Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. í sumar. Aðalvöllur golfklúbbsins er Arnarholts- völlur í Svarfaðardal þar sem eru níu holur. Vonast er til að æfingavöllurinn hleypi nýju lífi í unglinga- starf golfklúbbsins. Einnig er ætlunin að útbúa pútt- völl við æfingavöllinn þar sem ungir og aldnir geta spreytt sig. KRAKKARNIR á Dalvík skemmtu sér konunglega þegar þeim var boðið á kynningu á nýjum fjögurra holna æfingavelli sem Golfklúbburinn Hamar útbjó nýlega. Æfingavöllurinn er í Kirkjubrekkunni, ofan heilsugæslustöðvarinnar. Þar verður boðið upp á golfnámskeið fyrir yngri kynslóðina þrjá daga í viku Morgunblaðið/RAX Sprellað á nýjum velli VERIÐ er að skoða möguleika á því að sett verði á laggirnar vitnavernd hér á landi í sam- starfi við hin Norðurlöndin. Þannig gætu vitni í glæpamálum eða fólk sem einhverra hluta vegna óttast um líf sitt flutt úr landi og hafið nýtt líf á einhverju hinna Norðurlandanna með hjálp yfirvalda, að sögn Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Aðspurður hvort þörf sé á slíku hér á landi segir hann mögulegt að svo sé. „Hér gæti verið um að ræða vitni í stórum fíkniefnamálum, til dæmis svokölluð burðardýr en oft þora þau ekki að ljóstra upp um höf- uðpaurana í slíkum málum. Við erum þó enn að meta hvort þörf sé fyrir slík úrræði hér á landi ásamt embætti Ríkislögreglustjóra og Ríkis- saksóknara.“ Hann segir að á Norðurlöndunum sé mikill vilji fyrir því að þessar hugmyndir gangi eftir. „Hjá okkur er einnig fullur vilji fyrir sam- starfi enda frekar óhentugt að ætla að koma á vitnavernd í svo fámennu landi sem Íslandi.“ Rætt í tengslum við handrukkanir og aukna hörku í fíkniefnaheiminum Stefán segir að um sé að ræða margar út- gáfur að framkvæmdinni allt frá því að fólk skipti algerlega um auðkenni, nafn, kennitölu og búsetu og yfir í smærri aðgerðir til að vernda einstaklingana, eins og neyðarhnappa og að fólk sé tekið af þjóðskrá. „Ég kynnti þessar hug- myndir á fundi allsherjarnefndar Alþingis á föstudag þar sem þær voru ræddar í tengslum við handrukkanir og aukna hörku í fíkniefna- heiminum.“ Hann bendir á að vitnaverndin yrði aðallega notuð í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, eins og fíkniefnasölu, mansal og smygl á vopn- um. „Þessar hugmyndir komu upp í tengslum við uppgang samtaka eins og Vítisengla á Norð- urlöndunum en þar eru menn stöðugt að leita leiða til að treysta möguleika lögreglu til að hamla gegn starfsemi slíkra samtaka.“ Dómsmálaráðherra er nú á fundi með dóms- málaráðherrum allra Norðurlandanna á Sval- barða þar sem þessar hugmyndir eru til um- ræðu, að sögn Stefáns. Komið verði á vitnavernd í samstarfi við hin Norðurlöndin FJÓRAR breytingar til lækkunar á greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar ríkisins í lyfjakostnaði og lækkun lyfjaverðsnefndar á álagningu á lyfj- um eru meðal þátta sem leitt hafa til hærra lyfjaverðs á undanförnum misserum að mati forsvarsmanna lyfjaverslana. Samtök verslunar og þjónustu hafa unnið greinargerð um hækkun lyfjaverðs fyrir Morgunblað- ið þar sem dæmi eru tekin af hækkun á hámarksheildargreiðslu sjúklings á þremur algengum lyfjum frá desem- ber 1998 til júní 2002. Nemur hækkun á heildargreiðslu sjúklings 42%, 50% og 91% á fyrrnefndu 3½ árs tímabili, samkvæmt útreikningum þeirra. Lyfsalar segja lyfjakostnað al- mennings hafa hækkað um 10% frá áramótum vegna ráðstafana stjórn- valda og um 1,1% í apríl vegna ákvörðunar lyfjaverðsnefndar. Einn- ig er bent á að fasta krónutalan í álagningarreglum í smásölu sem háð- ar eru ákvörðunum lyfjaverðsnefndar sé ekki tengd vísitölu heldur miðuð við ákveðið innkaupsverð. Vísitala neysluverðs hafi hækkað úr 177,8 stigum 1997 í 222,8 stig 1. júní 2002, eða um 25,3%. „Þar sem fasta krónu- talan er ekki tengd vísitölu samsvarar þessi breyting 8–13% lækkun á álagn- ingu lyfja sem eru dýrari en 1.000 krónur í heildsölu,“ segir enn fremur í greinargerð. Lyfsalar segja jafnframt að þessar aðstæður hafi minnkað svigrúm til af- sláttar og ljóst sé að lyfjaverslanir hafi tekið á sig lækkanir í gegnum tíð- ina. „Nú er hins vegar svo komið að apótek hafa ekki lengur svigrúm til þess að taka á sig minnkandi þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði og því hafa tvær síðustu aðgerðir ríkisins til lækkunar á greiðsluþátttöku farið beint út í verðlagið.“ Meta allt að 91% hækkun á hámarks- greiðslu  Segjast ekki/18 Lyfjaverð BJÖRGUNARLAUN vegna björg- unar togarans Örfiriseyjar nema 40 milljónum króna en skv. upplýsingum frá tryggingafélaginu Sjóvá-Almenn- um hf. náðist samkomulag um upp- hæð björgunarlaunanna nýverið. Það var áhöfnin á togaranum Snorra Sturlusyni sem kom í veg fyrir að Örfirisey ræki upp í Grænuhlíð í mynni Ísafjarðardjúps í byrjun nóv- ember í fyrra. Togararnir, sem báðir eru í eigu Granda hf., voru í samfloti þegar vélin í Örfirisey bilaði. Eftir ár- angurslausar björgunaraðgerðir varðskipsmanna á Ægi fór Snorri til aðstoðar. Mikill sjógangur gerði mönnum erfitt fyrir enda um 10–12 metra ölduhæð og vindhraðinn að jafnaði um 30–35 metrar á sekúndu og mun meiri í hryðjum. Eftir eina misheppnaða tilraun tókst stýri- manninum á Snorra að skjóta línu yfir í Örfirisey en þá átti Örfirisey aðeins eftir 1,3 sjómílur upp í Grænuhlíð. Ekki er deilt um að með þessu hafi skipverjar á Snorra Sturlusyni af- stýrt strandi. Í siglingalögum er kveðið á um að af björgunarlaunum skuli fyrst bæta það tjón sem útgerð hefur orðið fyrir vegna björgunarinnar, s.s. vegna eldsneytis eða skemmda á skipinu. Því sem eftir er af björgunarlaunun- um á að skipta þannig að þrír fimmtu hlutar komi í hlut útgerðar en áhöfnin fái tvo fimmtu hluta. Af hlut áhafnar fær skipstjórinn þriðjung en afgang- inum er skipt á milli annarra í áhöfn, eftir hlutaskiptakerfi eða föstum launum eftir því sem við á. 40 milljónir í björgunarlaun vegna Örfiriseyjar ÍSLAND hefur frá árinu 1995 til árs- ins 2000 hækkað um sjö sæti á lista þar sem ríkjum heims er raðað eftir frjálsræði í efnahagsmálum og er í 11. sæti á nýútgefnum lista. Ísland deilir sæti með Finnlandi, en ríkin hafa 7,7 í einkunn af 10 mögulegum. Hong Kong er sem fyrr í efsta sæti á listanum um frjálsræði í efna- hagsmálum, í öðru sæti er Singapúr, Bandaríkin í því þriðja og Bretland í fjórða sæti. Af stærri iðnríkjum sem lenda neðar á listanum en Ísland má nefna Þýskaland í 15. sæti, Japan í 24. sæti og Ítalíu í 35. sæti. Unninn á vegum Fraser-stofnunarinnar Listinn er unninn á vegum Fras- er-stofnunarinnar í Kanada ásamt fjölda óháðra stofnana í öðrum lönd- um. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands er samstarfsaðili vegna verk- efnisins hér á landi. Listinn, sem nú er gefinn út í sjötta sinn, nær til 123 landa og er horft til 37 atriða sem könnuð hafa verið frá árinu 1970. Aukið frjálsræði í efnahagsmál- um á Íslandi  Ísland hækkar/16 SUMARGRÍN Íþrótta- og tóm- stundaráðs hafði viðkomu á Ing- ólfstorgi í gær og undu börnin, sem sækja leikjanámskeið í Frosta- skjóli og í Melaskóla, sér vel í hin- um ýmsu leiktækjum, auk þess sem þau fengu andlitsmálningu. Sumargrín er eins konar lítið tívolí, þar sem börnin geta leikið sér í hinum og þessum leiktækjum, sem Íþrótta- og tómstundaráð og Vinnuskóli Reykjavíkur hafa útbú- ið og er tækjunum síðan komið upp hér og þar um borgina. Að sögn Jóhannesar Árnasonar, starfsmanns í Frostaskjóli, var heilmikið fjör og skemmtu börnin sér konunglega, en þau eru á aldr- inum sex til átta ára. Hann segir að um sjötíu börn hafi verið á Ing- ólfstorgi þegar mest var. „Svo fór- um við og gáfum öndunum brauð og enduðum í Hljómskálagarð- inum,“ segir Jóhannes. Sumargrín á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.