Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARBÆR Skóladeild Glerárgötu 26, 600 Akureyri Brekkuskóli Laus er staða forstöðumanns skólavistunar Í öllum sex grunnskólum Akureyrar eru starfræktar skólavistanir fyrir börn í 1.-4. bekk. Skólavistun er tilboð til foreldra um öruggan stað fyrir börnin eftir að kennslu lýkur á daginn. Þar hafa börnin aðstöðu til fjölbreyttra leikja og eiga kost á að velja um margvísleg verkefni og tómstundastörf. Forstöðumaður skólavistunar ber ábyrgð á starfinu, sér um skipulag og sinnir verkstjórn starfsmanna. Starfið krefst skipulags- og stjórnunarhæfileika ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Uppeldismenntun er æskileg. Upplýsingar gefur skólastjóri Sigmar Ólafsson í síma 462 2525 og í vasasíma 897 3233 eða Skóladeild í síma 460 1463. Giljaskóli Laus er 60% staða skólaliða/stuðningsfulltrúa Upplýsingar gefur skólastjóri Halldóra Haraldsdóttir í síma 462 4820 eða Skóladeild í síma 460 1463. Upplýsingar einnig veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2002 eru þrjár stangir dagana 5.-7. ágúst í Svalbarðsá í Þistilfirði Upplýsingar veittar í síma 892 5394 LAUSAR Akureyrarliðin Þór og KA mætast í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld á Akureyrarvelli. KA-menn eru í toppbaráttu deildarinnar en Þórsarar neðstir, en þrátt fyrir það má reikna með því að hart verði barist og leikurinn spennandi eins og jafnan þegar félögin eigast við. Veður hefur verið gott í bæn- um síðustu daga og ljóst að verði gæði leiksins ekki mikil verður slæmum aðstæðum ekki um að kenna. Kristinn Geir Aðalsteins- son, starfsmaður Akureyrarvallar, og samstarfsmenn hans voru í óða önn að klæða völlinn í sparifötin þegar Morgunblaðið leit við síðari hluta gærdagsins – Kristinn ók sláttuvélinni í hringi þannig að völlurinn á að vera fallegur í kvöld. Reiknað er með margmenni á völlinn, en þess má geta að grill- veisla verður fyrir yngri flokka og stuðningsmenn félaganna við hvort félagsheimilið, Hamar þeirra Þórs- ara og KA-heimilið, klukkan 5 og síðan verður gengið fylktu liði að vellinum þegar allir eru orðnir mettir. Flautað verður til leiks kl. 19.15. Bæjarslagur á „teppinu“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KARLMAÐUR á fertugsaldri hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru vegna kynferðisbrots gagnvart ungri stúlku og skaðabótakröfu hennar var vísað frá dómi. Ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur manninum í febrúar síðast- liðnum fyrir kynferðisbrot gagn- vart stúlku sem fædd er árið 1987. Maðurinn var sundþjálfari stúlk- unnar og íþróttakennari við grunn- skóla þann er hún stundaði nám við. Var hann ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti á heimili sínu og einu sinni í íþróttahúsi skólans káfað á brjóstum stúlkunnar, á tímabilinu frá september árið 2000 til janúar 2001. Einnig að hafa kysst stúlkuna og haft við hana kynmök. Stúlkan krafðist miska- og þján- ingabóta að upphæð tæplega 1,1 milljón króna. Kynni tókust með stúlkunni og manninum haustið 2000 þegar hann hóf kennslu við grunnskólann sem hún stundaði nám í. Voru samskipti þeirra allmikil næstu mánuði vegna kennslu- og þjálf- unarstarfa mannsins og einnig tók stúlkan að sér að gæta barna á heimili mannsins. Stúlkan var þá 13 ára en maðurinn 33 ára. Stúlkan upplýsti í janúar 2001 að maðurinn hefði viðhaft kynferð- islega háttsemi gagnvart henni. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að stúlkan hafi viljað draga ásak- anir sínar til baka um vorið það ár og er það í samræmi við bréf hennar þar að lútandi sem og seg- ulbandsupptöku af símtali sem maðurinn lagði fram. Eins kemur fram að stúlkan hafi ítrekað reynt að hafa samskipti við manninn og fjölskyldu hans með SMS-skila- boðum. Fyrir dómi í janúar síðast- liðnum hélt stúlkan því hins vegar fram að vilji hennar til að draga ásakanirnar til baka hafi verið runninn undan rifjum mannsins. Átti stúlkan í tilfinningalegum erf- iðleikum allt síðasta ár. Maðurinn neitaði sök við alla meðferð máls- ins og þótti frásögn hans í aðal- atriðum staðföst og trúverðug. Í dómnum segir að stúlkan sé í raun ein til frásagnar um atburði og vitnisburður vinkvenna hennar styðji ekki frásögn hennar um að maðurinn hafi sýnt af sér um- rædda háttsemi. Því er það álit dómsins að ekki hafi tekist að sanna, gegn neitun mannsins, að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá er honum var gefin að sök. Því beri að sýkna hann og vísa bóta- kröfu frá dómi. Dómurinn var fjölskipaður, Ólaf- ur Ólafsson héraðsdómari var dómsformaður en meðdómendur voru Ásgeir Pétur Ásgeirsson hér- aðsdómari og Freyr Ófeigsson dómstjóri. Sigríður J. Friðjóns- dóttir saksóknari sótti málið en verjandi mannsins var Brynjar Níelsson hrl. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sýknaður af kynferðisbroti gegn stúlku LÖGREGLAN á Akureyri verður með aukinn viðbúnað um komandi helgi, verslunarmannahelgina, en í bænum fer fram fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ líkt og á síðasta ári. „Við gerum ráð fyrir að þetta verði með svipuðu sniði og í fyrra- sumar og höfum bætt við okkur mannskap umfram það sem er um venjulega helgi,“ sagði Daníel Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn á Akur- eyri. Hann sagði að eftirlit á vegum kringum bæinn yrði aukið og þá yrði einnig meiri viðbúnaður í bæn- um sjálfum en vant er. Bifreiðar á vegum ríkislögreglustjóra útbúnar myndavélum til að mæla hraða bif- reiða verða á ferðinni bæði innan- og utanbæjar. „Við erum að búa okkur undir all mikla umferð og eigum von á fjölda góðra gesta til bæjarins,“ sagði Daníel. Hann gerði ráð fyrir að samsetning gesta yrði með svipuðum hætti og á liðnu ári, þ.e. að mest yrði um fjölskyldu- fólk og eins að bæjarbúar sjálfir tækju virkan þátt í hátíðarhöldun- um. Haraldur Ingólfsson hjá Fremri kynningarþjónustu, sem hefur um- sjón með „Einni með öllu“, sagði að nú í vikunni hefðu fyrirspurnir auk- ist mjög. „Fólk er í auknum mæli að hringja og spyrjast fyrir um þá dagskrá sem í boði verður. Góð veðurspá fyrir þennan landshluta virðist hleypa auknum krafti í þetta og ekki ólíklegt að straumurinn liggi norður,“ sagði Haraldur. Tjaldsvæðin sem Skátafélagið Klakkur rekur að Hömrum og við Þórunnarstræti verða opin, en ung- mennum undir 18 ára aldri verður ekki hleypt inn á tjaldsvæðin nema í fylgd með foreldrum eða forráða- mönnum. Engin sérstök unglinga- tjaldsvæði verða í boði líkt og var þegar hátíðin Halló Akureyri var og hét. Strætisvagnar Akureyrar verða með ferðir milli miðbæjar og tjald- svæðisins að Hömrum á hálf tíma fresti frá kl. 19 til 0.30 á föstudag og um helgina, laugardag og sunnudag frá kl. 12.30 til 0.30. Á mánudag verða ferðir frá kl. 12.30 til 15. Hátíðin verður sett á Ráðhús- torgi annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Fjölbreytt dagskrá verður á Ráðhústorgi á laugardag og eins um kvöldið, þar verður einnig dag- skrá á sunnudag. Unglingadans- leikur með Sálinni verður í KA- heimilinu á laugardagskvöld. Skrúðgöngur verða frá verslunum Bónuss, Hagkaupa og 10–11 á sunnudagskvöld sem renna svo saman í eina, en ferðinni verður heitið á Akureyrarvöll þar sem boð- ið verður upp á skemmtun, brekku- og stúkusöng. Björgunarsveitin Súlur efnir til flugeldasýningar þar kl. 23.30. Búist við fjölda fólks á Eina með öllu Aukinn viðbúnað- ur lögreglu inn- an- og utanbæjar ALLS bárust 34 umsóknir um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar en umsóknarfrestur er nýlega runninn út. Þeir sem sóttu um eru: Árni Birgisson Selfossi, Björgúlfur Þórðarson Akureyri, Einar Birgir Kristjánsson Akureyri, Einar Þór Karlsson Kópavogi, Finnur M. Gunnlaugsson Akureyri, Finnur V. Bjarnason Akureyri, Gísli Bald- vinsson Akureyri, Guðfinnur H. Þorkelsson Kópavogi, Guðmundur Ævar Oddsson Akureyri, Helga Björg Ragnarsdóttir Reykjavík, Hjalti Sigurbergur Hjaltason Ak- ureyri, Hulda Sigríður Guðmunds- dóttir Akureyri, Jón Rúnar Hilm- arsson Keflavík, Jón Skjöldur Karlsson Akureyri, Jónas Egilsson Reykjavík, Kjartan Emil Sigurðs- son Reykjavík, Kristinn H. Svan- bergsson Akureyri, Kristín Ragna Pálsdóttir Garðabæ, María Tryggvadóttir Akureyri, Ómar Kristinsson Akureyri, Pétur Maack Þorsteinsson Reykjavík, Samúel Grímsson Keflavík, Sif Ólafsdóttir Borgarnesi, Soffía Gísladóttir Húsavík, Stefán Ing- ólfsson Akureyri, Tómas Veigar Sigurðarson Akureyri, Tómas Þór Eiríksson Grindavík, Vala Björk Valgeirsdóttir Reykjavík, Valbjörg Bergland Fjólmundsdóttir Akur- eyri, Viðar Sigurjónsson Akureyri, Vignir Þór Jónsson Reykjavík, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson Reykja- vík, Þorvaldur Makan Sigbjörns- son Akureyri og Þorvaldur Þorsteinsson Akureyri. Deildarstjóri hefur umsjón með rekstri íþrótta- og tómstunda- mannvirkja, samskiptum við fé- lagasamtök og fleira. Velta deild- arinnar er um 530 milljónir króna á ári og stöðugildi um 50. Akureyr- arbær er aðili að Vetraríþrótta- miðstöð Íslands og er skrifstofa miðstöðvarinnar á Akureyri. Eiríkur B. Björgvinsson, sem gegnt hefur stöðunni síðustu ár, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Austur-Héraði. Hann tekur við því starfi 1. september næstkomandi. Íþrótta- og tómstundaráð mun væntanlega koma saman til fundar 13. ágúst þar sem fjallað verður um tillögur að ráðningu nýs deild- arstjóra. Alls bárust 34 um- sóknir um stöðuna Deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.