Morgunblaðið - 21.08.2002, Side 1
194. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 21. ÁGÚST 2002
GRÍMUKLÆDDIR þýzkir sér-
sveitalögreglumenn brutu sér í
gærkvöldi leið inn í íraska sendiráð-
ið í Berlín og leystu tvo sendiráðs-
starfsmenn úr gíslingu. Var þar
með endi bundinn á gíslatöku sem
stóð yfir í fimm tíma. Fyrr um dag-
inn höfðu gíslatökumennirnir sleppt
öðrum starfsmönnum sendiráðsins.
Hér hrópar einn þeirra slagorð og
heldur á lofti mynd af Saddam
Hussein Íraksforseta, eftir að að-
gerðum lögreglu lauk í gærkvöldi.
Að sögn lögreglu voru fimm
manns handteknir, meðlimir lítt
þekkts hóps andstæðinga Saddams
Husseins og ríkisstjórnar hans, en
þeir höfðu efnt til gíslatökunnar í
þeim yfirlýsta tilgangi að hvetja til
„frelsunar föðurlands“ þeirra und-
an stjórn Saddams.
„Hinum grunuðu gafst ekkert
færi á að veita mótspyrnu [við hand-
tökuna],“ sagði Ehrhart Körting,
innanríkisráðherra í borgarstjórn
Berlínar, á blaðamannafundi.
„Greinilegt er að hér var að verki
nýstofnaður hópur [íraskra stjórn-
arandstæðinga]. Hann var ókunnur
yfirvöldum hér,“ bætti hann við.
Það sem virðist hafa vakað fyrir
gíslatökumönnunum, sem sögðust
meðlimir „Lýðræðislegu írösku
stjórnarandstöðunnar í Þýzka-
landi“, er að fá Þjóðverja til að láta
af andstöðu við að Bandaríkjamenn
fari fyrir herför gegn Írak í þeim
tilgangi að koma Saddam Hussein
frá völdum. Þýzkir stjórnmálamenn
hafa verið óragir við að lýsa efa-
semdum um að skynsamlegt sé að
gera innrás í Írak.
Endi
bundinn á
gíslatöku
í Berlín
Berlín. AP.
Reuters
Rumsfeld
segir al-
Qaeda-liða
í Írak
Washington. AFP.
DONALD Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær
að liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverka-
samtakanna nytu hælis í Írak. Tók
hann fram á blaðamannafundi í
Washington að það væri „fjarstæðu-
kennt“ að ætla annað en að íröskum
stjórnvöldum væri kunnugt um það.
„Í grimmri einræðisstjórn sem
svífst einskis og heldur eigin þjóð í
heljargreipum er mjög erfitt að
ímynda sér að ríkisstjórnin sé ekki
upplýst um það sem gengur á í land-
inu,“ sagði hann.
Þetta er í annað sinn á innan við
mánuði sem Rumsfeld heldur því op-
inberlega fram að al-Qaeda-liðar
sem flúðu frá Afganistan hafi leitað
hælis í Írak. En hann lagði ekki fram
neinar frekari upplýsingar sem sýnt
gætu fram á tengsl al-Qaeda-manna
og Íraksstjórnar Saddams Husseins.
Bandaríkjastjórn hefur ítrekað
vísað til tengsla milli skipulagðra
hryðjuverkahópa og „þrjótaríkja“,
sem ráða yfir gereyðingarvopnum,
sem réttlætingar fyrir „fyrirbyggj-
andi hernaðaraðgerðum“. Það sem
hingað til hefur skort eru þó skýrar
sannanir fyrir fullyrðingum um að
tengsl séu milli Íraksstjórnar og al-
Qaeda-hreyfingarinnar.
Efna- og lífefnavopn/23
Fjarstýrð-
ir veiði-
hundar
Helsinki. AP.
FINNSKIR veiðimenn munu
nota nýja tegund farsíma á
óvenjulegan hátt á veiðitíma-
bilinu í haust. Farsíminn, sem
einnig er búinn GPS-staðsetn-
ingarbúnaði, gerir veiðimönnun-
um kleift að fylgjast með veiði-
hundum sínum á tölvuskjá og
gefa þeim skipanir í gegnum
farsíma. Hundarnir verða þjálf-
aðir í að gefa mismunandi gelt
eftir því hvaða dýrategund þeir
hafa fundið og veiðimaðurinn,
sem heyrir það í gegnum sím-
ann, mun svo geta gefið hund-
inum fyrirmæli með sama hætti.
„Við erum með beina teng-
ingu við hundinn og vitum sam-
stundis á hælum hvaða dýrs
hann er,“ segir veiðimaðurinn
Asko Makinen, meðan hann
klappar hundinum Retu, sem er
með farsíma bundinn á bak sér.
Samtök veiðimanna hafa
prófað búnaðinn í eitt ár við
margvíslegar aðstæður og segja
hann reynast vel. „Þetta er eðli-
leg þróun þess staðsetningar-
búnaðar sem við höfum notað sl.
25 ár,“ segir Klaus Ekman, tals-
maður samtaka finnskra veiði-
manna. „Það sem breytist nú er
að við getum átt samskipti við
hundana þótt margir kílómetrar
skilji okkur að.“
Rússlands, Sergei Ivanov, sem skoð-
aði slysstað í gær. „Þrjátíu og þrír
lifðu slysið af.“
Hershöfðingi rekinn
Ivanov vék hershöfðingjanum Víta-
líj Pavlov úr embætti í gær vegna
þess að öryggismálum í þyrluflugi á
svæðinu hefði verið ábótavant en Pav-
lov var yfirmaður flugmála í rússn-
eska hernum. Þá bannaði Ivanov allt
flug Mi-26 þyrlna í Tsjetsjeníu.
FULLLJÓST þykir að rússnesk her-
flutningaþyrla af gerðinni Mi-26, sem
hrapaði nærri einu úthverfa Grosní,
höfuðborgar Tsjetsjeníu, hafi verið
skotin niður af tsjetsjneskum upp-
reisnarmönnum. Að minnsta kosti
114 rússneskir hermenn létu lífið þeg-
ar þyrlan fórst. Er þetta mesta áfall
sem rússneski herinn hefur orðið fyr-
ir á þeim 35 mánuðum sem borgara-
stríðið í héraðinu hefur staðið yfir.
Í upphafi var ekki ljóst hvað olli því
að þyrlan hrapaði og sögðu embætt-
ismenn rússneska hersins að vélarbil-
un hefði verið um að kenna. Vladímír
Ústínov, ríkissaksóknari Rússlands,
sagði hins vegar í gærkvöldi að líkleg-
ast þætti að þyrlunni hefði verið
grandað. Interfax-fréttastofan hafði
eftir heimildarmönnum innan rússn-
eska hersins að fundist hefði eld-
flaugabyssa af gerðinni Strela nærri
slysstað. Þá hefði flugmaður þyrlunn-
ar sagst hafa heyrt dynk í hlið vél-
arinnar rétt áður en eldur braust út í
henni. ITAR-TASS-fréttastofan vís-
aði til þess að „fjölmörg vitni“ hefðu
séð þyrluna verða fyrir annaðhvort
léttri eldflaug eða kúlnahríð úr stórri
vélbyssu. Þykir þetta renna stoðum
undir fullyrðingar uppreisnarmanna
um að þyrlan hafi verið skotin niður.
„Nýjustu upplýsingar okkar herma
að 147 menn hafi verið um borð í þyrl-
unni,“ sagði varnarmálaráðherra
Talsmaður tsjetsjneskra uppreisn-
armanna, Mayarbek Vachagayev,
sagði að árásir sem þessi myndu
halda áfram þar til síðasti rússneski
hermaðurinn hefði sig á brott úr land-
inu. „Það er ekki hægt að flokka
þessa árás undir hryðjuverk vegna
þess að við eigum í stríði,“ sagði
Vachagayev. „Hernaðaraðgerðir
munu halda áfram þar til Rússar eru
tilbúnir að setjast að samninga-
borðinu.“
Skæruliðar grönduðu
rússnesku þyrlunni
AP
Úr sjónvarpsmynd frá slysstað í Tsjetsjeníu í gær. Hér sjást rússneskir
hermenn við flak Mi-26-þyrlunnar. 114 félagar þeirra fórust með henni.
Moskvu. AP, AFP.
ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær
til bana bróður fangelsaðs for-
sprakka herskás hóps Palestínu-
manna. Tveir aðrir Palestínumenn og
einn ísraelskur hermaður biðu bana í
aðskildum skærum, sem áttu sér stað
þrátt fyrir að nýtt öryggismálasam-
komulag milli hinna stríðandi fylk-
inga hefði tekið gildi.
Mohammed Saadat, 22 ára gamall
bróðir Ahmads Saadats, foringja Al-
þýðufylkingarinnar til frelsunar Pal-
estínu, PLFP, var skotinn sjö skotum
er dulbúnir ísraelskir sérsveitamenn
reyndu að handtaka hann fyrir utan
heimili hans í Ramallah á Vestur-
bakkanum.
PLFP heitir hefndum
Saadat varð var við mennina sem
nálguðust hann og tók þegar upp
byssu. Upphófst þá skotbardagi sem
endaði með því að hann lá í valnum
með sjö kúlur í líkamanum. Nokkrir
ísraelskir hermenn særðust í skot-
hríðinni. Talsmenn PLFP, sem hefur
aðalbækistöðvar sínar í Damaskus,
hétu þegar hefndum. Ahmed Saadat
hefur verið í haldi í Jeríkó frá því í
byrjun maímánaðar. Ísraelar halda
því fram að hann hafi staðið á bak við
morðið á ísraelskum ráðherra í októ-
ber í fyrra. Hin manndráp dagsins
áttu sér stað er Ísraelsher hélt áfram
skipulagðri leit að eftirlýstum meint-
um öfgamönnum í byggðum Palest-
ínumanna, en samhliða henni hóf her-
inn að draga sig til baka frá vissum
svæðum á Vesturbakkanum, sem
höfðu verið hernumin á ný.
Í fyrsta sinn í meira en tvo mánuði
gat palestínska lögreglan sinnt eft-
irliti á götum Betlehemborgar á
Vesturbakkanum, en í samræmi við
samkomulag sem fulltrúar heima-
stjórnar Palestínu gerðu við Ísra-
elsstjórn á hún einnig að skila Gaza-
svæðinu undir palestínska öryggis-
málalögsögu á næstu dögum.
Samkvæmt samkomulaginu heita
Ísraelar frekari tilslökunum ef það
tekst að halda ofbeldisverkum í
skefjum.
Ísraelski herinn yfirgefur Betlehem
Mannfall
þrátt fyrir
samkomulag
Ramallah. AP, AFP.
♦ ♦ ♦