Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 25 STJÓRN Ísraels samþykkti frum- varp til fjárlaga næsta árs í fyrra- kvöld en tveir stórir stjórnarflokkar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þar sem þeir eru andvígir áformum um að minnka útgjöldin til velferð- armála. Líklegt þykir að frumvarpið verði fellt á þinginu verði því ekki breytt. Andstæðingar frumvarpsins segja að sparnaðaráformin komi harðast niður á láglaunafólki og atvinnulaus- um. Yfir 10% vinnufærra Ísraela eru án atvinnu og efnahagur landsins hefur versnað mjög vegna uppreisn- ar Palestínumanna, sem hefur m.a. orðið til þess að dregið hefur úr fjár- festingum, og samdráttar í hátækni- geiranum sem var meðal vaxtar- broddanna í atvinnulífi landsins. Ráðherrar Verkamannaflokksins og Shas, flokks heittrúaðra gyðinga, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem var þó samþykkt með fjórtán at- kvæðum gegn tólf. Shas nýtur mikils stuðnings meðal lágtekjufólks og hefur eins og Verkamannaflokkur- inn lagt áherslu á velferðarmál. Samstarfinu við Sharon slitið? Andstaða Verkamannaflokksins við fjárlagafrumvarpið þykir benda til þess að hann hyggist leggja áherslu á efnahagsmálin í næstu kosningum, sem fara eiga fram í nóv- ember á næsta ári, og jafnvel not- færa sér deiluna um fjárlögin til að slíta samstarfinu við Ariel Sharon forsætisráðherra. Nýlegar skoðana- kannanir benda til þess að Verka- mannaflokkurinn myndi missa helm- ing fylgis síns ef kosningar færu fram nú og margir félagar í flokkn- um hafa beitt sér fyrir því að hann gangi úr stjórninni, einkum vegna óánægju með harðlínustefnu Shar- ons í átökunum við Palestínumenn. Binyamin Ben Eliezer, leiðtogi Verkamannaflokksins og varnar- málaráðherra, hefur hins vegar sagt að flokkurinn eigi að vera áfram í stjórninni til að milda stefnu hennar. Ísraelska dagblaðið Haaretz spáir því að 79 þingmenn af 120 greiði at- kvæði gegn fjárlagafrumvarpinu verði því ekki breytt. Verði fjárlög næsta árs ekki samþykkt fyrir 1. apríl fellur stjórnin og boða þarf til kosninga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir þriðju sparnaðarins náist með því að minnka útgjöldin til vel- ferðar- og varnarmála þrátt fyrir at- vinnuleysið og kostnaðarsamar að- gerðir hersins í átökunum við Palestínumenn. Efnahagur Ísraels stóð með blóma áður en uppreisn Palestínumanna hófst í september 2000. Á því ári var hagvöxturinn 6,4% en hann minnk- aði í 0,6% 2001. Gengi gjaldmiðils landsins, sikils- ins, hefur lækkað um 20% gagnvart Bandaríkjadollar á árinu og vextir hafa verið hækkaðir um 3,9 pró- sentustig. Ríkisstjórn Ísraels samþykkir umdeilt fjárlagafrumvarp Líkur á að þing- ið hafni sparn- aðaráformunum Jerúsalem. AP, AFP. Tjöld Svefnpokar D‡nur Tjaldhúsgögn Prímusar Tilbo›! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 83 71 08 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Vel heppnu› útilega hefst í Útilífi ! High Peak Texel Pro 3ja manna kúlutjald, me› fiber bogum og álímdum saumum. fiyngd 4,4 kg Ver›: 6.990 TILBO‹: 5.990 Meindl Malasya Léttir og flægilegir göngu- skór frá Meindl, tilvaldir í léttar göngur og útivist. Ver›: 12.990 TILBO‹: 9.990 N‡jung! Tvöföld vindsæng me› innbygg›ri, rafknúinni pumpu og velúr áfer›. Stær› 134x183 cm Ver›: 9.990 TILBO‹: 7.990 High Peak Yellow Stone, 35 l Bakpoki me› gó›um vösum og bur›arólum, hentugur í dagsfer›ir og styttri fer›alög. Ver›: 5.990 TILBO‹: 4.990 High Peak Phoenix 2 fiyngd 1.830 g Kuldaflol - 130 C Gó›ur alhli›a svefnpoki Ver›: 10.990 TILBO‹: 7.490 Stór og glæsileg Tommy Hilfiger íþróttataska fylgir með ef keyptur er 50 ml ilmur fyrir dömur eða herra frá Tommy Hilfiger* * Meðan birgðir endast. Tilboðið gildir í eftirfarandi verslunum: Lyfju Lágmúla, Lyfju Laugavegi, Lyfju Smáralind, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Spöng, Lyfju Garðabæ, Lyfju Hafnarfirði, Lyfju Grindavík. VERSLUNARMANNA- HELGARTILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.