengdust námi mínu og starfi sem leikskólakennari og leikskólastjóri, sendingum sem geymdu bæði fræði- bækur og þjálfunargögn. Ég man eftir gefandi og hvetjandi umræðum og hrósi. Þannig var Sigga, hún vissi alltaf allt um okkur og tók á sinn hátt þátt í lífi okkar úr fjarlægð. Hún hafði meiri áhrif á líf mitt og hugsun en ég hef áttað mig á fyrr. Ég man eftir glæsilegri konu þeg- ar léttur andvari lék um ljóst hárið þar sem hún lítur yfir íslenska sveit, yfir landið sem var henni afar kært. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur ár og daga. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Ég votta Braga, sem hugsaði svo fallega um Siggu í veikindum henn- ar, Steinu og fjölskyldu, móður minni, systrum hennar og systrum Braga samúð mína. Birta og gleði umleikur minningu hennar. Eugenia Lovísa Hallgrímsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Erfiðu stríði Sigríðar Bílddal við alzheimersjúkdóminn lauk 3. mars. Nú hefur aska hennar verið flutt heim og í dag kveðja ættingjar hennar og vinir hana hér heima á Fróni. Þegar ég var barn man ég alltaf eftir jólakortunum sem komu frá Braga, Siggu og fjölskyldu, þá stóð öll fjölskyldan prúðbúin uppi við ar- ininn. Í huga barnsins var þetta allt svo „flott“, nánast eins og í kvikmynd. Að ég fengi að fara og dvelja hjá Siggu, Braga, Steinunni og Baldri þegar ég var unglingur var mikil upplifun fyrir unga stúlku úr Vest- urbænum. Það var mikill kraftur í henni Siggu, ég man ekki eftir henni nema á fleygiferð. Ef hún ekki var að keyra eða sækja börnin sín var hún að hlúa að tengdamóður sinni eða einhverjum öðrum. Ég man ekki eftir Siggu öðruvísi en glaðri og fullri af orku og ávallt að huga að velferð annarra. Heimili Siggu bar vott um hlýju hennar og gestrisni og stóð ávallt opið gestum og gangandi enda var hugur hennar í þá veru að hún taldi ekki eftir sér að miðla gestum sínum af þekkingu sinni, velvild, og að sýna þeim alla þá staði sem athyglisverð- ir voru og skipti þá fjöldi mílna ekki máli. Það var ekki sá stórviðburður í vinahópi hennar hér heima á Fróni að ekki kæmi pakki að vestan með kveðju. Sigga var mikill Íslendingur eins og oft verður um fólk sem flyst til út- landa og dvelur þar langdvölum. Hún fylgdist alltaf vel með öllu því sem gerðist hér heima. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýju, virðingu og þakklæti. Guð blessi hana á nýjum slóðum. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær Og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Í dag er kær vinkona og skóla- systir, Sigríður Bílddal, kvödd. Fundum okkar bar fyrst saman þeg- ar við hófum nám í hjúkrunarfræði í Hjúkrunarskóla Íslands. Við skóla- systurnar, sem hófum nám þetta ár- ið, kynntumst náið á þessum náms- árum og höfum ávallt haldið vel hópinn. Eflaust var það heimavist skólans sem hnýtti okkur saman þessum sterku böndum. Þröngt var búið, tvær eða þrjár voru í hverju herbergi, en það hafði líka sínar góðu hliðar. Það var gott að koma upp á herbergið sitt eftir langar og erfiðar vaktir og hitta oftast ein- hverja bekkjarsystur og geta deilt með henni góðum tíma og rætt lið- inn dag. Við „hollsysturnar“ höfum oft rifjað upp á mörgum fundum okkar þennan ánægjulega tíma sem við áttum þessi þrjú ár í skólanum. Eftir að námi lauk skiptist hóp- urinn og fórum við allar að starfa við hjúkrun á hinum ýmsu sjúkrahúsum landsins. Sigga, Ásthildur, Hjördís og undirrituð fórum til starfa á FSA á Akureyri, sem þá aðeins nokkrum mánuðum fyrr hafði flutt alla sína starfsemi í nýja sjúkrahúsið. Störfin voru krefjandi og vaktirnar oft erf- iðar og langar, en við vorum ungar og fullar af eldmóði og töldum ekki eftir öll sporin. Hugurinn beindist fljótlega hjá okkur Siggu að áframhaldandi námi. Við könnuðum þau tækifæri sem í boði voru. Eftir nokkurra mánaða leit opnaðist leið fyrir okkur, síðla sumars 1954, að halda vestur um haf til Presbyterian St. Lukes Hospital í Chicago. Þar hófum við nám og störf í byrjun næsta árs. Það var eftirminnilegur tími sem við nöfnurnar áttum þar. Þú varst alltaf svo glöð og hress og hafðir hugmyndir hvað gera skyldi á næsta frídegi. T.d. að fara að hlusta á Gigli eða aðrar stórstjörnur sem voru til boða í stórborginni Chicago. Vin- áttubönd okkar tengdust enn frek- ar, sem aldrei bar neinn skugga á. Við keyptum okkur fljótlega bíl og að fá tveggja daga frí í hverri viku var nýr „lúxus“ í lífi okkar og starfi. Við ferðuðumst mikið og fórum vítt. Þeir hjúkrunarfræðingar á sjúkra- húsinu sem við unnum með sögðu að við værum búnar að ferðast og sjá miklu meira en þær sem fæddar væru og aldar upp í sjálfri stórborg- inni. Sigga kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Braga Freymóðssyni rafmagnsverkfræðingi, á þessum tíma í Chicago. Það er alveg hægt að segja að hjörtu þeirra hafi slegið í takt frá fyrstu kynnum og gegnum allt lífið. Þau voru ákaflega samrýnd og samband þeirra einkenndist af mikilli virðingu, hlýju og kærleika. Það hefur komið hvað best fram nú síðustu árin eftir að veikindi Siggu urðu erfiðari. En nú er löngu veik- indastríði Siggu lokið og er einstakt að vita, Bragi minn, hve sterkur þú hefur verið í gegnum allt. Gott hefur verið fyrir okkur frændfólk þitt og vini að vita af Jonnu systur þinni hjá þér í Santa Barbara til að styðja þig og hjálpa á erfiðum tíma. Minningarnar eru margar sem leitað hafa á hugann undanfarnar vikur og mánuði. Minning um heim- sóknir ykkar hjóna hingað heim með börnin meðan þau voru ung og síðar þið tvö. Þá var ekki síður eftirminni- legt að sækja ykkur heim hvar sem þið voruð búsett, þ.e. í Chicago, In- diana eða Kaliforníu. Ykkar yndis- lega heimili stóð ávallt opið fyrir mér og mínum börnum og tekið var á móti okkur sem þjóðhöfðingar værum og allt gert til að gera dvöl- ina sem stórkostlegasta á allan hátt. Á kveðjustund er notalegt að líta til baka og eiga slíkar minningar. Með söknuði og trega kveð ég þig, kæra vinkona, og minningin um þig mun ætíð lifa. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Bragi, Steinunn, barna- börn, systur og mágkonur, ykkur öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Jóhannsdóttir. Fyrir nokkrum mánuðum hvarf Sigríður Bílddal, eiginkona Braga Freymóðssonar, af vettvangi hins jarðneska lífs og á vit annarra og æðri afla. Hún var reyndar fyrir all- löngu horfin inn í lokaðan heim, sem aðrir höfðu lítinn sem engan aðgang að og þar meðtaldir hennar nánustu. Um alllangt, já, alltof langt skeið hafði hún verið haldin miskunnar- lausum sjúkdómi, kenndan við Alz- heimer, sem tíðum einkum á sínu lokastigi torveldar alla tjáningu, ekki aðeins með orðum heldur líka með svipbrigðum. Sem betur fer lánaðist henni engu að síður að halda einu tjáningarformi alveg óskertu til hinstu stundar að heita, en það var brosið hennar blíða og al- úðlega, sem var eiginmanni hennar, Braga, svo kært og dýrmætt á við- kvæmum og oft erfiðum heimsókn- arstundum til hennar. Þótt síðustu æviár Sigríðar hafi þannig vissulega verið bæði gleði- snauð og þungbær jafnt fyrir hana sem aðra nákomna ættingja verður ekki alveg það sama sagt um öll þau ár, sem hún var við góða heilsu og naut góðs atlætis í faðmi hamingju- samrar fjölskyldu. Að vísu bar óneitanlega ákaflega dimman skugga á hamingju hennar við svip- legt fráfall sonarins, Baldurs, en burtséð frá því brosti lífið lengstum við þeim, Sigríði og Braga. Skömmu eftir að Bragi komst á eftirlaun fluttu þau hjón búferlum frá Fort Wayne til Santa Barbara til þess eins að geta notið návistar við dóttur sína og barnabörnin. Eins og gefur að skilja urðu fjölskylduböndin traustari og nánari við það en ella hefði orðið og var það ekki svo lítils virði fyrir þau bæði. Í þessari stuttu grein verður ekki sérstaklega fjallað um starfsferil Sigríðar, en eins og flestum mun vera kunnugt, starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á ýmsum sjúkrahúsum fyrir utan að sinna heimilsstörfum. Sú var tíðin að þessi glæsilega kona geislaði af lífsorku og gleði. Hún setti m.a. metnað sinn í að fegra heimili sitt sem frekast var kostur, oft með fágætum og gömlum húsmunum og tókst það með slíkum ágætum að haft var á orði að hún ætti vart sinn jafningja á því sviði. Það má með sanni segja að þau hjón hafi verið höfðingjar heim að sækja. Það höfum við Andrea fengið að sannreyna bæði í Fort Wayne (1991) og Santa Barbara (1996). Annarri eins gestrisni höfum við naumast kynnst og höfum þó víða farið. Þau vildu bókstaflega allt fyrir okkur gera. Það er í rauninni ekki hægt annað en dást að því hversu ótrúlega samhent þau voru í þeirri viðleitni sinni. Er við Andrea sóttum þau heim í Fort Wayne, 1991, hafði Sigríður einu sinni orð á því, að þær Andrea hefðu verið skólasystur í barnaskóla norður á Siglufirði og mundi meira að segja lygilega vel eftir því hvern- ig hún hafði verið klædd. Líkt og þær, vorum við Bragi skólabræður bæði í barna- og menntaskóla á Ak- ureyri og svo að segja jafnaldrar. Það ber ekki á öðru en víða liggi gatnamót. Þær jafnöldrur gamlar skólasystur og við aftur á móti gamlir skólabræður og bestu vinir. Ég hygg að það sé með eindæm- um hversu vel Bragi annaðist konu sína í áralöngum veikindum hennar. Þar birtust í skæru ljósi mannkostir hans, ósvikin ást og umhyggja. Fullvíst má telja að Sigríður, vin- kona okkar, uni sér nú vel í sínum nýju heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Halldór Þorsteinsson. Elskuleg æskuvinkona mín, Sig- ríður Bílddal, er látin. Mig langar að setja fáein kveðju- orð á blað við fráfall hennar. Hún var ávallt kölluð Sigga Bílddal af okkur vinum sínum, sem ólumst upp með henni á Siglufirði. Við Sigga vorum bestu vinkonur frá því ég man eftir mér. Foreldrar okkar voru einnig bestu vinir, þau vinabönd slitnuðu aldrei og mikill samgangur milli heimilanna alla tíð. Við vinkon- urnar sóttumst eftir að fá að gista hvor hjá annarri og var auðvelt að fá leyfi mæðra okkar til þess. Við Sigga lékum okkur mikið með dúkkulísur og teiknuðum fötin á þær, klipptum þau út og komum okkur upp heilli fjölskyldu. Þetta þótti okkur hinn skemmtilegasti leikur. Á unglingsárunum klæddum við okkur oft eins, teiknuðum sjálfar sniðin og fórum svo til Gunnu Sveins, sem síðan saumaði kjólana fyrir okkur. Þá fannst okkur lífið endalaust sumar og sólskin. Þetta voru saklaus æskuár, sem aldrei gleymast. Ekki minnkaði sambandið eftir að við giftumst þótt langt væri á milli okkar. Sigga og Bragi bjuggu í Bandaríkjunum en við Birgir á Ís- landi. Aldrei hefur sá strengur slitn- að, sem myndaðist í æsku, enda sáu foreldrar okkar um það með heim- sóknum sínum. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þetta yndislega fólk og gott er að hugsa til að þau hafi átt þátt í að móta mann í æsku. Við Birgir fórum margar ferðir til þeirra hjóna bæði til Chicago og Los Angeles. Við ferðuðumst með þeim ógleymanlegar ferðir um Flórída og Danmörku. Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir hönd dóttur okkar og eiginmanns hennar fyrir hlýjar mót- tökur er þau gistu hjá þeim nokkr- um sinnum er hann var við nám í Bandaríkjunum. Sigga var þeim eins og besta móðir. Ég gæti skrifað bók um endalaus ævintýri bernsku okkar. Elsku ljúfa vinkona, ég þakka þér allar samverustundir okkar. Það var flest sem prýddi þig enda eignaðist þú góðan eiginmann og börn og dásamlegt heimili. Ég og Birgir sendum Braga, Steinunni, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Ég kveð svo elsku Siggu mína með djúpri virðingu og þakk- læti. Drottinn blessi Sigríði Bílddal Freymóðsson. Ásdís Jónasdóttir. Látin er í Sankti Barbara í Kalíforníu Sigríður Bílddal Frey- móðsson, langt fyrir aldur fram. Elsku Sigga mín, þú veist að þú varst svo sérstök og góðsemi þín réð þar miklu. Við vorum saman í her- bergi allan nematímann og Erla Jó- hanns deildi með okkur herbergi um tíma. Þetta voru skemmtileg ár og oft var hlegið og spjallað langt fram á nótt. Þegar við komum til Akureyrar vorið 1954, nýútskrifaðar úr Hjúkr- unarskóla Íslands, áttum við helg- arfrí og fórum í Mývatnssveit. Þá voru allir karlmenn í Rúnisgöngum austur á fjöllum, nema Einar bróðir. Hann bað mig að taka upp netin og sagði mér miðin, þau voru Sellanda- fjall og Hverfjall. Við Sigga fórum á vatnið, ásamt Önnu mágkonu og Hermanni syni hennar sem þá var tveggja ára. Það var blæjalogn og fjöllin spegl- uðust í vatninu, fuglarnir sungu og blómin voru að springa út. Við rer- um vestur af landi. Miðin voru alveg rétt. Við fengum nokkrar silungs- bröndur sem við elduðum þegar við komum heim, það var herramanns- matur. Kæra vinkona, við skiptumst á gjöfum, þú heimsóttir mig heim til Íslands og alltaf skrifuðumst við á. Svona liðu árin, þá heyrði ég að þú værir veik, ég vonaði að það væri bara í bráð, en annað kom á daginn. Vonandi hittumst við aftur, Sigga mín, á Mývatni á degi eins og forð- um. Elsku Bragi, Steinunn Freyja og fjölskylda, við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Guð blessi minningu Sigríðar Bílddal Freymóðsson. Ásthildur Þórhallsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Bílddal Freymóðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.