Morgunblaðið - 20.08.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.08.2002, Qupperneq 10
KNATTSPYRNA 10 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðstæður á Akureyri voru ljóm-andi góðar fyrir væntanlegt uppgjör neðstu liða deildarinnar. Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og slógu varnarmenn Fram út af laginu. Jóhann Þórhallsson komst inn í send- ingu á 4. mínútu og lék inn í vítateig fram en reyndi að senda á Orra Hjaltalín í stað þess að þruma á mark- ið. Mínútu síðar náðu Framarar skyndisókn og Þorbjörn Atli Sveins- son var á auðum sjó en Atli Már Rún- arsson bjargaði með úthlaupi. Jóhann Þórhallsson átti síðan ágætt skot úr aukaspyrnu á 7. mínútu en Gunnar Sigurðsson varði. Hann varði aftur vel á 14. mínútu eftir óvenju glæsilega sókn Þórs sem Orri Hjaltalín hóf og lauk. Markið lá í loftinu og ekki kom á óvart þegar Jóhann skeiðaði inn í teig á 19. mínútu og þrumaði boltanum í netið. Þórsarar voru sprækari og sýndu mun skemmtilegri sóknartakta en oftast í sumar. Löngu sendingarnar voru ekki eins áberandi og áður og stutta spilið heppnaðist býsna vel. Reyndar voru varnarmenn Fram líka æði mistækir. Gestirnir áttu sín færi úr skyndisóknum en þeir reyndu yf- irleitt að stinga boltanum inn á Þor- björn Atla. Hann fékk ágæta stungu frá Andra Fannari á 25. mín. en varn- armenn Þórs björguðu á síðustu stundu. Þórsarar fengu síðan nokkur færi. Þeir pressuðu stíft á 35. mín. og áttu tvö góð skot að marki og mínútu síðar varði Gunnar mjög vel skot Jó- hanns Þórhallssonar. Staðan í leikhléi var 1:0 og heima- menn kannski óheppnir að hafa ekki náð að bæta við mörkum. Eins og við mátti búast sóttu Framarar meira í seinni hálfleik en heldur byrjaði hann dauflega og fátt markvert gerðist fyrr en undir lok leiksins. Allt spil datt úr Þórsliðinu. Framarar stjórnuðu leiknum og Þórsarar voru í stöðugum eltingarleik. Hins vegar gekk ekkert hjá gestunum að skapa sér færi. Hlynur Birgisson stöðvaði flestar til- raunir þeirra til að brjótast inn í víta- teig og einu markskotin voru langskot frá Ágústi Gylfasyni. Samt sem áður voru Framarar mun líklegri til að jafna en Þórsarar að bæta við marki. Á 90. mínútu skoruðu Þórsarar hins vegar harla óvænt eftir að Páll Gíslason framlengdi þversendingu inn á Þórð Halldórsson og hann vipp- aði yfir Gunnar í markinu. Við þetta hrukku Framarar loks almennilega í gang og gerðust sífellt ágengari, sér- staklega þó Kristján Brooks, sem hafði komið inn á sem varamaður. Hann skoraðimeð góðum skalla á 90. mínútu og skallaði síðan rétt yfir Þórsmarkið tveimur mínútum síðar eftir mikla pressu Framara. En Þórs- arar héldu velli og fögnuðu langþráð- um sigri. Hlynur Birgisson lék eins og her- foringi í vörn Þórs og þótt hinn ungi Ármann Ævarsson stæði fyrir sínu var Hlynur tveggja manna maki. Páll Gíslason var líka traustur hægri bak- vörður, Jóhann að vanda duglegur og skeinuhættur frammi og Ingi Hrann- ar Heimisson, Kristján Örnólfsson og Þórður Halldórsson bjuggu til betra miðjuspil en Þórsarar hafa sýnt í sumar, þ.e.a.s. í fyrri hálfleik. Hjá Fram átti Gunnar Sigurðsson afar góðan leik í markinu. Hann varði sjö skot og sum úr dauðafærum. Haukur Snær Hauksson og Andri Fannar Ottósson áttu snaggaralega spretti og Þorbjörn Atli er alltaf hættulegur. Kristján Brooks var þó hvað beittastur í framlínunni en hann kom ekki inn á fyrr en á 83. mínútu og heyrðust margir Þórsarar prísa sig sæla yfir því að hann skyldi ekki hafa skorist fyrr í leikinn. $          "# /#  # #'   >!#!     #   @    =        &%!         /! )   #  !     . %    $  # =             !      $G@E  *1  8 L,    7!@E  '    "  ) %B  D1 0*!  --   J   /! ) 0   $ )/#  ; "# /#  (9 :;<;<A = )!1 9 1 ))  >.;  $ ,7 "   )?+,,+ $!5! '  > E ' )+   8#   ):?;, 2   3   <; $! ! ) 3        J"   * !     $ )3"  ' ,    D   0     $!   -A 8E*   5     B 2 !*! ) $ )0  / 4 7 $,  +! *!   -A     9 @ 7! < < < .;  ; B (9 :;<;<A K# 2 @ 597   ' "1! $ 59+7    'C   @ 59;7    G  $ 5*,7   *9 7): @ !9 7): 1 .:&5)*7 A:&5*,7 A:.5*,7 C  A ; Morgunblaðið/Kristján Jóhann Þórhallsson skorar fyrra mark Þórs með góðu hægri fótar skoti á nærstöngina hjá Gunnari Sigurðssyni, markverði Fram. Loks heimasigur hjá Þórsurum ÞÓRSARAR bitu frá sér þegar liðið fékk Fram í heimsókn sl. sunnu- dag og unnu afar mikilvægan sigur, 2:1. Þar með hoppuðu Þórsarar upp í 13 stig og náðu Fram og ÍBV en síðarnefnda liðið átti þá reynd- ar leik til góða. Ljóst er að botnbaráttan verður æði spennandi í síð- ustu umferðunum og næstu lið fyrir ofan þessi þrjú eru ekki úr fall- hættu. Þetta var fyrsti heimasigur Þórs í sumar en liðið hefur iðulega átt mikilli velgengni að fagna á heimavelli og hafði raunar ekki tapað heima frá sumrinu 1999 og allt þar til KR-ingar fóru burt með öll stigin af Akureyrarvelli í síðasta mánuði. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Þetta var mjög kærkomið. Við er-um búnir að bíða eftir heima- sigri í allt sumar. Reyndar stóð þetta ansi tæpt í lokin og við vorum heppn- ir að missa þetta ekki niður í jafntefli annan leikinn í röð en jafntefli hjálpa okkur ekkert í baráttunni,“ sagði Páll Gíslason, hinn reyndi leikmaður Þórs. Hann sagði að staðan liti betur út eftir þennan leik. Þórsarar væru bún- ir að ná Fram og ÍBV og nú yrði hver leikur afskaplega mikilvægur. En hvað gerðist hjá liðinu í seinni hálf- leik þegar Þórsarar voru nánast í því hlutverki að elta Framara um allan völl? „Við vorum yfir og bökkuðum ósjálfrátt of mikið. Þetta var ekki með ráðum gert og við gerðum okkur óþarflega erfitt fyrir. Það var ákveðin örvænting í gangi, við vorum að bíða eftir okkar fyrsta sigri í langan tíma og til allrar hamingju hafðist þetta í lokin, sagði Páll. Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, var engan veginn sáttur við leikinn. „Það var hrikalegt að tapa þremur stigum í svona ótrúlega mikilvægum leik. Mér fannst vera ágætis barátta í liðinu og við vorum miklu meira með boltann í seinni hálfleik en náðum bara ekki að skapa okkur nægilega góð færi. Þetta féll ekki okkar megin og nú er allt í hnút á botninum og hver leikur úr- slitaleikur. Við hreinlega verðum að fara að vinna leiki til að koma okkur upp úr þessu, annars erum við í vond- um málum,“ sagði Ágúst. Stóð tæpt undir lokin  PÉTUR Hafliði Marteinsson nýtti vel fyrsta tækifærið sem hann fékk með enska liðinu Stoke City í 1. deild á þessari leiktíð þgar liðið tók á móti Bradford. Pétur gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark Stoke í leikn- um á 34. mínútu, en Stoke sigraði 2:1. Pétur lék allan leikinn í vörn Stoke og sama má segja um Brynjar Björn Gunnarsson en Bjarni Guð- jónsson mátti sætta sig við að leika aðeins síðustu 11 mínútur leiksins.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Wolves sem lagði Burnley örugglega 3:0 í 1. deildinni á Eng- landi. Ívar nældi sér í gult spjald á 25. mínútu en Denis Irwin, félagi hans og fyrrverandi leikmaður Man- chester United, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum. Ívar átti mjög góðan leik og var til að mynda valinn maður leiksins hjá Sunday Mirror.  HERMANN Hreiðarsson var í liði Ipswich Town á sunnudag sem tók á móti Leicester City á Portman Road. Ipswich valtaði yfir Leicester í leiknum og lokatölur urðu 6:1.  HELGI Valur Daníelsson var einnig allan tímann í liði Peterbor- ough í 2. deild ensku knattspyrnunn- ar þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Hudd- ersfield á heimavelli.  ARNAR Gunnlaugsson var hins vegar ekki í leikmannahópi Dundee United sem steinlá fyrir meisturum Celtic í skosku úrvalsdeildinni, 5:0.  MICHAEL Ricketts, leikmaður Bolton, skoraði fyrsta mark leiktíð- arinnar í ensku úrvalsdeildinni gegn Fulham á laugardag. Markið kom á fjórðu mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Frakkinn Alain Goma braut á landa sínum Youri Djorkaeff.  STEPHEN Wright varð hins veg- ar þess vafasama heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta gula spjald leiktíðarinn- ar í leik með sínum nýju félögum í Sunderland gegn Blackburn Rov- ers. Wright fékk áminninguna fyrir að brjóta á Damien Duff.  STEPHEN Carr, varnarmaður úr- valsdeildarliðsins Tottenham Hot- spur, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar þar sem hann meiddist í fyrsta leik liðsins á laug- ardag gegn Everton. Þetta er mikið áfall fyrir Carr sem lék nánast ekk- ert á síðustu leiktíð vegna meiðsla í hné, en búist er við að hann verði frá keppni í allt að sex vikur þar sem vöðvi í aftanverðu læri rifnaði. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.