Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 4
KNATTSPYRNA
4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Rosenborg náði tveggja markaforystu í fyrri hálfleik gegn
Molde á laugardag þegar Harald
Brattbakk og Frode Johnsen skor-
uðu með fjögurra mínútna millibili
um miðjan hálfleikinn. Molde náði
hins vegar að minnka muninn í síð-
ari hálfleik og var þar á ferðinni
Thomas Mork, en skot hans af um 20
metra færi breytti um stefnu þannig
að Árni Gautur Arason náði ekki til
boltans. Bjarni Þorsteinsson spilaði
allan leikinn í vörn Molde og nældi
sér í gult spjald en Ólafur Stígsson
sat á varamannabekknum og kom
ekki við sögu.
Það gengur hvorki né rekur hjá
Lyn þessa dagana. Frá því að
Hrvoje Braovics tók við liðinu af
Sture Fladmark, sem nú er aðstoð-
arþjálfari, hefur það aðeins fengið
fimm stig út úr síðustu sex leikjum. Í
leiknum gegn Start í Kristjánssandi
á sunnudag komust heimamenn í 2:0
en Lyn minnkaði muninn í 20 mín-
útum fyrir leikslok. Það var svo
Lars Engedal, leikmaður Start, sem
varð fyrir því óláni að skora sjálfs-
mark á 89. mínútu og bjargaði þann-
ig Lyn frá tapi fyrir lærisveinum
Guðjóns Þórðarsonar, en lánið lék
ekki við Start frekar en fyrri daginn.
Sigur hjá Lilleström
Lilleström lyfti sér upp um eitt
sæti úr næstneðsta sæti deildarinn-
ar eftir 2:0 sigur á Moss í miklum
botnslag. Þjóðverjinn Uwe Rösler
og Arild Sundgot léku saman í fram-
línu Lilleström og skoruðu hvor sitt
markið en Ríkharður Daðason kom
inn á á 83. mínútu fyrir Sundgot. Þá
lék Gylfi Einarsson allan leikinn fyr-
ir Lilleström en Indriði Sigurðsson
sat á varamannabekknum allan tím-
ann.
Stabæk komst yfir á 2. mínútu
gegn Brann með marki Mike Kjölö
og þegar upp var staðið reyndist það
sigurmark leiksins. Marel Baldvins-
son og félagar hans í sókn Stabæk
fengu reyndar nokkur dauðafæri
undir lok leiksins til þess að gull-
tryggja sigurinn en þeim brást
bogalistin án þess þó að það kæmi að
sök.
Tryggvi Guðmundsson var ekki í
liði Stabæk þar sem hann tók út eins
leiks bann, en liðið er nú í fjórða sæti
með 34 stig, jafnmörg og Molde, sem
er í þriðja sæti en með hagstæðari
markatölu. Lærisveinar Teits Þórð-
arsonar í Brann eru hins vegar í
botnbaráttunni og hafa aðeins feng-
ið fjögur stig í síðustu sex leikjum.
Viking og Vålerenga skildu jöfn,
0:0, en Hannes Sigurðsson var ekki í
leikmannahópi Stafangursliðsins.
FÓLK
JÓHANNES Harðarson sat allan
leikinn á varamannabekk Groning-
en, sem tapaði 2:1 fyrir Vitesse Arn-
hem í hollensku úrvalsdeildinni.
ATLI Þórarinsson var í byrjunar-
liði Örgryte í toppslag liðsins og
Malmö í sænsku úrvalsdeildinni en
var skipt út af á 81. mínútu. Guð-
mundur Viðar Mete var ekki í leik-
mannahópi Málmhaugaliðsins en
liðin skildu jöfn í leiknum, 2:2, og eru
því jöfn á toppi sænsku deildarinnar,
bæði með 31 stig en Malmö er með
hagstæðari markatölu.
HJÁLMAR Jónsson lék fyrstu
klukkustundina með Gautaborg,
sem tapaði fyrir Elfsborg, 2:1, í
sænsku knattspyrnunni, en Gauta-
borg er nú í sjöunda sæti deildarinn-
ar.
HELGI Kolviðsson lék allan tím-
ann fyrir Kärnten, sem gerði
markalaust jafntefli fyrir Salzburg í
austurrísku 1. deildinni. Stefán
Gíslason lék hins vegar ekki með
Grazer, sem gerði 1:1 jafntefli við
Rapid Vín. Kärnten er í 5. sæti með
9 stig eftir sex umferðir en Grazer
er í 10. og neðsta sæti með 3 stig.
KATRÍN Jónsdóttir lék í fremstu
víglínu í fyrri hálfleik og á miðjunni í
síðari hálfleik hjá Kolbotn, sem lagði
Larvik 4:0 í norsku kvennaknatt-
spyrnunni. Með sigrinum jók Kol-
botn enn forystu sína á toppi deild-
arinnar og er nú með 30 stig en næst
kemur Asker með 23.
HARALDUR Ingólfsson var í liði
Raufoss sem sigraði Haugasund á
útivelli, 2:1, í 1. deild norsku knatt-
spyrnunnar. Raufoss er í fjórða sæti
deildarinnar með 40 stig, fjórum
stigum minna en topplið Sandefjord.
OLIVER Kahn, markvörður
Bayern München og þýska lands-
liðsins í knattspyrnu, dró sig út úr
landsliðshóp Þjóðverja fyrir vináttu-
leik gegn Búlgörum á morgun vegna
meiðsla sem hann hlaut í leik
Bayern og Arminia Bielefeld á laug-
ardag. Það kemur í hlut Jens Leh-
manns, markvarðar Dortmund, að
fylla skarð Kahns, sem var valinn
besti leikmaður heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu fyrr í
sumar.
WAYNE Rooney, leikmaður
enska liðsins Everton, varð um
helgina einn af yngstu leikmönnum
á Englandi til þess að taka þátt í leik
í úrvalsdeildinni en hann var í byrj-
unarliði Everton sem gerði 2:2 jafn-
tefli við Tottenham í Liverpool.
Rooney verður 17 ára í október, en
hann þykir einn af efnilegustu sókn-
armönnum Englands og hefur verið
líkt við Alan Shearer og Michael
Owen.
Flestir hafa spáð því að BayernMünchen muni standa uppi sem
sigurvegari í þýsku úrvalsdeildinni í
vor og miðað við frammistöðu liðsins
á laugardag er erfitt að sjá hvaða lið
getur stoppað þá í vetur. Nýju
mennirnir Michael Ballack og Ze
Roberto, sem komu frá Bayer Lev-
erkusen fyrir leiktíðina, áttu skín-
andi leik gegn Bielefeld en stjarna
dagsins var Brasilíumaðurinn Giov-
ane Elber sem opnaði markareikn-
ing sinn í þýsku deildinni á þessari
leiktíð með fernu auk þess sem hann
lagði upp eitt mark fyrir Ballack, en
Claudio Pizarro skoraði sjötta mark
Bæjara.
Þrátt fyrir mörkin fjögur er Elb-
er ekki markahæstur í deildinni því
Daninn Thomas Christianson, fram-
herji Bochum, skoraði þrennu í 5:0
sigri Bochum á Energie Cottbus og
er því kominn með fimm mörk eftir
tvær umferðir. Þórður Guðjónsson
lék allan tímann í liði Bochum og
fékk góða dóma í þýskum fjölmiðl-
um fyrir frammistöðu sína.
Friedrich bjargaði Herthu
Liðin tvö sem talið er að muni
veita Bayern München hvað harð-
asta keppni í vetur, Dortmund og
Bayer Leverkusen, mættust á laug-
ardag og þegar upp var staðið máttu
þau sætta sig við jafntefli, 1:1. Lev-
erkusen var mun betri aðilinn í fyrri
hálfleik og kom Argentínumaðurinn
Diego Placente liðinu yfir á 21. mín-
útu en tékkneski risinn Jan Koller
jafnaði fyrir meistarana fjörutíu
mínútum síðar.
„Við lékum vel og hefðum átt að
vinna leikinn en Dortmund er með
gott lið og sýndi það þegar liðið
skoraði úr einu sókinni sem það fékk
í leiknum,“ sagði Carsten Ramelow,
leikmaður Leverkusen, eftir leikinn
en liðið sýndi að það getur vel plum-
að sig án Ballacks og Ze Robertos.
Varnarmaðurinn Arne Friedrich,
leikmaður Hertha Berlín, bjargaði
liði sínu á heimavelli gegn Stuttgart
þegar hann skoraði jöfnunarmark
liðsins á 85. mínútu, en Sean Dund-
ee hafði komið Stuttgart yfir á 14.
mínútu. Með þessu fagnaði hann því
að hann var valinn í fyrsta sinn í
þýska landsliðið í knattspyrnu í síð-
ustu viku, en hann spilaði sinn
fyrsta leik í þýsku deildinni fyrir
rúmri viku og því er frami þessa 23
ára pilts ótrúlega skjótur. Eyjólfur
Sverrrisson var ekki í leikmanna-
hópi Herthu í leiknunm.
Schalke og Hansa Rostock byrja
tímabilið vel en þau eru einu liðin
ásamt Bochum sem hafa unnið
fyrstu tvo leiki sína. Schalke lagði
Kaiserslautern 3:1 og Rostock sigr-
aði Nürnberg 2:0.
Effenberg til Wolfsburg
Wolfsburg fagnaði því hins vegar
á sunnudag að Stefan Effenberg er
genginn til liðs við félagið með því
að leggja Borussia Mönchenglad-
bach að velli 1:0. Effenberg hafði
lýst því yfir í síðustu viku að hann
væri hættur knattspyrnuiðkun en á
föstudag tilkynnti Wolfsburg að
samningar hefðu náðst við miðju-
manninn umdeilda sem vann fjöl-
marga titla með Bayern München.
Hann lék þó ekki með liðinu um
helgina en mun verða klár í slaginn
um næstu helgi og sagði við und-
irritun samningsins að markmið
hans með Wolfsburg væri að hrista
upp í þýsku deildinni.
Í hinum sunnudagsleiknum vann
Werder Bremen Hamburg 2:1 og
skrifast sigurmark Brimarborgara
eflaust á reikning Martins Piecken-
hagens, markvarðar Hamburg, sem
missti boltann milli fóta sér eftir
skot Helgers Wehlage.
AP
Leikmenn Bayern München fagna einu af sex mörkum sínum í 6:2 sigri á Arminia Bielefeld í þýsku knattspyrnunni um helgina. Bras-
ilíumaðurinn Giovane Elber, sem er lengst til hægri á myndinni, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum.
Elber með fernu
Leikmenn Bayern München sýndu hvað í þeim býr þegar þeir tóku
Arminia Bielefeld í kennslustund á Ólympíuleikvanginum í Münch-
en í annarri umferð þýsku knattspyrnunnar á laugardag. Lyktir
leiksins urðu 6:2 og skoraði Giovane Elber fjögur marka Bæjara.
Nýliðarnir í Bochum, liði Þórðar Guðjónssonar, voru einnig á skot-
skónum um helgina og lögðu Energie Cottbus 5:0 og eru efstir í
þýsku deildinni.
ROSENBORG jók forystu sína á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu um helgina þegar liðið lagði Molde 2:1. Lyn, sem er í
öðru sæti, er hins vegar alveg heillum horfið og mátti þakka fyrir
jafntefli gegn botnliði Start, 2:2.
Heppnin með Lyn