Morgunblaðið - 21.08.2002, Side 10

Morgunblaðið - 21.08.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segist telja að ekki hafi komið fram nægi- legar vísbendingar fyrir því að brunakuml, þar sem lík voru brennd að heiðnum sið á járnöld, hafi fundist við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal við fornleifarannsóknir þar í sumar. Á Hrísbrú hefur verið uppgröftur á tveimur stöðum í túninu fyrir ofan bæinn. Annars vegar er um að ræða stað sem rannsakendur segjast hafa fundið sjö beinagrindur og segja þeir að aldursgreining bendi til að þau bein séu frá upphafi landnáms, en vestar í túninu á svonefndum Huldu- hól fundust beinaleifar og fleira sem þeir telja að bendi til þess að um brunakuml sé að ræða. Adolf segir fornleifafræðinga yfir- leitt fylgja þeirri vinnureglu að ef þeir telja sig hafa gert nýja og mik- ilvæga uppgötvun, verði hún að vera reist á traustum grundvelli. „Forn- leifafundir eru mismunandi og geta verið allt frá því að fela í sér óljósa vísbendingu um einhver ný sannindi upp í að vera hafnir yfir allan vafa. Oft eru menn að fikra sig áfram með lauslegum ágiskunum sem sjaldnast gefa nokkurt tilefni til opinberrar umfjöllunar. Mér sýnist þessi fundur falla í þann flokk.“ Hann segir meðal annars oft vandasamt að úrskurða hvort mannabein sem finnast af tilviljun eða við fornleifarannsóknir séu úr heiðni eða kristni. Einkenni á heið- inni gröf sé yfirleitt haugfé sem kem- ur með henni, oftast hestur, vopn eða skart, en slíkt var ekki lagt með kristnum mönnum. Brunagrafir eru oft kolablettur eða lítil gryfja sem er full af kolum og brenndum beinaleif- um þess sem þar var grafinn ásamt haugfé. Oftast finnast nokkur stór, hálfbrunnin brot og síðan mjög mikið magn af brenndum beinflísum. Telur Adolf að þau ummerki sem komu í ljós við uppgröftinn á Hrísbrú séu of ógreinileg til að geta verið undirstaða undir þá fullyrðingu að þetta geti verið brunagröf. Aðeins fundust nokkrir viðarkolamolar og eitt höfuðkúpubrot sem sagt er að hafi lent í eldi. Hann bendir einnig á að 15 til 20 metrum frá gröfinni sem sögð er brunagröf, sé grafreitur og mannabein í grafreitum eigi það til að færast úr stað með tímanum af mannavöldum, til að mynda þegar nýjar grafir eru teknar og við það geta menn lent óvart ofan í eldri gröfum. Það komi fornleifafræðing- um því ekki á óvart að rekast á mannabein hér og þar, ekki síst nokkra tugi metra fyrir utan greftr- unarstaði. Minniháttar mannabeina- fundur þarf því alls ekki að fela í sér að á fundarstaðnum hafi átt sér stað greftrun á sínum tíma. Hann segir að þær fornu grafir sem menn finna við fornleifarann- sóknir séu aðallega tvenns konar, beinakuml og brunakuml. Annars vegar sé um að ræða grafir þar sem venjuleg greftrun hafi átt sér stað, en þá hafi líkið verið lagt í gröf og heygt yfir. Hins vegar séu svokall- aðar brunagrafir, þar sem lík- brennsla hafi farið fram. Á járnöld hafi líkbrennsla tíðkast, en síðan hafi hún hopað fyrir nýjum siðum sem komu fyrir áhrif kristninnar í suðri. Mismunandi sé eftir löndum á okkar menningarsvæði, hvað hafi fundist af brunagröfum frá víkingaöld. „Í Sví- þjóð er mikið um brunakuml en minna um beinakuml, í Noregi er þetta nokkurn veginn til helminga, í Danmörku er lítið um brunakuml en mikið um beinakuml, á Bretlandseyj- um hefur aðeins fundist ein bruna- gröf og sömu sögu er að segja um Ír- land ef frá eru taldir nokkrir vafagemlingar. Á Íslandi hafa fundist um 300 graf- ir úr heiðni og engin þeirra er bruna- gröf og það er í sjálfu sér merkilegt og sýnir að hér hafa að nokkru leyti verið aðrir greftrunarsiðir miðað við Norðurlönd, en líkara því sem tíðk- aðist á Bretlandseyjum. Þess vegna væri stórmerkilegt ef hér á landi fyndist brunagröf. Það er því sann- gjörn krafa að fullyrðingar í þá veru byggist á óvefengjanlegum fornleifa- fræðilegum forsendum,“ segir Adolf. Virtir sérfræðingar rannsökuðu beinaleifarnar Jesse Byock segir að á þeim stað sem rannsakendur telja að geti verið brunakuml, hafi fundist tveir hlutar úr hauskúpu. Annar hafi fundist í fyrra en hinn nú í ár. Hlutinn sem fannst í fyrra hafi verið greindur í Noregi og kom þá í ljós að hann var úr manni. „Hvítur litur höfuðkúpu- brotsins bendir til þess að þau hafi lent í miklum hita í allnokkurn tíma, sem kemur heim og saman við það að um brunakuml sé að ræða,“ segir Byock. Hann segir að þeir sem rannsök- uðu höfuðkúpubrotin, Phillip Walk- er, prófessor í Kaliforníuháskóla, og Per Holck, prófessor við Óslóarhá- skóla í Noregi, hafi báðir mikla reynslu af rannsóknum á beinaleifum og séu virtir á sínu sviði. Byock segir að í kumlinu hafi fundist dýrabein, sem séu að öllum líkindum bein hús- dýra og brennd hafi verið á svipaðan hátt og mannabeinin, en á víkingaöld hafi slíkar bálfarir verið algengar. Þá hafi fundist gripir úr járni og kopar með beinunum, en slíkt sé einnig al- gengt í þeim brunakumlum sem fundist hafa í öðrum löndum og eru frá tímum víkinga. Þá hafi meðal beinaleifanna fundist kol og viðar- aska sem gefur vísbendingar í þá átt að bálköstur hafi verið gerður. Beinin fundust á hól sem nefnist Hulduhóll og leiddu rannsóknir forn- leifafræðinganna í fyrra í ljós að hann er að hluta til manngerður og segir Byock að í Skandínavíu hafi tíðkast að framkvæma greftranir á slíkum hólum. Þá segir Byock að C-14 aldursgreining á höfuðkúpu- brotunum leiddi í ljós að þau séu lík- lega frá því á 10.öld. Teljum mjög líklegt að um brunakuml sé að ræða „Með tilliti til þess sem fannst í kumlinu teljum við mjög líklegt að hér sé um brunakuml að ræða. Menn hafa velt því fyrir sér af hverju slík gröf hefur aldrei fundist á Íslandi og því hefur verið haldið fram að það sé vegna þess að eldivið hafi skort,“ segir Byock. Hann segir að hópurinn hyggist halda áfram rannsóknum á þessum slóðum á næsta ári, en þær hafa verið unnar í samstarfi við Þjóð- minjasafn Íslands og Mosfellsbæ. Alls hafa 7 prófessorar unnið við uppgröftinn í sumar og þeim til að- stoðar hafa verið framhaldsnemar á sviði fornleifafræði, en Byock og Phillip Walker, prófessor við Kali- forníuháskóla í Santa Barbara, hafa stýrt uppgreftrinum. Vinnan hefur staðið í rúmar þrjár vikur í sumar en hópurinn hefur verið við rannsóknir hérlendis öll sumur utan eitt, síðan 1995. Segir Byock eitt hið ánægju- legasta við rannsóknir þeirra við Hrísbrú vera hversu margt hafi þar komið í ljós og séu rannsakendur mjög ánægðir með árangurinn. Starfið sé í raun í gangi allt árið en nú, að uppgreftri loknum, taki við skýrsluskrif fyrir Þjóðminjasafnið og Fornleifavernd ríkisins, auk frekari rannsókna og greinaskrifa um efnið. Spennandi fyrir íslenska fornleifafræði Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að lítið sé hægt að fullyrða um greftunarsiði á Íslandi fyrir kristni, þar sem mjög lítið af hugsanlegum gröfum hér á landi hafi fundist. Hún segir að í ljósi þess að ekki hafa fundist brunakuml á Ís- landi áður séu rannsóknirnar sem staðið hafa yfir á Hrísbrú spennandi en ljóst sé að erfitt sé að fullyrða að beinaleifarnar, kolin og askan sem fundist hafa séu úr brunakumli. „Það væri mjög spennandi fyrir ís- lenska fornleifafræði ef í ljós kæmi að um brunakuml væri að ræða. Vís- bendingar um slíkt eru fyrir hendi og áhugavert verður að sjá hvað nánari greining á fundinum leiðir í ljós.“ Forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands um uppgröft á Hrísbrú í sumar Morgunblaðið/Jim Smart Uppgreftrinum á Hrísbrú er nú senn að ljúka í ár og í fyrradag var unnið að frágangi eftir uppgröftinn. Morgunblaðið/Jim Smart Mark Tveskov, mannfræðingur og þátttakandi í uppgreftrinum á Hrísbrú, og Jesse Byock, prófessor í norrænum fræðum í Kaliforníuhá- skóla og stjórnandi rannsóknarinnar, við rannsóknir á Hrísbrú. Ekki hægt að fullyrða að um brunakuml sé að ræða Hér má sjá höfuðkúpubrot sem fannst á Hulduhóli við bæinn Hrísbrú í fyrra og var sent til rannsóknar í Noregi. Aðstandendur rannsókn- arinnar á Hrísbrú telja brotið geta verið hluta úr brunakumli. Samstarfs- ráðherrar hitt- ast í Noregi SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda hittast á fundi í Kristiansand í Noregi í dag og sækir Siv Friðleifsdóttir, sam- starfs- og umhverfisráðherra, fundinn fyrir Íslands hönd. Í Kristiansand verður m.a. fjallað um vestnorrænt samstarf almennt og möguleika á að efla samstarf við grannsvæðin, s.s. Hjaltlandseyjar, Orkneyjar, Suð- ureyjar, Skotland og austurhéruð Kanada. Slíkt samstarf er í sam- ræmi við óskir Íslendinga um þró- un grannsvæðasamstarfsins á vett- vangi norræns samstarfs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Norðurlandaskrifstofunni. Með væntanlegri aðild Eystrasaltsríkj- anna að ESB og NATO er gert ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á samstarfinu við grannsvæð- in í austri. Ráðherrarnir munu einnig fjalla um skýrslu þá sem kynnt var á þemaþingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í apríl sl., en hún fjallaði um möguleika Norðurlandabúa á að njóta ýmissa þeirra réttinda sem þeim hafa verið fengin sam- kvæmt norrænum samningum. Má þar nefna atriði eins og frjálsa för innan Norðurlanda, sameiginlegan vinnumarkað og félagslegt öryggi. Ferðalangar velta á Landavegi FRANSKT par slapp ómeitt þegar jepplingur þeirra valt á Landvegi fyrir ofan Galtalæk um tvöleytið í gær. Þau voru bæði í bílbeltum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl. Jepplingurinn, sem fólkið hafði tekið á leigu, skemmdist mikið. Viðgerð á Hauki kost- ar hátt í milljón Húsavík. Morgunblaðið. TJÓN á hvalaskoðunarbátnum Hauki, sem skemmdist á laugar- dagsmorgun þegar honum var siglt á smábátabryggju, nemur um einni milljón króna. Á fjórða tug farþega sem var um borð varð bylt við en enginn meiddist. Biðu þeir næstu brottfarar hjá Norðursiglingu og fóru allir með Náttfara, einum þriggja báta fyrirtækisins, á hvala- slóðir. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær er skipstjórinn grun- aður um að hafa verið ölvaður. Heimir Harðarson hjá Norðursigl- ingu ehf., sem gerir út bátinn, sagði málið litið mjög alvarlegum augum hjá eigendum og stjórnendum fyr- irtækisins. Umræddum skipstjóra hafi þegar verið sagt upp störfum en hann hafði starfað í hlutastarfi og í afleysingum frá upphafi og reynst fyrirtækinu vel þar til þetta kom upp. Bátar fyrirtækisins hafi farið hátt í 4.000 ferðir á sl. átta árum með á annað hundrað þúsund farþega og aldrei neitt viðlíka þessu komið upp og mönnum sé eðlilega mjög brugð- ið. Spurður um tjón á bátnum sagði Heimir það vera töluvert, metið hátt í eina milljón króna. Búið væri að gera við það til bráðabirgða og bát- urinn aftur orðinn haffær, þ.e sam- þykktur til siglinga af Siglingastofn- un ríkisins. Endanleg viðgerð á skrokki bátsins færi síðan fram að lokinni hvalaskoðunarvertíðinni í haust. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.