Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NAUÐSYN ber til að gerður sé
samningur milli Reykjavíkurborgar
og lögreglunnar í Reykjavík um
hvernig staðið skuli að undirbúningi
og framkvæmd hátíða líkt og Menn-
ingarnætur, að því er fram kemur í
bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá
fundi borgarráðs í gær.
Í bókuninni kemur fram að þeir
dapurlegu atburðir, sem hafi orðið
vegna óláta og ofbeldis að lokinni
flugeldasýningu á Menningarnótt,
staðfesti nauðsyn þess að gerður sé
slíkur samningur þannig að tryggt
sé að eðlilegt tengsl séu á milli
skipulags hátíðarinnar og öryggis-
ráðstafana. Jafnframt verði að líta
til þess að borgarsjóður kunni að
þurfa að greiða kostnað vegna lög-
gæslu, setji borgaryfirvöld fram
sérstakar óskir um öryggisráðstaf-
anir.
Staðfestir gagnrýni
meirihlutans
Í bókun R-lista segir að í heild
hafi Menningarnótt í Reykjavík tek-
ist afskaplega vel og verið skipu-
leggjendum, borgarbúum og gest-
um til mikils sóma. Ennfremur
segir þar að athyglisvert sé að D-
listi skuli leggja fram bókun sem
staðfesti þá gagnrýni sem meirihlut-
inn hafi haldið uppi á skorti á sýni-
legri löggæslu. Ljóst sé að ríkið, í
þessu tilfelli dómsmálaráðuneytið,
vanræki skyldur sínar um að upp-
fylla skyldur borgaranna.
„Það er því sérkennilegt að borg-
arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
leggi til að borgin greiði þá þjónustu
sem ríkinu ber að sinna,“ segir í
bókun R-lista.
Borgin og
lögregla geri
samning
vegna und-
irbúnings
Bókun D-lista vegna
Menningarnætur
Buttercup og fleira tónlistarfólk
kom á svið á Ingólfstorgi sem
var þétt skipað áheyrendum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
70 FJÁR var smalað úr Esjunni í
gærmorgun í þeirri viðleitni
Skógræktarfélags Reykjavíkur að
binda enda á plöntuskemmdir
sem féð hefur valdið í skógrækt-
arreitum í Esjuhlíðum. Fenginn
var smali úr Borgarfirði með sér-
þjálfaða smalahunda og var fénu
safnað saman í Kollafjarðarrétt.
Féð mun tilheyra bænum Varma-
dal og segir Vignir Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Skógræktar-
félags Reykjavíkur, að bráða-
birgðalausn hafi fundist á málinu
með því að féð verði tekið í
heimahaga.
Smalamennskan í Esjunni í gær
endaði með stimpingum milli Sig-
valda Ásgeirssonar, fram-
kvæmdastjóra Vesturlandsskóga,
og Ólafs Hólm Guðbjartssonar,
bónda á Sjávarhólum, sem kom á
móti smalamönnum. Ólafur var
ósáttur við smalamennskuna þar
sem hann taldi að smalamenn
hefðu ekki leyfi til að reka féð
inn í rétt nema með leyfi viðkom-
andi sveitarstjórnar. Hann segist
hafa lesið í Morgunblaðinu í gær
að smala hafi átt fé í Esjunni og
hann hafi viljað kanna hvort
hann ætti fé í þeim hópi, þegar
hann kom að smalamönnum, þar
sem hann búi alltaf við þá hættu
að féð sleppi á þjóðveginn. Hann
telur hins vegar að skógræktar-
félagið hafi brotið gildandi fjall-
skilareglur og félagið hafi ekki
verið að smala fé í landi Mógils-
ár. Ólafur segist hafa orðið fyrir
árás Sigvalda og hafa leitað á
slysadeild Landspítalans til þess
að láta huga að áverkum sínum.
Samkvæmt frásögn Sigvalda
byrjuðu átökin með því að Ólafur
tók í hann og var því svarað með
hælkrók svo Ólafur féll í jörðina.
Ofanbyggðagirðing, sem sett
var upp á vegum Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, í
þeim tilgangi að hindra lausa-
göngu búfjár, er á köflum orðin
ónýt og því hefur féð átt greiðan
aðgang að Esjuhlíðum.
„Viljum
ekkert stríð“
„Við viljum ekkert stríð við ná-
granna okkar heldur er óvið-
unandi að hið nýskipulagða úti-
vistarsvæði borgarinnar skuli
vera þakið fé sem bítur hér og
skemmir,“ segir Vignir.
Haraldur Jónsson, bóndi í
Varmadal, segir að féð verði í
heimahögum fram eftir vikunni
en síðan verði það rekið aftur
upp í afrétt. Hann segist vera sér
þess meðvitandi að skógræktar-
girðingin sé ekki hluti af upp-
rekstrarlandinu þótt Esjan í heild
sé það. Hann segist aðspurður
ekki sáttur við aðgerðir Skóg-
ræktarfélagsins en segir að ein-
hvern veginn verði að leysa mál-
ið. Örn Sigurðsson, deildarstjóri
hjá umhverfis- og heilbrigðisstofu
Reykjavíkurborgar, segir að ver-
ið sé að vinna í málinu af fullum
krafti og vonir séu bundnar við
að drög að samþykkt um bann
við lausagöngu búfjár verði sam-
þykkt á fundi heilbrigðis- og um-
hverfisnefndar á morgun,
fimmtudag. Fari svo verður málið
sent borgarstjórn til umfjöllunar
og samþykktar sem þarf síðan að
hljóta staðfestingu landbúnaðar-
ráðherra.
Haraldur í Varmadal segir að
Reykjavíkurborg hafi enga heim-
ild til þess að breyta upprekstrar-
og afréttarmálefnum upp á sitt
eindæmi enda skuli reglur um
þau gilda eins og var fyrir sam-
einingu sveitarfélaga.
70 fjár rekin úr
Esjuhlíðum
Til beinna átaka kom að lokum milli Sigvalda og Ólafs undir Esjunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ólafur Hólm Guðbjartsson bóndi gekk á móti smalamönnum og fénu er reksturinn var komið niður á láglendið.
Harka færðist í atburðarásina,en myndin er tekin skömmu áður en þeim
Ólafi og Sigvalda Ásgeirssyni laust saman.
VEGAGERÐ ríkisins hefur kynnt
samgönguráðherra hugmyndir
stofnunarinnar um hvernig standa
megi að framkvæmdum við jarð-
göng milli Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar annars vegar og
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins
vegar. Eru þessar hugmyndir
byggðar á að hvor tveggja göngin
verði boðin út í einu lagi og samið
við einn verktaka um borun þeirra
en að sögn Jóns Rögnvaldssonar
aðstoðarvegamálastjóra er mat
stofnunarinnar að með þessu móti
megi best nýta fjármagn til fram-
kvæmdanna.
Hann tók þó skýrt fram að hér
væri aðeins um hugmyndir að ræða
og engar ákvarðanir hefðu verið
teknar.
Samkvæmt þessum hugmyndum
yrði byrjað á Austfjarðagöngunum
og framkvæmdir við jarðgöng á
Norðurlandi hæfust nokkru síðar.
,,Ef þetta er allt boðið út í einum
pakka, þá teljum við að heppileg-
ast væri að verktakinn notaði bor-
tækin fyrst fyrir austan og
sprengdi í gegn og færi svo með
tækin norður og byrjaði þar á
meðan verið væri að styrkja göng-
in og ganga frá vegum fyrir aust-
an. Hitt er svo annað mál að það
er hægt að haga þessu á ýmsa
vegu,“ segir Jón.
Fimm verktakar valdir eftir
forval í byrjun næsta mánaðar
Vegagerðin auglýsti eftir þátttak-
endum í forvali vegna jarðganganna
í maí sl. og rann frestur til að skila
inn forvalsgögnum út 24. júní. Að
sögn Jóns hafa ýmsir sýnt áhuga á
að taka verkið að sér og er nú
stefnt að því að valin verði úr fimm
fyrirtæki í fyrri hluta næsta mán-
aðar, sem fái að taka þátt í lokuðu
útboði.
Í framhaldi af því væri hægt að
ganga frá endanlegum útboðs-
gögnum, að sögn Jóns. Hann segir
aðspurður óraunhæft að ætla að
framkvæmdir gætu hafist fyrr en á
næsta ári og minnir á að ekki hafi
enn verið teknar ákvarðanir um
hvernig framkvæmdum við fyrir-
hugaðar jarðgangaframkvæmdir
verður hagað.
Jarðgöng milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar yrðu 5,9 km löng
með vegskálum en milli Siglufjarð-
ar og Ólafsfjarðar er gert ráð fyrir
að byggð verði tvenn göng, alls
rúmlega 10 km löng. Gert hefur
verið ráð fyrir að framkvæmdir við
göngin geti staðið í a.m.k. sex ár og
heildarkostnaður við framkvæmd-
irnar hefur verið áætlaður níu til
tíu milljarðar króna.
Sameiginlegt útboð og byrj-
að á Austfjarðagöngum
Vegagerðin kynnir ráðherra hugmyndir um jarð-
gangagerð á Norður- og Austurlandi
EKKI skiptir öllu hvort erlendir
ferðamenn hafa skilað Íslending-
um meiri gjaldeyristekjum en
virkjanir heldur er aðalatriðið
hvernig landinu er skilað til ferða-
manna í framtíðinni.
Þetta kemur fram í grein eftir
Jonathan B. Tourtellot, einn af rit-
stjórum ferðablaðs National Geo-
graphic, í júlí/ágústblaði tímarits-
ins. Hann segir að Ísland sé frábær
ákvörðunarstaður og Gullfoss sé
mest sótti ferðamannastaðurinn,
en um 300.000 manns skoði fossinn
árlega. Í því sambandi bendir hann
á að þakka beri Sigríði Tómasdótt-
ur fyrir að berjast fyrir verndun
fossins, þegar auðugir Íslendingar
hafi viljað virkja hann í samvinnu
við fulltrúa erlendra orkuvera á
fyrri hluta liðinnar aldar.
Skammt frá séu Hveravellir þar
sem landslagið sé einstakt í veröld-
inni, fjársjóður í ferðamálum Ís-
lendinga, en land í um 80 mílna fjar-
lægð í austurátt frá Hveravöllum sé
í hættu vegna áætlana um virkjun-
arframkvæmdir. Ríkisstjórnin vilji
koma upp Kárahnjúkavirkjun og
enn komi áhugi erlendra manna við
sögu en andstæðingar fram-
kvæmda vilji sjá þjóðgarð á svæð-
inu. Þeir segi að nýir vegir og virkj-
anir eyðileggi einstakt vistkerfi og
komi í veg fyrir að ferðamenn geti
notið ósnortinna upplanda. Haft er
eftir Árna Finnssyni, formanni
Náttúruverndarsamtaka Íslands,
að um sé að ræða stærstu óskertu
óbyggðir Vestur-Evrópu, en þess
getið að Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra hafi gefið grænt
ljós á undirbúningsframkvæmdir í
desember í fyrra.
Höfundur segir að Gullfoss þoli
mikla umferð ferðamanna en ekki
Hveravellir. Því eigi ekki að bæta
vegasamgöngur þangað og ráða-
menn geri sér ekki grein fyrir
mikilvægi Kárahnjúka í ferðamál-
um. Verði virkjanir ofan á veltir
hann fyrir sér hvort ferðamenn
muni í framtíðinni koma til þess að
sjá óbyggðir sem séu ekki eins
óskertar, þaktar vegum, raf-
magnslínum og virkjuðum ám.
Ísland á valið
Grein í National Geographic