Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 11 BJÖRGUNARSKIP Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson frá Ísafirði, dró bátinn Laxinn EA af strandstað síðdegis í gær, samkvæmt tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér í gær- kvöldi. Báturinn strandaði í stór- grýttri fjöru við Gölt í Súganda- firði í fyrrakvöld og er talinn furðu lítið skemmdur, að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Farið var með bát- inn strax inn til Ísafjarðar þar sem hann var hífður á land. Skipstjóri var einn um borð og komst í land af sjálfsdáðum. Hann var í yfirheyrslum hjá lögreglunni á Ísafirði síðdegis í gær, en hann er grunaður um ölvun. Var honum sleppt að yfirheyrslum loknum. Til þess að gera viðvart um strandið gekk maðurinn a.m.k. 10 km leið til Selárdals við Ásfjall sem er innar í Súgandafirði, en þar komst hann í síma í sumar- húsi. Ekkert neyðarkall barst frá bátnum, hvorki í gegnum síma, tal- stöð né sjálfvirka tilkynninga- skyldu. Í gærmorgun fór björgunar- sveitin Björg frá Suðureyri á strandstað og skoðaði aðstæður þar sem reynt var að meta ástand bátsins og hvort möguleiki væri á að draga hann á flot. Björgunar- menn tóku flest verðmæti úr Lax- inum í gær, s.s. rafmagnstæki og veiðarfærarúllur. Talið er að bát- urinn hafi farið yfir skerjagarð í firðinum á flóðinu í gærmorgun. Bátur náðist á flot eftir strand í Súgandafirði Ljósmynd/J. Bæring Pálmason Báturinn dreginn til hafnar á Ísafirði af björgunarskipi Ísfirðinga.                   GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, borgarráðfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem jafnframt á sæti í fræðsluráði, segir framgang borgaryfirvalda vegna byggingar Klébergsskóla ekki samræmast fullyrðingum R-lista um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í skólamálum. Guðrún Ebba segist hafa séð myndband sem kennarar við skólann sýndu á fundi í Fræðslumiðstöð síð- astliðinn föstudag þar sem sýnd voru myndbrot frá aðstöðunni í Klébergs- skóla. Í gær heimsótti hún skólann og segir hún aðstöðuna þar verri en hún gerði sér í hugarlund. Gluggar í nýrri stjórnunarálmu, sem ráðgert sé að taka í notkun, leki allir og mik- ill raki sé innandyra. „Ég get ekki ímyndað mér að skólastarf eigi að hefjast þarna eftir viku, hálfan mánuð,“ segir Guðrún Ebba. Hún bendir á að kennarar séu enn ekki mættir til starfa í skólann en um það hafi verið samið sérstak- lega við gerð síðustu kjarasamninga að undirbúningsdögum kennara í ágúst yrði fjölgað. „Það er engin afsökun að reyna að kenna embættismönnum eða verk- tökum um. Mér finnst ábyrgð kjör- inna fulltrúa vera langmest og sam- kvæmt grunnskólalögum ber sveitarstjórn ábyrgð á skólahaldi.“ Guðrún Ebba bendir á að við blasi að nemendur við skólann muni ekki fá kennslu á við jafnaldra þeirra í Reykjavíkurborg. Hún minnir á að skólastjóri Klébergsskóla hafi sagt að hægt hefði verið að grípa inn í í mars eða apríl og jafnvel í maí og skipta um verktaka. „Þá spyr ég, af hverju var það ekki gert? Ég held að það sé óþægilegt fyrir meirihlutann að svara því en augljóslega var það af því að kosn- ingar voru 25. maí,“ segir Guðrún Ebba. Ráðstafanir gerðar til að ljúka framkvæmdum Á fundi borgarráðs í gær óskaði D-listi bókunar um að hin pólitíska forysta R-lista hefði brugðist skól- anum, ekki aðeins að þessu sinni heldur einnig áður. Fram kemur í bókun R-lista að sú töf sem orðið hefur á verkfram- kvæmdum við skólann stafi af van- efndum verktaka. Pólitísk forysta R- listans hafi þegar gert ráðstafanir til þess að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru í ár með samningi við annan verktaka og hafi þær verið samþykktar í borgarráði 13. ágúst sl. Ábyrgð kjör- inna fulltrúa langmest Morgunblaðið/Kristinn Sigþór Magnússon skólastjóri sýnir Mörtu Guðjónsdóttur, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Klébergsskóla. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær í ríkisstjórn greinar- gerð sem íslenska ríkið mun leggja fram hjá Alþjóðavinnumálastofnun- inni (ILO), vegna kæru ASÍ og Far- manna- og fiskimannasambandsins (FFSÍ) á hendur íslenskum stjórn- völdum vegna lagasetningar á verk- fall sjómanna í maí í fyrra. ASÍ og FFSÍ sendu kæruna til félagafrelsisnefndar ILO 22. janúar síðastliðinn. Þar kærðu samtökin ríkisstjórn Íslands fyrir meint brot á 88. og 97. samþykkt Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, með því að hafa sett lög sem stöðvuðu verk- fall sjómanna og lögðu bann við verkföllum þeirra til 31. desember 2003. „Við vísum þessu að sjálfsögðu á bug og rökstyðjum það hvers vegna við neyddumst til að gera þetta,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra um efni kærunnar og grein- argerð þá sem ríkið mun nú senda Alþjóðavinnumálastofnuninni vegna málsins. Á von á niðurstöðu fljótlega „Málið er í meðferð hjá félags- frelsisnefndinni. Við höfum skilað þeim gögnum sem við höfum ætlað okkur og ríkisstjórnin hefur fengið frest til þess að tjá sig og er von- andi verið að leggja lokahönd á það í ríkisstjórninni,“ sagði Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ. Kvaðst hann eiga von á niðurstöðu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar fljótlega. Ráðherra sendir ILO greinargerð vegna kærunnar Kæra ASÍ vegna laga á verkfall sjómanna til meðferðar hjá ILO ERLENDIR ferðamenn eru al- mennt mjög ánægðir með Reykja- vík sem áfangastað og njóta sund- laugar borgarinnar mestrar hylli af þeim þáttum sem spurt var um í árlegri viðhorfskönnun Ferða- málaráðs Íslands. Könnunin var gerð meðal erlendra ferðamanna sem fóru úr landi á tímabilinu september 2001 til maí 2002. Í könnuninni var sérstaklega spurt um viðhorf til Reykjavíkur í heild, sundlauga í borginni, ferðaupplýsingaefnis, veitinga- staða, næturlífs, verslunar og safna í Reykjavík. Alls sögðu 79% aðspurðra upp- lifun sína af Reykjavík góða en 4% að borgin væri í heild slæm. Þá kváðust 78% ánægð með sundlaugar borgarinnar og 72% voru ánægð með gæði og framboð af ferðaupplýsingaefni. 61% þeirra sem svöruðu var ánægt með næturlíf í Reykjavík og 64% töldu veitingastaði góða. Skiptar skoðanir um söfnin Af þeim þáttum sem spurt var um hlutu verslanir og söfn lægsta einkunn. Þannig sögðust 47% telja söfn í Reykjavík góð en 39% í meðallagi. Fjörutíu og fimm prósent töldu verslun í Reykjavík góða, 39% gáfu henni meðal- einkunn en 16% töldu hana slæma. Alls tóku 2.408 manns þátt í könnuninni en úrvinnsla gagna var í höndum IMG Gallup. Sundlaugarnar vinsæl- astar meðal erlendra ferðamanna i Reykjavík VERÐ hlutabréfa í deCODE genetics lækkaði um 12,41% á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinum í New York í gær. Lokaverð dagsins var 2,33 dollarar en á mánudag fór verðið í 2,66 dollara og hafði þá aldrei verið lægra. Lægst fór verðið í viðskiptum gær- dagsins í 2,25 dollara. Markaðsvirði félagsins er samkvæmt þessu 125 milljón dollarar eða rúmir 10,7 millj- arðar króna. Verð bréfa í deCODE lækk- ar um 12,4% FRANCOIS Scheefer, franskur ríkisborgari, sem deilt hefur um for- ræði yfir tæplega þriggja ára gam- alli dóttur sinni við franska móður hennar, hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kemur að hann hefur hafið hungurverkfall í tengslum við baráttu sína fyrir for- ræði yfir barni þeirra. Samkvæmt úrskurði íslenskra dómstóla hefur móðirin, sem búsett er með barnið hér á landi, bráðabirgðaforræði yfir telpunni. Í tilkynningu frá föðurnum segir að hungurverkfallið hafi hafist á mið- nætti 19. ágúst og muni standa um óákveðinn tíma. Í hungur- verkfall um óákveðinn tíma FLUGLEIÐIR sjá ekki fram á að 11. september verði frábrugðinn öðrum dögum fyrir þá farþega fé- lagsins sem kjósa að fljúga þann dag, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Fram hefur komið í fréttum að stór evrópsk flugfélög hafa ákveðið að aflýsa mörgum ferðum 11. sept- ember næstkomandi þar eð mörg þúsund farþegar hafa ákveðið að ferðast ekki flugleiðis þann dag, en þá verður eitt ár liðið frá hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum. „Við höfum séð merkjanlegan mun á bókunum hjá okkur til Banda- ríkjanna þennan dag, en þær eru færri en dagana í kring. Munurinn er hins vegar ekki þess eðlis að tilefni sé til að fella niður flug þennan dag og engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um það. Við verðum með fjórar ferðir til Bandaríkjanna hinn 11. september og enn sem komið er eru ekki áætlanir um neitt annað en að fara þær ferðir. Reyndar er það nú svo að af þessum fjórum ferðum til Bandaríkjanna er bókunarstaðan einna best á flugið til New York,“ segir Guðjón. Hann segir ekkert benda til þess að farþegar verði fyrir óþægindum af nokkru tagi þótt þeir fljúgi hinn 11. september. Flugleiðir halda áætlun 11. september FLUTNINGABÍLSTJÓRAR frá Flytjanda hyggja á hópferð suður yf- ir Kjöl næstkomandi laugardag m.a. til að „heiðra minningu frumkvöðl- anna í flutningum og reyna að upp- lifa ferðamáta þeirra hér áður fyrr“, eins og segir í leiðabók um ferðina. Um 20 bílstjórar Flytjanda víða af landinu hafa tilkynnt þátttöku og mega þeir hafa farþega með sér í flutningabílunum. Útbúin verður stutt heimildarmynd um ferðina á myndbandi. Flytjandi í hóp- ferð yfir Kjöl ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.