Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 51

Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 51 Ættfræði- þjónusta í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Kristinn Hér sjást Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, Oddur Helga- son ættfræðingur og eiginkona hans, Unnur Björg Pálsdóttir. ORG-ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN, sem áður var til húsa á Hjarðar- haga 26, fluttist nýverið í hús þjón- ustumiðstöðvar Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur við Skeljanes í Skerjafirði, en Oddur Helgason, ættfræðingur og fyrr- verandi sjómaður, rekur ætt- fræðistofuna. Í tilkynningu frá ættfræðiþjón- ustunni segir að með flutningnum hafi hún fengið rýmra og betra hús- næði og þar muni Oddur aðstoða fólk við að afla upplýsinga um ættir sínar og forfeður. Hann hafi nú skráð nöfn meira en 520 þúsund manna og ættartengsl þeirra. Þá sé hjá ættfræðiþjónustunni einnig að finna eitt besta safn ættfræðigagna á landinu. Vinnustofan er að jafnaði opin frá klukkan 6 að morgni til klukkan 4 síðdegis alla daga vikunnar. ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem lýst er megnri andúð á tilraunum sem yfir standa til að sölsa undir sig Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í trássi við lög og ótvíræðan vilja Al- þingis og í algerri andstöðu við eðli og tilgang sparisjóðanna, eins og segir í ályktun þingflokksins. „Þingflokkurinn lýsir yfir vilja sínum til samvinnu við aðra þing- flokka um að Alþingi komi saman til að setja lög sem tryggi framtíð Sparisjóðanna. Þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs vöruðu við lagasetningu sem heim- ilaði hlutafjárvæðingu sparisjóða á sínum tíma og hvetja stofnfjáreig- endur og stjórnir sparisjóða til að hverfa frá öllum áformum um hluta- fjárvæðingu eins og málum er nú komið. Þar til viðbótar er ljóst að setja þarf skýr ákvæði í lög sem banna með öllu sölu stofnfjárhluta á yfirverði. Það var vilji löggjafans og þann vilja þurfa lögin að endur- spegla. Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs leggur til að Alþingi verði kvatt saman, nú strax í ágústbyrjun, til að endur- skoða lagaákvæði um sparisjóði í ofangreindum tilgangi. Reyndar er full þörf á að Alþingi komi saman af fleiri ástæðum og ber þar hæst stöð- una í virkjana- og stóriðjumálum. Náist ekki samstaða um það meðal þingflokka að kalla Alþingi saman er þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs fyrir sitt leyti tilbúinn til að skoða þann möguleika að sett verði bráða- birgðalög í þessu skyni enda um brýnt mál að ræða sem varðar ríka almannahagsmuni og samstaða virð- ist vera um á þingi.“ Vilja að Al- þingi tryggi framtíð spari- sjóðanna SUNNUDAGINN 4. ágúst verður haldinn kynningarfundur á fyrirtæk- inu „Hágæða gullvörur“ í sal grunn- skólans á Laugarvatni kl. 15. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Kynningarfundur LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað um klukkan 22 föstu- dagskvöldið 26. júlí á gatnamótum Bæjarháls og Höfðabakka. Þarna var rauðri skutbifreið ekið af stað áleiðis suður Höfðabakka og inn á gatnamótin. Hins vegar var hvít lítil fólksbifreið sem ók vestur Bæjarháls og inn á gatnamótin. Þarna varð all- harður árekstur og ber ökumönnum ekki saman um stöðu umferðarljós- anna. Lýst eftir vitnum UPPLAGSEFTIRLIT Verslunar- ráðs Íslands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá janúar til apríl 2002 og til samanburðar tímabilið septem- ber 2001 til apríl 2002, en samn- ingar eru í gildi um eftirlit með 18 titlum, segir í tilkynningu frá upp- lagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Fram kemur að eftirlitið standi öllum útgefendum til boða en sé einungis framkvæmt hjá þeim út- gefendum, sem hafa óskað eftir því og gert um það tilheyrandi samn- ing. Dreifingartími misjafn Í tilkynningunni kemur fram að dreifingartími tímaritanna sé mis- jafn og í sumum tilfellum á öðru tímabili en prentun fór fram. Fjöldi útgefinna tölublaða er mis- munandi eftir tímaritum og er hann allt frá einu upp í átta tölu blöð á tímabilinu janúar til apríl. Upplagseftirlit Verslunarráðs Íslands 18 tímarit og kynn- ingarrit undir eftirliti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.