Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 27 Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is beint frá Mexíkó 30% ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 83 31 07 /2 00 2 Útiarnar afsláttur 25.900 kr. 18.130 kr. 19.900 kr. 15.549 kr. 10.884 kr. 9.900 kr. 6.930 kr. 12.990 kr.3 3 Ný sendin g takma rkað m agn Arinstandar eru ekki innifaldir í verði. FREGNIR hermdu í gær að lífverðir hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens væru á með- al fanga í banda- rískri herstöð í Guantanamo- flóa á Kúbu. Bandarískir fjölmiðlar höfðu eftir embættis- mönnum í Washington að hafi lífverðir bin Ladens verið handteknir bendi það til þess að hann hafi fallið í árásum Bandaríkjahers í Afganistan. Ennfremur var skýrt frá því að talið væri að einn sona bin Ladens, Saad, tæki þátt í starf- semi al-Qaeda en ekkert benti til þess að hann væri á meðal helstu leiðtoga samtakanna. Hernaðar- aðstoð lokið BANDARÍSKIR hermenn luku í gær þjálfun filippseyskra hermanna og annarri hernað- araðstoð við Filippseyinga í baráttunni við íslömsku hryðju- verkahreyfinguna Abu Sayyaf. Um 1.200 bandarískir hermenn tóku þátt í aðstoðinni, sem stóð í hálft ár, og um 300 þeirra verða áfram á Basilan-eyju til að ljúka uppbyggingarverkefn- um, svo sem lagningu vega. Yfirmaður hermannanna sagði að aðstoðin hefði borið til- ætlaðan árangur, ringulreið ríkti meðal liðsmanna Abu Sayyaf og þeir væru á flótta. Chang Sang hafnað CHANG Sang, sem forseti Suður-Kóreu tilnefndi í emb- ætti forsætisráðherra fyrir þremur vikum, sagði af sér í gær eftir að þing landsins neitaði að staðfesta til- nefninguna. Chang er fyrsta konan sem til- nefnd hefur verið í embætti forsætisráðherra í Suður-Kóreu. 142 þingmenn greiddu at- kvæði gegn Chang Sang en 100 studdu hana. Andstæðingar hennar sökuðu hana m.a. um að hafa logið til um menntun sína og stundað óviðurkvæmileg fasteignaviðskipti en hún bar af sér allar ásakanir. Flugræningj- ar ætla heim FJÓRIR Japanir, sem hafa dvalið í Norður-Kóreu frá því þeir rændu farþegaþotu árið 1970, hafa tilkynnt að þeir ætli að snúa aftur til Japans. Fjór- menningarnir, sem eru á aldr- inum 54–57 ára, voru í róttækri marxistahreyfingu í Japan og var þeim tekið með kostum og kynjum í Norður-Kóreu. Þeir hafa dvalið þar í vellyst- ingum og haft matreiðslumenn, vinnukonur og bílstjóra í þjón- ustu sinni. Mennirnir verða að öllum lík- indum handteknir við komuna til Japans. Sérfræðingar í mál- efnum Norður-Kóreu töldu að stjórn landsins hefði ákveðið að vísa flugræningjunum úr landi til að sýna að hún styddi ekki hryðjuverkamenn. STUTT Lífverðir bin Ladens í haldi Bin Laden Chang Sang FULLTRÚAR stjórnvalda í Banda- ríkjunum segja ekkert til í því að utanríkisráðuneytið bandaríska, sem fram að þessu hefur borið hit- ann og þungann af því að reyna að móta ímynd Bandaríkjanna er- lendis, telji að sér vegið með stofnun nýrrar skrifstofu upplýs- ingamála sem tilkynnt var um í fyrradag. Segir Philip Reeker, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að þvert á móti sé afar æskilegt að Hvíta húsið komi beint að því starfi að bæta ímynd Bandaríkj- anna erlendis. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, til- kynnti það á þriðjudag að forset- inn hefði ákveðið að koma „ímyndarskrifstofunni“ á fót. Tek- ur skrifstofan við verkefnum upp- lýsingaskrifstofu, sem sett var á laggirnar sl. haust í því skyni að svara meintum rangfærslum talib- ana um hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna í Afganistan. Skrifstofan nýja fær mun víð- tækara hlutverk en sú gamla, að sögn fulltrúa Bandaríkjastjórnar, en stjórnvöld vestra eru sögð hafa af því nokkrar áhyggjur, að ekki aðeins hafi múslimalönd horn í síðu Bandaríkjanna, heldur hafi þess tekið að gæta í æ ríkari mæli að íbúar Vesturlanda hafi einnig neikvæða skoðun á Bandaríkj- unum. Eiga við bráðan ímyndar- vanda að etja erlendis Ímyndarskrifstofan mun vera runnin undan rifjum Karen Hugh- es, eins af helstu ráðgjöfum Bush, en hún lét reyndar af störfum ný- verið. Sérfræðingar segja Bandaríkin í æ ríkari mæli eiga við ímynd- arvandamál að etja erlendis, ekki síst vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og tregðu Banda- ríkjamanna til samstarfs um ýmsa samninga Sameinuðu þjóðanna, s.s. Kyoto-sáttmálann og samning- inn um stofnun alþjóðaglæpadóm- stólsins í Haag. Á mánudag hafði óháð ráðgjaf- arnefnd um utanríkismál lýst því mati sínu, að Bandaríkin ættu við bráðan ímyndarvanda að etja. „Neikvæð afstaða til stefnu Bandaríkjanna er einnig áberandi meðal þjóða, sem þátt taka í bar- áttu okkar gegn hryðjuverkum, og meðal okkar helstu bandamanna,“ sagði í skýrslu nefndarinnar, sem fengið hafði virta fræðimenn, fyrrverandi sendiherra og frétta- menn til liðs við sig. Bush vill bæta ímynd Bandaríkjanna Washington. AFP, The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.