Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERJAN Lagarfljótsormurinn sigl- ir alla daga á Lagarfljótinu um sumartímann. Á fimmtudögum lendir ferjan við Húsatanga í Fljóts- dal þar sem er grillað og Hákon bóndi á Húsum fer með gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Þessar grillferðir eru vinsælar og eru starfsmannahópar duglegir að sækja ferðirnar ásamt hinum al- menna ferðamanni. Grillin eru í skógarjaðri við samatjald, að finnskri fyrirmynd, gert af íslensku lerki. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Guðrún Benediktsdóttir og Helga Jónsdóttir taka sig vel út við grillin meðan farþegarnir spjalla saman og teyga skógarilminn í góða veðrinu. Lagarfljótsormurinn bíður heimferðar, rólegur á ferjulæginu. Það er ekki amalegt að krækja sér í ljúffenga grillsteik til að snæða með góðum vinum í skógarjaðrinum á Húsatanga. Hinn eini sanni Lagar- fljótsormur lá bundinn við tangann á meðan mennirnir átu og drukku. Grillferð á fimmtudögum Norður-Héraði. Morgunblaðið. Lagarfljótsormurinn lifir fyrir austan ÞÝSKA ofurfyrirsætan Claudia Schiffer á von á sínu fyrsta barni en hún gekk í hjónaband með breska kvik- myndaframleiðandanum Matthew Vaughn fyrr í sum- ar. „Við getum staðfest að hún er ólétt og er komin meira en þrjá mánuði á leið. Matt og Claudia eru yfir sig ánægð með þetta,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar í London. Talsmaðurinn vildi ekki gefa neitt nánar upp um málið og sagði ekki nákvæmlega hversu langt Claudia, sem er 31 árs, væri gengin með barn- ið, að því er fram kemur á fréttavef Sky. Parið gifti sig hinn 25. maí í enskri sveitakirkju nærri Coldham Hall, herragarði hjónanna, í þorpinu Lawshall í Suffolk. Viðstaddir brúðkaup- ið voru m.a. þýska tennis- stjarnan Boris Becker og hönnuðurinn Valentino. Erfingja að vænta Hin íðilfagra Schiffer á góðri stund. LEIK- OG söng- konan Jennifer Lopez hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Chris Judd eftir tæp- lega árs hjóna- band. Lopez kynntist Judd, sem er dansari, er þau unnu saman að gerð myndbands og giftist honum eftir nokkurra mánaða kynni. Hún var áður gift Ojani Noa í nokkra mánuði. Lopez hefur verið orðuð við leikarann Ben Affleck en þau léku saman í gamanmyndinni Gigli og munu leiða saman hesta sína í myndinni Jers- ey Girl sem leikstjórinn Kevin Smith er með í bígerð. Talsmenn þeirra Lopez og Affleck segja samband þeirra eingöngu vera á vinsamlegu nótunum þó að sést hafi til þeirra í keleríi víðs vegar um New York. Jennifer Lopez sækir um skilnað Knúsar Affleck KANARÍFLAKKARAR héldu sum- arfagnað sinn í Árnesi í Gnúpverja- hreppi fyrr í mánuðinum og það í ní- unda sinn. Veðrið lék ekki alveg við flakkar- ana í þetta sinn, en þeir létu það ekki á sig fá. Flakkararnir gerðu sér ýmislegt til skemmtunar og á laugardeginum var farið í rútuferð með Þorsteini Valdimarssyni í Skálholt þar sem skoðaður var uppgröftur. Eftir það var haldið að reykhúsinu Útey við Laugarvatn, þar sem Skúli Hauks- son og Elsa Pétursdóttir tóku á móti fólkinu. Slegið var upp balli bæði kvöldin þar sem viðstaddir sungu og dönsuðu við undirspil. Flakkararnir stefna á að ferðast saman til Kanaríeyja í lok sumars en klúbburinn fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Ljósmynd/Hjalti Þorvarðarson Sigurður Hannesson tekur lagið við góðar undirtektir Flakkaranna. Flakkaraferð í Árnesi N jun g!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.